Morgunblaðið - 13.06.2008, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 13. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
bílar
því að skoða hvernig bílarnir eru knúnir áfram heldur í því að
skoða hvernig þeir eru smíðaðir og hvað er boðið upp á.
Heildarlausn
Murray vinnur um þessar mundir að þróun bíls sem á að
skila mun minni heildarútblæstri en hefðbundinn bíll í dag.
Þannig er byrjað með hreint borð og allt skoðað, samsetning
bílsins, orkan sem fer í að setja hann saman og jafnvel orkan
sem fer í að byggja verksmiðjuna sem bíllinn er settur saman
í. Þannig er það ekki aðeins útblásturinn frá bílnum sjálfum
sem Murray vill draga úr heldur allur útblástur sem verður
til við framleiðslu bíls.
„Ef þú hugsar bara um allt stálið, álið og þungu efnin sem
fara í að smíða bíl, orkuna sem þarf til þess, eldsneytið sem
fer í að flytja hluti út um allan heim, þá sést að þar verður
hinn raunverulegi skaði,“ segir Murray.
Sú vinna sem Murray stendur í núna á að hans sögn að
skila af sér bíl sem verður afar hagnýtur, helmingi léttari en
sambærilegur bíll í dag en þó mun Murray og félögum, með
heildrænni lausn, takast að minnka útblásturinn um tvo
þriðju.
Það sem kemur hins vegar líklega flestum á óvart er að
hugmyndafræðin er sú sama og liggur að baki smíði kapp-
akstursbíls sem Murray segir að séu hagkvæmustu bílar jarð-
ar. Þar hafi hver einasti dropi eldsneytisins verið nýttur. Bíll-
inn er eins léttur og hann getur verið en þó nægilega sterkur.
Murray bendir því líklega réttilega á að lausnin felist í því
að fjarlægjast bíla sem eru eins og skrifstofur eða setustofur
á hjólum og nálgast frekar bíla sem eru raunveruleg aksturs-
tól þar sem annars vegar er einblínt á aksturseiginleika og
hins vegar er einblínt á bílinn sem samgöngutæki.
Eftir Ingvar Örn Ingvarsson
ingvarorn@mbl.is
EINS og flestir hafa fundið áþreifanlega fyrir þá hefur elds-
neytisverð hækkað verulega á undanförnum mánuðum og
ekki er útlit fyrir enn að verðið muni lækka á næstunni.
Reyndar er staðan sú að flestir gera sér grein fyrir að ekki
er um að ræða ótæmanlega auðlind og hefur t.d. BP-olíu-
fyrirtækið gefið upp að núverandi birgðir muni ekki endast
nema 40 ár í viðbót miðað við núverandi notkun.
Það er því ljóst að draga þarf úr notkuninni og þá eru góð
ráð dýr.
Framtíðin dökk
Gordon Murray er einn þekktasti bílahönnuður okkar tíma
hefur hannað stórkostlega bíla eins og McLaren F1, Merce-
des-Benz SLR og eins hefur hann komið að hönnun Caparo
T1. Hann sagði á dögunum í samtali við BBC að framtíð bíla-
iðnaðarins væri dökk.
Murray vill meina að ef ekkert verður gert í málunum strax
muni fólk fljótlega fara að finna fyrir því að notagildi bílanna
verður afar takmarkað og það jafnvel á næstu 10–15 árum.
Murray hefur venjulega þótt fara ótroðnar slóðir við hönn-
un sína og hefur hann oftar en ekki einblínt á það að draga úr
þyngd bílanna. Murray segir að ein meginástæða þess að ekki
gangi nógu hratt að ná fram hagkvæmum bílum sé þyngd
þeirra.
Þannig bendir Murray á hið augljósa þegar hann segir að
hver einasta ný kynslóð bíls er stærri og þyngri en áður og
fram til þessa hefur afsökunin verið aukið öryggi og meiri
búnaður. Murray segir þó hina raunverulegu ástæðu vera þá
að bílaframleiðendur vilji einfaldlega þoka viðskiptavinum sín-
um upp á við, þ.e. fá fólk til að kaupa dýrari, stærri og betur
útbúna bíla. Niðurstaðan er meiri hagnaður fyrir bílaframleið-
endurna en líka meiri eyðsla þar sem þyngri bílar nota meira
eldsneyti.
Þyngd er lykilatriði segir Murray því þótt það séu margir
möguleikar á því hvernig bíll sé knúin áfram þá væri hrein-
lega hægt að létta bíla um 10% yfir nótt með því að skera nið-
ur aukabúnað. Þannig segir Murray að tækifærin liggi ekki í
Nýrra leiða leitað til að draga úr útblæstri
Hagkvæmur Hinn frægi bílahönnuður Gordon Murray telur
að bílaframleiðendur verði að bregðast við orkukreppu og
mengun með því að létta bíla sína. Jafnframt segir hann að
kappakstursbílar séu í rauninni heimsins hagkvæmustu bílar
FYRIR tuttugu árum smíðuðu Lamborghini-
verksmiðjurnar í Sant’ Agata sérútgáfu til minn-
ingar um 25 ára afmæli hins merka Countach (borið
fram kúntasj) sem Marcello Gandini hjá Bertone
hafði hannað. Gandini átti reyndar líka heiðurinn af
einum fallegasta bíl veraldar og fyrsta sannkallaða
ofurbílnum, Lamborghini Miura.
