Morgunblaðið - 30.06.2008, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 30.06.2008, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. JÚNÍ 2008 21 svona líka fallega til að láta hinn hlæja. Síðustu ár hittumst við alltof sjaldan, maður hélt að maður hefði allan heimsins tíma til að tala meira við þig og hitta þig oftar. Örn, það er svo sárt að vita til þess að við eig- um ekki eftir að hittast aftur en við vitum að þú ert í góðum höndum því afi Guðjón hefur tekið vel á móti þér. Þetta er allt svo óraunverulegt, að svona ungur og æðislegur strák- ur sé tekin svo fljótt frá okkur, en sagt er að þeir deyja ungir sem guð- irnir elska mest en við í þessum heimi elskuðum þig líka mest. Okk- ur þykir alveg óendanlega vænt um þig og við elskum þig, þú ert ynd- islegur frændi og við munum aldrei gleyma þér. Elsku Siggi, Steinunn og Þorgeir, Guð gefi ykkur styrk í ykkar miklu sorg á þessum erfiðu tímum. Örn, þú ert og verður ávallt einn af okkur. Þínar „uppáhaldsfrænkur“, Þorgerður, Arna og Andrea. Í dag kveðjum við frænda okkar sem tekinn var svo skyndilega frá okkur að morgni 21. júní sl. Falleg- ar minningar um hlédrægan og in- dælan dreng hafa flogið um hugann síðustu daga. Það er gríðarlega erfitt og sárt að hugsa til þess að Örn, sem virtist vera að skríða út úr skelinni sem ungur og myndarlegur maður og farinn að brosa breitt framan í lífið, skuli ekki fá að blómstra áfram um ókomna tíð. Að nægur sé tíminn, við viljum halda en örlög kunna okkur sorg að valda. Vafamál er hvað lífið okkur réttir og þungbærast er að fá slíkar fréttir. Röð atvika um nótt sem gerðust svo skjótt. Frá okkur þú varst tekinn allt of fljótt. Þessa nótt þú höndum okkar slepptir og stað í hjörtum okkar þér merktir. Frá okkur liggur nú þinn stígur. Um glitrandi blámann sál þín svífur. Þar breiðir þú út þitt vængjahaf, þér steypir í regnbogans liti á kaf. Líkt og örninn flýgur frjáls og fagur. Nýtt upphaf þér markar þessi dagur. Þá finnur þú alla forfeður þína sem brosandi opna þér arma sína. Í öruggum faðmi þeirra og hlýju þú bíður þar til við hittumst öll að nýju. (Lilja Ingimundardóttir.) Elsku Siggi, Steinunn og Þorgeir, megi Guð gefa ykkur styrk á þess- um erfiðu tímum. Hugur okkar er hjá ykkur. Gestur, Arnar, Sigurður Guðjón, Lilja, Dagmar, Sunna og fjöl- skyldur. Það var hinn 4. desember 1988 sem við eignuðumst lítinn fallegan frænda. Þessi bjarti og fallegi drengur var enn einn hlekkurinn í okkar stóru og samheldnu fjöl- skyldu. Hann Örn okkar dafnaði vel og varð fljótlega að myndarlegum pilti sem átti framtíðina fyrir sér. En af óskiljanlegum ástæðum gripu örlögin í taumana og kipptu honum burt frá fjölskyldu og vinum. Eftir sitjum við og veltum fyrir okkur til- gangi þess að hann fái ekki að lifa lífinu og vera með fjölskyldunni. Okkur er orðavant í aðstæðum sem þessum en viljum kveðja Örn frænda okkar með þessu ljóði Það er erfitt að kveðja og okkur setur hljóða um stund, óskiljanleg eru okkur örlög þín. Sárt munum við sakna þín og leið er okk- ar lund en þá yljar okkur fortíðarsýn. Vertu nú frændi engilinn minn, vakandi yfir þeim sem erfiðast eiga og vilja engillinn sinn sárlega aftur heim. Geymi þig guð elsku Örn á meðan tíminn líður, á móti þér afi tekur í armana hlýju. Í faðmi hans og annarra þú bíður og einn daginn hittumst við öll að nýju. Elsku Siggi, Steinunn, Þorgeir og aðrir ættingjar. Við biðjum góðan Guð að varðveita ykkur og veita ykkur styrk í sorg ykkar. Minning um yndislegan son, bróðir