Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.2008, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.2008, Blaðsíða 11
Viðar Eggertsson vidaregg@islandia.is Sú rödd var svo fögur, svo hugljúf og hrein, Sem hljómaði til mín úr dálitlum runni; Hún sat þar um nætur og söng þar á grein Svo sólfögur ljóð um svo margt sem ég unni, Og kvöld eftir kvöld hóf hún ástarljóð ein – Ó, ef að þú vissir, hvað mikið hún kunni. J á, ég veit. Ég veit að skáldið Þorsteinn Erlingsson var ekki að yrkja um leik- arann Lárus Pálsson í þessu ljóði. Hann var að yrkja um sólskríkjuna, sem söng sín fegurstu ljóð og röddin barst utan úr dálitlum runni. Sólskríkjan var ekki sýnileg, en söngur hennar heyrðist samt. „Ó, ef að þú vissir, hvað mikið hún kunni …“ Runninn var eins og útvarpstæki skáldinu, skáldinu sem lifði á útvarpslausri öld. „Sú rödd var svo fögur, svo hugljúf og hrein …“ Ég get ekki að því gert að í hvert sinn sem ég heyri rödd Lárusar Pálssonar, þá koma þessar ljóðlínur skáldsins, mér í hug. Þessi einstaka rödd, karlmannleg, viðkvæm, blæbrigðarík, en túlkunin svo fyllt en þó svo yf- irmáta hógvær og næm. Ég segi „… þegar ég heyri rödd Lárusar“. Það er satt, aldrei sá ég Lárus á sviði, þennan leikara sem þó fór um allt land margoft, til að leyfa sem flestum Íslendingum að njóta hæfi- leika sinna. Er of ungur til þess, þó ég sé orðinn þetta gamall. En ég hef margoft heyrt Lárus og þannig átt stundir þar sem heimar hafa opnast, allt fyrir tilstilli þessarar raddar. „Sú rödd var svo fögur, svo hugljúf og hrein …“ Rödd lista- mannsins er eins og söngur sólskríkjunnar í ljóði Þorsteins Tveir mikilhæfir listamenn Við höfum átt þeirri gæfu að fagna að við höfum átt Ríkisútvarp, útvarp sem hefur hleypt að hljóðnemum sínum, okkar bestu listamenn orðsins. Leiklist og bókmenntir og tónlist, hafa verið ríkur þáttur í útvarpinu frá stofnun, í árs- lok 1930. Strax árið 1941 lék Lárus í fyrsta sinn í út- varpið. Það eru til frumstæðar upptökur af list hans frá því ári og ein þeirra prýðir tveggja platna safn sem kom út fyrir ári. Á þeim tíma var flest flutt beint í útvarpið og ekki tekið upp til varanlegrar varðveislu. En smátt og smátt varð til hljóðritunarsafn. Með auknum gæðum upptökutækja varð til betra hljóðritunarsafn. Sólskríkjurnar fóru að syngja í runnunum. Fáar sungu af meiri list en Lárus, ef nokkur. Það væri þá helst vinur hans og samstarfsmaður í listinni, Þorsteinn Ö. Stephensen, sem kunni jafn vel að túlka texta í útvarp, svo að söngurinn varð að einstakri upplifun þeim sem hlýddi. Þessir tveir listamenn áttu ógleymanlegan sam- leik sem Lenni og Geroge í stórvirki John Stein- beck, Mýs og menn, þar sem Lárus var einnig leikstjóri. Lárus kunni að miðla öðrum af næmi sinni og þekkingu. Það var ómetanlegt fyrir Út- varpsleikhúsið að Þorsteinn Ö. Stephensen, sem var ráðinn fyrsti leiklistarstjóri þess, 1947, skyldi fá Lárus með sér til samstarfs, bæði sem leikara og ekki síður sem leikstjóra. Því með lið- sinni hans varð flutningur leikrita í útvarpi unn- inn af metnaði og listfengi. Lárus leiðbeindi öðr- um leikurum hvernig best væri að fága list sína fyrir útvarp. Þess vegna, og ekki síst, eigum við svo marga perluna í runna og ranni útvarpsins. Þeir félagar áttuðu sig á að útvarpsleikrit er sérstök listgrein. Eina listgreinin sem útvarpið hafði skapað og Útvarpsleikhúsið er eina leik- húsið sem hefur lagt sig eftir við að þróa og efla þessa listgrein. Hljóðritunarsafn Í hljóðritunarsafni útvarpsins er að finna ara- grúa af upptökum á list leikara þjóðarinnar í rúmlega 60 ár. Útvarpsleikhúsið hefur þannig skrásett og varðveitt list nær allra okkar leikara í alla þessa áratugi. Frá því áður en eiginlegt at- vinnuleikhús hófst á Íslandi. Þó að Útvarpsleik- húsið hafi formlega verið stofnað 1947 hefur það flutt leiklist frá stofnun útvarpsins eins og áður