Morgunblaðið - 29.06.2008, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 29.06.2008, Blaðsíða 34
34 SUNNUDAGUR 29. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Skúlagata 17 • 101 Reykjavík • Sími 566 8800 • www.vidskiptahusid.is • Jón Sigfús Sigurjónsson Hdl & Löggiltur FFS M bl 10 11 61 2 Til leigu að Skúlagötu 17 Glæsilegt skrifstofuhúsnæði á jarðhæð í miðbænum, með frábæru útsýni. Húsnæðið er alls 12 herbergi, 1-3 manna og 1-2 fundarherbergi, glæsileg móttaka og kaffistofa. Í kjallara er líkamsræktaraðstaða með heitum potti og sauna. Vandaðar innréttingar og vandað gólefni. Upplýsingar veitir Jóhann Ólafsson í 863-6323 Gröf 1 í Víðidal Draumaaðstaða fyrir hestamenn með stáslgrindaskemmu, miklu beitarlandi og upprekstrarrétti í afrétt Til sölu er kostajörðin Gröf 1 í Víðidal, í Húnaþingi vestra. Jörðin er talin um 468 ha. Þar af eru tún um 25 ha og möguleiki á mun meiri ræktun. Landið nær norður undir Hópið, sem er eitt stærsta stöðuvatn landsins, og að Ásmund- arnúpi nyrst í Víðidalsfjalli. Aðild er að Veiðifélagi Víðidalsár. Upprekstrarréttur er á Víði- dalstunguheiði. Jörð sem gefur mikla möguleika og liggur við Þjóðveg 1 mitt milli Reykja- víkur og Akureyrar. Á jörðinni er gott íbúðarhús 158 fm og stálgrindaskemma er 427 fm. Íbúðarhúsið hefur verið endurnýjað verulega á síðustu mánuðum. Nánari upplýsingar gefur Magnús Ólafsson í síma 440 6028 og 664 6028 Stefán Ólafsson Löggiltur fasteignasali stefano@domus.is Magnús Ólafsson viðskiptastjóri magnuso@domus.is Skrifstofur okkar í Reykjavík og Hafnarfirði eru opnar alla virka daga frá kl. 9-17 Runólfur Gunnlaugsson viðskiptafr., lögg. fast.- og skipasali Kristín Pétursdóttir, lögg. fasteignasali, Ásmundur Skeggjason, lögg. fasteignasali Sími: 533 6050 www.hofdi.is Stærð lóða frá 5.000–11.000 fm. Frábær staðsetning, aðeins 55 mín. akstur frá Rvk. Lagt er að hverri lóð fyrir vatni, síma og rafmagni. Allt landið er gróið og hentar einstaklega vel til trjáræktar. Mikið um fallegar lautir og mosavaxið hraun. Það getur verið einstaklega skemmtilegt ævintýri fyrir börn á öllum aldri að ganga um svæðið og sjá hvaða kynjamyndir náttúran býr til! Stórar eignarlóðir fyrir frístundabyggð í landi Kílhrauns í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Sölumenn veita nánari upplýsingar í síma 824 3040 og 893 4609. Sölusýning sunnud. kl. 13-17Komdu og veldu þér þinn eigin sælureit Frábær fjallasýn • Góð greiðslukjör Verð frá 1,8 millj. – 3,3 millj. króna. Á besta verði sem í boði er á frístundalóðum. Við erum ódýrastir og erum stoltir af því. Í EINN og hálfan áratug hafa stjórnvöld farið í einu og öllu eftir ráðgjöf Hafrann- sóknastofnunar um há- marksafla í þorski. Landssamband smá- bátaeigenda hefur lýst andstöðu sinni við þá blindu stefnu stjórnvalda sem fylgt hefur verið og bent á að hún sé þvert á það sem starfsvettvangur trillukarla gefur til kynna. Þeir leggja áratuga reynslu og skýrslur þessu til sönnunar, en í engu er tekið tillit til þeirra. Gögn sem sýna metþorskafla á sóknarein- ingu, gott ástand á fisknum og enga vá fyrir dyrum. Minni afli en litlu færri fiskar Steininn tók úr er sjávarútvegs- ráðherra, fyrir réttu ári, ákvað að skerða veiðiheimildir í þorski um þriðjung – 63 þús. tonn. Með ákvörð- uninni neyddust útgerðir til að breyta veiðimynstri skipa sinna og hætta beinum