Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.2008, Page 11

Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.2008, Page 11
sem við gátum þvegið okkur. Síðan fengum við okkur hvítvínsglas og byrjuðum svo bara að smíða. Það hafði verið skilinn eftir þarna verk- færakassi og í honum voru naglar og vír og allar græjur. Svo kom einhvern tíma maður inn til okkar sem hafði eitthvað með ráðhúsið að gera, sennilega húsvörður eða eitthvað, en við töl- uðum bara við hann og hann sá að við vorum engir innbrotsþjófar. Að öðru leyti fengum við að vera í friði við að setja sýninguna upp. Hluti af sýningunni átti að fara í bókasafnið. Við höfðum rænu á því að hringja þangað og vorum sóttir með myndirnar sem áttu að vera þar. Svo fór okkur að langa til að komast í bað fyrir opnunina. Þá um morguninn leit við hjá okkur kona úr Konstklúbbnum, óskaplega elskuleg kona og interesseruð í allri þessari myndlist. Hún var systir þekkts list- málara, Lage Lindell sem var held ég prófessor við Akademíuna í Stokkhólmi. Hún bauð okkur að baða okkur heima hjá sér og það gerðum við, gaf okkur svo kaffi og einn lítinn með kaffinu meira að segja. Þá vorum við nú aldeilis orðnir fínir fyrir opnunina á laugardeginum klukkan fjögur! Hún keyrði okkur í ráðhúsið í pínulitlum enskum bíl sem hún átti og við vorum mættir þarna á réttum tíma og stóðum svo fyrir svör- um. Gylfi gat talað heilmikla sænsku því hann hafði verið trésmiður niðri í Málmey nokkrum árum áður og ég kunni mína heimatilbúnu sænsku. Við gátum því alveg svarað fyrir okkur og sagt fólkinu undan og ofan af íslenskri myndlist. Allir voru voða ánægðir með Eftir Silju Aðalsteinsdóttur silja.adal@simnet.is Þ jóðhátíðarárið 1974 fór farandsýn- ingin Islandsk kunst H2O af stað um Norðurlönd. Sýningin var á vegum SÚM en styrkt af Norræna menningarsjóðnum og gaf breiða yfirsýn yfir unga íslenska samtíma- myndlist. Aðalumsjónarmaður sýningarinnar var Hildur Hákonardóttir myndlistarmaður og SÚMari. Sýningin var fyrst opnuð í Nikolaj- kirkjunni í Kaupmannahöfn 29. mars 1974, seinna fór hún m.a. til Helsinki. Meðal verka á sýningunni var viðamikil innsetning eftir Gylfa Gíslason myndlistarmann sem hann kallaði 17. júní og hafði verið sýnd í Gallerie SÚM við Vatnsstíg í júlí sumarið áður. Á innsetningunni voru margs konar minjar um þjóðhátíðardag- inn, teikningar, úrklippur úr dagblöðum, tún- þökur af Austurvelli, bekkir, brotnar flöskur og rifrildi af íslenska fánanum, og yfir öllu dundi hljóðskúlptúr sem Gylfi hafði tekið upp á sjálfan þjóðhátíðardaginn fyrr um sumarið, ræðuhöld og söngur. Hér birtist frásögn Tryggva Ólafssonar myndlistarmanns af ferðalagi þeirra Gylfa með sýninguna Islandsk kunst H2O til Östersund í Svíþjóð sem hann sagði Silju úti á Sjálandi í júlí 2007 en ekki komst með í nýútkomna bók um Gylfa, Gylfi Gíslason. Frásögnin gefur fróðlega innsýn í nauman og nægjusaman lífsstíl ungra myndlistarmanna á þeim löngu liðnu dögum. Tryggvi fær orðið: Við tókum lestina frá Kaupmannahöfn gegn- um Helsingborg og uppeftir, þetta er helvíti góður spotti. Það er líka drjúgt til Stokkhólms og svo er heldur betur langt frá Stokkhólmi til Östersund. Sýningin átti að vera í ráðhúsinu í Östersund. Að henni stóðu tveir aðilar: bæj- arfélagið, sem hafði eins konar menningarnefnd yfir sér, og Östersund Konstklubb sem var áhugamannafélag. Þar var forstöðumaður sem hét því ágæta nafni Svensson. Við komum á staðinn og formaður menning- arnefndarinnar tók á móti okkur, ekta kurteis ungkrati. Hann bauð okkur inn í ráðhúsið og lét okkur hafa lykla og svo áttum við bara að finna út hvernig við gætum komið sýningunni fyrir. Jú jú. Þetta var á fimmtudegi minnir mig og sýninguna átti að opna á laugardegi klukkan fjögur. Eitthvað hafði misfarist milli manna – annar kannski haldið að hinn hefði gert eitthvað sem hann hafði ekki gert – því það var ekkert minnst á gistingu og fæði. En okkur fannst við hafa það fínt þarna í ráðhúsinu, þar voru djúpir leðursófar þar sem við gátum sofið – og við gerðum það. Sváfum tvær nætur í ráðhúsinu og á daginn fórum við út í ICA – sem við kölluðum alltaf CIA – sem er sænska kaupfélagið, þar var matstofa þar sem var hægt að fá sænskan mat, pyt i panna og kjöttbullar og hvað þetta heitir allt saman, alveg ljómandi gott. Þar gátum við líka keypt annað sem okkur vantaði – allt nema áfengi. En það voru óskráð lög í SÚM að sýn- ingar skyldi setja upp með hvítvínsflösku, svo við fórum í Ríkið sem var þarna rétt hjá og fengum okkur nauðsynlegar birgðir. Við bjuggum sem