Fréttablaðið - 17.04.2009, Qupperneq 2
2 17. apríl 2009 FÖSTUDAGUR
Mennt er máttur
Verjum skólana fyrir niðurskurði og gerum háskólanemum kleift að
stunda nám í sumar. Tökum upp gjaldfrjálsar og hollar skólamáltíðir
í grunnskólum landsins og tryggjum þannig að kreppan bitni síður
á heilsu og daglegu umhverfi barna.
Fannar, eruð þið að skjóta
ykkur undan ábyrgð?
„Nei, við erum skotheldir.“
Fannar Bergsson er formaður Skotreynar
sem hefur aðstöðu til skotæfinga á Álfs-
nesi. Íbúar á Kjalarnesi hafa kvartað yfir
hávaðamengun, en Fannar segist engin
gögn hafa séð um of mikinn hávaða.
SKOÐANAKÖNNUN Meirihluti, eða
61,9 prósent, segist ekki vilja að
íslenska krónan verði framtíðar-
gjaldmiðill hér á landi. 38,1 pró-
sent vill halda í krónuna.
Ekki er munur á afstöðu eftir
kyni, en íbúar á landsbyggðinni
eru heldur jákvæðari gagnvart
krónunni en íbúar á höfuðborgar-
svæðinu. 57,7 prósent íbúa á lands-
byggðinni segjast ekki vilja að
krónan verði framtíðargjaldmiðill,
en 64,5 prósent íbúa á höfuðborgar-
svæðinu eru sama sinnis.
Ef litið er til afstöðu fólks eftir
stuðningi við stjórnmálaflokka er
traust á krónunni mest meðal kjós-
enda Sjálfstæðisflokks en minnst
meðal kjósenda Samfylkingar.
81,8 prósent kjósenda Samfylk-
ingar vill ekki að krónuna til fram-
tíðar. 62,1 prósent kjósenda Fram-
sóknarflokks er sama sinnis, sem
og 59,3 prósent kjósenda Vinstri
grænna. Meirihluti kjósenda Sjálf-
stæðisflokks vill hins vegar að
krónan verði hér framtíðargjald-
miðill en 42,3 prósent vilja að skipt
verði um gjaldmiðil.
Af þeim sem ekki taka afstöðu
segjast 57,8 prósent ekki vilja að
krónan verði framtíðargjaldmiðill.
Hringt var í 800 manns þriðju-
daginn 14. apríl og skiptust svar-
endur jafnt eftir kyni og hlutfalls-
lega eftir búsetu. Spurt var; Vilt þú
að krónan verði framtíðargjald-
miðill á Íslandi? 83,3 prósent tóku
afstöðu til spurningarinnar. - ss
Skoðanakönnun Fréttablaðsins um afstöðu til íslensku krónunnar:
Sjá ekki framtíð í krónunni
100
80
60
40
20
0%
Allir
37
,9
57
,7
18
,2
40
,7
38
,1
62
,1
42
,3
81
,8
59
,3
61
,9
Vilt þú að krónan verði
framtíðargjaldmiðill á Íslandi?
Já
Nei
Skv. könnun Fréttablaðsins 14. apríl
UMHVERFISMÁL Kolbrún Hall-
dórsdóttir umhverfisráðherra
undirritaði nýja reglugerð um
stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs
til norðurs í þjóðgarðinum í gær.
Hún tók einnig fyrstu skóflu-
stunguna að nýrri gestastofu
þjóðgarðsins á Skriðuklaustri.
Með stækkun þjóðgarðsins
verður Trölladyngja öll, Askja og
stór hluti Ódáðahrauns hluti af
garðinum. Vatnajökulsþjóðgarð-
ur er stærsti þjóðgarður Evrópu.
Hann var áður um 11.700 ferkíló-
metrar, en hefur nú verið stækk-
aður í 13.610 ferkílómetra, sem
er um þrettán prósent af flatar-
máli Íslands. - bj
Vatnajökulsþjóðgarður:
Þjóðgarðurinn
stækkaður
SKÓFLUSTUNGA Kolbrún Halldórsdóttir
umhverfisráðherra tók fyrstu skóflu-
stunguna að nýrri gestastofu í gær.
UMHVERFISMÁL Reykjavíkurborg mun ekki losa
borgarbúa við garðaúrgang í ár, eins og verið hefur
mörg undanfarin ár. Borgarbúar verða því sjálfir
að losa sig við garðaúrgang og greinar.
