Morgunblaðið - 13.06.2008, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.06.2008, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 13. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ bílar  Leó M. Jónsson vélatæknifræð- ingur svarar fyrirspurnum á leo- emm@simnet.is (ath. bréf geta verið stytt). Eldri spurningar og ítarlegri svör eru birt á www.leoemm.com. Stuttur líftími ökuljósapera Spurt: Ég keypti nýjan Nissan Qas- hqai í fyrra sem mér líkar ljómandi vel við að einu undanskildu; þrisvar hefur þurft að skipta um peru í aðal- ljósi á þessum stutta tíma sem ég hef notað bílinn. Þótt mér fyndist þetta ekki eðlilegt hjá nýjum bíl fór ég bara á næstu bensínstöð og fékk skipt um peru. Skömmu seinna gerðist þetta aftur – og svo í þriðja skiptið fyrir skömmu. Þá kvartaði ég hjá umboðinu (IH). Þeir skiptu um peru, sögðust ekkert finna at- hugavert eftir athugun en báðu mig um að hafa samband ef þetta gerðist aftur. Þeir ætla víst að kynna sér það erlendis hvort þetta er þekkt fyrirbrigði. Í fyrstu 2 skiptin „dóu“ perurnar hvor sínum megin með stuttu millibili. Á ég að gera ein- hverja frekari ráðstafanir? Svar: Samkvæmt lögum nr. 50 um lausafjárkaup (kaupalög) hefur kaupandi bíls 2ja ára frest frá við- töku til þess að kvarta (skriflega) undan því sem hann telur vera galla (aftast í 31. grein). Yfirleitt er það túlkað sem 2ja ára ábyrgð gagnvart göllum í nýjum hlut. Lengri tími sem bílainnflytjandi kann að gefa upp (3ja ára ábyrgð eða 100 þús. km akstur o.s.frv.) er hrein viðbót, þ.e. kaupalögin gilda fortakslaust (jafn- vel þótt þau séu meingölluð þegar bílar eru annars vegar því þau fjalla ekki um ábyrgð, sem slíka, né tiltaka notkun bíls í km). Þegar perur í aðalljósum eyði- leggjast með stuttu millibili myndi ég, sem tæknimaður, telja það fram- leiðslugalla (öryggismál) sem beri að bæta, – jafnvel þótt ekki hafi orðið vart við sambærilegt vandamál í öðrum bílum sömu tegundar hér eða erlendis. Þetta vandamál er ekki einungis í Nissan Qashqai heldur virðist fylgja H7 halógen-perum í aðalljósum, en þær virðast í sumum tilvikum ekki þola hnjask og titring jafn vel og aðrar gerðir halógen- pera. Ég hef ráðlagt fólki að skipta um báðar perurnar samtímis þótt einungis önnur þeirra sé ónýt og kaupa perur af þekktum merkjum svo sem Bosch eða Osram. Að þrjár aðalljósaperur bili á einu ári er ekki ásættanlegt, að mínu mati, og því ástæða til að athuga ástand rafkerf- isins í þessum bíl, sérstaklega þar sem hann er enn í ábyrgð. Jafnvel þótt perur séu á meðal þeirra hluta sem eru undanskildir verk- smiðjuábyrgð (smáa letrið) er það miðað við að stöku pera bregðist, þ.e. eitthvað sem telst eðlilegt. Í þínu tilfelli myndi ekki teljast eðli- legt að báðar perurnar eyðileggist með svo stuttu millibili enda skapar það ákveðna hættu; þú gætir orðið ljóslaus uppi á Holtavörðuheiði í svarta þoku auk þess sem gera má ráð fyrir því að bilanir í rafkerfi bíls- ins gætu aukist meða tímanum, sé rafkerfinu um að kenna. Í svona tilvikum getur bíleigandi þurft að sanna að um galla sé að ræða sé einhver fyrirstaða hjá um- boði/framleiðanda, t.d. vegna þess að bilun í rafkerfi finnst ekki. Því myndi ég ráðleggja ég þér að hafa samband við Neytendastofu og óska eftir aðstoð þeirra í þessu máli. Þú getur sent þeim fyrirspurn á post- ur@neytendastofa.is. LandCruiser sjálfskipting sem heggur Spurt: Ég er með Landcruiser 100 dísil árg. 0́2. Sjálfskiptingin heggur við ákveðnar aðstæður, aðallega milli fyrsta og annars gírs. Stundum er hún nánast eðlileg en stundum með þessar tiktúrur. Mínar spurn- ingar eru þessar: Er þetta þekkt vandamál með þessar skiptingar? Hvað get ég gert? Svar: Þessar skiptingar hafa ekki verið til neinna vandræða – ég myndi flokka þær með þeim betri. Grunnbyggingin er gömul, þekkt og sterk. Við hana hefur verið bætt tölvustýrðu ventlaboxi. Það þýðir að í stað spólulokanna eru rafseg- ulvirkir lokar í ventlaboxinu sem eru viðkvæmari fyrir óhreinindum svo sem málmsvarfi. Óhreinindi geta hafa komist í skiptinguna, t.d. við mælingu á vökvastöðu