Lesbók Morgunblaðsins - 26.07.2008, Síða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 26.07.2008, Síða 6
6 LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Ásgeir H. Ingólfsson asgeirhi@mbl.is Anne Heche hefur lítið sést í bíóundanfarin ár og Ashton Kutc- her er orðinn öllu frægari fyrir sam- band sitt við Demi Moore en afrek sín á hvíta tjald- inu. Hvoru tveggja gæti hins vegar vel breyst með myndinni Spread, þar sem Kutcher leikur kvennamann mikinn og Heche leikur hefni- gjarna ástkonu hans. Það sem gerir verkefnið forvitnilegt er þó fyrst og fremst leikstjórinn David Mackenzie sem gerði þá forvitnilegu ræmu Young Adam og hina mögn- uðu Hallam Foe, einhverja skemmtilegustu úrvinnslu sem sést hefur á hinum ýmsu minnum úr myndum Hitchcock. Mackenzie mun svo í kjölfarið að öllum líkindum leikstýra myndinni Stain in the Snow sem fjallar um ungan dreng sem á stríðstímum sekkur í fen geð- klofa.    Danny De Vito hefur tekið því ró-lega undanfarið en nú eru sex ár liðin síðan hann leikstýrði Death to Smoochy og hefur hann helst leikið nokkur aukahlutverk síðan. En nú er komið að nýrri mynd frá leikstjóranum De Vito sem í gamla daga gerði skemmtilega kol- svartar gaman- myndir á borð við Throw Momma From the Train og War of the Roses. Þá leik- stýrði hann Mathilda eftir sam- nefndri sögu Roald Dahl en nýja myndin er einmitt önnur barna- myndin hans, The True Confessions of Charlotte Doyle. Charlotte þessi er leikin af Saoirse Ronan, sem fékk óskarstilnefningu fyrir leik sinn í Atonement, og heldur hún í mikla svaðilför yfir Atlantshafið árið 1830 en þar lendir hún á milli tveggja elda, stjórnsams kafteins og upp- reisnargjarnar áhafnar. Með önnur helstu hlutverk fara þeir Morgan Freeman og Pierce Brosnan en enn hafa ekki borist fréttir af því hvor leikur kafteininn og hvor leiðtoga uppreisnarmannanna. De Vito sjálf- ur ætlar hins vegar að halda sig al- farið bak við myndavélina.    Hjónin Valerie Faris og Jonat-han Dayton fóru mikla sigur- göngu með frumraun sinni í kvik- myndaleikstjórn, Little Miss Sunshine, en áður höfðu þau lengi leikstýrt tónlistarmyndböndum saman og unnið þar með listamönn- um á borð við R.E.M., Smashing Pumpkins, Red Hot Chili Peppers, Offspring og Janet Jackson. En nú er komið að bíómynd númer tvö, The Abstinence Teacher, sem fjallar um Ruth, fráskilda konu sem kennir kynfræðslu og er neydd til þess að fara að boða unglingunum skírlífi þegar smábærinn sem hún býr í snöggkristnast. Mál flækjast svo enn þegar Ruth fellur fyrir nýfrels- uðum fótboltaþjálfara (og hér er átt við alvöru fótbolta að evrópskum sið en ekki bandaríska kast-fótboltann) dóttur sinnar sem þrátt fyrir heil- agleikann er á hraðleið aftur í eitur- lyfjaneyslu. Myndin er byggð á samnefndri bók Toms Perrotta en bækur hans hafa hingað til skilað fínustu bíómyndum, nefnilega Little Children og Election. KVIKMYNDIR Ashton Kutcher Saoirse Ronan Valerie Faris og Jonathan Dayton Eftir Björn Þór Vilhjálmsson vilhjálmsson@wisc.edu Kvikmyndabransinn eins og hann birtistokkur í Hollywood-myndum er e.t.v.