Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.2008, Page 4
Eftir Einar Fal
Ingólfsson
efi@mbl.is
Þ
rjú ár eru síðan Álf-
rún Gunnlaugsdóttir
hætti að kenna við
Háskóla Íslands, þar
sem hún kenndi er-
lendar bókmenntir
um árabil í almennri
bókmenntafræði.
Samhliða því að kenna væntanlegum
bókmenntafræðingum um suðurevr-
ópskar og suðuramerískar bók-
menntir vann hún að smíði eigin
skáldverka og var hvert um sig lengi
í smíðum, svo lengi að hún telur ekki
útilokað að á þeim tímum hraða og
hamagangs sem við lifum hafi hún
„gleymst“ sem höfundur frá einni
bók til þeirrar næstu. Að minnsta
kosti var hún oft spurð að því hvort
hún óttaðist ekki að slíkt gerðist.
Rán er fimmta skáldsaga Álfrúnar
en þrjár sagna hennar hafa verið til-
nefndar til Bókmenntaverðlauna
Norðurlandaráðs.
Rán er kona sem hefur lifað mest-
an hluta ævinnar fjarri ættlandinu,
var um tíma við nám í Barcelona en
giftist svo til Sviss. Í sögunni er hún
á leið heim til átthaganna, en tekur á
sig krók og kemur við í Barcelona
þaðan sem hún hafði farið heldur
vonsvikin á sínum tíma.
„Upphaflega ætlaði ég að láta sög-
una gerast í Reykjavík, en sá fram á
að mér myndi ef til vill ekki takast að
fá nógu ferska sýn á staði og atburði
í fortíðinni, þar sem maður er sjálfur
hluti af umhverfinu og breytist með
því,“ segir Álfrún þar sem við ræð-
um um verkið á heimili hennar. „Ég
ákvað því að hafa sögusviðið Genf og
Barcelona, sem eru ekki endilega
merkilegri pláss en hver önnur í
skáldskaparlegu tilliti, en þá staði
þekkti ég frá fornu fari, kom á þá
með kannski löngu millibili og sá
alltaf eitthvað „nýtt“, en um leið
gamalt og rótgróið, nokkurs konar
endurtekningu. Og þá varð maður
heltekinn af tímanum og allri þeirri
fílósófíu eins og vera ber!
Rán er á leið heim og hún veit ekki
enn hvort það verður hennar sein-
asta ferð. Henni finnst eins og hún
sé á leið burt frá því lífi sem hún hef-
ur lifað og kannski þess vegna leitast
hún við að finna ákveðið samhengi
eða „þræði“ í því sem gerðist og spyr
sig hversu mikinn þátt hún hafi átt í
að spinna þá sjálf. En samhengið er
líka í því sem hún réð ekki við og gat
ekki haft áhrif á, meira að segja í því
sem gerðist fyrir hennar daga á
Lesandinn
skapar líka
Í Rán, nýrri skáldsögu Álfrúnar Gunn-
laugsdóttur, segir að listin sé „fyrst og
fremst hugarflug undir ströngum aga“.
Lýsinguna má heimfæra á sögu Álfrúnar,
þar sem hrífandi frásögnin er haganlega
fléttuð inn í meistaralega byggt verkið.
Maður átti að gera hlut-
ina eins vel og maður
gat og svo var ekki
hægt að biðja um meira.
Morgunblaðið/Einar Falur
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 2008
4 LesbókBÓKMENNTIR
B
ekkurinn í kirkjunni er
grjótharður og ég orðin
aum í rófubeininu, rétt
eins og í gamladaga þegar
ég vermdi bekki Háskólans í
Barcelona. Að vísu var ég þá með
minna hold á beinum. En burtséð
frá því líður mér prýðilega í Santa
María del Mar, ekkert vantar til
að fullkomna myndina frá því
forðum nema þá helst svart-
klæddu konurnar sem lágu á
hnjánum og þuldu bænir. Þær
virtust lifa utan við tímann og lög-
mál hans. Voru alltaf eins. Óum-
breytanlegar. Eiginlega kórinn. Í
hvaða leikriti? Prívatleikriti mínu?
Ég er gengin úr þeim leik og hver
veit nema ég hafi skilið handritið
eftir heima.
Átök við aðra eru lýjandi og
auk þess leiðinleg, enda er ég
engin manneskja til að standa í
slíku. Maður verður að hafa orku
til þess, löngun til að slást, jafnvel
málstað að verja. Þannig var ein-
mitt ástatt þegar ég var með Ro-
berto. Ég lagði ýmislegt á mig til
að halda í hann, verja ástina sem
ég bar til hans, þangað til upp
fyrir mér rann að hann væri ekki
sá sem allt átti að snúast um.
Valur varð eftir á mínu gamla
heimili og ég giftist Hansjürg. Nú
er hann farinn frá mér þótt ég viti
ekki hvers vegna. Þegar ég giftist
honum vissi hann ósköp vel að ég
var ekki ástfangin, að minnsta
kosti ekki uppnumin. En mér hef-
ur ekki þótt vænna um nokkurn
annan mann. Það hefur Hansi
aldrei skilið og þegar hann er í
glasi þrástagast hann á að ég hafi
aldrei elskað sig. Ef hann bara
vissi … hvað það var sárt að upp-
götva í gærmorgun að hann var
farinn án þess að kveðja eða gefa
skýringu á framferði sínu. Trú-
lega ætlaðist hann til að mér
fyndist ég á einhvern hátt sek og
„ætti þetta skilið“. Hafi það verið
raunin, tókst honum ekki það sem
hann ætlaði sér.
Ég horfi upp eftir voldugum
burðarsúlunum. Birta fellur efst á
þær gegnum steinda gluggana og
er allt að því yfirnáttúrleg. Hvelf-
ingin yfir kórnum seiðir mann til
sín. Það væri gott að til-
heyra … þó ekki væri nema ein-
hverjum stað. En ég tilheyri ekki
neinum og er að þessu leyti frjáls,
þótt sjálf viti ég varla af því. Ég
hef löngum vanist að mér sé ýtt
til hliðar. Auðvelt hefði verið fyrir
mig að taka að mér hlutverk fórn-
arlambsins, en það gerði ég ekki.
Að vera fórnarlamb er niðurlægj-
andi.
Sárast af öllu var þó tímabilið
þegar Valur vildi hvorki sjá mig
né heyra, þótt sá sársauki sé horf-
inn og að mestu bundinn bernsku
hans og æsku. Valur og ég erum
orðin þokkalega sátt hvort við
annað, hann býður mér heim til
sín og meira að segja út að borða
til að við getum verið bæði tvö í
ró og næði. Meinið er hins vegar
að við höfum fjarska lítið um að
tala, tækifærið til að brúa bilið
milli okkar er löngu liðið. Við töl-
um mest um fjölskyldu hans og
það verða langar þagnir. Ég fer
varlega í að spyrja. Valur líkist
mér að þessu leyti, ekki sérlega
málgefinn og þó finnst mér eins
og honum liggi eitthvað á hjarta.
Eitthvað sem hann langi til að
spyrja um og komi sér ekki til
þess. Ég ímynda mér að hann
hugsi, þegar við göngum út af
Afskræming á hugmynd
Í eftirfarandi kafla
úr skáldsögunni
Rán, hittir lesand-
inn samnefnda að-
alpersónu sögunar
fyrir í gamalli
kirkju í Barcelona.