þorskveiðum. Veiddu aðallega á þeim blettum sem hefð er fyrir að lítið sé af þorski en von um góða ýsuveiði. Ákvörðun ráðherra leiddi því auk minnkunar á aflaverð- mæti til óhagkvæmari útgerðar. Auk þess varð hún til þess að meira veiddist af smærri þorski og því fleiri þorskar í tonninu en var fyrir skerðinguna. „Það liggur nærri að við séum að taka jafnmarga þorska nú og í fyrrahaust, þó við höfum minnkað aflann úr 1.000 tonnum í 600,“ sagði Gunnar Tómasson hjá Þorbirninum í Grindavík í Morg- unblaðinu 17.10.2007. Óskeikul vísindi – reynslan einskis metin Ég bið lesendur að velta fyrir sér þessari aðferðafræði og afleiðing- unum sem hér var lýst. Samtímis er gott að hafa í huga að um er að ræða unga fræðigrein og vísindamenn- irnir sjálfir kvarta sáran yfir að skortur sé á rannsóknum, stofnunin í fjársvelti og svo fram eftir göt- unum. Við þessar aðstæður kvitta stjórnvöld undir að niðurstöður Haf- rannsóknastofnunar séu óskeikular og engin ástæða sé til að taka mark á þeim aðilum sem starfa á vettvanginum allan ársins hring. Hér er um grafalvarlega stefnu að ræða og er mér til efs um að for- dæmi séu fyrir því að reynsla og þekking séu að engu höfð þegar tekin er jafnmikilvæg ákvörðun og fyrir réttu ári. Hafró gefur litlar vonir Í skýrslu Hafrannsóknastofnunar sem út kom í byrjun þessa mánaðar eru áframhaldandi spár um hrun þorskstofnsins ef sjávarútvegs- ráðherra vogar sér að víkja frá ráð- gjöf fiskifræðinganna. Vonarglæta er gefin ef hann fer að ráðum þeirra, en best væri að skera enn meir nið- ur. Enginn sem umgengst og er í daglegri snertingu við lífríki sjávar lætur það hvarfla að sér að bilið milli veiðiheimilda í þorski og ýsu sé að- eins 30%. Að það sé aðeins 30% meira af þorski en ýsu á miðunum trúir enginn sem þar starfar. Þannig stökkbreytingar hafa ekki orðið í hafinu. Stjórnvöld hlusti á reynsluboltana Talsmönnum Hafrannsóknastofn- unar hefur tekist vel upp í að gera sjómenn, útgerðarmenn og stjórn- völd að blórabögglum þess eymd- arástands á þorskstofninum sem stofnunin telur þjóðinni trú um að sé. Á undanförnum árum hefur verið klifað á því að veiði umfram tillögur Hafró hafi verið 1,5-1,8 milljónir tonna. Það rennur því ljúflega ofan í almenning að þorskstofninn sé ein rjúkandi rúst og það sé allt fyrr- nefndum að kenna. Vísindamennirnir leggja gríð- arlega áherslu á að ekki hafi verið farið eftir ráðgjöf Hafró um há- marksafla í þorski, aflareglan hefði átt að vera lægri, vanmat nær óhugsandi og því sé staðan eymdin ein. Hér með er skorað á sjáv- arútvegsráðherra og stjórnvöld að leggja við hlustir þegar rödd reynsl- unnar heyrist og taka tillit til sjón- armiða trillukarla og annarra hags- munaaðila í sjávarútvegi þegar ákvörðun verður tekin um heildar- afla í þorski fyrir næsta fiskveiðiár. Þorskstofninn er ekki í hættu Örn Pálsson skorar á ráðherra að hlusta á sjómenn við ákvörðun heildar- afla á næsta fisk- veiðiári. » Þeir leggja áratug- areynslu og skýrslur þessu til sönnunar, en í engu er tekið tillit til þeirra. Gögn sem sýna metþorskafla á sókn- areiningu Örn Pálsson Höfundur er framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda. EIN og ein skynsem- isrödd er að koma inn í umræðuna um birnina tvo sem gengu á land á Skaga fyrir norðan. Fjölmiðlar kyntu frek- lega undir móðursýk- inni sem greip um sig og voru hlutdrægir eins