Morgunblaðið - 29.06.2008, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 29.06.2008, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 29. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Orra Pál Ormarsson orri@mbl.is Æ tti ég ekki konu nú þegar myndi ég kvænast henni á stundinni,“ sagði Silvio Berlusconi sem frægt var á liðnu ári. Verið var að veita ítölsku sjónvarpsverðlaunin, Skjáköttinn, og konan sem stjórn- málaleiðtoginn umdeildi átti við var flokkssystir hans í Forza Italia og sjónvarpsstjarnan fyrrverandi Mara Carfagna. Spúsa Berlusconis, Vero- nica Lario, brást vond við ummæl- unum og sendi bónda sínum tóninn í blaðagrein í kjölfarið og fór fram á opinbera afsökunarbeiðni. Berlus- coni varð fúslega við því. Carfagna tók málið hins vegar ekki nærri sér og undraðist upphlaup frúarinnar. Að hennar dómi voru um- mælin „tignarleg“ og „meinlaus.“ Rúmu ári síðar, í maí á þessu ári, var annar kafli í sögu þessa merka þríhyrnings ritaður þegar Berlusconi myndaði aftur og nýbúinn rík- isstjórn. Og hver skaut upp kollinum í ráðuneyti jafnréttis – Mara Car- fagna. Sannast þar hið fornkveðna: Getir þú ekki gifst þeim, hafðu þær þá með þér í ríkisstjórn. Engum sög- um fer af viðbrögðum frú Lario við þessu uppátæki bóndans. Fegurðarsamkeppnin gerði hana að konu Berlusconi er löngu orðlagður fyr- ir áhuga sinn á glæsilegum konum og útlitið hefur ugglaust ekki spillt fyrir Carfagna þegar hún var skipuð í hið nýja 22 manna ráðuneyti Berluscon- is, ein fjögurra kvenna. Svo fögur þykir þessi 32 ára gamla kona frá Salerno að fjölmiðlar hafa þegar sæmt hana nafnbótinni „fallegasti ráðherra í heimi“. Bakgrunnur hennar er líka um margt óvenjulegur fyrir ráðherra. Ung nam Carfagna píanóleik og dans en vakti fyrst þjóðarathygli þegar hún spreytti sig í fegurðarsam- keppninni Ítalíu árið 1997. Þar hafn- aði hún í sjötta sæti. Síðar lýsti hún því í sjónvarpsviðtali að keppnin hefði verið góð reynsla. „Þessi keppni þroskaði mig, gerði mig að konu. Allt stressið, viljinn til að vinna. Við þessar aðstæður áttar maður sig á því hver maður er í raun og veru.“ Hvað eru menn svo að hafa horn í síðu fegurðarsamkeppna? Carfagna lagði fyrirsætustörf fyrir sig í framhaldinu og sat fyrir á mynd- um sem fá jafnvel svölustu karlmenn til að svitna milli tánna. Það rauk úr henni. Samt leið henni aldrei vel í þessu hlutverki. „Ég er óttaleg tepra og mér fannst aldrei þægilegt að af- klæðast fyrir framan myndavél- arnar,“ sagði hún einhverju sinni. Tja, hún hefði getað blekkt mig. Vegna þessara óþæginda hafnaði Carfagna m.a. hlutverki í kvikmynd hins gamalreynda leikstjóra Tinto Brass sem frægastur er fyrir verk í erótískari kantinum. Árið 2001 lauk Carfagna lagaprófi með láði frá háskólanum í Salerno. Hún hefur hins vegar ekki starfað á þeim vettvangi en árið 2000 lá leið hennar í sjónvarp, þar sem hún hóf að stjórna þáttum af ýmsu tagi ásamt nafnkunnum sjónvarpsmönnum. Frami hennar þar var skjótur en eig- andi stöðvarinnar er Silvio Berlus- coni. Merkilegt nokk. Carfagna hóf afskipti af stjórn- málum árið 2004 og valdist snemma í forystusveit kvenna í Forza Italia. Tveimur árum síðar var hún kjörin á þing og endurkjörin nú í vor. Það orð fer af henni að hún sé lúsiðinn þing- maður. Þegar Carfagna settist fyrst á þing lýsti Berlusconi því yfir að lög- málið um fyrstu nóttina (primea noctis) væri í hávegum haft innan Forza Italia en það kvað til forna á um rétt lénsherrans til að taka mey- dóm þegna sinna. Hann var að grínast. Upp á kant við samkynheigða Carfagna hefur látið ýmis mál til sín taka, ekki síst glæpi. Þar