Morgunblaðið - 21.06.2008, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.06.2008, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR STANGVEIÐI Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is ÓLAFUR F. Magnússon borgar- stjóri tókst í gærmorgun í fyrsta skipti á við eina af rótgrónari hefð- um embættisins er hann opnaði Elliðaárnar með því að renna maðki í Sjávarfoss. Þótt Ólafur hafi ekki stundað veiðar síðustu árin hefur hann veiðieðlið í blóðinu en faðir hans, Magnús Ólafsson læknir, var formaður Stangaveiðifélags Reykja- víkur á árum áður. Enda leið ekki nema um klukkustund uns fyrsta laxi sumarsins var landað. Tveir lágu á Breiðunni Morguninn var bjartur og fallegur er Ólafur hóf veiðarnar undir eftir- liti, ef svo má segja, því á annan tug áhorfanda var á bakkanum auk leið- sögumanna Ólafs, Stefáns bróður hans og Ásgeirs Heiðars. Borgar- stjóri varð ekki var í fossinum og þá steðjaði hersingin niður á Breiðu. „Þar liggja tveir laxar,“ hvíslaði einhver. Á því varð þó einhver bið að laxinn tæki og Ásgeir Heiðar sagði laxana hafa hörfað. „Við hvílum þetta og komum aftur,“ sagði hann. Aftur var rennt í fossinn, án ár- angurs, og þá reynt við Breiðuna að nýju. Í ljós kom að þriðji laxinn hafði nú slegist í hóp hinna tveggja og eft- ir að hafa vandað sig við rennslið, festi Ólafur loks í einum þeirra. Þá var klukkan átta mínútur yfir átta. Laxinn tók hressilega á móti og tók spretti um Breiðuna, en eftir nokkrar mínútur lyfti Ásgeir Heiðar á land silfraðri og lúsugri hrygnu. „Þetta var mjög skemmtilegt!“ sagði borgarstjórinn kátur. „ Ég veiddi marga fiska í fossinum hér áður fyrr, þegar ég var duglegri við veiðarnar en í dag,“ sagði Ólafur. „Mér finnst á vissan hátt skemmti- legra að eiga við hann á Breiðunni, enda fór hann hér talsvert um.“ Hann sagði það hafa sterkt tilfinn- ingalegt gildi fyrir sig að fá að opna Elliðaárnar því faðir hans var for- maður SVFR fyrir 32 árum. „Ég veiddi þó nokkuð hérna á átt- unda áratugnum. Kannski að þetta endurveki áhugann og ég fari að blanda þessu við fjallamennskuna. Mér fannst þetta skemmtileg við- ureign, sjónræn og falleg,“ sagði borgarstjóri og brosti breitt. Morgunblaðið/Einar Falur Sterkur Ólafur F. Magnússon borgarstjóri togast á við fyrsta lax sumarsins í Elliðaánum. Laxinn tók maðkinn á Breiðunni rúmlega átta í gærmorgun. Stoltur „Kannski að þetta endur- veki áhugann,“ sagði Ólafur. Sjónræn viðureign og falleg KYNT verður í hinu árlega Jóns- messubáli á vegum Ferðatrölla við Tungurétt í Svarfaðardal í kvöld. Áður en það verður gert verður boðið til gönguferðar frá Melum kl. 20. Farið verður á Melaeyrar þar sem talið er að Jón Rögnvaldsson hafi verið brenndur árið 1625, fyrstur galdramanna á Íslandi. Þaðan verður gengið að Tungu- rétt og er áætlað að gangan taki um tvo tíma. Þegar þangað er komið verður kveikt í bálkestinum og mun krökkum gefast kostur á að grilla eða baka sér snúbrauð yfir eld- inum. Að því loknu mun Leikfélag Dalvíkur flytja sviðsetta frásögn af fyrstu galdrabrennunni. Þá verða sungnir fjöldasöngvar og Kven- félagið selur kaffi og kakó með við- biti í Tunguseli. Farið á slóðir galdramanns SAMKOMULAG Starfsgreina- sambands Íslands við fjármála- ráðherra um breytingar á kjara- samningi aðila, sem skrifað var undir 26. maí sl., var samþykkt með miklum meirihluta greiddra at- kvæða. Alls voru 2.139 einstaklingar á kjörskrá. Atkvæði greiddu 677 eða 31,7%. Já sögðu 616 eða 91,0%. Nei sögðu 55 eða 8,0%. Auðir og ógildir seðlar voru 6 eða 1,0%. sunna@mbl.is Samþykktu samninginn BÆNDUR sem hófu veiðar í gærmorgun neðan Æðarfossa í Laxá í Aðaldal voru búnir að landa sex stórlöxum, 10 til 14 punda, eftir þriggja tíma veiði. Að sögn Orra Vigfússonar, formanns Laxárfélags- ins, er aðeins veitt á flugu og voru allir fiskarnir merktir með radíó- merki áður en þeim var sleppt aftur. Stefnt er að því að merkja 60 hrygnur til að auðvelda rannsóknir á búsvæðum laxins í ánni. Líflegt í Aðaldalnum 25 NÝNEMAR hlutu 300 þúsund króna styrk úr Afreks- og hvatning- arsjóði stúdenta Háskóla Íslands í dag. Fyrst um sinn styrkir sjóðurinn nemendur sem hafa náð framúrskar- andi árangri á stúdentsprófi en í framtíðinni mun sjóðurinn einnig styrkja nemendur í grunnnámi við skólann. Stúdentar frá MR skera sig úr Athygli vekur að af 25 styrkþegum hljóta stúdentar frá Menntaskólan- um í Reykjavík sex en stúdentar frá Verslunarskóla Íslands koma næstir með þrjá styrki. Stúdentar frá Menntaskólanum við Hamrahlíð og Menntaskólanum á Akureyri hljóta tvo styrki hvor skóli en afgangurinn dreifist nokkuð jafnt á tíu aðra skóla. Flestir styrkhafar hyggja á nám í ýmiss konar verkfræðigreinum og þá hafa fimm tekið inntökupróf í lækn- isfræði. Samtals sækjast nemarnir eftir inngöngu í 15 ólíkar námsleiðir. Alls bárust rúmlega 60 umsóknir um styrk og var við valið litið til ár- angurs á stúdentsprófi auk virkni stúdents í félagsstörfum í framhalds- skóla. Fjórtán konur hlutu styrkinn á móti ellefu körlum. andresth@mbl.is 25 stúd- entar fá styrk TILKYNNING um hænu á vappi í miðbæ Hafnarfjarðar barst lögregl- unni í fyrrakveld. Brugðust laganna verðir skjótt við og eftirför hófst. Hænan reyndist hin versta viðfangs og vildi ekki láta ná sér en að lokum tókst að þreyta hana og færa til bók- ar á lögreglustöðinni. Hefur hún vafalaust verið minnug örlaga ís- bjarnarins sem ekki vildi nást og gef- ist upp á hlaupunum. Ekki er enn vitað hvað hænunni gekk til með athæfinu en mál hennar er í rannsókn. skulias@mbl.is Fiðurfé tek- ið höndum Náðist á hlaupum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.