og sjá mátti á því hverjir voru fyrstu álitsgjafar sjónvarpsstöðvanna, sá eini sanni Árni Finns- son, sem á fáa sína líka sem betur fer, og kjökrandi kellingar úr Vinstri grænum. Um- hverfisráðherra virðist algjörlega á valdi öfgafullra umhverfissamtaka og eftir gönuhlaup sitt norður, til að heilsa upp á seinni björninn, skipaði ráðherrann nefnd sem setja á reglur um hvernig móttökur hugsanlegir hvítabirnir skulu fá ef þeir skyldu taka land fyrir norðan. En það er rétt að undirstrika það að hvítabirnir eru hvorki alfriðaðir eða í útrýmingarhættu. Um 1960 var hvítabjarnarstofninn talinn um 5.000 dýr sem sannarlega var hættulega lít- ill stofn. Síðan hafa veiðar verið tak- markaðar en engan veginn bannaðar með öllu og nú eru líklega felld nokk- ur hundruð dýr á ári hverju af Græn- lendingum og Kanadamönnum. Hins vegar hefur fjöldi hvítabjarna stór- aukist frá árinu 1960 og við talningu Kanadamanna nýlega var því slegið föstu að hvítabirnir væru um 25.000 talsins, stofninn hefur fimmfaldast á tæpum 50 árum. Hvers vegna þvælast hvítabirnir til Íslands núna? Það er áleitin spurning sem fróð- legt væri að fá svar við. Þessir birnir sem komu hingað til lands voru rýrir í roðinu og við krufningu kom í ljós að þeir höfðu ekki verið í sínu besta æti nokkuð lengi. Eftir allt fárið út af því að tveir hvítabirnir voru felldir á Skaga er rétt að minna á að þegar haustar fara vopnaðir menn um heiðar austanlands og munu líklega fella um eða yfir 1300 hreindýr. Á ekki skrifstofuliðið í 101 að rjúka upp í flugvél, fljúga austur og reyna að koma í veg fyrir þessi fjöldadráp? Nei, líklega verður lítið um slíkt framtak. Það er sem betur fer viðurkennt af flestum að þessar veiða eru nauðsyn, ef hrein- dýrastofninn væri látinn fjölga sér óáreittur mundi hann að lokum falla vegna offjölgunar. Hvítabirnirnir tveir sem komu á Skaga voru rýrir og komnir út fyrir sín venjulegu heimkynni. Sú spurning vaknar hvort hvítabjarnarstofninn sé orðinn of stór, þyrfti jafnvel að halda honum niðri í ákveðinni stærð? Nú fara að koma tillögur frá nefnd umhverfisráðherra hvernig taka skuli á móti hvítabjörnum hérlendis í fram- tíðinni. Ekki er vafi á að þær tillögur verða vafðar inn í væmni og öfgafull náttúruverndarsjónarmið sem eiga engan rétt á sér. Viðbrögð við landgöngu hvíta- bjarna eiga að vera mjög einfaldar. Þá á að fella eins fljótt og mögulegt er. Þá er öruggast að láta Norðlend- inga stjórna öllum aðgerðum og er lögreglunni á Sauðárkróki full- komlega treystandi til taka að sér yf- irstjórnina, ráðherrar og aðrir „að sunnan„ sitji kyrrir í sínum hæg- indum. Hvítabirnir eru stór, sterk og grimm rándýr. Það virðist ekki hafa haldið vöku fyrir umhverfisráðherra eða hans fólki að unga bóndadóttirin á Hrauni á Skaga var líklega komin í aðeins 100 metra fjarlægð við hvíta- björn. Ef það dýr hefði ekki verið sært og þrotið að kröftum veit enginn hvaða harmleikur hefði þar orðið. Þess vegna á að taka á móti hvíta- björnum sem hingað þvælast með byssukúlu en ekki svæfingarsprautu. Hvítabirnir eru hvorki alfriðaðir eða í útrýmingarhættu Sigurður Grétar Guðmundsson skrif- ar um hvítabjarn- armálin á Skaga Sigurður Grétar Guðmundsson » Flækings- birni á að fella eins fljótt og hægt er. Höfundur er pípulagningameistari, búsettur í Þorlákshöfn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.