Morgunblaðið - 29.06.2008, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 29.06.2008, Blaðsíða 36
36 SUNNUDAGUR 29. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN RÍKISSTJÓRN Samfylkingar og Sjálf- stæðisflokks fagnaði nýverið eins árs af- mæli sínu. Á því ári hefur stuðningur þjóð- arinnar við ríkisstjórn- ina farið úr tæpum 80% niður í rúm 50%. Það er ekki að ósekju sem stuðningur al- mennings hefur hríð- fallið svo sem raun ber vitni. Mikil yfirlýs- ingagleði ráðherranna um aðgerðir og síðar nær engar efndir er ekki líklegt til árang- urs. Reyndar höfum við framsóknarmenn varað ítrekað við því að stjórnvöld gæfu slíkar falsvonir og væntingar en lítið hefur verið hlustað á þau varn- aðarorð enda menn uppteknir við að básúna eigið ágæti og meint samráð innan ríkisstjórn- arinnar. Við framsóknarmenn höfum lagt til svo mánuðum skiptir að gjaldeyr- isvarasjóður Seðlabankans verði efldur. Það er nauðsynlegt fyrir ís- lenskt efnahagslíf að það verði gert, ekki síst til að standast áhlaup erlendra spá- kaupmanna. Forsætis- ráðherra segir „að það muni koma í ljós þegar það kemur í ljós“ hve- nær slíkra aðgerða er að vænta. Á meðan engist íslenskt atvinnu- líf og þar sverfir ískyggilega að. Aðgerða er þörf Fólkið og fyrirtækin í landinu búa við hæstu stýrivexti í heimi en allir vita að ógjörn- ingur er að standa undir 15-20% vöxtum til lengdar. Því þarf að breyta peningamála- stjórnuninni. Ef það verður ekki gert eru afleiðingarnar fyrir- sjáanlegar. Stóraukið atvinnuleysi með al- varlegum afleiðingum fyrir íslenskt þjóðarbú og almenning. Við þurfum því á að halda ríkisstjórn sem framkvæmir í stað þess að stunda samræðustjórnmálin ótt og títt. Slagorð okkar framsókn- armanna fyrir síðustu kosningar var „Árangur áfram – ekkert stopp.“ Stefna okkar byggist á því að fram- kvæma hlutina en ekki að setja at- vinnulífið í handbremsu líkt og Vinstri græn og Samfylking boðuðu í aðdraganda síðustu kosninga með því sem kallað var stóriðjustopp. Ef standa á undir öflugu velferðarkerfi sem og að bæta hag almennings þarf aukna verðmætasköpun með auknum útflutningi. Það verður meðal annars gert með skynsam- legri nýtingu náttúruauðlinda okk- ar. Nýja þjóðarsátt Því er mikilvægt og þó fyrr hefði verið, að stjórnvöld kalli til aðila vinnumarkaðarins, sveitarfélög og bændur til að móta aðgerðir sem geta leitt til nýrrar þjóðarsáttar og stöðugleika. Fórnir voru vissulega færðar í tíð síðustu þjóðarsátta- samninga en ávinningurinn var aug- ljós. Við framsóknarmenn höfum hamrað á þessu gagnvart ríkis- stjórninni frá síðastliðnu sumri en því miður hefur einungis verið hald- inn einn fundur með hagsmuna- aðilum á boðuðum samráðsvettvangi ríkisstjórnarinnar. Þá voru ekki einu sinni allir þeir sem hér að ofan voru nefndir kallaðir til. Það er ekki með neinum hálfkær- ingi sem þessi orð eru sett á blað. Við höfum heyrt mjög svartar lýs- ingar frá aðilum í atvinnulífinu og ég spái því að verði ekkert að gert þá muni atvinnuleysi og enn dýpri kreppa blasa við okkur undir árslok. Einhverjir munu kalla skrif sem þessi dómsdagsspá en að mínu viti er hér um blákaldan veruleika að ræða. Þetta er því sett hér fram í þeim tilgangi að hvetja ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks til góðra verka. En ef marka má það rúma ár sem liðið er frá síðustu kosningum er þó ekki mikils að vænta. Því miður. Árangur áfram – Ekkert stopp Birkir Jón Jónsson fjallar