þekktur fyrir margt annað en að komaá óvart, formúlur og faglegt handverk eru stoðirnar sem halda byggingunni uppi, stjörnukerfið hummar eins og smurð og óspenn- andi vél, og þótt hægt sé að smokra skemmti- legum hlutum inn um bakdyrnar reynist meg- instraumurinn oft æði þungur, hann vill drekkja þeim sem ekki passa sig. En síðan gerist alltaf eitthvað sniðugt, eitthvað sem maður sá ekki fyr- ir. Þannig finnst mér afskaplega skemmtilegt, og að sumu leyti kemur það mér á óvart, að Johnny Depp sé orðinn ein stærsta sumarstjarnan. Hér er á ferðinni leikari sem með fáum undantekningum hefur átt sínar helstu vistarverur á jaðrinum, sér- hæft sig í sjarmerandi furðufuglum, stundum í svarthvítum myndum; leikari sem hóf vegferð sína á hvíta tjaldinu við hlið alræmdrar klám- leikkonu og sjúskaðs pönkara í mynd eftir sví- virðilegasta leikstjóra samtímans og hefur þannig að sumu leyti ullað á sviðsljósið, hann bægði frá sér frægðinni sem virtist ætla að liggja fyrir hon- um eftir vinsæla unglingaþætti í sjónvarpi, og hvað svo? Ekkert nema það að þessi gæi er svo orðinn hjartaknúsari númer eitt í Hollywood, en það ferli hófst með bátsferð í skemmtigarði. Og talandi um smelli. Þegar ég sá Juno varð ég alveg hlessa að sjá að ítalski hryllingsmeistarinn Dario Argento er orðinn eins konar mælikvarði eða vöruheiti fyrir svalheit í bandarískum „indie“ myndum. Viðtökur hryllingsmynda geta reyndar endalaust komið á óvart, þannig man ég hvað það kom mér á óvart að meistarastykki Davids Cronenbergs, Crash, skyldi vera bönnuð í borg- aralegustu hverfum borgarinnar sem ól höfund bókarinnar, Lundúna, og talandi um rithöfunda þá finnst mér það alltaf hafa verið yndislegur leik- ur örlaganna að besta kvikmynd sem gerð hefur verið eftir skáldsögu Ernest Hemingway skyldi hafa verið skrifuð af William Faulkner. Þá kom það mér á óvart þegar ég horfði á sí- gilda sjóaramynd Johns Ford, The Long Voyage Home, verk sem hálfpartinn rembist við raunsæ- islega framsetningu á sjómannalífinu, að John Wayne skyldi allt í einu birtast inni í sveittum þrengslum karakterleikaranna sem upphafin upp- stilling á erótískum eiginleikum hins eftirsókn- arverða karlmanns. Manni verður skemmt þegar hugsað er til þess að innan við áratug síðar hafi sami leikari umbreyst í feitlaginn karlpung sem framþungur kjagaði um tjaldið, holdgervingur leiðinlegustu karlmannsímyndar allra tíma, en hér við upphaf stjörnuferilsins er hann viðfang sjónrænnar nautnar, hann er hjálpartæki ástar- lífsins, hlutgerður eins og dömurnar sem hann átti eftir að löðrunga í bunum. Þá hef ég lengi haldið upp á bandaríska leik- stjórann og Texas-búann Terence Malick. Ástæð- urnar eru margar en sennilega skiptir máli að ég kom að fyrstu verkum hans á réttum tíma, og rétt í tíma til að verða vitni að stórkostlegri endur- komu hans á hvíta tjaldið eftir langa fjarveru. Endurkoman – og hefur nokkru sinni átt sér stað flottari endurkoma? – var meistaraverkið The Thin Red Line. En það sem kom mér á óvart, fyrir utan það að Malick fái yfirleitt vinnu í Hollywood, var að frétta að hann hefði numið heimspeki í Harvard hjá Stanley Cavell á sjöunda áratugnum. Cavell hefur ekki aðeins verið einn virtasti heim- spekingur liðinna áratuga í Bandaríkjunum held- ur einnig mikilvægur kvikmyndafræðingur. Ekki vissi ég heldur að Malick hefði hlotið Rhodes- námsstyrk til að stúdera við Oxford. Þaðan af síð- ur vissi ég að doktorsritgerð hans (sem að vísu var aldrei lokið) fjallaði um heims-hugtakið í heim- speki Kierkegaards, Heideggers og Wittgen- steins. Og það sem ég vissi alls ekki er að þau okk- ar sem stundum grípa í enskar þýðingar á hinum tyrfna Heidegger, nokkuð sem maður gerir sér nú ekki beinlínis til skemmtunar, lesa Vom Wesen des Grundes í þýðingu kvikmyndaleikstjórans Malicks. Þetta kemur mér á óvart SJÓNARHORN »Manni verður skemmt þegar hugsað er til þess að innan við ára- tug síðar hafði sami leikari umbreyst í feitlaginn karlpung sem framþungur kjagaði um tjaldið, holdgervingur leiðinlegustu