Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.2008, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.2008, Blaðsíða 4
Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is Þ etta eru að mörgu leyti sam- tengd verk, þótt það hafi ekki verið ætlunin fyrirfram,“ segir Magnús Sigurðsson um ljóða- bókina Fiðrildi, mynta og spör- fuglar Lesbíu og smásagna- safnið Hálmstráin. Bækurnar komu báðar út á dögunum og fyrir ljóðin fékk hann Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar. Í fyrra vakti það at- hygli er Magnús sendi frá sér bókina Söngv- arnir frá Písa, þýðingar á ljóðum eftir Ezra Po- und, eitt torræðasta og snúnasta skáld sem orti á ensku á síðustu öld. Magnús segir að þýðing- arnar hafi tengst BA-ritgerð hans í almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands og frum- ortu handritin hafi einnig orðið til er hann eyddi síðasta vetri í Barcelona, með það að markmiði að ljúka við Pound-þýðinguna og innganginn að þeirri bók. „Ég fór ekki út með það markmið að verða rithöfundur þótt ég hafi í raun snúið til baka með þrjár bækur í farteskinu. Ég hafði þann metnað sem ungur maður en seinni ár hefur minn metnaður ekki staðið til þess. Ég naut þess mjög að vinna að þýðingunum, en svo lenti ég í þeirri aðstöðu að spænsk unnusta mín sat tíma í háskólanum allan daginn og skildi mig eftir á bókasafninu á meðan … Þá urðu þessi verk smám saman til.“ Magnús segist hafa átt einhver ljóð í hand- raðanum og uppköst að sögum. Ákveðin tengsl mynduðust síðan á milli textanna, og milli form- anna, þótt það hafi í raun ekki staðið til að gefa ljóðabókina út. Hann sendi handritið samt inn í samkeppnina. „Já, ég sendi hana inn. En ég er ekki viss um að ég hefði að sinni gert meira með þetta hand- rit. Ég átti ekki til orð þegar ég hreppti verð- launin. Smásögurnar voru tilbúnar á undan,“ segir Magnús, en hann var búinn að semja við Uppheima um að gefa þær út þegar ljóða- handritið var verðlaunað. – Í báðum verkunum er sterkur sjálfssögu- legur strengur. „Ég hef sagt að í Hálmstráunum sé fátt sem beinlínis sé skáldað. En það er ekki þar með sagt að ég segi skilyrðislaust satt frá – þetta er skáldskapur.“ Hann hugsar sig um, bætir svo við: „Kannski leita ég í meira mæli en flestir í eigið líf. En þetta er framsett sem skáldskapur og lýtur eingöngu lögmálum skáldskapar. Það er því tómt mál að ætla sér að setja samansem- merki milli mín og persónu þessara sagna. Það er út í hött. En mig langaði að reyna á það hvort ég kæmist upp með það að skrifa skáldskap án þess að skálda nokkuð, svo að segja. Svo er ann- að, að ljóð eru oft talin vettvangur hinnar ein- lægu tjáningar. Þau eru það að einhverju leyti hjá mér en smásögurnar þó miklu frekar. Bak- við ljóðin er ákveðin og sterkari heildarhugsun sem helgast aðallega af því að þarna er þýð- ingum og frumortum skáldskap teflt saman og reynt að koma á samræðum milli ólíkra tungu- mála, ólíkra tímabila og ólíkra bókmennta.“ Vísanir af sárri nauðsyn – Í ljóðabókinni eru þýðingar þínar á ljóðum eft- ir Katúllus og úr Eneasarkviðu Virgils. Það er væntanlega engin tilviljun hvaða fornu ljóða- texta þú þýðir og hefur með í verkinu. „Nei,“ segir Magnús. „Það kom af hreinni persónulegri nauðsyn. Og í ljósi persónlegra að- stæðna valdi ég að þýða þessa texta.“ – Hefurðu dregist að þessum klassísku verk- um gegnum rannsókn þína á skrifum Pounds? „Í og með. Að steypa saman klassískum text- um og frumortum skrifum var nokkuð sem Po- und, Eliot, Joyce og fleiri tíðkuðu mjög. En Ka- túllus þekkti ég á undan Pound og man raunar mjög skýrt ákveðið andartak þegar við lásum kvæði Katúllusar í Menntaskólanum í Reykja- vík, þaðan sem ég hef mína latíunukunnáttu. Við vorum að stauta okkur fram úr þekktasta kvæði hans þar sem hann hvetur þau Lesbíu til að elskast og gleyma öllu öðru af því að þeirra bíði dauðinn. Og þegar orðin öðluðust merkingu í huga mér varð í fyrsta og eina sinn á mínum lestrarferli uppljómunin alger. Tilfærslan frá ljóði og í vitund mína var fullkomlega áreynslu- laus, líkt og ég skildi allt og hefði áskotnast ómetanleg viska. Nokkuð sem ég hef aldrei upp- lifað fyrr né síðar.