Morgunblaðið - 30.06.2008, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.06.2008, Blaðsíða 12
ari við ýmsa háskóla, meðal annars í Kína og Suður- Afríku. Hann gegnir nú rannsóknarstöðu í tengslum við CeLS-rannsóknardeild- ina (Center for Logistics and Supply Chaine Man- agement) við háskólann í Jönköping. BS- og M.Sc.-gráður í við- skiptafræði hlaut Helgi 1994 og 1995 frá Mid Sweden University í Östersund í Svíþjóð. Helgi Valur er búsettur í Jönköping ásamt fjölskyldu sinni. Eiginkona hans er Steinunn Ingólfsdóttir öldr- unarráðgjafi og eiga þau eina dóttur.  Helgi Valur Friðriksson varði doktors- ritgerð sína í viðskiptafræði við háskólann í Jönköping 23. maí síðastliðinn. Doktors- ritgerðin ber heitið „Learning processes in an inter-organizational context. A study of krAft project“. Andmælandi við doktorsvörnina var prófess- or Runólfur Smári Steinþórsson frá Háskóla Íslands en í prófnefndinni voru prófessor Sus- anne Hertz frá Alþjóða-viðskiptaháskólanum í Jönköping, prófessor Stefan Tengblad frá Há- skólanum í Borås og prófessor Ulla Eriksson- Zetterquist frá Háskólanum í Gautaborg. Á námstíma sínum í doktorsnámi hefur Helgi Valur kennt á námskeiðum við háskólann í Jönköping ásamt því að starfa sem gestakenn- Helgi doktor í viðskiptafræði Helgi Valur Friðriksson 12 MÁNUDAGUR 30. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Andrés Þorleifsson andresth@mbl.is FYRIR 98 árum upp á dag, hinn 30. júní 1910, héldu ung hjón frá Reykjavík til Laugarvatnsvalla til að hefja þar búskap í hellum. Þetta voru þau Indriði Guðmunds- son, 22 ára, og Guðrún Kolbeins- dóttir, 17 ára, og höfðu þrátt fyrir ungan aldur gift sig daginn áður hjá sýslumanni. Ungmennafélag Laugdæla fagn- ar um þessar mundir 100 ára af- mæli sínu og af því tilefni var af- hjúpað upplýsingskilti um hellisbúana við Laugarvatnshella um helgina, en Indriði var einn af stofnendum félagsins. Enginn kotungsbragur Indriði var ættaður úr sveitinni og vildi hefja búskap þar. Engin jörð var á lausu og samdi hann því við landeiganda um landnytjar á Laugarvatnsvöllum, þar sem hell- arnir eru. Stóð hugur hjónanna upphaflega til þess að reisa nýbýli á völlunum, en þegar ekki fékkst styrkur frá Landssjóði ákváðu þau að hefja búskap í hellunum. Indriði hafði þremur árum áður lokið sveinsprófi í trésmíði frá Iðnskólanum í Reykjavík, og átti hann því auðvelt með að þilja hell- ana og setja upp glugga og hurðir. Má því fullyrða að húsakynnin hafi ekki verið kaldari eða verri en almennt var í íslenskum bað- stofum á þessum tíma. Á þessum tíma lá ein fjölfarn- asta leið sveitarinnar rétt fyrir neðan hellana. Sáu hjónakornin sér leik á borði og settu upp veit- ingatjald við slóðina. Reyndist veitingasalan mikil búbót, enda þótti Guðrún baka sérlega góð brauð og kökur. Eftir eitt ár höfðu þau hjónin safnað 200 krónum, sem á þessum tíma þótti mikið fé, og varð það til þess að þau gátu flust á brott. Seinna bjuggu þau m.a. í Austurey, á býlinu Eskihlíð C í Reykjavík og loks ráku þau Indriðabúð að Þingholtsstræti 15 um 12 ára skeið til ársins 1953. Seinni ábúendurnir í fjögur ár Sjö árum eftir að Guðrún og Indriði yfirgáfu staðinn eða árið 1918 hófu önnur ung hjón, Jón Þorvarðsson og Vigdís Helgadóttir búskap í hellunum. Voru þau 26 og 19 ára og var Jón uppalinn í sveitinni. Ekkert land var laust þannig að hann leitaði til frænda síns og eiganda hellanna, Böðvars Magnússonar, og fékk vilyrði frá honum um að hann fengi að búa í hellunum. Innréttuðu þau hjónin hellana með viðarpanel og settu þar upp eldavél. Fyrsta vetur þeirra í hellinum varð Vigdís ólétt að frumburði sín- um, Ragnheiði. Í vitlausu veðri í aprílmánuði fæddist henni barnið í hellinum og tók Jón á móti því. Fylgjan gekk ekki út, þannig að Jón þurfti að flýta sér til Laug- arvatns og ná á ljósmóður. Tók þetta átta kílómetra langa ferða- lag átta tíma, og fór allt vel. Áttu þau hjónin eitt annað barn í hell- inum, Hrafnhildi Ástu, en önnur börn áttu þau nærri byggð. Huldufólk í hellunum? Bjuggu þessir síðustu ábúendur Laugarvatnshella þar til ársins 1922. Á upplýsingaskiltinu er vitnað í gamla frásögn Vigdísar. „Fljótlega eftir að Ragnheiður fæddist dreymdi mig að til mín kæmi huldukona sem sagði að ég gæti óhrædd farið til þvotta í Vallalæk- inn ef ég legði Biblíu á vöggu Ragnheiðar. Huldukonan skyldi þá gæta hennar. Eftir drauminn skildi ég alltaf eftir Biblíu á vögg- unni ef ég þurfti að bregða mér frá og þegar ég kom til baka var eins og einhver væri hjá Ragn- heiði og gætti hennar. Þegar Ragnheiður var farin að leika sér lék hún sér yfirleitt við huldukon- urnar.