Morgunblaðið - 21.06.2008, Side 49

Morgunblaðið - 21.06.2008, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ 2008 49 BILL (Eckhart) er vansæll þrátt fyrir að hann sé giftur hinni glæsi- legu Jess (Banks), sem er banka- stjóradóttir í kaupbæti – og fylgdi mægðunum vellaunað starf hjá tengdapabba. Þannig líta málin út á yfirborðinu, en undir niðri hundleið- ist Bill sitt málamyndastarf, það litla sem tórir eftir af sjálfsálitinu fer síð- an veg allrar veraldar þegar hann kemst að því að hans heittelskaða heldur framhjá með snoppufríðum sjónvarpsfréttamanni (Olyphant). Vesalings Bill, hann kann fátt annað til ráða í margsnúinni tilvist- arkreppu en að hakka í sig súkkulaði og kleinuhringi. Fram að þessum tímapunkti er dálítið púður og kald- hæðni í gamanmynd um skipbrot ameríska draumsins. Þá koma bjargráðin, hvernig á að sleppa upp- réttur af strandstað, þau eru hvert öðru ógæfulegra þar sem að- alráðgjafi uppbyggingar Bills er the Kid (Lerman), táningur rétt af ferm- ingaraldri. Það er engin fyrirstaða, snáðinn kemur okkar manni á réttan kjöl í mynd sem var kynnt með bráð- sniðugu sýnishorni og fer vel af stað. Til viðbótar er leikhópurinn skip- aður frambærilegum leikurum, en hinn fjallbratti Eckhart, sem tætt hefur í sig myndir á borð við Thank You for Smoking, verður aldrei trú- verðugur sem heyblókin Bill. Lerm- an er senuþjófurinn sem the Kid, en myndin er einfaldlega of undarleg á of oft misheppnaðan hátt til að hægt sé að tengjast innihaldinu minnstu böndum. Kleinuhringir og kvennamál KVIKMYND Regnboginn Leikstjórar: Melisa Wallack og Bernie Goldmann. Aðalleikarar: Aaron Eckhart, Jessica Alba, Elizabeth Banks, Timothy Olyphant, Logan Lerman. 100 mín. Bandaríkin 2008. Meet Bill bbmnn Borðar til að gleyma „Vesalings Bill, hann kann fátt annað til ráða í margsnúinni tilvistarkreppu en að hakka í sig súkkulaði og kleinuhringi.“ Sæbjörn Valdimarsson EINS og fram hefur komið í fjöl- miðlum tókst að bjarga Iceland Airwaves-hátíðinni fyrir horn með stuðningi Reykjavíkurborgar og Icelandair og því ekki seinna vænna fyrir íslenskar hljómsveitir en að sækja um að spila á þessari stærstu tónleikahátíð landsins sem nú fer fram í 10. skipti dagana 15.-19. októ- ber næstkomandi. Samkvæmt fréttatilkynningu frá Hr. Örlygi, sem rekur hátíðina, munu 30-40 er- lendar hljómsveitir troða upp en meirihluti þeirra tónleikaatriða sem boðið verður upp á verður af íslensk- um toga. Allt frá fyrstu árum hátíð- arinnar hefur gríðarlegur fjöldi hljómsveita og tónlistarmanna sótt um að koma fram á hátíðinni en að undanförnu hefur fjöldinn verið slík- ur að færri komast að en vilja. Þær hljómsveitir sem hafa áhuga á að sækja um í ár skulu fara inn á www.icelandairwaves.com og þar undir Press/Industry er hægt að hala niður umsóknareyðublaði. Einnig er hægt að fara á www.sonic- bids.com og sækja um þar. Allar um- sóknir þurfa að hafa borist fyrir 15. ágúst næstkomandi. hoskuldur@mbl.is Koma svo! Spor Margir stíga sín fyrstu stóru spor á Iceland Airwaves. Opnað hefur verið fyrir umsóknir að Iceland Airwaves 2008 Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Munið Mastercard ferðaávísunina Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Barcelona frá aðeins kr. 29.990 Heimsferðir bjóða frábært tilboð á vikuferðum til Barcelona í júlí og ágúst. Barcelona er einstök perla sem Íslendingar hafa tekið ástfóstri við. Frábært mannlíf og óendanleg fjölbreytni í menningu og afþreyingu að ógleymdu úrvali fjölbreyttra verslana í borginni. Gríptu þetta frábæra tækifæri - takmörkuð gisting og sætafjöldi í boði! Verð kr. 29.990 Netverð á mann. Flugsæti báðar leiðir með sköttum. Sértilboð 4. , 11. og 18. júlí í viku. í júlí og ágúst Glæsileg gisting í boði! Verð kr. 62.900 Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli á Hotel Confortel Barcelona **** í 7 nætur með morgunverði, 4. , 11. og 18. júlí. Verð kr. 72.900 Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli á Hotel Rivioli Ramblas ****+ í 7 nætur með morgunverði, 4. , 11. eða 18. júlí og 1. , 8., 15. eða 22. ágúst. M bl 10 18 48 5 LISTVINAFÉLAG HALLGRÍMSKIRKJU, 26. STARFSÁR ALÞJÓÐLEGT ORGELSUMAR, 16. STARFSÁR KLAISORGELIÐ 15 ÁRA Alþjóðlegt orgelsumar í Hallgrímskirkju F Y R S T U TÓ N L E I K A R HÖRÐUR ÁSKELSSON kantor Hallgrímskirkju TÓNLEIK AR / CONCER TS: Laugardaga kl. 12:00 Sunnudaga kl. 20:00 (í júní kl. 17:00) sunnudaginn 22. júní kl. 17.00 DÓMKIRKJAN Tónleikar í Dómkirkjunni: fimmtudaga kl. 12:15 Þar koma fram íslenskir organistar ásamt gestaflytjendum.NORRÆNI MENNINGARSJÓÐURINN TÓNLISTARSJÓÐUR MENNTAMÁLARÁÐUNEYTISINS l istvinafelag. is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.