“ – Þýddirðu klassísku ljóðin á sama tíma og þú vannst að þeim frumortu? „Já, þau verða til samfara. Okkur hættir til að líta á klassíska texta sem arf fremur en síkvikt innlegg í tilveru okkar; þessi ljóð eru sett á stall og því lítum við ekki á þau sem lifandi ljóðlist heldur miklu frekar sem minnisvarða um horfna gullöld. En ég var svo lánsamur að hljóta latínukennslu í menntaskóla og fá að upplifa póesíuna í þessari ljóðlist.“ Magnús segir þennan forna kveðskap geta talað beint til fólks í dag. Hann segir mér frá spænskri vinkonu sinni sem lenti í erfiðum sam- bandsslitum, líkt og Katúllus forðum. „Ég hafði spænskar þýðingar á Katúllusi til hliðsjónar og sýndi henni nokkur kvæðanna – og það svínvirkaði! Hún lá í Katúllusi næstu daga og það var henni sönn huggun. Katúllus er nú ekki dauðari bókstafur en þetta.“ – Þú fjallar einmitt í verkunum um ástarsam- band og sambandsslit. Ertu að yrkja þig frá til- finningunum, og notar eldri texta til að spegla hið frumorta? „Skáldskapurinn er þekkingarleið. Skáld- skapurinn er öflugasta aðferð okkar til að skilja – bókstaflega. Fræðimaðurinn Harold Bloom skrifaði mikla bók um Shakespeare sem hann nefndi The Invention of the Human og ég er ef til vill svolítið á sömu línu og Bloom þegar hann fjallar um þekkingarfræðilega nauðsyn skáld- Skáldskapur s „Kannski leita ég í meira mæli en flestir í eigið líf,“ segir Magnús Sigurðsson. Hann má heita ný- græðingur í útgáfuheiminum en sendir nú frá sér tvær bækur; verðlaunaða ljóðabók og smásögur. Morgunblaðið/Einar Falur MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 2008 4 LesbókBÓKMENNTIR H úsfrú heimilisins stendur í dyragætt- inni þegar bílarnir skríða inn stein- lagða heimtröðina og vísar gestkom- endum til sólbjartrar setustofu þeirra hjóna, brosið fast á vörum hennar. Í stofunni sitja fyrir, á borðum og í gluggakistum, listi- lega útskornir fuglar sem fylgjast gerhyglum augum með hverjum gesti sem inn kemur. Við fætur fuglanna hafa verið bundnir litlir merki- miðar með upplýsingum um tegundarheiti og verð. Og svo sprelllifandi virðast þessir fuglar að húsfreyja gefur góðfúslega leyfi fyrir því að yngri gestkomendur renni fingurgómunum gætilega eftir tréfjöðrum þeirra. Eru gestir þessa safns jafnan furðu slegnir yfir þeirri mýkt og krafti sem handverksmanninum hefur tekist að vinna úr efnivið sínum. Aðeins þögnin kemur upp um fugla Einars Vigfússonar mynd- höggvara. Raunar er skurðmeistarinn sjálfur allt að því jafnfámáll og sýningargripir stofunnar. Rósa- lind eiginkona hans hefur orð fyrir þeim hjón- um, og er það aðeins fyrir stöðuga eftirgangs- semi hennar að Einar samþykkir loks að sýna gestum inn í vinnuskúr sinn fyrir aftanhús. Inn í fuglahúsið, þar sem hálftilbúnir ernir, haukar og uglur eru í þann mund að hefja sig til flugs innan um meitla, sporjárn og fínni útskurð- arverkfæri, ótal sandpappírsarkir, límtúbur og málningardollur. Gólfið er þakið hefilspónum og sagi sem sólarljósið fellur á og slær gullnum ljóma; andrúmsloftið í skúrnum er sambland af hinum ferska viðarilmi trébútanna og striti tré- skurðarmannsins við að ná fullum tökum á list sinni, í óreiðu verkfæra sinna og hráefnis. Í einu orði sagt andrúm, sem sköpunin ein megn- ar að kalla fram. Og kyrrð, yfir hverju áhaldi og smíðisgrip. Líkt og tíminn skipti ekki máli og líði ekki í þessum skúr, hér í bakgarðinum. Á því hafa sýningargestir orð, að yfir þá færist undarleg ró. „Gleymdu ekki að sýna þeim hvernig þú Nýja-Ísland II

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.