og frænda er ljós í lífi okkar. Hjördís, Bryndís, Inga Rósa, Brynja og Hákon og fjölskyldur. Örn, ég mun aldrei gleyma upp- hafi góðrar vináttu okkar. Við fór- um einn sólríkan dag á kanínuveiðar í Öskjuhlíðinni en höfðum ekkert upp úr krafsinu. Þú krafðist þess að við kæmum ekki tómhentir heim og stakkst upp á því að við myndum bara keyra að næstu gæludýrabúð og kaupa okkur gæludýr. Það gerð- um við og höfðum upp úr krafsinu hamstur sem þú skírðir Dýrið. Í gegnum þennan örlagaríka hamstur (sem sefur vært inni í búri sínu þeg- ar þetta er skrifað) varðst þú einn af mínum betri vinum. Mér finnst þessi tiltekni dagur lýsa þér mjög vel sem persónu. Hver dagur með þér var ævintýri og möguleikarnir endalausir. Þú varst hugmyndarík- ur og skemmtilegur strákur sem áttir auðvelt með að lauma þér á sérstakan stað í hjarta fólks. Þú varst óendanleg uppspretta ánægju og hvernig sem á stóð hjá þér var aldrei langt í grínið. Örn, það er með sorg í hjarta sem ég kveð þig. Mundu að ekkert okkar mun gleyma þér. Þú varst vissulega einn þinnar tegundar. Þinn vinur, Þorlákur. Laugardagsmorgun hinn 21. júní var ég vakinn við símtal frá Danna, þar sem hann sagði að annar vinur okkar væri farinn frá okkur, Örn hafði farist í hræðilegu slysi um nóttina. Ég trúði ekki að Örn væri látinn og spurði Danna hvort hann væri ekki að grínast, en áttaði mig á því um leið og ég spurði þessarar spurningar að enginn grínast með svona lagað og við tók mikil geðs- hræring. Allar þær stundir sem eytt hafði verið með Erni eru nú orðnar að minningum, minningum um glað- væran og skemmtilegan strák sem alltaf gat látið mann brosa, oftar en ekki með spurningum sem byrjuðu á: „Heldurðu að þú gætir,“ sem kall- aði fram þau viðbrögð að maður hélt ekki andliti af hlátri og sagði mikið ertu vitlaus drengur, þá sagðist hann ekki vera ógáfaður. Einnig stendur upp úr hvað hann var dug- legur að faðma mann og hugga eftir fráfall besta vinar míns síðustu ára- mót. Nú er Örn kominn til Kobba okkar og án efa eru þeir að rifja upp gamla tíma og passa okkur sem eft- irlifa. Vem kan segla förutan vind? Vem kan ro utan åror? Vem kan skiljas från vännen sin utan att fälla tårar? Jag kan segla förutan vind, jag kan ro utan åror, men ej skiljas från vännen min utan att fälla tårar. (Þjóðlag frá Álandseyjum.) Ég votta fjölskyldu, ættingjum og vinum mína dýpstu samúð. Gunnar Óli Gústafsson. Hver getur siglt, þó að blási ei byr, bát sínum róið án ára? Hver getur kvatt sinn kærasta vin, kvatt hann án sárustu tára? Ég get siglt, þó að blási ei byr, bát mínum róið án ára. En ekki kvatt minn kærasta vin, kvatt hann án sárustu tára. (Þýð. Hulda Runólfsdóttir frá Hlíð.) Ég mun aldrei gleyma þeim stutta tíma sem ég fékk að eyða sem góður vinur Arnar, við áttum alltaf sérstakt vinasamband og urðum strax góðir vinir frá fyrstu kynnum. Þegar ég hugsa um alla tímana sem við eyddum saman sé ég bara fyrir mér andlitið á Erni brosandi og hlæjandi, hann var alltaf bros- andi og fékk alla í kringum sig til að hlæja með sínum einstaka húmor, sama hvað var að þá gat Örn alltaf fengið mann til að hlæja. Örn var með stórt hjarta og hugs- aði um velferð vina sinna á undan sinni eigin, hann vildi alltaf vera til staðar ef að manni leið illa og vildi hjálpa manni eins og hann mögu- lega gat þegar maður átti erfitt. Ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að þekkja svona yndislega manneskju, með svona stórt hjarta og er svo þakklát fyrir allt sem hann hefur gert fyrir mig. Ég gleymi aldrei stundunum sem við eyddum 2 saman og töluðum um okkar dýpstu tilfinningar og reynd- um að hjálpa hvort öðru, ég mun aldrei gleyma tímunum sem við héldum utan um hvort annað grát- andi eftir að hafa sagt hvort öðru okkar hinstu leyndarmál og sögðum hvort öðru hvað okkur þótti vænt um hvort annað og að við yrðum alltaf til staðar fyrir hvort annað. Ég á svo erfitt með að trúa því að ég muni aldrei faðma hann að mér aftur eða hlæja með honum aftur. En ég veit að Örn hvílist á betri stað núna, ég trúi því að hann sitji uppi í himnaríki og geri það sem hann gerir best að spila póker og vinna alla stóru kallana þarna uppi og það heldur mér hugarró að vita að hann sé á betri stað. En auðvitað er hræðilegt að þurfa að missa ást- vin svona snemma á lífsleiðinni og eru þetta myrkrar og erfiðar stund- ir fyrir okkur mörg. En minning Arnar mun lifa í hjörtum okkar allra og munum við minnast hans með bros á vör þar til við hittum hann aftur. Hvíldu í friði vinur minn kær, þín vinkona, Margrét Ásta Arnarsdóttir. Miklir könnuðir vorum við Örn á yngri árum. Það fyrsta sem mér datt í hug voru allar ferðirnar í gamla Lýsishúsið. Þar klifruðum við og príluðum í grútskítugum stig- unum og fiktuðum í öllu hingað og þangað svo þegar heim var komið vorum við angandi af Lýsisfýlunni ekki til mikillar hrifningu foreldra okkar, enda var okkur svo bannað að fara þangað á endanum. Fleiri voru nú áhugamálin hjá okkur vinunum, þá sérstaklega á sumrin. Helst voru það býflugna- veiðarnar sem voru vinsælastar, fyrir utan fótboltann auðvitað, veið- arnar snerust einfaldlega að ná sem stærstum og flestum flugum í eina og sömu krukkuna. Einnig áttum við margar heiðar- legar tilraunir til að krækja okkur í smá aukapening. Einn kaldan og harðan vetrardag datt okkur í hug að halda tombólu þrátt fyrir að það kyngdi niður snjó og enginn var á ferli. Tombólan var í innganginum á hjólageymslunni hjá mér og í boði voru heimagerðar karamellur sem mamma bjó til fyrir viðskiptavinina sem á endanum voru engir. Tomból- an endaði á þann veginn að ekkert seldist og við borðuðum allar kara- mellurnar í hinu mesta bróðerni og snerum heim á leið sáttir eftir allt karamelluátið. Ég gæti talið upp endalausar sög- ur af okkur Erni saman, svo margar eru minningarnar. Alltaf var stutt í brosið hjá Erni og góður andi í kringum hann. Brátt var hann kvaddur en mun þó seint vera gleymdur því hann bjó til stað í hjarta okkar allra þar sem ekkert mun koma í staðinn. Þakka þér bróðir hin ljúfustu kynni. Minning þín mun aldrei líða mér úr minni. Sæl vorum við í návist þinni, ég kveð þig í hinsta sinni. (Dúfa.) Þröstur Ólason. Einhvern vegin virðast hlutirnir alltaf gerast þegar maður á síst von á þeim. Það er skrýtin tilfinning að hugsa út í það að einungis örfáum tímum áður en þessi örlagaríki at- burður átti sér stað sátum við Örn á spjalli, hlægjandi og nutum lífsins. Seinna þetta sama kvöld þegar leið- in lá heim stóðum við Örn á bíla- stæðinu og þá má segja að Erni hafi tekist hið ómögulega þegar honum tókst að leiðbeina mér um hvernig ætti að bakka út úr þröngu bíla- stæðinu. Ég þakkaði fyrir mig og kvaddi. Leiðir okkar Arnar lágu fyrst saman þegar við byrjuðum saman í 1. S í Grandaskóla og vorum við bekkjarfélagar út 7. bekkinn og svo aftur í 10. bekk þegar við vorum komnir í Hagaskóla. Þegar ég var staddur hjá Bakkatjörn úti á Sel- tjarnarnesi sl. fimmtudag, á leið úr kyrrðarstund í Neskirkju, þá rifj- aðist upp eitt atvik sem átti