Morgunblaðið - 21.06.2008, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.06.2008, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ MENNING NÝLEGA var tilkynnt um að yf- irlitssýning á verkum bandaríska ljósmyndarans Annie Leibovitz yrði haldin í hinu virta breska National Portrait Gallery í haust. Ekki eru allir á eitt sáttir um þessa ákvörðun og blaðamaðurinn Michael Glover hjá Guardian skrif- aði fremur harðorða grein um mál- ið sem birtist síðastliðinn fimmtu- dag. Leibovitz hóf ferilinn hjá tíma- ritinu Rolling Stone, en hefur síð- an meðal annars unnið fyrir Van- ity Fair og Vogue. Margar mynda hennar eru heimsþekktar, til dæmis mynd af John Lennon nöktum í rúmi við hlið Yoko Ono sem tekin var nokkrum klukku- stundum fyrir dauða hans. Glover gagnrýnir Leibovitz fyrir það að myndir hennar eru þaul- hugsaðar og settar á svið fyr- irfram. Þetta skilar sér að hans mati í vélrænum andlitsmyndum þar sem áhrifin á áhorfandann eru vandlega útreiknuð, en flestar bestu andlitsmyndir ljósmynda- sögunnar segir hann vera óvænt augnablik sem náðst hafa á filmu. Auk þekktra mynda af enn þekktara fólki verður líka að finna á sýningunni myndir sem Leibo- vitz hefur tekið af fjölskyldu sinni og vinum í gegnum tíðina. Of vélræn Leibovitz Fræg Mynd Annie Leibovitz af þeim hjón- um Yoko Ono og John Lennon. Á MORGUN lýkur sýningu Sirru Sigrúnar Sigurðardóttur í Kling & Bang galleríi. Sýn- ingin ber nafnið Óvissulög- málið og er framlag gallerísins til Listahátíðar í Reykjavík. Sýningin fékk sérstök með- mæli gagnrýnanda tímaritsins Artforum sem sagði meðal annars: „Eins og í speglasal, endurspegla myndvarpanir og skúlptúrar hvort annað og- skapa sjónræna truflun, sem gerir upplifunina á sýningunni ennþá meira dáleiðandi.“ Sýningin er öllum opin í Kling og Bang galleríi, Hverfisgötu 42, á milli klukkan 14 og 18 í dag og á morgun. Aðgangur er ókeypis. Myndlist Síðustu dagar Óvissulögmálsins Sirra Sigrún Sigurðardóttir HIN árlega Viðeyjarhátíð verður haldin á morgun og fjöl- margir skemmtikraftar og listamenn koma fram og skemmta gestum. Dagskráin hefst klukkan 14 með hátíðarmessu í Viðeyj- arkirkju. Að henni lokinni munu Gunni Helga og Jói G. skemmta börnunum og svo verður m.a. boðið upp á strand- veiði, kennslu í flugdrekagerð og víðavangsleiki. Þjóðdansafélagið leiðir gesti inn í kvöldið með sýningu og kennslu á íslenskum dönsum en svo tekur harmonikkuhljómsveitin Neistar við með Andreu Gylfadóttur og Ragga Bjarna. Fólk Flugdrekagerð og dans í Viðey Viðeyjar- kirkja TÓNLISTARHÁTÍÐIN Við Djúpið stendur nú sem hæst og eru tveir tónleikar framundan. Á morgun klukkan 17 flytja Hanna Dóra Sturludóttir, sópran og píanóleikarinn Kurt Kopecky blandaða efnisskrá og svo verða sérstakir hátíð- artónleikar á mánudagskvöldið klukkan 20 með stór- píanistanum Håkon Austbø. Á tónleikunum mun hann leika verk landa síns Edvards Griegs, en einnig verk eftir Claude Debussy og Olivier Messiaen, sem á einmitt aldarafmæli í ár og er þess minnst víða um heim. Austbø vann Messiaen-keppnina á sínum tíma í Frakklandi. Tónlist Norskir tónar við Ísafjarðardjúp Håkon Austbø Eftir Ásgeir Ingvarsson asgeiri@mbl.is „ÞETTA eru allt saman organistar í fremstu röð í sínum löndum og var auðvelt að fá þá hingað til lands til að spila. Orgelið er orðið þekkt erlendis og þykir eftirsóknarvert að koma hingað og spila,“ segir Hörður Ás- kelsson, kantor við Hallgrímskirkju. Fyrstu tónleikar Alþjóðlegs org- elsumars í Hall- grímskirkju eru á morgun og er tónleikaröðin að þessu sinni með norrænu yf- irbragði. „Við fáum til okkar organista frá öll- um „aðal“- Norðurlöndunum og munu þeir allir spila eitthvað frá sínu heimalandi,“ segir Hörður en sumartónleikaröðin er nú haldin í sextánda sinn og koma 10 listamenn fram. Að vanda verða tvennir tónleikar hverja helgi: stuttir hádegistón- leikar á laugardegi og lengri aðal- tónleikar að kvöldi sunnudags, nema fyrstu tónleikahelgina falla laug- ardagstónleikarnir niður. „Gaman er að segja frá því að við tökum sér- stakt tillit til Evrópumeistarakeppn- innar í fótbolta og hefjast fyrstu tvennir sunnudagstónleikarnir kl. 17 en ekki kl. 20 eins og venjulega. Tón- elskir fótboltaáhugamenn missa því ekki af beinni útsendingu,“ segir Hörður kíminn. Hörður leikur á tónleikunum