Morgunblaðið - 21.06.2008, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 21.06.2008, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ 2008 47 Eftir Ásgeir Ingvarsson asgeiri@mbl.is FJÖLBREYTNI og frískleiki verður ráðandi á Thorsplaninu í Hafn- arfirði á morgun þegar MND- félagið heldur 15 ára afmælistón- leika. Bogomil Font, Davíð Þór og fé- lagar, Rúnar Júlíusson og Sign eru meðal þeirra sem koma fram. Eru þá ónefndir Dj. Frauenholz og De- key, Jack London, Constella, Þurrk- urinn er ekki beysinn, og hið sam- anbrædda band Pálmar Mjálmar sem nokkrir liðsmenn Hjálma standa að ásamt Davíð Þór Jóns- syni. Ótrúlegt ferðalag Friðgerður Guðmundsdóttir var einn af stofnendum félagsins og seg- ir tímabært að þakka landsmönnum stuðninginn í gegnum árin. „Þetta hefur verið ótrúlegt ferðalag frá því félagið var stofnað,“ segir hún en Friðgerður missti eiginmann sinn Rafn Jónsson, fyrsta formann fé- lagsins, úr sjúkdóminum. Þau ár sem MND-félagið hefur starfað hefur félagið jöfnum hönd- um unnið að stuðningi við sjúkling og aðstandendur þeirra, en einnig frætt almenning og fagfólk um þennan banvæna og ólæknanlega taugasjúkdóm sem fimm Íslend- ingar greinast með árlega. „Mikið hefur áunnist og skilningur lands- manna bæði á sjúkdómnum og áhrifum hans á einstaklinginn og aðstandendur hans batnað veru- lega,“ segir Friðgerður en félagið hefur jafnframt safnað fyrir frekari rannsóknum á sjúkdómnum. Mikið tónlistarúrval Um leið og MND félagið heldur tónleika sína fara fram miklir gosp- eltónleikar á Víðistaðatúni og gant- ast Friðgerður með að stemningin eigi eftir að vera eins og á tónlist- arhátíðum erlendis. „Það er stutt að fara á milli og fólk getur ferðast á milli sviða eftir því hvað vekur mestan áhuga þeirra hverju sinni,“ segir hún. Tónleikarnir á Thorsplani hefjast kl. 19 og er aðgangur öllum heimill og ókeypis. Örn Árnason kynnir. Morgunblaðið/Golli Ómótstæðilegur Hinn brosfagri Bogomil Font lætur sig ekki vanta. Morgunblaðið/Frikki Soldið væld en þó með snyrtimennskuna í fyrirrúmi Yngissveinarnir í rokkhljómsveitinni Sign eru meðal þeirra sem koma fram á tónleikunum í kvöld. Þakka landsmönnum fyrir stuðninginn  MND-félagið efnir til tónleikaveislu í Hafnarfirði á morg- un  Félagið hefur í 15 ár stutt sjúklinga og frætt almenn- ing um þennan banvæna sjúkdóm Landnámssetrið í Borgarnesi 437 1600 | landnamssetur@landnam.is Saga til næsta bæjar (Á Sögulofti) Sun 22/6 kl. 20:00 BRÁK eftir BrynhildiGuðjónsdóttur (Söguloftið) Lau 28/6 kl. 15:00 Lau 28/6 kl. 20:00 U Mr. Skallagrímsson eftir Benedikt Erlingsson (Söguloftið) Lau 21/6 kl. 15:00 U Lau 21/6 kl. 20:00 Ö Fös 27/6 kl. 20:00 Sun 29/6 kl. 16:00 Fös 11/7 kl. 20:00 Lau 12/7 kl. 20:00 Sun 13/7 kl. 16:00 Fim 17/7 kl. 20:00 Fös 18/7 kl. 20:00 Frú Norma 4711166 | norma@frunorma.is Soffía mús á tímaflakki (Sláturhús - Menningarsetur - Egilsstöðum) Lau 21/6 kl. 15:00 F Sun 22/6 kl. 16:00 F Kómedíuleikhúsið Ísafirði 8917025 | komedia@komedia.is Act alone á Ísafirði (Hamrar/Edinborgarhúsið) Mið 2/7 kl. 20:00 Fim 3/7 kl. 12:00 Fös 4/7 kl. 12:00 Lau 5/7 kl. 13:00 Sun 6/7 kl. 14:00 Búlúlala - Öldin hans Steins (Hamrar Ísafirði/Ferðasýning) Lau 21/6 kl. 17:00 Mið 2/7 kl. 21:30 Ég bið að heilsa - Jónasardagskrá (Edinborgarhúsið) Fös 4/7 kl. 16:30 Gísli Súrsson (Haukadalur Dýrafirði/ferðasýning) Fös 27/6 kl. 20:30 Mið 9/7 kl. 16:00 U Fös 25/7 kl. 14:00 Lau 26/7 kl. 20:00 U Pétur & Einar (EinarshúsBolungarvík) Fim 26/6 kl. 20:00 Lau 5/7 kl. 17:00 - lífið er leikur          XT 660R Kjölur, Sprengisandur, Aðalstræti Mótormax Reykjavík - Kletthálsi 13 - Sími 563-4400 Mótormax Egilsstöðum - Sími 470-5080 / 470-5070 Mótormax Akureyri - Sími 460-6060 Ný Yamaha-verð á www.motormax.is Verð nú 960.000 kr. 15.643 kr. á mánuði m.v. 30% útborgun og 60 mán. lán: LEIKSTJÓRINN Ridley Scott er með nýja kvikmynd um græn- klædda ræningjann Hróa hött í bí- gerð sem ætlunin er að frumsýna á næsta ári. Mikil eftirvænting ríkir yfir leikaravalinu í myndinni, en Scott mun vera í samninga- viðræðum við Christian Bale um að taka að sér aðalhlutverkið. Hann fer með aðalhlutverk í nýjustu myndinni um Leðurblökumanninn sem sýnd verður hér í næsta mán- uði. Þó að Robin Hood hafi hingað til verið baðaður hetjuljóma í þeim kvikmyndum sem gerðar hafa verið um hann, verður annað uppi á ten- ingnum í þetta skiptið. Samúð áhorfenda á að vera með hinum heiðvirða fógeta af Nottingham sem Russel Crowe hyggst leika. Sienna Miller hefur tekið að sér hlutverk ungfrú Marion og samn- ingaviðræður standa yfir við Va- nessu Redgrave, William Hurt og Saoirse Ronan um að leika í mynd- inni. Bale klæðist grænu sokka- buxunum Reuters Eftirsóttur Það er skammt stórra högga á milli hjá Christian Bale.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.