Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.2008, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 2008 Lesbók 15
Á Landnámssýningunni í Aðalstræti 16
mætast elstu minjar um búsetu í Reykjavík
og nýjasta margmiðlunartækni.
Úrval af fallegri gjafavöru í safnbúðinni.
Opið alla daga frá kl. 10-17.
www.minjasafnreykjavikur.is/www.reykjavik871.is
EKVADOR AÐ FORNU OG NÝJU
Suður-amerísk menningarhátíð í Kópavogi.
Sýning á fornum listmunum, Inkagulli, kirkjumunum,
frumbyggjalist og vefnaði frá Ekvador ásamt
mögnuðum málverkum Oswaldo Guyasamin.
7. október-16. nóvember.
Aðgangseyrir 600 kr. Opið 11-17 alla daga nema mánudaga
www.gerdarsafn.is
ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS
LISTASAFN KÓPAVOGS
GERÐARSAFN
LISTASAFN ÍSLANDS
Grunnsýning: Þjóð verður til
Yfir hafið og heim - íslenskir munir frá Svíþjóð
Þjóðin, landið og lýðveldið - Vigfús Sigurgeirsson
Sjónabók úr Suðurgötu
Spennandi safnbúð og kaffihúsið Kaffitár
Opið alla daga nema mánudaga kl. 11–17
www.thjodminjasafn.is
Söfnin í landinu
Sjórinn og sjávarplássið - Verk Sveins Björnssonar
Charlottenborgarárin 1961-1968 - Tækifæri og örlög
15. nóvember 2008 - 4. janúar 2009
Leiðsögn um sýninguna sunnudaginn 23. nóvember kl. 15
með Erlendi Sveinssyni
Opið daglega kl. 11–17, fimmtudaga kl. 11–21. Lokað þriðjudaga.
www.hafnarborg.is
HAFNARBORG
MENNINGAR- OG LISTASTOFNUN HAFNARFJARÐAR
Draugasetrið Stokkseyri
Draugar fortíðar,
hljóðleiðsögn og sýning
Opið allar helgar frá kl. 13–18
Opnum fyrir hópa á öðrum
tímum
www.draugasetrid.is
draugasetrid@draugasetrid.is
sími 483-1600 895-0020
Icelandic Wonders
Safn um álfa, tröll og norðurljós
Opið allar helgar frá kl. 13–20.30
og á föstudögum kl. 18–20.30
www.icelandicwonders.com
info@icelandicwonders.com
sími 483 1600, 895 0020.
Hljóðleiðsögn, margmiðlun og
gönguleiðir
Opið alla daga nema mánudaga
kl. 10–17.
Aðgangseyrir 500 kr.
www.gljufrasteinn.is
gljufrasteinn@gljufrasteinn.is
s. 586 8066
Görðum, 300 Akranes
Sími: 431 5566 / 431 1255
www.museum.is
museum@museum.is
Listasalur: Arngunnur Ýr.
Bátasalur: 100 bátar
Poppminjasalur: Rokk
Bíósalur: Safneign
Opið alla daga frá kl. 11-17.
Ókeypis aðgangur
LISTASAFN ASÍ
Freyjugötu 41
1.-23 nóvember
GYLFI GÍSLASON
Yfirlitssýning
Síðasta sýningarhelgi
Opið 13.00-17.00. Lokað mánudaga.
Aðgangur ókeypis.
www.listasafnasi.is
PICASSO Á ÍSLANDI
Kaffistofa
Barnahorn - Leskró
OPIÐ: fim.-sun. kl. 12-18
AÐGANGUR ÓKEYPIS
www.listasafnarnesinga.is
Hveragerði
ÁST VIÐ FYRSTU SÝN
Ný aðföng úr Würth-safninu 11.10. 2008 - 18.1. 2009
Leiðsögn á sunnudag kl. 14: Halldór Björn Runólfsson safnstjóri
LEIÐSÖGN þriðjudaga og föstudaga kl. 12.10–12.40
Safnbúð Listasafns Íslands - Listaverkabækur og kort, 50-70% afsl.!
Opið kl. 11-17 alla daga, lokað mánudaga
ÓKEYPIS AÐGANGUR
www.listasafn.is
V
ar að ljúka við að lesa Alkasamfélagið
eftir Orra Harðarson tónlistarsnilling
sem datt í það ungur og hefur háð
langa og stranga baráttu við alkóhólófétið.
