Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.2008, Page 8

Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.2008, Page 8
Eftir Vernharð Linnet linnet@simnet.is L ouis Armstrong, sem Matthías Jo- hannessen tók Morgunblaðsviðtal við með fyrirsögninni ,,Satchmo þarf líka að raka sig“ er óefað einn vinsælasti tónsnillingur tuttugustu aldarinnar – en það sem meira er – einn hinna fáu sem jafnast á við Jó- hann Sebastian. Hann er maðurinn sem umbreytti djassinum úr alþýðutónlist í list- tónlist. Hann var þó alla ævi skemmtikraftur jafnt sem listamaður og átti það sameiginlegt með helstu tónsnillingum Evrópu fyrir rómantík að listin varð að hafa tilgang, hvort sem það var að þjóna guði, aðlinum eða alþýðunni. All frá því Armstrong hljóðritaði fyrstu skífur sínar með Hot Five-sveit sinni 24 ára gamall, þar til Charlie Parker hitti Dizzy Gillespie er seinni heimsstyrj- öldin geisaði, var varla leikinn djass sem ekki var undir áhrifum frá Armstrong að einhverju leyti. Þó Armstrong hljóðritaði margar af fegurstu perlum djassins og tækist jafnan að umbreyta aumustu dægurlögum í djass verður því ekki á móti mælt að margar skífur hans skemma smekkleysur og tilgangslaus háasésblástur og þörfin fyrir að skemmta áheyrendum hvað sem það kostar. En skiptir það svo miklu? Í framtíð- inni mun það varðveitast sem best er og þeir ópusar skipta hundruðum. Eins og þegar ég hlustaði fyrst á hinar klassísku skífur hans fyrir hálfri öld, er framboð á eldri upptökum á breið- skífum var takmarkað. Þá var aðeins hið besta að fá og maður hélt að gömlu meistararnir hefðu verið óskeikulir. Örfá gullkorn í Háskólabíói Það var í febrúar 1965 að Louis Armstrong kom til Íslands og hélt ferna tónleika í Háskólabíói og troðfylli á þá alla. Ég var rétt tvítugur og hafði hlustað á Louis í áratug. Hafði snemma eignast úrval af Hot Five og Seven-hljóðritunum hans, það besta frá RCA-árunum og Town Hall- konsertinn – allt á tíu tommu breiðskífum. Eft- irvæntingin var mikil og þegar hann kom á sviðið og flutti ,,When It́s Sleepy Time Down South“ og ,,Indiana“ í framhaldi hríslaðist himnesk sæla um líkamann og tár glitruðu í augnakrókum. En Lou- is var aðeins svipur hjá sjón það sem eftir lifði tónleika og greinilega farinn að kröftum. Hvíldi mikið og svo tröllreið ,,Hello Dolly“ og systur hennar efnisskránni sem lauk á ,,When The Sa- ints Go Marching In“. Hljómsveitin var slöpp og söngkonan, Jewel Brown, enginn gimsteinn. Hversu hefði maður ekki óskað sér að hafa verið á tónleikum hans í Town Hall eða Sinfóníuhöllinni í Boston þegar Jack Teagarden og Earl Hines voru í sveitinni eða bara í Cresent-klúbbnum í Los Angeles þar sem Billy Kyle, sá eini af gömlu liðsmönnunum sem lék í Háskólabíói, var enn í fullu fjöri. En þrátt fyrir allt er þetta sú af ótelj- andi tónlistarupplifunum mínum sem ég hefði síst viljað missa af – örfá gullkorn frá Louis Arms- trong voru meira virði en heilir tónleikar upp- fullir af snilli flestra annarra listamanna. Með blúsinn í blóðinu Louis Armstrong fæddist þann 4. ágúst 1901 í New Orleans. Hann sagðist jafnan vera fæddur 4. júlí 1900, enda allvirðulegur fæðingardagur. Fæðingarvottorðið fannst ekki fyrr en löngu eftir dauða hans og kannski er jafnvitlaust að hreyfa við fæðingarári hans og landnámsári Íslands. Louis ólst upp í sárri fátækt; móðirin léttlynd, faðirinn hljópst á brott en amman traust. Sex ára gamall var hann snúningadrengur hjá gyðinga- fjölskyldu í