Morgunblaðið - 13.06.2008, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 13.06.2008, Qupperneq 6
6 FÖSTUDAGUR 13. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ bílar Bílasmáauglýsingar 569 1100 Bílar Travel Lite Árgerð 2008 pallhýsin eru vel útbúin og tilbúin fyrir fríið, 3 stærðir, besta verðið, til sýnis á Oddagötu 8, Reykjavík. Ferðapallhýsi ehf, s. 663 4646 Travellitecampers.com TOYOTA LANDCRUISER GX DIESEL 2006, ek. 33 þ. km, sjsk., vel búinn. Aukahlutir. Sérstaklega fallegt og vel með farið eintak. Toyota-ábyrgð. Aukadekk. Skipti ód. Sími 893-4085. Toyota Corolla ’99 320. þ. Toyota Corolla árg,’99 beinsk. rafm. rúður, dráttarkúla, cd spilari mp3 og tengi fyrir ipod smurbók, ný skoðaður ’09 ek. 172 þ. góður og fallegur bíll v. 320 þ. Uppl. 699 3181. SKODA OCTAVIA 1,6I '03 EK. 82 ÞÚS. KM Beinskiptur. Dráttarkrókur. s. 847 2436. Nýkominn HPI Savage XL 5,9 4ja. hestafla fjarstýrður bensín torfærutrukkur. Tómstundahúsið Nethyl 2, sími 587 0600, www.tomstundahusid.is NISSAN XTRAIL - ELEG. ÁRG. '06 Ek. 32 þús. km, sjálfsk., leður, rafm. í sætum, topplúga, spoiler, dráttarkrókur, útv.fjarst. í stýri, s+v dekk, auka álfelgur, v. 2.990.000 - tilboð stgr. 2.690.000. Uppl. s. 864 3801. NISSAN PATHFINDER ÁRG. '07 Til sölu Nissan Pathfinder Adventure SE '07, hvítur, 33” dekk + upprunaleg dekk á álfelgum, verð 5.950.000 kr., upplýsingar í síma 899 8480. MCC ÁRG. '04 EK. 62 ÞÚS. KM Outlander, svartur, fjórhjóladrifinn, 2400 vél með cruise control, dökkum rúðum og krók á 1800 þús., áhv. 1600 þús., afb. ca 35.000 á mán. Uppl. Viggó 662 4472. MAZDA RX-8 ÁRG. '07 EK. 10 ÞÚS. KM Mazda RX-8 árg. 2007, ekinn 10 þús., bsk. 6 g. Rafmagn í öllu, topplúga, hiti í sætum. áhvílandi 4 m., skoða skipti á ódýrari. Verð 4.5 m. Tilboð óskast. Uppl. sími 897-2505. KIA, ÁRG. '06 EK. 47 ÞÚS. KM Kia Sorento luxury Diesel '06, ekinn 47 þús. Leður, ssk., dráttarkrókur, einn með öllu. Sími 894-1871. DODGE STRATUS ÁRG. '06, EK. 22 Þ. KM Skráður 5 manna, 4 sumardekk, 4 vetrar- dekk, 4 dyra, sjálfskiptur, framhjóladrif, álfelgur, fjarstýrðar samlæsingar, geisla- spilari, hraðastillir, höfuðpúðar að aftan, litað gler, loftkæling, pluss áklæði, raf- drifnar rúður, rafdrifnir speglar. Reyklaust ökutæki. Samlæsingar, útvarp, veltistýri, vökvastýri. Sími 895 1961. BENZ E55 AMG 517 HÖ, SÁ FLOTTASTI Ert þú leiður á að hanga fyrir aftan M5 kerrurnar, endilega komdu þá og náðu í mig. E55 AMG '05 bíll til sölu, 517 hö, sá langflottasti á landinu. Fæst á 9.900.000,- Stgr. S. 587-8888. Bílasala Reykjavíkur. ÁRG. '98 EK. 131 ÞÚS. KM Subaru Legacy, ásett verð 580.000, læt hann á 450.000. Góður vinnubíll. Komið með tilboð. 868 0919, Guðmundur Haukur. Bílar óskast VW PASSAT & GOLF 4MOTION Óska eftir Passat eða Golf 4motion. Ein- ungis góð eintök koma til greina. Sölu- skoðun skilyrði. Verðhugmynd 500 - 750 þ. kr., staðgreiði. tbdavidsson@hotmail.com LAND CRUISER 120 EÐA PAJERO ÓSKAST Gegn staðgreiðslu með góðum afslætti. Eingöngu vel farnir og reyklausir bílar koma til greina. Upplýsingar sendist á jeppioskast@btinternet.com Hjólbarðar NÝLEG 35” 4 nýleg ónegld 35" BFGoodrich All Terrain dekk á álfelgum til sölu. Fást á 60 þúsund. Sími 861 4369. Eftir Ingvar Örn Ingvarsson ingvarorn@mbl.is C-línan frá