“ Eini núlifandi hellisbúinn, Magnús Jónsson, segist aðspurður einungis hafa orðið var við góða vætti í hellunum. Íslenskir hellisbúar á tuttugustu öld  Upplýsingaskilti um ábúendur Laugarvatnshella afhjúpað við athöfn um helgina  Fyrri ábúendur bjuggu þar frá 1910 til 1911  Seinni ábúendur bjuggu þar um fjögurra ára skeið frá 1918 til 1922 Afkomendur Magnús Jónsson og Ólöf Svava Indriðadóttir afhjúpa skiltið, en þau eru afkomendur ábúendanna. Ættingjar þeirra fjölmenntu af því tilefni. Morgunblaðið/Andrés                             „Trúlega er ég síðasti núlifandi hellisbúinn á Íslandi,“ segir Magn- ús Jónsson, fyrrverandi skrif- stofumaður í Reykjavík. Hann er sonur Jóns og Vigdísar og eyddi fyrstu tveimur árum lífsins í hell- unum. Eðli máls samkvæmt man hann ekki mikið eftir árunum, en hann er eitt þriggja barna hjónanna sem áttu heima í hellun- um, þótt Magnús hefði fæðst ann- ars staðar. Trúlega síðasti núlifandi hellisbúinn á Íslandi Magnús Jónsson er síðasti hellisbúinn. MORGUNBLAÐIÐ birti viðtal við Indriða Guðmundsson hinn 15. ágúst árið 1935 og segir hann þar frá árinu í Laugardalshellum. „Tók jeg því það ráð að flytja upp í sveit og rjeðst í að stofna nýbýli á Laugavatnsvöllum í Grímsnesi og bjó í helli fyrsta ár- ið. Jeg átti ekki yfir miklum pen- ingum að ráða og því ekki efni til að kaupa eða leigja jörð til ábúð- ar. Hellinn þiljaði jeg í sundur í hjónaherbergi, eldhús, fjós, hlöðu, fjárhús og hesthús. Jeg heyjaði hlöðuna fulla, seldi allt sem jeg gat losað við mig – eina frakkann minn – hvað þá annað, til að geta keypt mjer fáeinar kindur, kú og hest. Einnig varð jeg að fá mjer fáein búsáhöld í hellinn – því ekki átti þetta að vera hinn forni stein- hellismanna búskapur. Jeg var ungur og nýgiftur, átti unga og laglega konu. Það er því einkar eðlilegt, að mjer finnist þetta hið skemmtilegasta sumar, sem jeg hef lifað. Veðráttan var yndisleg – hiti og sólskin alla daga.“ Í öðru viðtali frá 29. júní 1960 lýsir hann betur búskapnum. „Ég flutti að hellinum byggingarefni til baðstofugerðar og gerði inn- réttingu í öðrum hellinum, þar sem við höfðumst við, en í hinum hafði ég gripina, 2 kýr, 30 ær og einn hest, en það var allur bú- stofninn. Það var nægur heyskap- ur á völlunum fyrir þessar skepn- ur. Svo brutum við land og gerðum kartöflugarða. Það var okkur líka til nokkurra búdrýg- inda þarna, að við seldum veit- ingar.“ Hjónin Guðrún Kolbeinsdóttir og Indriði Guðmundsson ásamt börnum. Myndin er líklega frá 1925, 14 árum eftir að þau fluttu frá hellinum. „Tók jeg það ráð að flytja upp í sveit“  Guðrún Jónasdóttir varði doktorsritgerð sína við Karolinska Insitutet í Stokkhólmi 16. maí síðastliðinn. Ritgerðin ber heitið „Statistical methodology for testing genetic associa- tion in family-based studies“. Vörnin fjallar um fjölskyldurannsóknir á sam- bandi erfðamarka og tvíundaeiginleika. Leiðbeinendur Guðrúnar voru Juni Palmgren prófessor og Keith Humphreys, Associate Professor, Department of Medical Epidemiology and Biostatistics, Karolinska Institutet. Andmælandi var Cordell, prófessor í Institute of Human Genetics, Newcastle University. Guðrún lauk stúdents- prófi frá mennta- skólanum, Katedral- skolan, Skara, Svíþjóð, 1994 og M.Sc.-prófi frá University of Oxford, 2002. Frá síðastliðnu hausti hefur Guðrún starfað hjá lyfjaþróunarfyrirtækinu 4Pharma í Stokkhólmi. Foreldrar Guðrúnar eru Jónas Gísli Sigurðs- son símvirki og Hrafnhildur Halldórs- dóttir. Guðrún er í sambúð með Sophia Bergman. Guðrún doktor í tölfræði Guðrún Jónasdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.