nágrenninu og lenti á vandræðaheim- ili tólf ára þar sem hann lærði að blása í kornett og varð að lokum fyrsti kornettblásari í lúðrasveit heimilisins. Eftir að hann losnaði þaðan hjálpaði hann gyðingnum, vini sínum, að keyra út kol m.a. í hinu sögufræga rauða hverfi New Orleans, Storyville. Þar heyrði hann djassinn og fékk stundum að blása það sem skyndikonurnar héldu mest upp á; blúsinn. Hann komst líka fljótt í kynni við ýmsa helstu djassleikara New Orleans og fór þar fremstur maðurinn sem hann dáði allra manna mest um ævina, Joe ,,King“ Oliver, og hann kallaði Papa Joe. Það var Papa Joe sem sendi eftir honum til Chicago 1922 til að blása annan kornett í hljómsveit sinni, King Oliveŕs Creole Jazz Band, og með þeirri hljómsveit hljóð- ritaði hann fyrstu plötur sínar 1923. Hann var samt enginn viðvaningur er hann kom til Chi- cago. 1918 hafði hann leyst King Oliver af hólmi í hljómsveit básúnuleikarans Kid Ory, er Oliver hélt til Chicago, og seinna það ár réðst hann til Fate Marable og lék með danshljómsveit hans á fljótabátum Mississippi til ársins 1921 og þar var öll tónlist skrifuð. Joe Oliver var kolsvartur eins og Louis, en flestir helstu tónlistarmenn New Orleans voru kreólar, þ.e.a.s negrar af frönsku kyni. Þeir höfðu meiri menntun en þeir kolsvörtu og fengu fleiri tækifæri til að leika í hinum ýmsu danshöllum og klúbbum borgarinnar. Þeir voru flestir fluglæsir á nótur, en áttu dýpri rætur í ragtæm-tónlistinni en blúsnum. Louis var öðruvísi farið, þótt hann læsi beint af blaðinu eftir dvölina hjá Marable; því blúsinn hafði hann í blóðinu og blúsinn var ein af undirstöðum hins magnaða einleiksstíls er hann skóp um miðjan þriðja áratug síðustu aldar og bjó yfir þeirri sveiflu er aldrei hafði þekkst áður í tón- listarsögunni. Hið gamla ,,túbít“ New Orleans kom aldrei fyrir hjá honum – þar ríkti ,,fjórbítið“. Hann braust að fullu undan samspuna New Or- leans-stílsins og skóp einleiksstíl sem iðaði af hinni nýju sveiflu; glæsilegur, hugmyndaríkur, skapandi. Á árunum framundir miðjan fjórða ára- tuginn var hugmyndaauðgi hans í spunanum ótrúleg, sköpunarkrafturinn einstakur og sveifl- an heitari en hjá nokkrum öðrum. Hann bjó yfir þeim hæfileika alla ævi að allt sem hann snerti varð djass. Hann gat spilað laglínu án þess að breyta nótu, utan örlitlu í einstökum lengd- argildum, þannig að slöppustu slagarar urðu gull- in list; sköpuð af áherslum, tónmyndun og tilfinn- ingu. Þó allt sé þetta skrifað niður hljómar það sem hjóm eitt þegar það er leikið eftir nótunum. Menn verða að heyra Armstrong af hljómplötum til að skynja galdurinn. Sóló eins og gimsteinar Louis Armstrong giftist píanistanum í King Oli- ver-bandinu, Lil Hardin, og hún dreif hann áfram. Hann hætti hjá Oliver og hélt til New York og lék með stórsveit Fletchers Hendersons 1924-25 og það er ótrúlegt að heyra plöturnar sem hann hljóðritaði með Henderson. Þar lýsa sóló hans eins og gimsteinar í þyngslalegum út- setningunum. Á árunum 1925 til 1928 hljóðritar Armstrong með hljóðritunarsveitum sínum, Hot Five og Hot Seven, þau verk er breyttu djass- inum. Það var þó ekki fyrr en með ,,Wild Man Blues“ og ,,Poatho Head Blues“ 1927 að sóló hans náðu þeim hæðum sem fátt jafnast á við í spun- anum utan meistaraverk hans frá 1928: ,,West End Blues“, ,,Muggles“, ,,Thight Like This“ og ,,Basin Street Blues“ – og er trompetinngangur hans í því fyrstnefnda einn sá magnaðasti er djasssagan geymir. Hann var líka farinn að