Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.2008, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 2008
12 LesbókGAGNRÝNI
T
vær nýlegar bækur um Hafskipsmálið
hafa ekki vakið mikla athygli. Það er
enda vart við því að búast að margir
gefi sér tíma til að rifja upp ald-
arfjórðungsgamalt fjármálahneyksli mitt í
verstu fjármálakreppu sem landsmenn hafa
komið sér í.
Útgáfa beggja bókanna er styrkt af fyrr-
verandi Hafskipsmönnum og textinn byggir
að talsverðu leyti á upplýsingum frá þeim
eða viðtölum við þá. Þetta geta því vart talist
óháð fræðirit. Samúð höfundanna með mál-
stað Hafskipsmanna skín alls staðar í gegn.
Dregin er upp sú mynd að Hafskipsmenn
hafi verið talsmenn samkeppni í viðskiptum í
ójafnri baráttu við Eimskip og Skipadeild
SÍS. Þrátt fyrir hetjulega framgöngu þeirra,
sem m.a. annars hafi verið frumkvöðlar í út-
rás íslenskra fyrirtækja, hafi þessi barátta
tapast og Hafskip verið gert gjaldþrota að
ástæðulausu. Fyrir vikið hafi útrás íslenskra
fyrirtækja tafist um fjölmörg ár.
Sökudólgarnir eru ýmsir að mati Björns
Jóns og Stefáns Gunnars. Heiti bókanna
gefa tóninn. Björn Jón nefnir bókina eftir
skjalakassa sem fannst hjá Eimskipafélag-
inu og Stefán Gunnar segir afdrif Hafskips í
boði hins opinbera. Björn Jón einbeitir sér í
bók sinni einkum að hlut skiptaráðenda en
Stefán Gunnar fjallar þeim mun meir um
Helgarpóstinn. Jafnframt fá ýmsir embætt-
ismenn, stjórnmálamenn á vinstri vængnum
og forsvarsmenn Eimskipafélagsins skamm-
ir. Sáralitla gagnrýni er hins vegar að finna í
bókunum á forsvarsmenn Hafskips. Nær
engin umfjöllun er um þær sakir sem Haf-
skipsmenn voru dæmdir fyrir á endanum.
Myndin sem Björn Jón og Stefán Gunnar
draga upp er ekki mjög sannfærandi. Full-
yrðingar um að Hafskip hafi ekki verið í
raun gjaldþrota hafa birst áður. Þær byggja
einkum á því að talsvert fékkst upp í al-
mennar kröfur þegar búið var gert upp. Það
eru léttvæg rök þegar haft er í huga að kröf-
ur í þrotabú Hafskip brunnu hratt upp í mik-
illi verðbólgu. Lýsingar á vandræðagangi
við rekstur Hafskips, sérstaklega Atlants-
hafssiglinga, benda heldur ekki til þess að
mikil von hafi verið til þess að síðustu stjórn-
endur félagsins hefðu getað bjargað því
hefðu þeir fengið til þess meiri tíma og næði
frá gagnrýni fjölmiðla og stjórnmálamanna.
Þetta breytir því ekki að ýmislegt í þeirri
gagnrýni sem fram kom opinberlega á Haf-
skip og stjórnendur þess reyndist ekki á rök-
um reist. Málarekstur hins opinbera á hend-
ur Hafskipsmönnum gekk einnig mjög
brösuglega. Hátt var reist til höggs en upp-
skeran rýr. Þetta er allt saman rakið í bók-
unum tveimur og auðvelt að fá samúð með
ur. Það er hins vegar óásættanlegt að fjár-
styrkur ráði því hvað skrifað er um um-
deilda kafla Íslandssögunnar þar sem
auðmenn koma við sögu.
Við lestur Hafskipsbókanna er freistandi
að bera sögusviðið saman við nútímann.
Sumt hefur lítið breyst. Allar aðalpersónur
bókanna eru karlkyns. Konur koma lítt við
sögu og einungis í aukahlutverkum. Margt
var einkennilegt í efnahagslífi þessara ára.