karl- mannsímyndar allra tíma, en hér við upphaf stjörnuferilsins er hann viðfang sjónrænnar nautnar, hann er hjálpartæki ástarlífsins, hlut- gerður eins og dömurnar sem hann átti eftir að löðrunga í bunum. Eftir Ásgeir H Ingólfsson asgeirhi@mbl.is H endurnar. Þetta byrjar alltaf á höndunum. Höndunum á nafn- lausa þjófnum, höndunum á Leonard Shelby, höndunum á Will Dormer … en svo birtast vængir, óteljandi leðurblöku- vængir. Following, Memento og Insomnia, þrjár fyrstu myndir breska leikstjórans Christophers Nolan, byrja allar á skoti af höndum aðalpersón- unnar – og þótt við áttum okkur ekki á því fyrr en löngu seinna eru þær þarna í byrjun að vinna þær gjörðir sem leiða persónurnar að lokum til glöt- unar. En Batman er ofurhetja, honum er því hugs- anlega við bjargandi í viðsjárverðum heimi Nolans – sem og galdrakarlinum Alfred Borden í The Pre- stige. Flísarnar í minninu Following, fyrsta mynd Nolans, var tekin upp í Bretlandi fyrir smáaura, kostaði minna en frægar „low-budget“ myndir á borð við El Mariachi og Clerks. Nafnið er dregið af þeirri áráttu aðal- persónunnar að elta ókunnugt fólk, bara til þess að geta sett sig í spor þeirra. Aðalpersónan lítur á sjálfan sig sem rithöfund þótt ekki skrifi hann mik- ið, hann er óttaleg mannleysa en leiðist á endanum út í innbrot þegar honum er bent á að það að heim- sækja íbúðir ókunnugs fólks sé jafnvel enn betri leið til þess að setja sig í spor annars fólks. En þótt Nolan sé dugnaðarforkur þá má samt líklega finna meira af honum sjálfum í þessari liðleskju en flest- um öðrum persónum hans. Þeir eiga það sameig- inlegt að setja sig í spor ókunnugra, ókunnugra sem iðulega bíða ill örlög í viðsjárverðum heimi – og refsingin er grimm, í tilfelli leikstjórans sú að láta sér þykja vænt um aðalpersónu sem oftast er á beinni leið til glötunar. Merki Batman á hurð elt- arans benti þó til þess að Nolan sjálfur ætti bjart- ari framtíð. Following var rétt rúmlega klukkutíma svart- hvít mynd sem fór ekki víða. En svo kynnti Nolan veröldina fyrir Leonard Shelby, manninum sem getur ekki munað til að gleyma. Byrjunaratriði Memento er ógleymanlegt öllum sem sáu, hendur sjást hrista polaroid-mynd, við sjáum myndina fölna og svo fer byssukúlan aftur upp í byssuna. Og á einu augnabliki vissu forspáir bíógestir að nýr meistari væri fæddur. Leonard Shelby er með ónýtt skammtímaminni sem veldur því að hann vaknar sífellt til meðvit- undar á sama augnablikinu, augnablikinu sem hann sá eiginkonu sína liggja í blóði sínu eftir að ráðist var á þau á heimili þeirra. Myndin virðist öll vera sögð aftur á bak en það er þó lúmsk blekking, hún skiptist á milli stuttra svart-hvíta atriða sem sögð eru í réttri tímaröð og litasena (töluvert lengri en þær svart-hvítu) sem eru sagðar aftur á bak þangað til að þær mætast í einkennilegum brúnleitum tón í lokaatriðinu. Myndin snýst um leit Leonard að morðingja konu sinnar og í henni speglast höfundareinkenni Nolans líklega best af öllum hans myndum. Allar fjalla þær einum þræði um sjálfsblekkingu og hvernig syndir manns, jafnvel þær sem virðast smávægilegar, elta mann alltaf uppi að lokum. En fyrst og fremst eru þær kröftug fordæming á hefndinni, hefndinni sem leiðir sögupersónurnar iðulega til glötunar ef þær eiga sér ekki djúpvitran bryta sem kemur vitinu fyrir þær þegar með þarf. Nolan býr til breyskar hetjur sem gera þær kröfur til sín að þær séu fullkomnar. Standa misvel undir því en Nolan gefur hvorki aðalpersónunum né áhorfendunum séns, hann heimtar að við sem og aðalpersónurnar