Morgunblaðið - 29.06.2008, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 29.06.2008, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. JÚNÍ 2008 29 12 1 2 4 5 8 9 10 11 13 3 67 1 13 2 13 HÓTEL ALLAN HRINGINN 1 ML Laugarvatn • 2 ÍKÍ Laugarvatn • 3 Skógar • 4 Vík í Mýrdal 5 Nesjaskóli • 6 Neskaupstaður • 7 Egilsstaðir • 8 Eiðar • 9 Stórutjarnir 10 Akureyri • 11 Laugarbakki • 12 Ísafjörður • 13 Laugar í Sælingsdal Pantaðu allan hringinn á hoteledda.is eða í síma 444 4000 ÚTSALAN ER HAFIN Kringlunni • Simi 568 1822 www.polarnopyret.is Laugavegi 53 • Sími 552 3737 Opið virka daga 10-18 • Laugardaga 10-16 Útsalan hefst á morgun Viltu selja eða kaupa fyrirtæki? Firma Consulting, Þingaseli 10, 109 Reykjavík, GSM: (+354) 820 8800 og (+354) 896 6665, Fax: (354) 557 7766, Veffang: firmaconsulting.is Magnús Hreggviðsson viðskiptafræðingur og lög- giltur fyrirtækja-, fasteigna- og skipasali. Magnús er með áratuga reynslu af endurskoðunarstörfum, sem rekstrarráðgjafi, fyrirtækja- og fasteignasali, útgef- andi, fasteignarekandi, „land-developer“ í Smára- hvammi og starfandi stjórnarformaður í nokkrum fyrirtækjum. Er aðalráðgjafi hjá Firma Consulting. (magnus@firmaconsulting.is) Firma Consulting (www.firmaconsulting.is) er ráðgjafafyrirtæki sem sérhæfir sig í ráðgjöf við kaup og sölu millistórra og stórra fyrirtækja. Ég ætlaði alltaf að verða blaðamaður og sjón-varpskona og fór til Bandaríkjanna, fyrirrúmum tveimur áratugum til að læra fjöl-miðlafræði,“ segir Ragna. „Eftir að hafa starfað aðeins í auglýsingabransanum og þá aðallega í markaðssetningu kviknaði hjá mér löngun til að stofna mitt eigið fyrirtæki. Það var svo eiginlega tilviljun sem réði því að silkið varð sú vara sem ég versla með. Ég var í fríi á Tælandi og var þar á höttunum eftir silki sem ég hugðist nota á heimili okkar hér í London, til að yf- irdekkja sófa og fleira spennandi. Ég fann fyrirtæki þarna úti sem seldi ekki einungis efnin heldur framleiddi þau sjálf. Þetta var lítið og huggulegt fjölskyldufyrirtæki og eigandinn var við þegar ég kom þangað. Ég endaði með að eyða öllum deginum í búðinni og kom út með full- mótaða viðskiptahugmynd í kollinum. Mig langaði að stofna sams konar fyrirtæki.“ Úr varð Chase Erwin. Fyrirtækið sérhæfir sig í sér- hönnuðu silki sem er mest keypt til að yfirdekkja hús- gögn, púða eða gardínur. Fyrirtækið rekur eina verslun í hönnunarmiðstöðinni Chelsea Harbour í London þar sem er að finna ýmsar verslanir sem nýtast innan- húshönnuðum vel við vinnu sína. Auk þess hefur fyr- irtækið yfir að ráða vörulager og skrifstofuhúsnæði í næsta nágrenni verslunarinnar. Bókasafn með tvær bækur Ragna hóf fyrir tveimur áratugum samstarf við fyr- irtækið litla sem hún rambaði á í Tælandi og sáu þeir um framleiðslu á öllum efnum fyrir Chase Erwin til að byrja með. „Þetta byrjaði auðvitað mjög smátt í sniðum og var tæpast um mikla fjárfestingu að ræða í upphafi,“ segir Ragna. „Við fluttum til London og ég útbjó möppu með nokkrum sýnishornum af efnunum okkar. Möppurnar fór ég svo með til innanhúshönnuða og kynnti fyrir þeim hvað við værum að gera.“ Ragna segir það ágætt dæmi um hvað fyrirtækinu hef- ur vaxið fiskur um hrygg að í upphafi voru sýn- ishornamöppurnar tvær en síðustu sýnishorn frá þeim endi trúlega með að koma út í yfir tvö þúsund eintökum. „Hönnuðir sem höfðu áhuga á efnunum okkar gátu ein- ungis fengið möppurnar lánaðar fyrst um sinn,“ segir Ragna og líkir starfseminni við bókasafn. Títtnefndar möppur nota innanhúshönnuðir um heim allan til að sýna viðskiptavinum sínum hvað í boði er og geta viðskiptavinirnir verið jafnt einstaklingar og fyr- irtæki. Ragna veit því sjaldnast hvar