sér stað fyrir allnokkrum árum í skólaferð við fyrrnefnda Bakkatjörn. Það var ekki langt liðið af vori og enn þá klaki og snjór yfir öllu. Örn ákvað samt sem áður að athuga tjörnina aðeins nánar og stökk út á ísinn. En auðvitað gaf ísinn sig og Örn stakkst á kaf í vatnið við mismikinn fögnuð samnemenda og kennara. Örn var nefnilega í eðli sínu afskap- lega mikil grallari ef svo má að orði komast og oft á tíðum skemmtum við okkur vinirnir konunglega yfir grallaralátunum hans. Ég og foreldar mínir vottum fjöl- skyldu Arnar og aðstandendum okkar dýpstu samúð. Vésteinn Kári Árnason. Örn var náinn vinur okkar allra frá því í grunnskóla. Strax frá fyrsta degi var ljóst að Örn var með eindæmum hugmyndaríkur og mik- ill prakkari. Þau voru mörg uppá- tækin sem við hrintum í fram- kvæmd með Erni, okkur til mikillar ánægju en foreldrum okkar og skólastjórnendum til mikillar mæðu. Einu sinni datt Erni það snjallræði í hug að skapa eilitla frumskógarstemningu í Hagaskóla. Við færðum allar plöntur skólans inn á karlaklósettið sem vakti mikla kátínu meðal nemenda. Þess má geta að plöntur skólans voru ábyggilega yfir 30 talsins. Örn hafði einstakt lag á að koma fólki í kringum sig í gott skap. Hann hafði ótrúlega smitandi hlátur. Góð- ur kostur við Örn var að í þau fáu skipti sem hann fór í fýlu þá entist það ekki lengi. Hann lagði sig allan fram við að njóta lífsins. Örn var líka góður vinur sem hægt var að treysta á og var alltaf til staðar fyrir vini sína. Hann var hreinskilinn og einlægur, það var hægt að tala við hann um allt. Hann var svo sann- arlega góður vinur vina sinna. Örn var mjög virkur innan vina- hópsins og var nær alltaf á staðnum. Sem dæmi má nefna að hann var oft með okkur að horfa á fótbolta, sem hann hafði sjálfur lítinn áhuga á. „Er í alvörunni ekki kominn hálf- leikur?“ spurði hann oft með hneykslunarsvip þegar um 20 mín- útur voru liðnar af leiknum. En yf- irleitt entist hann þó með okkur út leikinn. Örn var mikill dellukarl og það var aldrei að vita hverju hann fengi áhuga á næst. Upp á síðkastið voru það póker og rapptónlist sem áttu hug hans allan. Hann var fljót- ur að tileinka sér ný áhugamál og var færni hans á snjóbretti og í pók- er gott dæmi um það. Örn var frábær vinur og ljóst er að vinahópurinn verður aldrei sam- ur án hans. Hans verður sárt sakn- að. Fjölskyldu Arnar sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Aðalsteinn, Agnes, Aron, Björn Ívar, Fannar, Kristján, Magnús Örn, Guðmundur Reynir, Ólaf- ur, Steinn, Sævar, Trausti og Vísir. Örn var mér kær vinur, góður og skemmtilegur strákur sem erfitt er að kveðja og ég vildi óska þess að við þyrftum ekki að kveðja hann svona snemma. Það hljómar kannski mikið að vera að verða tví- tugur fyrir okkur sem erum svona ung en þetta voru samt alltof fá ár sem hann fékk að eyða með okkur. Ég kynntist Erni fyrst í gegnum Guðbjörgu frænku hans og vinkonu mína og á milli okkar varð strax svo- lítið sérstakt og náið samband sem mér þótti mjög vænt um. Seinna eft- ir að við fórum öll í menntaskóla fór hann að vera meira með strákunum í vinahópnum og þá kynntist ég hon- um enn betur, þessum grínista sem ég bara gat ekki annað en helgið af sama í hvernig skapi ég var í hann gat alltaf fengið mig til að brosa og gerir enn þegar ég hugsa til hans. Það er eitt sem ég get ekki gleymt og það þegar við fórum upp í Bláfjöll í vetur. Ég fór á æfingu og á meðan ætlaði hann að vera með vin- um sínum á bretti og svo ætluðum við að hittast