horfumst einbeitt í augu við hvað það nákvæmlega er sem við þurfum að gera til að verða almennilegar manneskjur. Það er alls ekki jafn auðvelt og það virðist stundum. En það er ekki þar með sagt að það sé hægt að víkja sér und- an því. Leonard hylur líkama sinn með húðflúrum til að geta munað, þannig er það líkaminn sem stjórnar honum í stað hugans, það sem Leonard skrásetur í hold sitt ræður för því annað máist út jafnóðum. Líkaminn er vél sem hingað til hefur þjónað mann- inum en hinum sjúka, vanstillta huga Leonards hefur tekist að breyta honum í hefndarvél, full- komna hefndarvél því ef hann fær samviskubit þá gleymir hann því. Þegar honum er bent á fólsku sína undir lok myndarinnar og man í augnablik sáran sannleika sem honum hafði tekist að gleyma hristir hann hausinn, losar flísina úr minninu. „Ég fæddist ekki hérna“ Næst hélt Nolan til Alaska þar sem lögregluþjónn- inn Will Dormer getur ómögulega sofið þessar björtu nætur og er myndin nefnd eftir svefnleysi hans, Insomnia (og er endurgerð á samnefndri norskri mynd). En það er þó samviskan en ekki birtan sem heldur fyrir honum vöku og samviskan versnar bara. Hann hafði tekið lögin í sínar hendur og þegar til Alaska er komið taka örlögin Dormer í sínar hendur og refsa honum grimmilega, refsing sem þó var að mestu sjálfsköpuð. Insomnia er þó ekki síður mynd um stað, tökustaðurinn er oft að- eins myndskreyting í bakgrunninum en Alaska In- somniu er nánast sjálfstæður karakter og mynda- vélin gælir við ægifagurt norðrið, sem birtist kannski best í orðum stúlkunnar sem gætir hótels- ins; „Það er tvenns konar fólk í Alaska; þeir sem fæddust hérna og þeir sem eru að flýja eitthvað. Ég fæddist ekki hérna.“ Inn á milli tveggja Batman-mynda kom svo The Prestige, sem eiginlega mætti kalla vasaútgáfu Nolans á Íslendingasögunum. Þar berjast tveir galdrakarlar hatrammlega um titilinn besti galdra- maður Lundúnaborgar, en erfitt er að sjá á milli hvort ráði meiru, hefndarlostinn (en sá vítahringur hefst með sviplegu slysi) eða metnaðurinn. Svarti riddarinn skákar þeim hvíta Eins og áður er getið verða ákveðin þáttaskil í myndum Nolans með Batman Begins. Þótt mörg- um hafi orðið tíðrætt um hve þessi endurlífgun hans á bíóferli Blaka sé myrk er hún þó töluvert bjartsýnni en fyrri myndir leikstjórans. Bruce Wayne er alls ekki fullkominn og þráir að hefna látinna foreldra sinna en það verður honum til happs að eiga brytann Alfred og æskuvinkonuna Rachel að. Þau beina honum ávallt á rétta braut, eru samviskan á öxlinni sem aðalpersónur annarra mynda leikstjórans höfðu losað sig við fyrir löngu. En það er heldur betur farið að myrkva á ný í annarri myndinni, The Dark Knight, þar sem gerv- öll Gotham-borg virðist ramba á barmi tortímingar vegna brjálæðis Jókersins. Þar berjast bæði hvíti riddarinn og svarti riddarinn við trúðinn geðveika og annar á eftir að blindast af hefndarþorsta áður en yfir lýkur. En svo er bara að sjá hvort Blaki lifi af þriðju myndina eða hvort hann snúi aftur til að leita hefnda. Sjálfskaparvíti hefndarinnar Að horfa „Veröldin hverfur ekki þótt við lokum augunum,“ segir Leonard Shelby í lokaatriði Memento þar sem hann ekur með lokuð augu um þjóðvegi Bandaríkjanna. Christopher Nolan er með augun galopin og skapar sína eigin heima. Christopher Nolan hóf ferilinn með hræódýrri svart-hvítri smámynd, sló í gegn með Memento og hefur nýlokið við að frumsýna mynd um Leðurblökumann sem stefnir í að verða einhver stærsta mynd kvikmyndasögunnar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.