Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.2008, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.2008, Blaðsíða 13
T yrkneski rithöfundurinn Orhan Pamuk hefur vakið athygli fyrir skáldsögur sín- ar á undanförnum árum, ekki síst eftir að honum voru veitt Nóbelsverðlaun 2006, fyrstum landa sinna. Meðal verka hans má nefna The Silent House (1983), The White Castle (1985), The Black Book (1990), The New Life (1995), My Name is Red (1998), Snow (2002) og The Museum of Innocence (2008). Pamuk er ekki við eina fjölina felldur. Jafn- framt ritstörfum gegnir hann prófessorsstöðu í samanburðarbókmenntum við Columbia-há- skólann í Bandaríkjunum. Hann er því rithöf- undur og fræðimaður í senn. Hann minnir að þessu leyti á Umberto Eco en Nafn rósarinnar (1994) kemur ósjálfrátt upp í hugann. Nafn mitt er Rauður er söguleg skáldsaga, rétt eins og Nafn rósarinnar. Báðar þessar „rauðnafnabækur“ byggja á sögulegum heim- ildum og báðar nota glæpafléttu til að draga frá- sögnina áfram. Hvorug bókin er þó venjuleg „hver-gerði-saga“: Glæpurinn er nánast yfir- skin höfundanna fyrir því að rýna í menningu og menningarsögu Vesturlanda og Austurlanda nær (Ítalíu og Tyrklands). Sögutími bókanna tveggja er ekki ósvipaður, annars vegar ítalskt munkaklaustur á 14du öld hjá Eco en Istanbul á 16du öld hjá Orhan Pa- muk, miðaldir í algleymingi. Söguvísanir fram og til baka vega þungt í báðum bókum en yfir svífur nútímaleg söguvitund (en ekki alvitur hjá Pamuk), þótt raddirnar séu fjölmargar og sjón- arhornin ólík. Fórnarlambið og söguhetjan í bókinni er En- isthe Effendi sem ráðinn er til að skreyta bók til heiðurs soldáni. Enishte á fyrsta orðið í bókinni en það vill svo undarlega til að hann er þegar fórnarlamb fólskulegs morðs á sjálfum sér þeg- ar hann tekur til máls. Þessi töfraraunsæislega byrjun er ekki það undarlegasta sem á sér stað: tré og gullpeningur taka einnig til máls og hafa sitt að segja um ástandið og framvinduna. Vitnisburður hvers mælanda, í hverj- um kafla fyrir sig, varpar ljósi á morð- gátuna. En bókin snýst ekki eingöngu um lausn gátunnar heldur er til- gangur hennar að rýna það siðferði og þær venjur sem giltu á þeim tíma þegar sagan á sér stað. Listin kemur einnig til sögunnar og kannski sérstaklega gildi skreytilistar og fígúratífrar myndlistar í Íslam. Í kaupbæti fylgir svo ástarsaga og alls konar flækjur sérkennilegra sögupersóna. Þótt því verði ekki neitað að sögufléttan sé listilega ofin er ekki laust við að bókin reyni stundum á þolinmæði lesandans. Textinn er í sjálfum sér góður en virkar heldur flatur og leiðigjarn þegar fram í sækir. Sjálfsagt er hægt að hafa meiri ánægju af Nafn mitt er Rauður með því að kynna sér sögu Tyrkjaveldis og Ísl- ams, en aftast í bókinni er skrá yfir sögulega at- burði í Tyrkjaveldi (1300-1922) og í Íslam. Ekki er ósennilegt að lesendur bókarinnar skiptist í tvo hópa: þeirra, sem falla fyrir sög- unni og njóta þess að lesa sig eftir söguþræð- inum, og hinna (vonandi færri) sem þykir hún heldur hæg. Hvað sem öðru líður er Nafn mitt er Rauður eflaust ágætt mótvægi við allar glæpa- eða hvergerðisögurnar sem ríða röftum í íslenskri bókaútgáfu. Saga Pamuks býður væntanlega upp á staðbetra hugarfæði en skyndibitinn. BÆKUR GEIR SVANSSON Ekki er ósenni- legt að lesendur bókarinnar skipt- ist í tvo hópa: þeirra, sem falla fyrir sögunni og njóta þess að lesa sig eftir söguþræðinum, og hinna (vonandi færri) sem þykir hún heldur hæg. SKÁLDSAGA | Nafn mitt er Rauður Eftir Orhan Pamuk, Mál og menning 2008. 