Morgunblaðið - 30.06.2008, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 30.06.2008, Blaðsíða 30
30 MÁNUDAGUR 30. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ dagbók Í dag er mánudagur 30. júní, 182. dag- ur ársins 2008 Orð dagsins: Biðjið og yður mun gef- ast, leitið og þér munuð finna, knýið á, og fyrir yður mun upplokið verða. (Matt. 7, 7.) Víkverji dagsins hefur síðustumánuðina reynt að fara í göngu- ferðir hvenær sem færi gefst sér til heilsubótar, sálargagns og hugsvöl- unar. Hann er reyndar svo heppinn að eiga unnustu, sem drífur hann áfram með seiðandi eldmóði og harð- fylgi eins og sannri vestfirskri galdrakonu sæmir. Skötuhjúin ákváðu í vor að skrifa niður nöfn fjalla sem þau einsettu sér að klífa í sumar og nú er svo komið að aðeins eru þrjú óklifin fjöll á listanum – Hengill og tvö fjöll fyrir austan: Dyr- fjöll og Hvítserkur. Víkverji hvetur menn eindregið til þess að gera slíkan lista yfir það sem þeir ætla að gera í sumarfríinu því það heldur þeim við efnið. Sumarið er svo stutt að margir hafa brennt sig á því að sofa það af sér að mestu og vakna síðan fullir iðrunar yfir því að hafa ekki nýtt íslensku sumarblíðuna til hins ýtrasta. Reyndar sér Víkverji fram á að geta bætt nokkrum fjöllum á listann og hann hlakkar til að ganga um Borgarfjörð eystra og Fljótsdals- hérað í sumarfríinu, auk Dyrfjalla og Hvítserks. Síðarnefnda fjallið er við Húsavík, milli Borgarfjarðar og Loð- mundarfjarðar. Hvítserkur er úr ljós- grýti, svokölluðu flikrubergi, og myndaðist við gífurlegt sprengigos. Dökkir berggangar, sem skera sig í gegnum líparítið, setja sérkennilegan svip á fjallið. x x x Austfirðir eru sannkölluð paradísfyrir göngufólk. Seyðisfjörður er ein af fegurstu perlunum og þar eru margar áhugaverðar gönguleiðir við allra hæfi. Tilvalið er t.a.m. að ganga um bæinn, verða sér úti um kort af gamla bænum til að kynna sér sögu húsanna og þróun byggðarinnar frá 1850-1940. Síðan er hægt að skoða fossana í Fjarðará eða fuglabjargið á Skálanesi, í mynni fjarðarins. Þeir sem vilja erfiðari göngur geta klifið fjöllin, sem girða fjörðinn, eða gengið til Loðmundarfjarðar og Mjóafjarðar. Sumar leiðirnar eru ekki fyrir lofthrædda. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 festing, 8 duttu, 9 svana, 10 stór- fljót, 11 undirnar, 13 konur, 15 uxann, 18 vísa, 21 bókstafur, 22 iðja, 23 ásýnd, 24 fasi. Lóðrétt | 2 vondur, 3 gyðja, 4 höfuðhlíf, 5 torveld, 6 eldstæðis, 7 skordýr, 12 greinir, 14 kyn, 15 þyngdarein- ing, 16 óhreinkaði, 17 minnast á, 18 stags, 19 mátturinn, 20 sigaði. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 rigsa, 4 skott, 7 forði, 8 ólmur, 9 nöf, 11 ansa, 13 hrun, 14 polli, 15 gapa, 17 kunn, 20 agg, 22 lipur, 23 Urður, 24 apana, 25 lærða. Lóðrétt: 1 rifna, 2 garms, 3 alin, 4 skóf, 5 ormur, 6 tíran, 10 örlög, 12 apa, 13 hik, 15 gúlpa, 16 pipra, 18 urðar, 19 narta, 20 arga, 21 gull. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3- reit birtist tölurnar 1-9. Það verð- ur að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Lausn síðustu Sudoki. www.sudoku.com © Puzzles by Pappocom Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bc4 Bc5 4. c3 Rf6 5. d3 a6 6. Bb3 Ba7 7. h3 h6 8. Rbd2 d6 9. Rf1 Be6 10. Rg3 O–O 11. Rh2 d5 12. Df3 Ra5 13. Bc2 dxe4 14. dxe4 Rc4 15. Rg4 Rd7 16. O–O Dh4 17. Rf5 Bxf5 18. exf5 Rd6 19. f6 Rxf6 20. Rxf6+ gxf6 21. Kh2 f5 22. g3 Df6 23. Dh5 Kg7 24. g4 f4 Staðan kom upp á öflugu atskákmóti sem lauk fyrir skömmu í Yerevan í Armeníu. Rússinn Alexander Moroze- vich (2774) hafði hvítt gegn Englend- ingnum Michael Adams (2729). 