eftir æfingu hjá mér og fara nokkrar ferðir saman. Þegar ég var búin hringdi ég í hann og hann sagðist vera að koma en þegar hann loksins kom var verið að loka lyftunum þannig að við gátum ekki farið neina ferð en þá hafði hann dottið og var allur útí snjó og renn- andi blautur en þorði ekki að segja mér það því hann hélt að ég myndi kannski gera grín að honum sem ég nú reyndar gerði en við hlógum bara að því. Þetta er bara ein minn- ing af mörgum sem ég á um þennan góða vin minn og þær eiga eftir að fylgja mér alltaf. Blessuð sé minning Arnar og ég vil votta fjölskyldu þinni og vinum alla mína samúð. Hvíl í friði. Emilía Björt Gísladóttir. Elsku Örn, það er svo sárt að kveðja þig, þú varst rifinn í burt frá okkur skyndilega og alltof fljótt. Við sitjum hér og minnumst allra góðu stundanna með þér. Ég man daginn sem þú fæddist, lítill ljósgeisli í svörtu skammdegi. Frumburður stoltra foreldra sem geisluðu af gleði. Þú varst alvörugefið lítið barn, en brosið og óræða glottið þitt koma oftar í ljós eftir því sem þú varst eldri. Þú borðaðir hákarl og kalda hamsatólg í sveitinni hjá afa og ömmu. þú varst kappsamur í því sem þú tókst þér fyrir hendur hvort sem það var að safna flöskum eða slá garða fyrir Vesturbæinga. Þú varst KR-ingur í húð og hár eins og glögglega kom í ljós þegra þú dvald- ir hjá okkur 10 ára gamall og við stríddum þér á því að best væri að spila fótbolta með Val. þú varst frá- bær á hjólabretti og línuskautum, liðugur eins og köttur stökkstu um loftin blá. Ekki varstu síðri á snjó- bretti enda dvaldir þú löngum í Blá- fjöllum á Hagaskólaárum þínum. Við munum ætíð sakna þín, sér- staklega á jólum, í öllum afmælum og fjölskylduboðum. Við hugsum um allt sem þú áttir eftir að gera í lífi þínu og um allt sem hefði geta orðið. Við þökkum fyrir þann tíma sem við fengum með þér og minning þín lifir með okkur um ókomin ár. Ingibjörg Sigurþórsdóttir. Það var fríður hópur 6 ára drengja sem byrjaði fótboltaæfing- ar í KR 1994. Allir mættir á takkas- kóm, fullir af eldmóði og lögðu mik- ið á sig til að sanna sig hver fyrir öðrum og þá ekki síst fyrir þjálf- urunum sem héldu vel utan um hóp- inn sinn og gættu þess að allir fengju tækifæri við hæfi hvers og eins. Þessi hópur stóð mjög þétt saman í meira en áratug og einstök vináttubönd mynduðust, bæði með- al iðkenda og ekki síður í foreldra- hópnum. Farið var á fjölmörg fót- boltamót og árangur drengjanna var eftirtektarverður og til þess tekið hvað allir stóðu vel saman. Foreldrarnir voru sem einn maður og allir voru tilbúnir til að taka til hendinni við þau verkefni sem til féllu. Á unglingsárum tvístraðist hópurinn nokkuð er ný áhugamál komu til sögunnar. Sumir héldu áfram í fótboltanum, aðrir sneru sér að öðru enda margt sem heillar ungt fólk í blóma lífsins. En alltaf var sterkur kjarni drengja sem hélt hópinn og hittist við ýmis tækifæri. Nú ríkir sorg í Vesturbæ Reykja- víkur eftir að höggvið var skarð í þennan glæsilega hóp. Einn fjörug- asti pilturinn í hópnum, Örn Sigurð- arson, lést í hörmulegu bílslysi langt um aldur fram og allir í þess- um stóra hóp foreldra og drengja eru harmi slegnir. Á svona stundu duga orð skammt en allir eiga sínar góðu minningar um Örn og munu hugsa til hans með hlýju um ókomin ár. Foreldrum Arnar og bróður sem og öðrum vinum og ættingjum send- um við okkar innilegustu samúðar- kveðjur. F.h. foreldraráðs 1988 árgangs drengja í KR, Valdimar G. Guðmundsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.