Morgunblaðið - 21.06.2008, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 21.06.2008, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ 2008 49 BILL (Eckhart) er vansæll þrátt fyrir að hann sé giftur hinni glæsi- legu Jess (Banks), sem er banka- stjóradóttir í kaupbæti – og fylgdi mægðunum vellaunað starf hjá tengdapabba. Þannig líta málin út á yfirborðinu, en undir niðri hundleið- ist Bill sitt málamyndastarf, það litla sem tórir eftir af sjálfsálitinu fer síð- an veg allrar veraldar þegar hann kemst að því að hans heittelskaða heldur framhjá með snoppufríðum sjónvarpsfréttamanni (Olyphant). Vesalings Bill, hann kann fátt annað til ráða í margsnúinni tilvist- arkreppu en að hakka í sig súkkulaði og kleinuhringi. Fram að þessum tímapunkti er dálítið púður og kald- hæðni í gamanmynd um skipbrot ameríska draumsins. Þá koma bjargráðin, hvernig á að sleppa upp- réttur af strandstað, þau eru hvert öðru ógæfulegra þar sem að- alráðgjafi uppbyggingar Bills er the Kid (Lerman), táningur rétt af ferm- ingaraldri. Það er engin fyrirstaða, snáðinn kemur okkar manni á réttan kjöl í mynd sem var kynnt með bráð- sniðugu sýnishorni og fer vel af stað. Til viðbótar er leikhópurinn skip- aður frambærilegum leikurum, en hinn fjallbratti Eckhart, sem tætt hefur í sig myndir á borð við Thank You for Smoking, verður aldrei trú- verðugur sem heyblókin Bill. Lerm- an er senuþjófurinn sem the Kid, en myndin er einfaldlega of undarleg á of oft misheppnaðan hátt til að hægt sé að tengjast innihaldinu minnstu böndum. Kleinuhringir og kvennamál KVIKMYND Regnboginn Leikstjórar: Melisa Wallack og Bernie Goldmann. Aðalleikarar: Aaron Eckhart, Jessica Alba, Elizabeth Banks, Timothy Olyphant, Logan Lerman. 100 mín. Bandaríkin 2008. Meet Bill bbmnn Borðar til að gleyma „Vesalings Bill, hann kann fátt annað til ráða í margsnúinni tilvistarkreppu en að hakka í sig súkkulaði og kleinuhringi.“ Sæbjörn Valdimarsson EINS og fram hefur komið í fjöl- miðlum tókst að bjarga Iceland Airwaves-hátíðinni fyrir horn með stuðningi Reykjavíkurborgar og Icelandair og því ekki seinna vænna fyrir íslenskar hljómsveitir en að sækja um að spila á þessari stærstu tónleikahátíð landsins sem nú fer fram í 10. skipti dagana 15.-19. októ- ber næstkomandi. Samkvæmt fréttatilkynningu frá Hr. Örlygi, sem rekur hátíðina, munu 30-40 er- lendar hljómsveitir troða upp en meirihluti þeirra tónleikaatriða sem boðið verður upp á verður af íslensk- um toga. Allt frá fyrstu árum hátíð- arinnar hefur gríðarlegur fjöldi hljómsveita og tónlistarmanna sótt um að koma fram á hátíðinni en að undanförnu hefur fjöldinn verið slík- ur að færri komast að en vilja. Þær hljómsveitir sem hafa áhuga á að sækja um í ár skulu fara inn á www.icelandairwaves.com og þar undir Press/Industry er hægt að hala niður umsóknareyðublaði. Einnig er hægt að fara á www.sonic- bids.com og sækja um þar. Allar um- sóknir þurfa að hafa borist fyrir 15. ágúst næstkomandi. hoskuldur@mbl.is Koma svo! Spor Margir stíga sín fyrstu stóru spor á Iceland Airwaves. Opnað hefur verið fyrir umsóknir að Iceland Airwaves 2008 Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Munið Mastercard ferðaávísunina Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Barcelona frá aðeins kr. 29.990 Heimsferðir bjóða frábært tilboð á vikuferðum til Barcelona í júlí og ágúst. Barcelona er einstök perla sem Íslendingar hafa tekið ástfóstri við. Frábært mannlíf og óendanleg fjölbreytni í menningu og afþreyingu að ógleymdu úrvali fjölbreyttra verslana í borginni. Gríptu þetta frábæra tækifæri - takmörkuð gisting og sætafjöldi í boði! Verð kr. 29.990 Netverð á mann. Flugsæti báðar leiðir með sköttum. Sértilboð 4. , 11. og 18. júlí í viku. í júlí og ágúst Glæsileg gisting í boði! Verð kr. 62.900 Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli á Hotel Confortel Barcelona **** í 7 nætur með morgunverði, 4. , 11. og 18. júlí. Verð kr. 72.900 Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli á Hotel Rivioli Ramblas ****+ í 7 nætur með morgunverði, 4. , 11. eða 18. júlí og 1. , 8., 15. eða 22. ágúst. M bl 10 18 48 5 LISTVINAFÉLAG HALLGRÍMSKIRKJU, 26. STARFSÁR ALÞJÓÐLEGT ORGELSUMAR, 16. STARFSÁR KLAISORGELIÐ 15 ÁRA Alþjóðlegt orgelsumar í Hallgrímskirkju F Y R S T U TÓ N L E I K A R HÖRÐUR ÁSKELSSON kantor Hallgrímskirkju TÓNLEIK AR / CONCER TS: Laugardaga kl. 12:00 Sunnudaga kl. 20:00 (í júní kl. 17:00) sunnudaginn 22. júní kl. 17.00 DÓMKIRKJAN Tónleikar í Dómkirkjunni: fimmtudaga kl. 12:15 Þar koma fram íslenskir organistar ásamt gestaflytjendum.NORRÆNI MENNINGARSJÓÐURINN TÓNLISTARSJÓÐUR MENNTAMÁLARÁÐUNEYTISINS l istvinafelag. is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.