hefur heimabær hennar Salerno verið í brennidepli en sjálf hefur hún eigi sjaldnar en þrisvar verið fórnarlamb innbrota. Þá hefur sorpvandinn mikli í Campania verið henni hugleikinn. Carfagna er íhaldssöm að upplagi og hefur sjálf kallað sig andfemínista. Það er hennar trú að frelsi velti ekki á sjálfstæði heldur reglum og aga. Hún hefur gamaldags afstöðu til samkynhneigðra og hefur sagt að hjónavígsla eigi aðeins að ná til para með æxlunargetu. Skömmu eftir að Carfagna tók við embætti neitaði hún að styðja hina árlegu gay pride- göngu. Rök hennar eru þau að sam- kynhneigðir búi ekki lengur við mis- munun á Ítalíu. „Þessi ganga er til- gangslaus. Samkynhneigð er ekki lengur vandamál, alltént ekki á þann hátt sem skipuleggjendur þessarar kröfugöngu vilja að við höldum,“ sagði Carfagna við dagblaðið Cor- riere della Sera. „Eini tilgangurinn með gay pride er að berjast fyrir op- inberri viðurkenningu samkyn- hneigðum pörum til handa, líkt og um heilagt hjónaband væri að ræða. Það get ég ekki fallist á.“ Carfagna bætti við að margt hefði áunnist í réttindabaráttu samkyn- hneigðra, enginn líti lengur á þá sem geðsjúklinga og þeim gangi ágætlega að samlagast þjóðfélaginu. Þá kvaðst hún reiðubúin að beita sér fyrir mál- þingum þar sem misrétti og ofbeldi gegn samkynhneigðum verði rætt. Carfagna hefur kallað reiði hinna ýmsu mannréttindahópa yfir sig með afstöðu sinni og baráttusamtök sam- kynhneigðra á Ítalíu, Arcigay, hafa harmað orð hennar í landi þar sem samkynhneigðum sé gert að fela kynhneigð sína á heimilum, vinnu- stöðum og skólum. Ítalía er eitt fárra Evrópuríkja sem hvorki leyfa gift- ingu né staðfesta sambúð samkyn- hneigðra. Lifir í „ævintýralandi“ Formaður Arcigay, Aurelio Man- cuso, segir Carfagna lifa í „ævintýra- landi“. Fjórtán hommar og lesbíur hafi verið myrt á Ítalíu undanfarin tvö ár, fimmtíu til viðbótar hafi orðið fyrir alvarlegum líkamsárásum og þúsundir fyrir aðkasti. Það er ekki ofsögum sagt að Car- fagna hvíli á samkynhneigðum eins og mara um þessar mundir. Manuela Palermi, stjórn- málamaður úr röðum kommúnista, segir afstöðu Carfagna í takt við ann- að hjá hinni nýju hægristjórn. „Inn- flytjendur eru hundeltir,“ segir hún, „tjaldsvæði brennd í Róm, drengur myrtur af nýnasistum í Verona og konum legið á hálsi vegna fóstureyð- inga. Þetta rasíska land verður sífellt talibanískara, ófært um veraldlega hugsun. Þetta er hin nýja ímynd Ítal- íu.“ Mara treður Ítalíu Hin umdeilda og íhaldssama Mara Carfagna, sem situr í ríkisstjórn Berlusconis á Ítalíu, hefur verið kölluð „fallegasti ráðherra í heimi“ en hún starfaði áður sem fyrirsæta og þáttastjórnandi í sjónvarpi Reuters Ráðherrann Carfagna hefur skipt eggjandi kjólum út fyrir íhaldssamar dragtir eftir að hún tók við ráðherradómi. Fyrirsætan Mara Carfagna eins og margir Ítalir þekktu hana áður en hún varð jafnréttisráðherra. Í HNOTSKURN »Maria Rosaria Carfagnafæddist í Salerno 18. des- ember 1975. Foreldrar hennar störfuðu bæði að mennta- málum og hún á einn bróður sem er lýtalæknir. »Hún var alin upp við göm-ul og íhaldssöm gildi, þar sem vinnusemi og metnaður voru helstu dyggðirnar. »Lokaritgerð Carfagna ílaganámi í Salerno fjallaði um upplýsinga- og ljós- vakaréttindi. »Hún er fyrsti kvenkynsráðherrann sem kemur frá Salerno. »Carfagna hlaut ung gælu-nafnið Mara La Bella eða Mara hin fagra. Stjórnmál Stjórnmál | Jafnréttisráðherrann á Ítalíu kallar sig andfemínista og er uppsigað við samkyn- hneigða. Saga | Sumir fræðimenn hafa haldið því fram að John F. Kennedy hafi í raun kallað sig Berlínarbollu, en ekki Berlínarbúa. Afríka | Robert