25. g5! De6 26. Bxf4! Hh8 svartur hefði orðið varnarlaus eftir 26… exf4 27. Hae1. 27. Hae1 hxg5 28. Dxg5+ Kf8 29. Dg2 f6 30. Bb3 Df5 31. Be3 Dh7 32. Hg1 Bxe3 33. Hxe3 Hd8 34. Dd5 hvítur hefur nú unnið tafl. 34…Df5? 35. Hf3 Hxh3+ 36. Hxh3 Dxf2+ 37. Kh1 og svartur gafst upp. Hvítur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Ítalskur glæsileiki. Norður ♠G874 ♥8 ♦ÁK63 ♣K1087 Vestur Austur ♠5 ♠KD10963 ♥KD74 ♥10 ♦10975 ♦DG842 ♣ÁD63 ♣5 Suður ♠Á2 ♥ÁG96532 ♦-- ♣G942 Suður spilar 4♥ dobluð. Eitt glæsilegasta spil Evrópumóts- ins kom upp í leik Ítala og Dana í riðlakeppninni. Í hlutverki hetjunnar í suður var Ítalinn gamalreyndi, Lo- renzo Lauria, sem var sagnhafi í 4♥ dobluðum af vestri. Austur hafði sagt spaða og vestur kom þar út með ein- spilið. Lauria drap á ♠Á og lagði niður ♥Á. Vestur sýnist hljóta að fá fjóra slagi – ♣Á og þrjá slagi á tromp, því ♥7 er sterk. En Lauria sá langt inn í framtíðina. Hann spilaði laufi, sem vestur tók og skipti yfir í tígul. Lauria henti spaða og laufgosa niður í ♦ÁK, trompaði svo tígul. Hann svínaði næst ♣8 og trompaði aftur tígul. Enn kom lauf á blindan og nú var fjórða laufið trompað. Í endastöðunni átti Lauria ♥G96 og vestur ♥KD7 – Lauria spilaði gosanum og fékk slag á níuna í lokin! (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Þú hefur oft verið varaður við því að sóa ekki dýrmætum tíma þínum, en í dag rennur tíminn þér úr greipum. Þú ættir að skipuleggja þig betur. (20. apríl - 20. maí)  Naut Allt mun taka lengri tíma en þú ger- ir ráð fyrir, jafnvel þó þú takir mið af þessari stjörnuspá. Til að halda þér á floti er best að eyða deginum í félagsskap tví- bura. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Þú stundar hrekki þér til gam- ans, elskar að leika þér. Það hefur góð áhrif á þá sem þú umgengst, léttleiki þinn er smitandi. Haltu áfram á sömu braut. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Það mun reyna á samband þitt og sérstaks vinar. Það verður jafnmikilvægt fyrir þig að standa við allt smátt sem stórt. Það á einnig við um vin þinn. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Þótt ótrúlegt megi virðast hjálpa furðulegheit þín til við að leysa vandamál. Þú ert hugmyndaríkur en fellur samt í hópinn og ert mikilvægur fyrir heildina. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Þú gefur heiminum frí og færð greiðann launaðan. Með öðrum orðum muntu ekki gera miklar kröfur til fólks í dag og það svarar í sömu mynt. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Það er svo mikið að gerast hjá þér að þú nærð varla að segja þínum nánustu frá því öllu. Þú getur rétt tæpt á mikilvæg- ustu málunum. Vinna núna, tala seinna. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Það sem hefur verið að gerj- ast í langan tíma er nú að verða tilbúið. Þú þarft að biðja um stuðning, bæði and- legan og líkamlegan, svo það gangi upp. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Af hverju ættir þú að flýta þér þegar þú veist ekki hvert þú ert að fara? Hægðu á þér, slappaðu af. Láttu þig dreyma um spennandi áfangastaði. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Þú átt á hættu að missa stjórn á þér seinni partinn en mundu að það er ekki þess virði. Reyndu að slaka á og hafa húmorinn í lagi. Lestu fyndna bók. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Þú ert áhugaverður því þú sýn- ir áhuga. Þú dregst að vissri manneskju og verður henni efst í huga. Í kvöld muntu líklega gera það sem ætlast er til af þér. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Þú veist ekki hvernig þú vilt láta koma fram við þig og verður sjálfur í vandræðum með framkomu þína við aðra. Daginn ættir þú að nota í tilraunastarf- semi. Stjörnuspá Holiday Mathis 30. júní 1862 Eldgos hófst vestan Vatnajök- uls. Það stóð í rúm tvö ár en ekki var vitað fyrr en mörgum áratugum síðar hvar eldstöðin var nákvæmlega. Hún er nú nefnd Toppgígar og hraunið Tröllahraun. 30. júní 1910 Laufey Valdimarsdóttir út- skrifaðist sem stúdent frá Lærða skólanum (Mennta- skólanum í Reykjavík), fyrst íslenskra kvenna. 30. júní 1954 Almyrkvi varð á sólu og sást hann best við suðurströndina. Myrkur féll yfir landið í nokkrar mínútur og stjörnur skinu á himni. Í Morgunblað- inu var sagt að sólmyrkvinn hefði verið stórkostlegasta náttúrufyrirbrigðið síðan Hekla gaus. Þetta var fyrsti almyrkvinn hér á landi í 121 ár. Næsta almyrkva má vænta 12. ágúst 2026. 30. júní 1968 Kristján Eldjárn, 51 árs þjóð- minjavörður, var kjörinn for- seti Íslands. Hann gegndi embættinu til 1980. 30. júní 1974 Kvenlögregluþjónar tóku í fyrsta sinn þátt í löggæslu en þennan dag var kosið til Al- þingis. 30. júní 1990 Kvennahlaup ÍSÍ var haldið í fyrsta sinn. Hlaupið var á sex stöðum og voru þátttakendur um tvö þúsund. Heimild: Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist þá… „En huggulegt af þér að muna eftir afmælinu mínu,“ segir Sigríður Sigþórsdóttir afmælisbarn hlæjandi þegar blaðamaður hefur samband við hana. „Ég ætla að horfa á forkeppni á Landsmóti hestamannafélaga og sjá dótturdóttur mína keppa,“ útskýrir hún aðspurð um afmælisdaginn. Það liggur ekki á svörum hjá Sigríði þegar hún er spurð um áhugamál: Hestar og vinnan. Fjöl- skylda hennar á níu hesta og fer hún hvert sumar í hestaferð „Það má segja að hestamennskan sé eina áhugamálið sem fær mig til að gleyma vinnunni,“ segir hún aðspurð um fleiri áhugamál. Uppáhaldshestur hennar er hinn átta vetra Kósi frá Varmalæk, en dótturdóttir hennar keppir einmitt á honum í dag. Hvað varðar hitt áhugamálið hennar segir hún að öll verkefni séu spennandi, en það sem henni er mest hugleikið sé það sem hún fæst við hverju sinni. Nú sé hún að fást við einbýlishús á Vakurstöðum og sundlaug á Hofsósi, en hún var einmitt aðalhönnuður Bláa lónsins. „Mér finnst Ísland svo frábært á sumrin,“ segir Sigríður aðspurð hvort hún hyggist ferðast til útlanda í sumar. Þau hjónin hafa auk þess nýverið fest kaup á Heyholti í Borgarfirði, þar sem þau byggja sumarbústað. Sigríður fer þó stundum í borgarferðir með manni sín- um, Hallmari Sigurðssyni leikstjóra. „Við skoðum arkitektúr á daginn og förum í leikhús á kvöldin.“ andresth@mbl.is Sigríður Sigþórsdóttir, arkitekt, 55 ára Vinnan eitt aðaláhugamálið ;) Nýbakaðir foreldrar?Sendið mynd af nýja ríkisborgaranum ásamtupplýsingum um fæðingarstað og stund,þyngd, lengd og nöfn nýbakaðra foreldra,á netfangið barn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.