um efna- hagslífið og stöðu þjóðmálanna almennt » „Ef standa á undir öflugu velferðarkerfi sem og að bæta hag almennings þarf aukna verðmæta- sköpun með aukinni fram- leiðslu og út- flutningi. Birkir Jón Jónsson Höfundur er þingmaður Framsókn- arflokksins Fréttir á SMS Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is HOLTSBÚÐ - GBÆ. EINBÝLI Hraunhamar fasteignasala hefur fengið í einkasölu mjög gott einbýli á einni hæð 193,2 fermetrar þar af er bílskúr 53,3 fermetrar. Húsið stendur á frá- bærum útsýnisstað við grænt svæð við Holtsbúð í Garðabæ. Eignin skiptist í forstofu, forstofuherbergi, gang, sjónvarpshol, stofu, borðstofu, eldhús, þvottahús, tvö herbergi, hjónaherbergi, baðherbergi og bílskúr með geymslu inn af. Glæsilegur gaður með afgirtum sólpalli. Frábært útsýni. Upplýsingar veitir Þorbjörn Helgi sölumaður gsm 8960058. URÐARÁS - GBÆ. EINBÝLI Hraunhamar fasteignasala kynnir mjög fallegt samtals 221 fm ( þar af er bílksúr 48,5 fm) einbýlishús á einni hæð ásamt bílskúr vel staðsett í Ása- hverfi í Garðabæ. Húsið er mjög vel skipulag og stendur á frábærum útsýnis- stað. Húsið skiptist í forstofu, hol, stofu,borðstofu og sólstofu, þrjú svefnher- bergi, baðherbergi, eldhús, þvottahús og bílskúr með geymslulofti. Frábært útsýni yfir Álftanesið, Bessataði, Snæfellsjökul og flóann. Glæsilegar innrétt- ingar og gólfefni. Sólpallar, heitur, malbikað plan.Laust við kaupsamning. Skipti möguleg á minni eign. Upplýsingar veitir Þorbjörn Helgi sölumaður gsm. 8960058. HRAUNHÓLAR - GBÆ RAÐHÚS Hraunhamar fasteignasala hefur fengið í einkasölu glæsileg 300-312 fm rað- hús á 2 hæðum m/innb. bílskúr á frábærum stað við Hraunhóla 20-26 í Gbæ. Húsin eru smekklega hönnuð af Vektor arkitektastofu og standa á einstökum stað við hraunjaðarinn og Skrúðgarð Garðbæinga. Húsin eru í byggingu og skiptast eftir teikningu í forstofu, hol, gestasnyrtingu, stofu, borðstofu, eld- hús, lesherbergi, bílskúr og geymslu. Á efri hæð eru þrjú stór herbergi, bað- herbergi, hjónaherbergi með baðherbergi og fataherbergi inn af, sjónvarps- hol og þvottahús. Húsin afhendast fullbúin að utan og lóð frágengin en að innan fokheld eða lengra komin samkvæmt nánara samkomulagi milli kaup- anda og seljanda. Allar nánari upplýsingar veitir Þorbjörn Helgi sölumaður. gsm.896 0058. Borgartún 26 - TIL LEIGU Til leigu nýtt ca. 350 fm atvinnupláss á 3. hæð í lyftuhúsi í einu helsta við- skiptahverfi borgarinnar. Til greina kemur að leigja plássið tilbúið til inn- réttinga eða fullinnréttað. Næg býl- astæði eru við húsið, auk þess sem hægt er að leigja bílastæði í lokaðri bílageymslu. Fáðu frekari upplýsingar og hafðu samband við Hilmar Þór Hafsteins- son hjá Eignamiðlun ehf. í síma 588-9090 eða með tölvupósti á hilmar@eignamidlun.is TIL SÖLU ÁHUGAVERÐ EIGN Í HVALFIRÐI Um er að ræða eign sem býður upp á mikla mögu- leika, m.a. hafnaraðstaða, mjög falleg fjara. Tölu- verður húsakostur sem er um 400 fm sem gefur ýmsa möguleika. Auðvelt er að gera skemmtilega aðstöðu til veiða, sleppi- tjörn auk annarra mögu- leika til útivistar. Þarna var áður rekin fiskeldisstöð. 180184 Nánari uppl. á skrifst. FM sími 550 3000. Glæsileg 114 fm íbúð fullbúin húsgögnum og öllum búnaði er til leigu í háhýsi í Skuggahverfi. Hentar eingöngu fyrir einstakling eða barnlaus hjón. Fyrirspurnir óskast sendar á netfang: mk@internet.is Til leigu í Skuggahverfi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.