Helstu fyrirtækin skiptast í fylkingar eftir
tengslum við stjórnmálaflokka, einkum
Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk. Póli-
tískt skipuð bankaráð og bankastjórar ráða
ríkisbönkunum. Sami stjórnmálamaðurinn
er samtímis formaður bankaráðs Útvegs-
bankans og stjórnarformaður Hafskips, sem
var helsti viðskiptavinur bankans og hans
mesta vandamál.
Ýmsir stjórnmálamenn á þessum tíma
gagnrýndu þetta fyrirkomulag. Höfundar
Hafskipsbókanna gefa lítið fyrir þá gagn-
rýni. Þvert á móti virðast þeir telja hana
hafa verið ómaklega. Það er erfitt að taka
undir það, þótt í einhverjum tilfellum hafi
verið seilst of langt til að koma höggi á Haf-
skipsmenn eða pólitíska andstæðinga.
Helgarpóstsmenn fá líka slæma útreið í
Hafskipsbókunum, sérstaklega hjá Stefáni
Gunnari. Það vekur spurningar um hlutverk
fjölmiðla. Umfjöllun Helgarpóstsins um
málefni Hafskips var vissulega hörð og
óvægin og án efa afar óþægileg fyrir for-
svarsmenn félagsins.
Það hlýtur samt að vera hverju þjóðfélagi
hollt að eiga slíka fjölmiðla. Lífsnauðsyn er
fyrir heilbrigt þjóðlíf að eiga óháða og sjálf-
stæða fjölmiðla sem eru ekki í eigu auð-
manna eða stjórnmálaafla og hika ekki við
að fjalla um stjórnmálamenn, fyrirtæki og
stjórnendur þeirra á gagnrýninn hátt. Fjöl-
miðla sem skyggnast bak við glansmynd-
irnar sem forstjórarnir reyna að mála og
benda á hve lítil innstæða er fyrir ýmsum
fullyrðingum þeirra um glæstan rekstur.
Fjölmiðlar þurfa einnig að vera óragir við
að draga fram áhættu fjármálafyrirtækja af
lánveitingum fyrir skýjaborgunum og op-
inbera ýmis hagsmunatengsl á milli fyr-
irtækja, banka og stjórnmálaafla.
Líklega hefur okkur Íslendinga sárlega
vantað slíka fjölmiðla undanfarin ár.
BÆKUR
GYLFI MAGNÚSSON
ÞJÓÐFÉLAGSUMRÆÐA | Hafskip í skotlínu
eftir Björn Jón Bragason og Afdrif Hafskips í boði
hins opinbera eftir Stefán Gunnar Sveinsson
Hafskip í skotlínu bnnnn
Afdrif Hafskips bmnnn
Útgáfufélagið Sögn og JPV útgáfa, 2008.
Endalok Hafskips rifjuð upp
Gerður Kristný sendir núna frá sér fjórðu skáldsöguna sem
ætluð er börnum og unglingum en fyrir þá fyrstu, Mörtu
smörtu (2002), hlaut hún Bókaverðlaun barnanna. Land hinna
týndu sokka (2006) og Ballið á Bessastöðum (2007) hlutu einnig
mjög góðar viðtökur lesenda og gagnrýnenda. Titill nýju bók-
arinnar, Garðurinn, vísar til Hólavallagarðs, gamla kirkjugarðs-
ins við Suðurgötu í Reykjavík. Aðalpersóna bókarinnar er ung-
lingsstúlkan Eyja sem er nýflutt á Ljósvallagötuna, á þriðju hæð í
húsi sem stendur gegnt garðinum og býður upp á gott útsýni yfir
hann. Það vekur nokkurn óhug hjá Eyju að búa við hliðina á þeim dánu
enda kemur á daginn að nokkrir „íbúar“ garðsins eiga eftir að snerta líf
hennar svo um munar.
„Draugasagan“ myndar aðalfléttu frásagnarinnar og er hún vel sam-
an fléttuð og verulega spennandi. En það eru fleiri þræðir sem mynda
frásögnina; hér er líka fjallað um það að skipta um skóla og vini, sem og
um veikindi innan fjölskyldunnar, svo fátt eitt sé talið.