eða við end- urnýjun vökva/síu. Þessir hnökrar eru ekki fyrirboði um meiriháttar bilun en að henni kemur sé viðgerð dregin. Öll Toyotaverkstæði hafa tölvu til að lesa bilanakóða skiptinga og sjá strax hvort ventlaboxið virkar eðlilega. Það er ekki mikil aðgerð að taka ventlaboxið niður og þrífa það. Endurbygging svona skiptingar er hins vegar stórmál. Hvað telst galli og hvað ekki? Morgunblaðið/Ómar Ljósaperur Leó ráðleggur fólki að skipta um báðar perurnar samtímis þótt einungis önnur þeirra sé ónýt. BÍLAFRAMLEIÐANDINN Ford hefur orðið illa fyrir barðinu á sam- drætti í jeppa- og pallbílasölu vest- anhafs. Neytendur horfa í auknum mæli til sparneytnari bíla og stærst- ur hluti framleiðslugetu Ford liggur á því sviði bílaframleiðslunnar sem er á hraðri niðurleið. Hið nýjasta hjá Ford er því að breyta verk- smiðjunum sem áður framleiddu pallbíla og jeppa á þann veg að þær geti framleitt fólksbíla sem eru enn í eftirspurn. Sérfræðingar halda því fram að slíkar breytingar gætu reynst kostnaðarsamar fyrir Ford þar sem framleiðslueiningar fyrirtækisins hafi ekki yfir sama sveigjanleika að ráða og núverandi keppinautar Ford, þeir hjá Honda og Toyota. Ford býr reyndar yfir miklum styrk sem felst í því að auðvelt er fyrir fyrirtækið að stóla frekar á evrópska vörulínu sína því á Evr- ópumarkaði er eftirspurn eftir jepp- um og pallbílum nánast engin. Og líklega líða ekki mörg ár þangað til að Bandaríkjamenn læra að meta smábíla. Ford er því kannski ekki í svo slæmum málum miðað við aðra bandaríska framleiðendur. Vel má vera að Ford nái að snúa vörn í sókn og að evrópskir bílar Ford munu hægt og rólega leysa af hólmi stóru pallbílana. Lítrinn af bensíni kostar um 80 krónur í Bandaríkjunum í dag og í augum Evrópubúa þykir það furðu- legt að ekki þurfi meira til, til þess að Ford takist á hendur breytingar sem gætu orðið einar þær stærstu í sögu fyrirtækisins. Margir velta vöngum yfir því hvað myndi eig- inlega gerast ef bensínlítrinn myndi kosta svipað og hann kostar nú í Evrópu. Ford gríp- ur til ör- þrifaráða Morgunblaðið/ Samdráttur Það verður hiklaust söknuður af stæðilegum vinnubílum eins og Ford F150 ef framleiðslan leggst af í núverandi mynd, en líklegast er tími til kominn að bílar sem þessir verði notaðir af þeim sem þá þurfa í stað þess að vera notaðir sem heimilisbílar. Toyota Land Cruiser 120VX New, árg. 2004, ek. 63 þús. km. Dísel, 33“, breyttur, dráttarbeisli, digital miðstöð, leður og fl. Verð 4790 þús. kr. Dodge Durango 4WD Limited, árg. 2004, ek. 100 þús. km. Sjálfsk. DVD, Topplúga, leður, vebasto miðstöð og fl. Ásett verð 2950 þús. kr. Stgr. tilboð 2490 þús. kr. Toyota Yaris Sol, árg. 2007, ek. 16 þús. km. Beinsk. Geislaspilari, rafmagn og fl. Stgr. tilboð 1590 þús. kr. Ásett verð 1850 þús. kr. Áhv. 985 þús. kr. BMW 745I, árg. 2003, ek. 144 þús. km. Sjálfsk. Fjarlægðarskynjarar, topplúga,leður, xenon og fl. Skoðar ýmis skipti. Verð 5600 þús. kr. Áhv. 2650 þús. kr. Volvo 850, árg. 1996, ek. 168 þús. km. Sjálfsk., dráttarkúla, hiti í sætum, rafmagn og fl. Verð 430 þús. kr. Honda VT 1100 C2 Shadow Sabre, árg. 2004, ek. 15 þús. km. Verð 880 þús. kr. Möguleiki á 100% láni!!! VW Polo, árg. 2007, ek. 13 þús. km. Beinsk. Geislaspilari, rafmagn og fl. Ásett verð 1790 þús. Stgr. tilboð 1650 þús. Honda Jazz 1,4L LS, árg. 2006, ek. 32 þús. km. Sjálfsk. Eyðir 6 lítrum innanbæjar. Nýbúin í 30 þús. km Þjónustu. Einn eigandi og fl. Verð 1635 þús. kr. Lán 1560 þús. kr. Fæst á yfirtöku + 75.000 þús. Funahöfða 1 • Opið virka daga kl. 10:00-18:30 • Laugardaga kl. 12:00-16:00 M bl 1 01 51 53 Honda CR-V, 11/2003, ek. 63 þús. km. Sjálfsk. Geislaspilari, rafmagn og fl. Verð 1820 þús. kr. Áhv. 1716 þús. kr. Lincoln Navigator 4WD, árg. 2003, ek. 52 þús. km. Sjálfsk. Fjarlægðarskynjarar, topplúga, hiti í sætum, leður og fl. Verð 3750 þús. kr. Áhv. 3000 þús. kr. Bremsuhlutir í alla jeppa og pickupa Vagnhöfða 7 110 Reykjavík Sími: 517 5000 Diskar Klossar Dælur Borðar Ísetningarþjónusta P R E N T S N IÐ E H F .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.