Mugabe forseti Zimbabwe stjórnar með hörku og ógnunum. Maðurinn minn er haldinnmikilli flugþrá. Sú þráer svo römm að hannkom fjölskyldunni fyrir með hliðsjón af nálægð við flugvöll- inn í San Diego. Það má segja að við búum undir fluglínunni og á nokkurra mínútna fresti má heyra þessa ofurfugla öskra sig á áfangastað. Það vill til að þetta truflar mig ekki neitt. Ég kann ágætlega við mig í miklum umhverfishljóðum. Kyrrð- arstundir eru ekki fyrir mig. Það er helst að þetta angri mig þegar ég tel mig vera að segja manninum mínum eitthvað skemmtilegt og hljóðin sem berast af himnum ofan taka frá mér athygli hans. Þá verður hann skyndilega fjar- rænn á svip og ég sé að hann skotrar augum til himins, jafnvel þó hann sé innandyra og geti af þeim sökum ekki séð neitt nema hvítmálað loftið. Hann á það jafnvel til að gefa mér til kynna með látbragði að ég skuli þegja og svo lygnir hann aftur aug- unum í andakt eins og ég ímynda mér að borgarstjórinn í Reykjavík hafi gert þegar hann hreifst svo mjög af færeyskri söngdúfu á dög- unum. Þegar maðurinn minn kemur til sjálfs sín, sem er yfirleitt snögg- lega, á hann til að mæla af vörum fram furðuleg erlend heiti ýmissa flugvélagerða: „Sirrus“, „Sjessna“, „Golfstrím“, „Bóíng“. Ég man nú bara ekki fleiri í bili. Að þessu búnu horfir maðurinn á mig eins og ég eigi að leggja eitthvað til málanna. Þá er mér nokkur vandi á höndum því hvað skal segja eftir svo innspí- rerandi innlegg í samræður? Það var og? Mikið var? Nei, í alvöru talað, á slíkum augnablikum fyllist ég talteppu og langar helst ekki að segja neitt frek- ar þann daginn. Þessa tækni sem maðurinn beitir má því kalla „Haltu kjafti aðferðina“ og er áhugasömum bent á að óska eftir því að hann haldi námskeið í greininni. Í öðru eins heldur fólk námskeið á Íslandi. Ég get nú samt ekki annað en unnt honum þess að hafa þetta áhugamál, hann skartar jú einka- flugmannsprófi og því gaf ég honum þyrluflugtíma í afmælisgjöf í fyrra. Það er nú kannski óþarfi að taka það fram en hann var skýjum ofar löngu eftir að náminu lauk. Flugkappinn minn fær reglulega sendan póst frá fyrirtæki á Íslandi sem heitir Þyrluþjónustan og áfram- sendir hann jafnan á mig því hann hefur þráast við að skilja að þetta er ekki okkar sameiginlega áhugamál. En síðasta bréf var svo skemmti- legt að ég verð að leyfa ykkur að njóta þess með mér og birti ég hér með stuttan útdrátt og eru let- urbreytingar mínar. „Eigendur sumarbústaðar í Skorradalnum fengu þyrluna Bell 206 til þess að koma 400 kg nudd- potti fyrir í sumarbústaðnum. Ekki hefði verið hægt að koma pottinum með kranabíl nema að höggva niður tré við göngustíginn og skemma landið mikið, sem kom ekki til greina. Að sögn eigandans „besta lausnin að leigja þyrlu frá Þyrlu- þjónustunni, þeir voru frábærir og mæli með þessu fyrir alla sem eru í svipuðum verkefnum.“ Ég er ekki frá því að fyrirtækið hafi aðeins lagað til orðalag viðmæl- andans til að kreista fram góða aug- lýsingu en látum það vera. Svip- uðum verkefnum? Þarna varð ég alveg hugfangin. Hvað gæti verið svipuð verkefni? Mér datt nú ekkert í hug en vissu- lega hefði verið gott á meðgöngunni að fara á milli staða hangandi neðan í þyrlu fyrir nú utan hvað það hefði létt undir með eiginmanninum. Umræddur hefur jafnan á orði þegar einkaþoturnar fljúga yfir hausamótunum á okkur að það væri nú munur ef við ættum eina slíka og gætum brugðið okkur af bæ með Við sem fljúgum Tíðarandi Eftir Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttur Morgunblaðið/Árni Sæberg VIKUSPEGILL»
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.