Mercedes-Benz hefur nú náð ágætri fótfestu á markaðnum eftir að nýjustu kynslóðinni var hleypt af stokkunum fyrir um ári síðan. Það hefur þó ekki verið nein lognmolla í kringum C-línuna því Mercedes-Benz hefur t.d. sent frá sér sportútgáfu af bílnum undir heitinu C63 en sá bíll er útbúinn 6,2 lítra V8 sleggju sem skilar 451 hest- afli. Flest fölnar í samanburðinum Hinn nýi Brabus Bullit Black Ar- row fær þó nánast allt til að fölna í samanburði og þar með talinn hinn nýja C63. Brabus Bullit Black Ar- row, sem hér eftir verður kallaður BBBA svo hægt sé að losna við að nota þetta langlokunafn oftar en bráðnauðsynlegt er, fær nefnilega V12 vél undir húddið og er C-línan því líklega fyrsti fólksbíllinn í þess- um stærðarflokki sem státar af V12 vél enda hafa slíka vélar oftast verið notaðar í risastórum eðalflekum eins og S-línunni frá Mercedes- Benz og 7-línunni frá BMW. Í fullum skrúða skilar BBBA V12 vélin því 730 hestöflum sem dugar til að skila bílnum í 100 km/klst. á aðeins 3,9 sekúndum en líklegast er sá staðall fyrir löngu orðin mark- laus því nær væri að líta á 0-200 km/klst. afkastagetu bíla sem státa af álíka vélarafli. Hámarkshraðinn hjá BBBA er talinn vera um 360 km/klst. Tog vélarinnar er 1320 NM sem er nálægt togi nútímavörubíls en þó er togið takmarkað rafrænt við 1100 NM til að hlífa skiptingu bílsins og drifrás. Mattur og svartur Brabus ljóstrar því reyndar upp að hröðun bílsins í 200 km/klst. taki aðeins 10,49 sekúndum og því er ljóst að bíllinn hefur kraftana til að styðja við ógnandi útlitið. BBBA er nefnilega svartur á lit og það ekki í háglans eins og flestir eru vanir, heldur í möttu. Líklegast er matta lakkið vísun í einhvers konar huliðs- eiginleika sem bílnum eru nauðsyn- legir ef eiganda bílsins dettur í hug að nýta, þó ekki nema væri brota- brot, af afli bílsins. Brabus þurfti enn fremur að betrumbæta undirvagn og yfirbygg- ingu bílsins umtalsvert svo aflið kæmist til skila. Þannig hefur bíll- inn verið styrktur verulega, en líka reynt að létta hann eins og framast er unnt. Togsins vegna hefur verið notast við fimm gíra sjálfskiptingu og sam- an með 40% driflæsingu ætti bíllinn að hendast áfram við kjöraðstæður og má búast við því að hann sé al- gjör raketta. Brabus hefur því tryggt enn um sinn að hraðskreiðustu fernra dyra bílar í heimi komi frá höfuðstöðvum fyrirtækisins í Bottrop í Þýskalandi. Vera má að það styttist í að bílar sem þessir renni sitt skeið á enda. Það er kannski ekki skrítið því hest- aflakapphlaupinu sem nú geisar hefur oft verið líkt við gullaldarárin í Detroit en þeim lauk með bens- ínkreppu, ekki ólíkri þeirri sem nú virðist stefna í. Sennilega finnast þó alltaf kaupendur af bílum sem standa upp úr meðalmennskunni á þennan hátt, jafnvel þó þeir kosti 350 þúsund evrur líkt og BBBA. Brabus brjálæð- ið heldur áfram Hulinn Brabus Bullit Black Arrow er mattsvartur og því minnir hann talsvert á huliðsþotur Bandaríkjahers. Bless Þetta er líklega það sjónarhorn sem flestir eiga eftir að sjá af þess- um bíl þegar hann brunar fram úr á þýskum hraðbrautum. Orkuver Vélin er fengin að láni frá S línu Mercedes-Benz og er hún V12, 6,2 lítrar og skilar hvorki meira né minna en 730 hestöflum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.