511 bls bbbnn Hvað felst í nafni? MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 2008 Lesbók 13GAGNRÝNI LEIKLIST Janis 27 Íslenska óperan „Texti Ólafs Hauks er skemmtilegur, frjálslegur og óþvingaður. Þó vantaði nokkuð á dramatíska framvindu í verkinu. “ Ingibjörg Þórisdóttir. Utan gátta Þjóðleikhúsið (Kassinn) „Hér er list leikarans höfð í fyrirrúmi þar sem orð höfundarins mynda þéttan skóg sem per- sónur verksins reyna að feta sig í gegnum og það er leikstjórans að leiða þær áfram.“ Ingibjörg Þórisdóttir. Fólkið í blokkinni Borgarleikhúsið „Leikendur eru að vísu misgóðir og það er ekki fyrr en Halldóra Geir- harðsdóttir fær stærra hlutverk í framvindunni sem erlenda far- andverkakonan Valery að sýningin fer á skrið. “ María Kristjánsdóttir. KVIKMYNDIR Quantum of Solace bbbmn Sýnd í Smárabíó, Há- skólabíó, Laugarásbíó, Borgarbíó Akureyri „Þegar öllu er á botninn hvolft eru ekki minnstu þreytumerki á hinni hálfrar aldar gömlu kvikmynda- hetju, ég spái honum ótrú- legu langlífi svo lengi sem hugsað er um að hafa hann í takt við tímann.“ Sæbjörn Valdimarsson. Quarantine bbbnn Sýnd í Laugarásbíó, Smárabíó, Borgarbíó Akureyri „Við erum komin á kunnuglegar slóðir sviðsetta heimildarhrollsins, sem skaust upp á vinsælda- listann í myndum eins og The Blair Witch Proj- ect allt til Cloverfield. “ Sæbjörn Valdimarsson. Hvar í veröldinni er Osama Bin Laden? (Where in the World is Osama Bin Laden?) bbbnn Sýnd í Háskólabíó – Græna ljósið „Í nýju myndinni, Hvar í veröldinni er Osama Bin Laden? tekst Spurlock á hendur til- raunaverkefni á öllu stærri skala, og leggur til atlögu við hugmyndafræði óttans í hryðjuverka- stríðinu svokallaða. “ Heiða Jóhannsdóttir. Reykjavík-Rotterdam bbbnn Sýnd í Háskólabíó „Reykjavík-Rotterdam er kvikmynd sem er áferðarfalleg og snyrtileg. Henni tekst að skemmta áhorfendum á átakalausan hátt.“ Anna Sveinbjarnardóttir. MYNDLIST Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhúsið. Ingibjörg Jónsdóttir – Samsíða heimar, bbbmn Sýning stendur til 11. janúar. „Tíminn er áleitinn þáttur í verkum Ingibjargar og hér renna saman áreynslulaust samtíminn og hefðirnar, auk þess sem tími áhorfandans verður órjúfanlega hluti af verkinu.“ Anna Jóa. Listasafn Reykjavíkur – Kjarvalsstaðir Bragi Ásgeirsson – Yfirlitssýning bbbbm Sýning stendur til 11. janúar. „Það er augljóslega mikil undirbúningsvinna við sýninguna. Vel er valið úr verkum og þótt ég hafi séð mörg þeirra áður kom sýningin mér samt á óvart og gaf mér enn dýpri innsýn í list Braga. . . “ Jón B. K. Ransu. Hafnarborg Tveir módernistar – Sigurjón Ólafsson og Þorvaldur Skúlasonbbbmn Sýning stendur til 9. nóv. „Íslensk listasaga er almenningi að mestu lokuð bók sem hvergi er aðgengileg að staðaldri. Hér hefur óvænt verið lokið upp nokkrum áhuga- verðum síðum sem vert er að skoða, til upprifj- unar eða nýrra kynna.“ Ragna Sigurðardóttir. Í GANGI Hér er sjálfstætt framhald sögunnar Fjör í fyrsta bekk, sem náði talsverðum vinsældum í fyrra. Nonni og Selma lenda í ýmsum ævintýrum í sumarfríinu. Byggja kofa og stelast í steypuvinnu, smíða kassabíl, fara í ferðalag og fremja nokkur prakkarastrik. Frásögnin er lifandi og hrífur lesendur sem eru á aldur við sögupersónurnar. Frekar er um röð stakra atburða að ræða en heildstæða framvindu, en líflegur norðlenskur veruleikinn skemmtir lesendum á öllum aldri. Sumarævintýri skólasystkina BÆKUR Einar Falur Ingólfsson SKÁLDSAGA | Nonni og Selma - Fjör í fríinu Eftir Brynhildi Þórarinsdóttur. Mál og menning gefur út. bbbbn Í nýrri glæpasögu sinni, Myrká, sýnir Arnaldur Indr- iðason að hann