á morgun. „Ég ætla að flytja verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson í tilefni af 70 ára afmæli hans á þessu ári. Svo flyt ég flókið og spennandi verk eftir Hafliða Hallgrímsson,“ segir Hörð- ur sem að auki leikur hefðbundnari verk eftir Buxtehude og Bach. Norrænt orgelsumar  Sumartónleikaröð Listvinafélags Hallgrímskirkju hefst á morgun  Tíu norræn- ir úrvalsorgelleikarar koma fram og leika tónlist frá heimalöndum sínum Morgunblaðið/Golli Meitlaður steinn Sólveig Baldursdóttir við eitt af verkum sínum í fordyri Hall- grímskirkju. Sýning hennar Vor verður opnuð í dag og stendur til september. Hörður Áskelsson Eftir Hjálmar Stefán Brynjólfsson SÝNINGIN Greinasafn hefur staðið yfir í Safnasafninu á Svalbarðseyri frá því á Listahá- tíð í Reykjavík, en henni lýkur um helgina. Í sýningunni felst samræða við hið sérstæða Safnasafn, safneignina og náttúruna og um- hverfið í námunda við safnið. Sýningin er samstarf myndlistarmannanna Önnu Líndal, Bjarka Bragasonar og Hildigunn- ar Birgisdóttur og í tilefni sýningarlokanna verður boðið upp á leiðsögn um sýninguna og lautarferð í þúfubarði við Safnasafnið. Laut- arferðin verður á sunnudaginn kl. 15. „Á boðstólum verða prímuskaffi og ást- arpungar,“ segir Anna Líndal um þennan loka- punkt sýningarinnar. „Á þessum sunnudegi eru sumarstólstöður nýliðnar og Jónsmessan í næstu nánd, þannig að einhverjir kynngimögnuðustu dagar sumarsins mynda umgjörðina um þessa lautarferð í þúfubarðinu góða, manngerðu nátt- úrufyrirbæri sem vekur til umhugsunar um samspil manns, náttúru og listar.“ Sýningin Greinasafn er eitt verk, þótt lista- mennirnir séu þrír, en þeir hafa unnið sýn- inguna í sameiningu frá því í október á síðasta ári. Teflt er saman ýmsum einingum og litlum hlutum í eina upplifun sem túlkar þá „ofsa- kenndu og heillandi söfnun sem á sér stað í Safnasafninu“, að sögn Önnu. Í Safnasafninu er að finna heildstætt safn verka eftir alþýðu- og utangarðslistamenn, auk þess sem þar er stórt og mikið safn samtímalistar. Lautarferð við listasafn Greinasafn Sýningin er samræða við náttúruna og umhverfið í kringum Safnasafnið. Greinasafni lýkur á heimilislegum nótum Aðaltónleikar fara fram á sunnu- dagskvöldum og eru styttri tón- leikar á hádegi laugardaginn áður, nema fyrstu tónleikahelgina. 22. júní kl. 17 Hörður Áskelsson 29. júní kl. 17 Björn Steinar Sólbergsson 6. júlí kl. 20 Bine Katrine Bryndorf (Danmörk) 20. júlí kl. 20 Bjørn Andor Drage (Noregur) 13. júlí kl. 20 Christian Lindberg og Gunnar Idenstam (Svíþjóð) 27. júlí kl. 20 Kalevi Kiviniemi (Finnland) 3. ágúst kl. 20 Jon Laukvik (Noregur) 10. ágúst kl. 20 Hans Ole Thers (Danmörk) 17. ágúst kl. 20 Mattias Wager (Svíþjóð) Dagskrá orgelsumars „ÉG VINN með þessa hugmynd sem í byrjun er formlaus og efn- isgerist síðan. Það er kannski það sem vorið gengur út á, þegar kraft- ur sólarinnar verður til þess að allt brýst út í sköpun náttúrunnar.“ Þannig lýsir Sólveig Bald- ursdóttir sýningu sinni í fordyri Hallgrímskirkju. Sýningin, sem ber yfirskriftina Vor, er sumarsýning forkirkjurýmisins og verður opnuð í dag. Gerði sýninguna sérstaklega fyrir sýningarrýmið Á sýningunni gefur að líta verk sem Sólveig hefur unnið úr marm- ara, þrjú stór verk og nokkur minni. Verkin hefur Sólveig unnið síðasta hálft annað árið og var sýn- ingin sérstaklega unnin fyrir sýn- ingarrýmið. Sólveig lauk BA-gráðu í myndlist frá Kúnstakademíunni í Óðins- véum, var aðstoðarmaður mynd- höggvaranna Eriks Varmings og Jun Ichi Inoue og nam einnig við Studio Niccoli á Ítalíu. Hún á að baki fjölda einka- og samsýninga á Íslandi og á meginlandi Evrópu og var árið 1999 valin bæjarlistamað- ur Akureyrar. Sýningin stendur til 10. sept- ember en haldnar eru fjórar sýn- ingar í fordyri kirkjunnar ár hvert. Vor og sköpun Sólveigar í forkirkjunni NÝJUSTU tölur yfir sölu á Harry Potter-bókunum sýna að þær hafa nú selst í yfir 400 milljón eintökum um all- an heim. Potter á enn langt í land með að ná Biblíunni í vin- sældum því af henni hafa selst 2,5 milljarðar ein- taka frá því 1815, en raunhæfari keppinautur væri Rauða kverið hans Maós sem hefur alls selst í 900 milljónum, en lítið hreyfst úr hillum síðustu ár. Mun Potter ná Maó? Mao Zedong
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.