syngja þessari rámu röddu sem samkvæmt evr- ópskri fagurfræði var forkastanleg og Laxness kallaði garg í Skáldatíma. Sviðsframkoma hans þótti og villimannsleg í Evrópu – trompetleik- urinn samt fagur. Á árunum 1929 til 1947 kom hann nær ein- göngu fram sem einleikari og söngvari með stór- sveitum sem aðrir stjórnuðu, en lengst af með hljómsveit Louis Russells (1935-43) en þar voru innanborðs menn á borð við básúnuleikarann J. C. Higginbotham og trommarann Sidney Catlett að ógleymdum trompetleikaranum Henry ,,Red“ Allen, sem var sá af lærisveinum Louis, ásamt Roy Eldridge, er þróaði stíl hans áfram og tengdi hann boppinu. Allen hvíldi Armstrong oft á tón- leikum en heyrist sjaldan á hljóðritunum Arms- trongs frá þessum árum, en það var mikilvægt fyrir Armstrong að hafa fyrsta klassa tromp- etleikara með sér því hann þjáðist oft af varakvill- um og kunni lítt að hlífa sér fyrr en í óefni var komið. En hlustendur sína sveik hann aldrei því þegar hann gat ekki blásið söng hann því meira. Umskapandi söngur Söngur Louis Armstrongs var áhrifameiri en orð fá lýst og enginn ryþmískur söngvari er á eftir kom gat forðast áhrif hans. Eitt sinn spurði ég trompetleikarann og söngvarann Chet Baker um djasssöngvara og hann svaraði: ,,It́s just me and Louis Armstrong.“ Fyrir daga Armstrongs var allur djasssöngur blús, en honum tókst að gefa söngdönsum hinna miklu bandarísku söngleikja- tónskálda djasslíf – og margir þeirra dansa væru öllum gleymdir í dag hefði Armstrong ekki tekið þá upp á arma sína. 1929 hljóðritaði hann dans Jimmy McHuges ,,I Cańt Give You Anything But Love“ og þenur laglínuna til hins ýtr- asta og umskapar. Flutningur hans verð- ur tilbrigði við lagið og þannig umskapaði hann flest verk er hann flutti. Af öðrum mögnuðum túlkunum hans á söngdönsum má nefna tökurnar sem varðveist hafa af Stardust Camichels frá 1932, eitt glæsileg- asta dæmi um skapandi tónhugsun Arm- strongs í flutningi á söngdansi – meistaraverk sem uppi mun verða meðan á djass er hlustað. Meðleikarar Því er ekki að leyna að sköpunarkraftur Armstrongs fór dvínandi er nálgaðist heimsstyrjöldina síðari og hljóm- veitir hans voru ansi misjafnar. Þörfin fyrir að falla hlust- endum sínum í geð – gleðja og kæta – varð oft listrænni túlkun fjötur um fót, en þó eru óteljandi dæmi um snilldarverk frá þessum árum, s.s. endursköpun hans á ,,Struttin With Some Barbercue“ frá 1938, sem er einn flottasti trompetkonsert allra tíma, þó hann sé að- eins þriggja mínútna langur. Eftir stríð fór vegur stórsveitanna dvínandi, boppið var komið til sög- unnar og jafnframt var áhugi á hinum ,,ekta djassi“ New Orleans, eða Satchmo hinn mikli Louis Armstrong er tvímælalaust einn dáðasti tónsnillingur tuttugustu aldar. Hann breytti djasssögunni, að mati greinarhöfundar, en velgengn- ina á hann ekki síst að þakka mann- gæskunni sem lýsti af honum. Það var kannski þessi mannkærleikur, sem allt- af einkenndi hann, er gerði hann jafn vinsælan og raun bar vitni ... MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 2008 8 LesbókTÓNLIST Louis Armstrong í Háskólabíói 1965 „En þrátt fyrir allt er þetta sú af óteljandi tón- listarupplifunum mínum sem ég hefði síst viljað missa af – örfá gullkorn frá Louis Armstrong voru meira virði en heilir tón- leikar uppfullir af snilli flestra annarra listamanna,“ segir Vernharður. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússo

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.