efnin hennar enda og segist hafa lent í því að sjá silkið sitt óvænt í notkun. „Einu sinni var ég á snekkjusýningu í Mónakó og þar rakst ég mjög óvænt á efnin okkar í einni af glæsisnekkj- unum sem þar voru til sýnis. Svo hef ég einnig rekist á efnin á hóteli í Las Vegas,“ segir hún. Innblástur í íslenskri náttúru „Það er mjög skrýtið að hugsa til baka og rifja upp hvað þetta var í raun frumstætt hjá okkur í upphafi. Ég hef oft reynt að rifja upp hvernig mér datt þetta einfald- lega í hug á sínum tíma. En fólk tók mér alveg ótrúlega vel frá upphafi,“ segir Ragna, en Chase Erwin er eitt af yngstu fyrirtækjunum í sínum geira hér í Bretlandi. „Öll þessi fyrirtæki sem eru hér í Chelsea Harbour voru til þegar við byrjuðum og mörg þeirra hafa verið til í hartnær hundrað ár.“ Ungur aldur hefur þó ekki háð fyrirtækinu og Ragna fullyrðir að Chase Erwin sé eitt af 10 til 15 þekktustu fyrirtækjunum í þessum gera á heimsmælikvarða, „og meðal þeirra fyrirtækja sem versla eingöngu með silki erum við meðal þriggja þekkt- ustu fyrirtækjanna, bæði hvað varðar sölu, dreifingu og stöðu á markaðnum,“ segir hún. „Þetta hefur bara gengið ótrúlega vel og sérstaklega miðað við að ég hef aldrei lært neitt í þessum fræðum,“ segir Ragna. Hún lætur það þó ekki aftra sér og hannar sjálf öll efn- in. „Ég hanna þau í huganum og lýsi þeim svo fyrir fram- leiðendunum sem í kjölfarið senda mér sýnishorn af því sem þeir hafa búið til. Einstöku sinnum rissa ég upp ein- hverjar hugmyndir og sendi þeim,“ segir Ragna. „Ég sæki mikinn innblástur í íslenska náttúru, nátt- úrulega liti ekki of bjarta eða skæra og samblöndu af áferðum. Ég hef mikið verið að vinna með sjóinn og öld- urnar undanfarið. Hugmyndirnar koma að heiman.“ Litla fjölskyldufyrirtækið í Tælandi hefur nú lagt upp laupana en Ragna og félagar fá efni sín send bæði frá Tælandi, Ítalíu og Indlandi. „Þetta eru allt rótgróin fyrirtæki sem við verslum við og það gefur okkur tækifæri á að halda okkar sérkenn- um í útliti efnanna auk þess hve gott og rótgróið sam- band á milli framleiðenda og dreifingaraðila skiptir geysilega miklu máli. Ég passa bara að efnin samræmist okkar stíl,“ segir Ragna en stílnum myndi hún sjálf lýsa sem „nútímalegum en um leið klassískum. Þetta eru allt rólegir litir og munstur. Það lifir lengst. Málið er bara að halda sig við sérhæfinguna og þróa það sem vel gengur og það sem við gerum vel, að byggja á grunninum í stað- inn fyrir að vera sífellt að finna upp á einhverju nýju.“ Fiskiroð á húsgögn Undantekningin á þessu er þó ný lína sem er í bígerð hjá Rögnu og félögum, en þar er undirstaðan íslenskt fiskiroð unnið á Sauðárkróki. „Ég á sjálf veski úr fiskiroði sem ég keypti í Kirsu- berjatrénu og mig hefur lengi langað að gera eitthvað úr roði, reyndar hef ég leitað lengi eftir möguleikum að vinna með íslensk efni.“ Ragna rekur auk Chase Erwin fyrirtækið Vef ásamt föður sínum á Íslandi og hyggst hún eyða meiri tíma hér á landi á næstu misserum. Vefur er meðal annars með úrval af efnum og öðrum tengdum vörum til heim- ilisnotkunar og fyrir fyrirtæki. „Ég hlakka til að eyða meiri tíma heima á næstunni. Mig langar að vinna meira heima, og hjálpa pabba við Vef, það er svo gefandi að hafa beint persónulegt sam- band við viðskiptavinina,“ segir Ragna að lokum. Hugmyndirnar koma að heiman Þegar Ragna Erwin hélt út í heim grunaði hana ekki að hún ætti eftir að stjórna einu stærsta fyrirtæki sinnar tegundar í heiminum. Sú varð þó raunin og í dag hefur Ragna lifibrauð af því að hanna og selja silki. Birta Björnsdóttir fékk að heyra sögu Rögnu. Hönnun Ragna Erwin sækir innblástur til Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.