Þegar pabbi Eyju kaupir gamlan hægindastól á fornsölu fer undarleg
atburðarás af stað sem virðist tengjast stólnum; „það er sál í honum,“
eins og pabbi orðar það. Stóllinn er frá tíma spænsku veikinnar, en pabbi
Eyju hefur sérstakan áhuga á því tímabili í íslenskri sögu og ætlar sér að
skrifa um það bók. „Sálin“ í stólnum er þó langt frá því að vera góð sál og
eftir að stóllinn er kominn á heimilið fer ískyggileg atburðarás af stað.
Það er hraði og spenna í þessari sögu Gerðar Kristnýjar og ekki spillir
fyrir að ungir lesendur fræðast um leið um íslenska sögu og kynnast
þáttum úr íslenskri þjóðtrú. Garðurinn er ágætt dæmi um það hvernig
hægt er að byggja samtímasögu á þjóðlegum arfi, eins og margir ís-
lenskir höfundar hafa verið að gera undanfarin ár. Aðall bókarinnar er
þó að frásögnin er fyrst og fremst spennandi og skemmtileg og ætti að
geta höfðað til breiðs lesendahóps.
BÆKUR
SOFFÍA AUÐUR BIRGISDÓTTIR
SKÁLDSAGA | Garðurinn
Eftir Gerði Kristný. Mál og menning 2008, 148 bls. bbbbn
Spennandi
frásögn byggð á
þjóðlegum arfi
Reuters
Orhan Pamuk
„Saga Pamuks býður væntanlega upp á
staðbetra hugarfæði en skyndibitinn,“ segir
Geir Svansson. Hér talar Pamuk við setningu
bókamessunnar í Frankfurt 14. október.
Hafskipsmönnum vegna þess. Sérstaklega
virðist ákvörðun um að hneppa þá í gæslu-
varðhald hafa verið misráðin. Það er líka án
efa rétt að kaup Eimskipafélagsins á
þrotabúi Hafskips tryggðu félaginu yf-
irburðastöðu í sjóflutningum til og frá land-
inu. Það var óheppileg ráðstöfun frá sam-
keppnissjónarmiði. Það er hins vegar erfitt
að sjá að það skipti höfuðmáli hvort sú sala
var þegar í undirbúningi þegar stjórn Haf-
skips gafst loks upp og óskaði eftir gjald-
þrotaskiptum, eftir langt dauðastríð félags-
ins.
Uppsetning bókanna er einföld og frá-
gangur ágætur. Meira er lagt í slíka vinnu
við bók Stefáns Gunnars, sérstaklega mynd-
skreytingar, sem gerir hana líflegri. Málfar
er ágætt en textinn frekar þurr. Nokkuð er
um óþarfa endurtekningar, sérstaklega í
bók Björns Jóns. Bækurnar hafa báðar yf-
irbragð skýrslna eða skólaritgerða og eru
varla skemmtilestur nema fyrir þá sem hafa
mikinn áhuga á Hafskipsmálinu.
Það er erfitt að leggja mat á þessar bækur
sem heimildarit. Höfundar hafa vissulega
leitað víða fanga og engin ástæða er til að
ætla að þeir fari rangt með staðreyndir. Það
virðist hins vegar full ástæða til að efast um
túlkun höfundanna á sögunni og stað-
reyndum hennar í ljósi þess hve eindreginn
stuðningur þeirra er við Hafskipsmenn, sem
jafnframt styrkja útgáfu bókanna. Það er
ekki heppilegt að Íslandssagan sé rituð með
þessum hætti. Stuðningur auðmanna við
bókaútgáfu getur verið góðra gjalda verð-
Útgáfa beggja bók-
anna er styrkt af fyrr-
verandi Hafskips-
mönnum og textinn
byggir að talsverðu
leyti á upplýsingum frá
þeim eða viðtölum við
þá. Þetta geta því vart
talist óháð fræðirit.