hefur sterk tök á þessu sagnaformi. Strax í fyrsta kafla tekst að ná tökum á lesandanum með því að snúa upp á fyrirframhugmyndir hans. Síð- an hefst hröð atburðarás sem Arnaldur passar sig á að flækja aldrei um of og kaffæra ekki í boðskap eða samfélagsfræðilegum stúdíum. Að þessu sinni kemur Erlendur lítið við sögu en þess í stað heldur Elínborg utan um rannsókn morðmálsins sem allt snýst um. Við þetta færist nýtt líf í sagnaheim Arnaldar. Ef horft er fram hjá einsleitum aukapersónum og umhverfislýsingum er þetta einn af þéttustu krimmum Arnaldar. Sterk tök SKÁLDSAGA | Myrká eftir Arnald Indriðason, Vaka- Helgafell, 2008, 294 bls. bbbbn Þröstur Helgason Titilinn á nýrri bók Kristínar Ómarsdóttur, Sjáðu feg- urð þína, þarf helst að taka bókstaflega til að njóta sem best. Enn vinnur skáldið stórvirki með minni og mýtur, (kvenlegt) myndmál og afhelgun. Afhelgunin beinist ekki síst að skáldinu sjálfu, skáldskapnum og ferðalagi lesandans inn í hann. Í þeim hugmyndum liggur einnig styrkur bókarinnar sem heildar – í örlát- um aðferðum Kristínar við að kryfja hlutverk skálds- ins, textans (tungunnar) og lesandans, þar sem allir þessir þættir brjót- ast út af hefðbundum leiðum, upp úr fyrirfram mörkuðum farvegum. Það rýrir þó aðeins gæði verksins sem heildar hversu misgóðir text- arnir eru. Sumt er gríðarsnjallt en annað hefði mátt missa sín. Leiðsögn um ljóð LJÓÐABÓK | Sjáðu fegurð þína eftir Kristínu Ómars- dóttur, Uppheimar 2008, 68 bls. bbbmn Fríða Björk Ingvarsdóttir Við fyrstu hlustun slær það mann að það skuli ekki vera neinn byrjandabragur á plötunni. Hljóðfæraleikur er góður, útsetningar snyrti- legar og lagasmíðar yfir meðallagi. Helst hægt að líkja þessu við bandarískt fullorð- inspopp á borð við Mike and the Mechanics. Við ítrekaða hlustun rennur glampinn örlítið af. Hljóðblöndun er of hlutlaus og mörg lögin óeftirminnileg. Stanslaust flakk á milli mislukk- aðra íslenskra og enskra texta skemmir fyrir. Fullorðinspopp POPP | Menn ársins, Menn ársins bbbnn PLÖTUR Birgir Örn Steinarsson Um er að ræða safnplötu sem inniheldur plöt- urnar Fólkið í blokkinni (2000) og Allt í góðu (2004) ásamt fjórum nýjum lögum sem eru góð viðbót við hin eldri. Útgáfan er vegna uppsetn- ingar Borgarleikhússins á söngleiknum Fólkið í blokkinni eftir Ólaf Hauk Símonarson sem er einnig höfundur allra laganna. Textarnir eru skemmtilegir og lögin grípandi. Auðvelt er að tralla og dilla sér með. Af hinum fjölmörgu góðu flytjendum sker KK sig nokkuð úr, stíll hans fellur vel að lögum Ólafs. Frábær fjölskylduplata POPP | Fólkið í blokkinni Allt í góðu … ásamt nýjum lögum úr blokkinni bbbbn Ingveldur Geirsdóttir Blúsinn er þeim eiginleikum gæddur, líkt og Hafnarfjarðarbrandarar, að það má enda- laust bæta í safnið. Johnny and the Rest framreiðir á samnefndri plötu afskaplega þægilegt og hefðbundið blúsrokk sem hnykkir höfðinu til Yardbirds, Zeppelin og annarra hippa-blússveita. Hljómur plötunnar er hrár sem hentar oftast nær lagasmíðunum en það hefði e.t.v. mátt liggja betur yfir trommuhljóminum sem er helst til máttlaus og bendir til þess að platan hafi verið tekin upp og hljóðblönduð í miklum flýti. Þegar best lætur ættu hvaða blúsaðdá- endur sem er að skynja hæfileika Johnny and the Rest á blússviðinu en þegar sveitin gengur of langt í keyrslunni fer maður ósjálfrátt að hugsa til sveita á borð við Creed og Knickelback, og það getur ekki vitað á gott. Ein í safnið ROKK/BLÚS | Johnny and the Rest Johnny and the Rest bbnnn Höskuldur Ólafsson

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.