Orri þessi er mjög vel ritfær, skemmtilega
mikill þverhaus og getur ómögulega ímyndað
sér að guð sé til; hann er sem sé trúleysingi
eins og margir Íslendingar, en það reyndist
Orra afskaplega erfitt því áfengismeðferð-
arbatteríið gekk lengi vel að því vísu að
mannskepnan hefði enga getu og engan vilja
til að bjarga lífi sínu nema gefa sig full-
komlega guði á vald. Erfiður biti fyrir trúleys-
ingjann Orra. Nú má sjálfsagt færa rök að því
að einhverjum sé engin leið fær nema AA-
leiðin, en höfundurinn virðist hafa allt að því
líkamlegt óþol gagnvart trúboðinu. Lýsir
hann því ágætlega í bókinni hvernig skyn-
semishyggjumaður berst við að finna leið til
að fást við sjúkdóminn á öðrum forsendum
en hinum trúarlegu. Að sögn Orra eru þó nýir
tímar að renna upp hvað varðar lækn-
isfræðilega þekkingu á sjúkdómnum, sem
vonandi leiðir til meiri árangurs í lækningum.
Við lestur bókarinnar vakna ótal spurningar
um flókinn vef orsaka og afleiðinga. Alka-
samfélagið er vel skrifuð, upplýsandi bók um
baráttu einstaklings við þjóðarsjúkdóminn.
LESARINN | Ólafur Haukur Símonarson
Alkasamfélagið er
vel skrifuð, upp-
lýsandi bók um
baráttu einstak-
lings við þjóð-
arsjúkdóminn. Höfundur er rithöfundur.
E
in af uppáhaldsplötum mínum og eitt
stærsta verk í samanlagðri poppsög-
unni er að mínu mati Blond On Blond
eftir og með snillingnum Bob Dylan. Ég
hlusta reglulega á diskinn og hef gert allt
frá sjöunda áratuginum en upphaflega
kom þessi plata út 1966. Ég er orðinn svo
gamall að ég keypti hana sem vínilplötu en
endurnýjaði þetta klassíska verk og fékk
mér það á geisladiski aðeins fyrir nokkrum
árum. Þetta var 7.unda platan sem kom frá
Dylan á sínum tíma.
Á diskinum er að finna mörg klassísk
verk Dylans, eins og Rainy Day Woman, I
Wan You , Stick Inside Of Mobile With The
Memphis Blues Again, Just Like a Woman,
4th Time Around og ekki síst Sad Eyed
Lady Of The Lowlands. Að ógleymdu lagi
sem margir aðdáendur Dylans setja ekki í
fyrsta sætið en er eitt af mínum uppáhalds Dylan-lögum: Visions Of Johanna.
Þessi plata Dylans er óvenjuleg að mörgu leyti; hvert lag er klassískt, Dylan
var staddur á ferli sínum mitt á milli kassagítarsins og raftónlistar en farinn
að hallast mjög að rafmagnaðri tónlist eins og Blond On Blond ber með sér.
Þessi umbreyting Dylans vakti mikla reiði og gagnrýni aðdáenda hans sem
margir púuðu hann niður á tónleikum. Blond On Blond hefði hins vegar ekki
verið það sem hún er ef hljóðfærin hefðu ekki verið rafmögnuð. Hinn sterki
Mercury-hljómur, magnað orgelið og sterkur bassinn eiga vel við örugga og
hálfhása rödd snillingsins. Reyndar eru sum lögin næstum því fyrir órafmögn-
uð hljóðfæri, eins og lagið „I Want You“. Önnur, eins og „Leopard Skin- Pill Box
Hat“ verður að leika með rafmögnuðum hljóðfærum. Og það gildir reyndar um
fleiri. Blonde On Blonde endurnýjaði rafferli Dylans sem hófst með Highway 61
Revisited. Textar Dylands á Blond On Blond eru einnig jafn súrrealískir.
HLUSTARINN | Ingólfur Margeirsson
Höfundur er rithöfundur.
Þessi plata Dylans
er óvenjuleg að
mörgu leyti; hvert
lag er klassískt …