Morgunblaðið - 21.06.2008, Page 47

Morgunblaðið - 21.06.2008, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ 2008 47 Eftir Ásgeir Ingvarsson asgeiri@mbl.is FJÖLBREYTNI og frískleiki verður ráðandi á Thorsplaninu í Hafn- arfirði á morgun þegar MND- félagið heldur 15 ára afmælistón- leika. Bogomil Font, Davíð Þór og fé- lagar, Rúnar Júlíusson og Sign eru meðal þeirra sem koma fram. Eru þá ónefndir Dj. Frauenholz og De- key, Jack London, Constella, Þurrk- urinn er ekki beysinn, og hið sam- anbrædda band Pálmar Mjálmar sem nokkrir liðsmenn Hjálma standa að ásamt Davíð Þór Jóns- syni. Ótrúlegt ferðalag Friðgerður Guðmundsdóttir var einn af stofnendum félagsins og seg- ir tímabært að þakka landsmönnum stuðninginn í gegnum árin. „Þetta hefur verið ótrúlegt ferðalag frá því félagið var stofnað,“ segir hún en Friðgerður missti eiginmann sinn Rafn Jónsson, fyrsta formann fé- lagsins, úr sjúkdóminum. Þau ár sem MND-félagið hefur starfað hefur félagið jöfnum hönd- um unnið að stuðningi við sjúkling og aðstandendur þeirra, en einnig frætt almenning og fagfólk um þennan banvæna og ólæknanlega taugasjúkdóm sem fimm Íslend- ingar greinast með árlega. „Mikið hefur áunnist og skilningur lands- manna bæði á sjúkdómnum og áhrifum hans á einstaklinginn og aðstandendur hans batnað veru- lega,“ segir Friðgerður en félagið hefur jafnframt safnað fyrir frekari rannsóknum á sjúkdómnum. Mikið tónlistarúrval Um leið og MND félagið heldur tónleika sína fara fram miklir gosp- eltónleikar á Víðistaðatúni og gant- ast Friðgerður með að stemningin eigi eftir að vera eins og á tónlist- arhátíðum erlendis. „Það er stutt að fara á milli og fólk getur ferðast á milli sviða eftir því hvað vekur mestan áhuga þeirra hverju sinni,“ segir hún. Tónleikarnir á Thorsplani hefjast kl. 19 og er aðgangur öllum heimill og ókeypis. Örn Árnason kynnir. Morgunblaðið/Golli Ómótstæðilegur Hinn brosfagri Bogomil Font lætur sig ekki vanta. Morgunblaðið/Frikki Soldið væld en þó með snyrtimennskuna í fyrirrúmi Yngissveinarnir í rokkhljómsveitinni Sign eru meðal þeirra sem koma fram á tónleikunum í kvöld. Þakka landsmönnum fyrir stuðninginn  MND-félagið efnir til tónleikaveislu í Hafnarfirði á morg- un  Félagið hefur í 15 ár stutt sjúklinga og frætt almenn- ing um þennan banvæna sjúkdóm Landnámssetrið í Borgarnesi 437 1600 | landnamssetur@landnam.is Saga til næsta bæjar (Á Sögulofti) Sun 22/6 kl. 20:00 BRÁK eftir BrynhildiGuðjónsdóttur (Söguloftið) Lau 28/6 kl. 15:00 Lau 28/6 kl. 20:00 U Mr. Skallagrímsson eftir Benedikt Erlingsson (Söguloftið) Lau 21/6 kl. 15:00 U Lau 21/6 kl. 20:00 Ö Fös 27/6 kl. 20:00 Sun 29/6 kl. 16:00 Fös 11/7 kl. 20:00 Lau 12/7 kl. 20:00 Sun 13/7 kl. 16:00 Fim 17/7 kl. 20:00 Fös 18/7 kl. 20:00 Frú Norma 4711166 | norma@frunorma.is Soffía mús á tímaflakki (Sláturhús - Menningarsetur - Egilsstöðum) Lau 21/6 kl. 15:00 F Sun 22/6 kl. 16:00 F Kómedíuleikhúsið Ísafirði 8917025 | komedia@komedia.is Act alone á Ísafirði (Hamrar/Edinborgarhúsið) Mið 2/7 kl. 20:00 Fim 3/7 kl. 12:00 Fös 4/7 kl. 12:00 Lau 5/7 kl. 13:00 Sun 6/7 kl. 14:00 Búlúlala - Öldin hans Steins (Hamrar Ísafirði/Ferðasýning) Lau 21/6 kl. 17:00 Mið 2/7 kl. 21:30 Ég bið að heilsa - Jónasardagskrá (Edinborgarhúsið) Fös 4/7 kl. 16:30 Gísli Súrsson (Haukadalur Dýrafirði/ferðasýning) Fös 27/6 kl. 20:30 Mið 9/7 kl. 16:00 U Fös 25/7 kl. 14:00 Lau 26/7 kl. 20:00 U Pétur & Einar (EinarshúsBolungarvík) Fim 26/6 kl. 20:00 Lau 5/7 kl. 17:00 - lífið er leikur          XT 660R Kjölur, Sprengisandur, Aðalstræti Mótormax Reykjavík - Kletthálsi 13 - Sími 563-4400 Mótormax Egilsstöðum - Sími 470-5080 / 470-5070 Mótormax Akureyri - Sími 460-6060 Ný Yamaha-verð á www.motormax.is Verð nú 960.000 kr. 15.643 kr. á mánuði m.v. 30% útborgun og 60 mán. lán: LEIKSTJÓRINN Ridley Scott er með nýja kvikmynd um græn- klædda ræningjann Hróa hött í bí- gerð sem ætlunin er að frumsýna á næsta ári. Mikil eftirvænting ríkir yfir leikaravalinu í myndinni, en Scott mun vera í samninga- viðræðum við Christian Bale um að taka að sér aðalhlutverkið. Hann fer með aðalhlutverk í nýjustu myndinni um Leðurblökumanninn sem sýnd verður hér í næsta mán- uði. Þó að Robin Hood hafi hingað til verið baðaður hetjuljóma í þeim kvikmyndum sem gerðar hafa verið um hann, verður annað uppi á ten- ingnum í þetta skiptið. Samúð áhorfenda á að vera með hinum heiðvirða fógeta af Nottingham sem Russel Crowe hyggst leika. Sienna Miller hefur tekið að sér hlutverk ungfrú Marion og samn- ingaviðræður standa yfir við Va- nessu Redgrave, William Hurt og Saoirse Ronan um að leika í mynd- inni. Bale klæðist grænu sokka- buxunum Reuters Eftirsóttur Það er skammt stórra högga á milli hjá Christian Bale.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.