Kaldhæðni örlaganna
Frumgerð bílsins LP500 var fyrst sýnd á al-
þjóðlegu bílasýningunni í Genf 1971 og kom bíllinn
svo á markað þremur árum síðar. Útlitslega var
hann í rauninni rökrétt framhald af Miura sem á sín-
um tíma þótti mjög framúrstefnulegur. Fyrsta út-
gáfa bílsins LP400, en þar var notast við fjögurra
lítra vél í stað fimm lítra í frumgerðinni, var því eðli
málsins samkvæmt lágur, breiður og fleyglaga en þó
fremur stuttur. Bíllinn státaði ennfremur af miklum
loftinntökum sem voru nauðsynleg til að kæla miðju-
staðsetta vél bílsins nægilega. Loftinntökin settu
alltaf sitt mark á bílinn og þegar fram liðu stundir
varð ágeng hönnun bílsins mun meira áberandi en
Gandini hafði upprunalega ætlað.
LP400 var sem áður segir útbúinn fjögurra lítra
V12-vél og telja margir að þessi upprunalega útgáfa
bílsins sé sú besta – í það minnsta sú hreinasta hvað
fagurfræði varðar. Árið 1978 fékk Lamborghini Co-
untach svo í grundvallaratriðum það útlit sem hann
hélt til enda framleiðslunnar árið 1990 en það voru
brettaútvíkkanirnar sem voru nauðsynlegar til að
hægt væri að koma fyrir nútímadekkjum en 1974-
árgerð bílsins hafði afar mjó dekk enda ekki mikið
um ofurbíla á þeim tíma.
Það er hins vegar kaldhæðnislegt að 25 ára afmæl-
isútgáfan, sem var framleidd á milli 1988 og 1990, er
líklegast sú ýktasta og jafnvel af mörgum í dag tal-
inn smekklausasti Lamborghini sem Sant’ Agata-
verksmiðjurnar hafa sent frá sér.
25 ára afmælisútgáfan byggðist að mestu á Coun-
tach 5000QV og var útbúin 5,2 lítra vél sem skilaði
455 hestöflum. Allt hafði stækkað á bílnum sem gat
gert hann enn dramatískari. Þannig voru loft-
inntökin stækkuð, afturdekkin voru þau stærstu sem
notuð voru á götubíl, 345/35R15 að aftan, og bíllinn
átti að geta náð 320 km/klst og 100 km/klst á innan
við fimm sekúndum. Þeir sem vildu sannreyna há-
markshraðann hafa þó mátt vera afar djarfir því
bílar sem þessir hafa aldrei þótt láta sérlega vel að
stjórn.
Líklegast má segja það með ákveðinni festu að 25
ára afmælisútgáfa Countach hafi verið dæmigert
fórnarlamb áttunda áratugarins en merkilegt nokk
þá virðist upprisa ekki á döfinni þrátt fyrir að marg-
ar aðrar hetjur áttunda áratugarins hafi komist inn
úr kuldanum á síðustu árum.
20 ár síðan Lamborghini
heiðraði Countach
Ýktur 25 ára afmælisútgáfa Lamborghini Countach.
Bílasmiðurinn hf.
Bíldshöfða 16 s. 567 2330
Eitt mesta úrval landsins af ljósum og
glitmerkjum fyrir vagna og farartæki
Háþrýstidælur
Þegar gerðar eru hámarkskröfur
K 6.91 M Plus
Þrýstingur: 20-150 bör max
Vatnsmagn: 550 ltr/klst
Túrbóstútur + 50%
Lengd slöngu: 9 m
Sápuskammtari
Stillanlegur úði
K 7.80 M Plus
Þrýstingur
20-160 bör max
Stillanlegur úði
Sápuskammtari
K 7.85 M Plus
Þrýstingur:
20-160 bör max
Vatnsmagn:
600 ltr/klst
Stillanlegur úði
Sápuskammtari
Túrbóstútur + 50%
12 m slönguhjól
Vatnsmagn: 600 ltr/klst
Túrbóstútur + 50%
Lengd slöngu: 9 m
SKEIFAN 3E-F · SÍMI 581-2333 · FAX 568-0215 · WWW.RAFVER.IS
K 5.91 M Plus
Þrýstingur:
20-140 bör max
Vatnsmagn:
490 ltr/klst
Lengd slöngu: 7,5 m
Stillanlegur úði
Túrbóstútur + 50%
Sápuskammtari
Ýmsir aukahlutir
Snúningsdiskur