sagt í ráðhúsinu og hittum fólk í massavís. Það borðaði margt gamalt fólk í matstofunni í kaupfélaginu, og það var ótrúlegt hvað þetta gamla fólk var vel klætt. Okkur fannst þessir gömlu menn allir vera fyrrverandi ráðherrar, þeir voru svo þvegnir og fínir. Og gamlar konur, bara venjulegar alþýðukonur, voru líka vel klæddar. Þetta var svo mikið vel- ferðarþjóðfélag. Inni í kaupfélaginu var til dæmis hrúga af nærfötum á útsöluverði og það var engin smáhrúga, menn gátu tekið eins og þeir vildu fyrir tvær, þrjár, fjórar sænskar krónur. Okkur fannst þetta óskiljanlegt magn. Heima var svo fátt til af hverri tegund, tvær tegundir af sápum og tvær af vindlum til dæmis, og önnur á bragðið eins og klósettpappír, sagði Bragi Ásgeirsson. Þarna voru fjölmargar teg- undir og allt mælt í tonnum! Það voru þessi fínu salerni í ráðhúsinu þar þetta. Þegar við vorum spurðir að því hvað við ætluðum að vera lengi þá sögðumst við fara um kvöldið, enda værum við búnir að vera þarna í nokkra daga. Formaður menningarnefnd- arinnar og fleiri fóru að stinga saman nefjum og þá kom í ljós að enginn hafði hugmynd um að við hefðum verið eins og hálfgerðir flóttamenn þarna í ráðhúsinu. Okkur fannst fara mjög vel um okkur, því þarna voru teppi og upphitun og við höfðum það bara fínt í sófunum, en þeir fengu voðalega vonda samvisku. Hvernig stend- ur á því að þið hafið ekki fengið hótelherbergi, og hvernig getur staðið á þessu eiginlega? spurðu þeir hver annan í öngum sínum. Við átt- um ekkert svar við því. Það eina sem hægt var að gera – eða allavega tók Svensson það til bragðs: Hann tilkynnti okkur að það væri fjár- veiting fyrir þessu öllu saman, hóteli og slíku, og við yrðum að fá peningana núna þótt skrítið væri þegar við vorum að fara. Við fengum 2000 kr. sænskar á mann og fannst það bókstaflega – og í orðsins fyllstu merkingu – fundið fé. Með þetta fundna fé héldu þeir félagar í menningarreisu til Stokkhólms þar sem þeir skoðuðu söfn og drukku kaffi með vísnasöngv- aranum fræga Cornelis Vreeswijk sem þeir hittu á förnum vegi, þekktu af myndum og tóku tali! Það telur Tryggvi að hafi verið upphaf þess að Vreeswijk kom til Íslands í byrjun nóvember um haustið og söng þá í sjónvarpsþættinum Vöku, þeim fyrsta sem Gylfi sá um (9. nóv. 1974). Þessi för snillingsins til Íslands varð fræg að endemum vegna drykkjuskapar hans. Þó hélt hann þá tvenna tónleika í Norræna húsinu sem til stóð að halda en skrópaði á auka- tónleikum í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Í þætti Gylfa syngur hann nokkur af sínum þekktustu lögum á sinn óviðjafnanlega hátt. En ekki fara frekari sögur að sinni af Islandsk kunst H2O. Íslensk myndlist í útrás 17. júní 1973 Eitt af verkunum sem tilheyrði innsetningu Gylfa, 17. júní. Nú stendur yfir í Listasafni ASÍ yfirlitssýning á verkum Gylfa og út er komin myndarleg bók með ágripi af ævisögu hans eftir Silju Aðalsteinsdóttur og fjölmörgum myndum af verkum hans. Í tilefni þess birtist hér frásögn Tryggva Ólafssonar myndlistarmanns af ferðalagi þeirra Gylfa með sýninguna Islandsk kunst H2O til Östersund í Svíþjóð sem hann sagði Silju úti á Sjálandi í júlí 2007 en ekki komst með í bókina. Ferð Tryggva Ólafssonar og Gylfa Gíslasonar til Östersund árið 1974 Höfundur er rithöfundur og útgáfustjóri Máls og menningar. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 2008 Lesbók 11MYNDLIST B ók um Gylfa Gíslason kom út á fimmtu- daginn í tilefni af sýningunni í Lista- safni ASÍ. Hún heitir einfaldlega Gylfi Gíslason og er ekki ósvipuð bókunum um Dag Sigurðarson, Rósku og Megas sem komu út fyrir nokkrum árum hjá Máli og menningu. Umbrotsmaður er sá sami, Harri sonur Rósku. Bókin er 231 bls., öll litprentuð. Í henni er ævi Gylfa og listferill rakinn og birt- ur mikill fjöldi ljósmynda og mynda af verk- um hans, teikningum, vatnslitamyndum, grafík og olíumálverkum. Gylfi átti nokkur blómaskeið í útvarpi og sjónvarpi og bókinni fylgir geisladiskur með þremur þáttum hans fyrir sjónvarp, menn- ingarþættinum Vöku um byggingarlist í Reykjavík frá 1978, þar sem Gylfi hjólar um bæinn og talar um ólíkan byggingarstíl hverf- anna, einn Útlínuþáttur (samtalið við Halldór Ásgeirsson) og bráðskemmtilegt innslag um hattana hans Kjarvals úr Mósaíkþætti. Bókin er gefin út í samvinnu Forlagsins og Óhemju, forlags barna Gylfa. Meginmál bókarinnar skrifar Silja Að- alsteinsdóttir en ritstjórn annaðist Hjálmar Sveinsson. Bók um Gylfa Gíslason Gylfi Gíslason og Tryggvi Ólafsson.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.