sagði. Það er ómetanlegt gildi sem Útvarpsleik- húsið hefur haft. Vegna þessa eigum við söng- raddir sólskríkjanna – raddir leikara okkar. Varðveittar. Það er einstakt. Það er mikilvægt. Því leiklist sviðsins og flest afrek leikara okkar eru forgengileg. List leikarans hverfur um leið og tjaldið fellur á síðustu sýningu hvers leik- verks. En í útvarpinu lifir hún áfram. Langoft- ast eini vitnisburðurinn um list leikara sem helgað hefur ævi sinni þessari forgengilegu list. Þó að sjónvarp og kvikmyndir hafi komið til sögunnar hafa þau ekki megnað að skrá sam- tímasöguna um list leikarans, í nándar nærri eins miklum mæli og Útvarpsleikhúsið hefur gert. Það hefur staðið vörð um list leikaranna okkar. Á hverju ári heyrum við yfir hundrað leik- ara flytja list sína í útvarpi, bæði í nýjum upp- setningum Útvarpsleikhússins sem og flutningi verka úr safni þess. Það eru verðmæti sem ekki verða tekin frá hnípinni þjóð í skugga kreppu. Og það má ekki. Það eru söngvar sólskríkjunnar á dimmum vetri. Blikur á lofti Því ber þó ekki að neita að Útvarpsleikhúsið hef- ur átt undir högg að sækja. Það vill stundum gleymast að það er ennþá stærsta leikhús lands- ins, það er leikhús allra landsmanna. „Það er leikhús fátæka mannsins,“ sagði kona nokkur við mig um daginn. Það eiga allir frátekið sæti í Út- varpsleikhúsinu. Stundum vilja menn hagræða og spara og þá liggur oft beinast við að höggva að þessum rótum íslenskrar alþýðumenningar. Því, sem útvarps- efni, er útvarpsleiklist dýrt útvarpsefni, en út- varpsleikrit er samt ódýrasta form leikhússins. Það er hægt að framleiða og frumflytja 12 ný ís- lensk leikrit með frumsaminni tónlist og gæða leik fyrir sömu upphæð og það kostar að fram- leiða einn 40 mínútna þátt í leikinni sjónvarps- þáttaröð. Að skera Útvarpsleikhúsið niður við trog, eins og stundum eru blikur á lofti um, til að auka möguleika á leiknu sjónvarpsefni, gefur nú ekki meira í aðra hönd en það. En fórnin yrði stór. Ein listgrein útilokar ekki aðra. Ein list- grein kemur aldrei í stað annarrar. Ljósmyndin kemur aldrei í stað málverksins. Bloggsíðan kemur aldrei í stað bókarinnar. Kvikmyndin kemur aldrei í stað leikhússins. Sjónvarps- kvikmynd kemur aldrei í stað útvarpsleikritsins. Útvarpsleikhúsið fer yfir landið í einu vet- fangi, það breiðist á ógnarhraða yfir landið – og miðin – og út yfir landsteinana. Fólk sem skilur og talar íslenska tungu í öðrum heimsálfum, skrifar mér bréf og þakkar fyrir að eiga Út- varpsleikhúsið að. Það þakkar því að með auk- inni tækni getur það sest við tölvuna sína og not- ið góðrar útvarpslistar, Útvarpsleikhússins. Og þar hljóma okkar bestu leikarar í vönduðum uppsetningum, bæði nýjum og eldri. Þar hljóma ungu leikararnir okkar. Þar hljóma eldri kyn- slóðir leikara, leikara sem hafa gefið okkur svo margt. Þar hljóma gengnir leikarar, Lárus Páls- son og Þorsteinn Ö. Og svo ótal ótal ótal margir fleiri. Því Útvarpsleikhúsið hefur varðveitt þeirra annars forgengilegu list. Skráð hana í frumriti á spjöld sögunnar. Í djúpunum Í djúpi safnsins í Efstaleiti er að finna, ef vel er gáð, óhemju magn af röddum leikara, sem flytja okkur söngva íslenskunnar, eftir okkar bestu skáld og bestu skáld heimsins. Þetta safn er í dag ryksafn, það er að safna ryki og ekki auðvelt að átta sig þar á fjársjóðunum sem það hefur að geyma. Útvarpið hefur ekki haft bolmagn til að skrá það á þann hátt að aðgengilegt sé sem skyldi. Raddirnar safna ryki í myrkviðum safnsins. Í geymslum útvarpsins er að finna ljósrituð handrit að þúsundum leikrita á íslensku, bæði frumsaminna og þýddra, sem eingöngu eru til í þessu safni útvarpsins. Leikrit sem flutt hafa verið í Útvarpsleikhúsinu. Útvarpið hefur held- ur ekki getað skráð það safn að neinu marki svo það megi verða aðgengilegt fyrir þá sem gætu haft af því gagn og gaman. Þannig, hefur því miður, safnast mikið af dýrgripum sem fengið hafa að safna ryki í tímanna rás. Dýrgripir í myrkum runnum útvarpsins. Söngur sólskríkj- anna heyrist ekki úr slíkum myrkviðum. Við getum tekið heilshugar undir með skáld- inu í ljóðinu: „Ó, ef að þú vissir hvað mikið hún kunni.“ Stundum rofar þó til. Eins og þegar María Jóhanna Lárusdóttir kom og lagði til atlögu við rykfallnar upptökur af list föður síns í safni út- varpsins og heimti þær fram í dagsljósið, svo nú eigum við aðgengi að rödd Lárusar Pálssonar. Þökk sé henni. Því, „Sú rödd var svo fögur, svo hugljúf og hrein …“. Nútíma-Útvarpsleikhús Útvarpsleikhúsið er í stöðugri þróun í sinni list, með auknum tæknimöguleikum er hljóð- vinnslan öll önnur en áður var og útvarpsleikrit eru ekki síður hljóðlistaverk, enda koma tón- skáld og tónsmiðir í æ ríkari mæli að vinnslu út- varpsleikrita. Þetta er lifandi listform. En hvað sem okkur tekst að gera hljóðheiminn betri og betri … þá stendur eftir, sem grunnur alls, list leikarans, röddin hans. „Sú rödd var svo fögur, svo hugljúf og hrein …,“ sagði Þorsteinn í ljóðinu sínu um sól- skríkjuna, sem sat þar á grein og söng úr runn- anum sínum. Röddin Lárus Pálsson og Útvarpsleikhúsið Nýlega kom út ævisaga Lárusar Pálssonar eft- ir Þorvald Kristinsson. Hér er saga hans rakin saman við sögu Útvarpsleikhússins og staða þess rædd í síbreytilegum heimi. Höfundur er forseti Leiklistarsambands Íslands og stjórnandi Útvarpsleikhússins. SKÓLI, NÁM, SAMFÉLAG Hér endurspeglast djúpur skilningur höfundarins á menntamálum og víðtæk reynsla hans bæði af stefnumótandi starfi menntastofnana og á vettvangi skólans. Hann opnar lesendum víða sýn með því að tengja þau sögulegum, félagslegum og menntapólitískum þáttum, jafnt sem þroskasálfræðilegum og uppeldis- og kennslufræðilegum. Wolfgang Edelstein Kilja. 220 bls. AF JARÐARINNAR HÁLFU Ritgerðir af tilefni sextugsafmæli Péturs Gunnarssonar Pétur er einn af virtustu og vinsælustu rithöfundum Íslendinga. Fyrsta skáldsaga hans, „Punktur punktur komma strik“, kom út árið 1976 og vakti verðskuldaða athygli. Þar túlkaði Pétur á nýstárlegan hátt sýn og reynslu nýrrar kynslóðar Íslendinga sem höfðu alist upp á mölinni eftir seinni heimstyrjöldina. Í tilefni af sextugsafmæli hans efndu Hugvísindastofnun og Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands til Pétursþings, ráðstefnu þar sem hópur fræðimanna og rithöfunda leit yfir höfundarverk Péturs, velti einstökum verkum fyrir sér og ræddi inntak og stöðu þeirra í íslenskum samtímabókmenntum. Jón Karl Helgason & Torfi Tulinius ritstj. Kilja. 132 bls. BÓKABYLTING 18. ALDAR Bókin fjallar um þá miklu grósku sem var í fræðastarfi og útgáfu bóka um íslenska menningu og náttúru á tíma upplýsingarstefnunnar. Sagt er frá þeim mönnum og samtökum sem gerðu íslenskar fornbókmenntir aðgengilegar fyrir hinn menntaða heim og rannsóknum á náttúru og lands- högum. Á síðari hluta aldarinnar hljóp mikill vöxtur í rannsóknir á íslenskum handritum og útgáfu þeirra og er sú saga rakin. Ítarlega er sagt frá mesta sagnfræðiriti þessa tímabils, Kirkjusögu Finns biskups Jónssonar. Aðalgeir Kristjánsson Kilja. 160 bls. H Á S K Ó L A Ú T G Á F A N haskolautgafan.hi.is – hu@hi.is – s. 525 4003 ÆTTARTÖLUSAFNRIT SÉR ÞÓRÐAR JÓNSSONAR Í HÍTARDAL I-II Stórmerk frumheimild fyrir íslenskar ættfræðirannsóknir. Ættartölusafnritið er samtíðarheimild um ættir, afkomendur og búsetu fjölda Íslendinga á fyrri hluta 17. aldar. Af því spruttu yngri gerðir auknar efni um nýjar kynslóðir og frá þessum ritum er runnin ómæld þekking í prentuð ættfræðirit á nútíma. Guðrún Ása Grímsdóttir annaðist útgáfuna Kilja. 1012 bls. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 2008 Lesbók 11LEIKHÚS Lárus Pálsson Lárus leiðbeindi öðrum leik- urum hvernig best væri að fága list sína fyrir útvarp.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.