Jón Halldór Jónasson, upplýsingastjóri fram-
kvæmda- og eignasviðs, segir að um sparnaðar-
aðgerðir sé að ræða. Kostað hefði um 45 milljónir
króna að halda úti óbreyttu verklagi hvað úrgang-
inn varðar. Jón segir þetta geta valdið borgarbúum
óþægindum, enda hafi þessi þjónusta verið til stað-
ar í tæp tuttugu ár. Þetta sé hins vegar ekki skil-
greind grunnþjónusta hjá borginni.
„Við hvetjum borgarbúa til að taka til og köll-
um eftir auknu frumkvæði og ábyrgð þeirra.“ Jón
segir vonast til að fólk taki höndum saman, haldi
jafnvel hreinsunardag í götunni eða götuhátíð og
hjálpist að við að koma úrganginum í Sorpu.
Jón segir að vissulega hefði mátt láta borgarbúa
vita fyrr af breytingunum, en margir hafa þegar
komið úrgangi sínum fyrir úti á götu. Venjan sé að
borgin hreinsi til í lok apríl, en vegna veðurs hafi
fjölmargir þegar hafið vorverkin.
Margir hafa komið upp eigin moltugerð í görðum
sínum en aðrir verða að koma úrgangi úr görðum
sínum til endurvinnslustöðva. - kóp
Borgarbúar verða sjálfir að losa sig við úrgang úr görðum í ár:
Borgin hirðir ekki garðaúrgang
ALÞINGI Óheimilt er að beita börn
líkamlegum eða andlegum refs-
ingum eftir að Alþingi samþykkti
samhljóða breytingar á barna-
verndarlögum í gær. Viðurlög eru
sektir eða allt að þriggja ára fang-
elsisdómur.
„Hér eru tekin af öll tvímæli um
að það er óheimilt að berja börn,
eða veita þeim líkamlega eða and-
lega refsingu. Það er mjög gott að
brugðist sé svo hratt við,“ segir
Bragi Guðbrandsson, forstjóri
Barnaverndarstofu.
Með breytingunni eru stjórn-
völd meðal annars að bregðast við
nýlegum dómi Hæstaréttar, sem
sýknaði karlmann af ákærum um
brot gegn barnaverndarlögum
þrátt fyrir að sannað þætti að hann
hefði rassskellt fjögurra og sex ára
syni kærustu sinnar.
Í dómi Hæstaréttar, sem féll
22. janúar síðastliðinn, segir að
í barnaverndarlögum sé ekki
lagt fortakalaust bann við því
að foreldri beiti barn „líkamleg-
um aðgerðum til að bregðast við
óþægð“. Ekki sé hægt að refsa
fyrir slíkt ofbeldi gegn börnum
nema refsingin sé til þess fallin
að skaða barnið, andlega eða lík-
amlega.
Með lagabreytingunum er ekki
verið að taka fram fyrir hendur
foreldra, segir Bragi. Fjölmarg-
ar rannsóknir hafi sýnt fram á að
þó líkamlegar refsingar geti virst
árangursríkar til skamms tíma séu
þær alltaf skaðlegar til lengri tíma
litið. Það sama eigi við um andleg-
ar refsingar.
Bragi segir að meta verði í
hverju tilviki fyrir sig hvað falli
undir ákvæði um bann við andleg-
um refsingum gagnvart börnum.
Líta verði svo á að með því sé lagt
bann við niðurlægjandi meðferð
sem skaði sjálfsmynd barna og trú
á eigin getu, geri lítið úr börnum
eða hæðist að þeim.
Lagabreytingarnar taka ekki
eingöngu til foreldra eða forráða-
manna, heldur til allra sem beita
börn andlegum eða líkamlegum
refsingum. Ákvæðin hefðu því
einnig náð til leikskólakennara
sem nýverið varð uppvís að því að
slá leikskólabarn, segir Bragi.
Í breytingunni á barnaverndar-
lögum er einnig lagfært laga-
ákvæði um barnaverndarnefndir.
Með því er í raun verið að stoppa í
gat á lögunum, og heimila fulltrú-
um barnaverndarnefnda að vera
viðstaddir skýrslutökur af börn-
um, segir Bragi.
brjann@frettabladid.is
Banna andlegar og
líkamlegar refsingar
Eftir breytingu á barnaverndarlögum er óheimilt að beita börn líkamlegum
eða andlegum refsingum. Nauðsynleg breyting í ljósi nýlegs dóms Hæstaréttar
sem sýknaði mann sem flengdi tvo drengi segir forstjóri Barnaverndarstofu.
REFSING ALLT
AÐ ÞRIGGJA
ÁRA
FANGELSI
Í nýjum ákvæðum
barnaverndarlaga segir
meðal annars: „Allir
sem hafa uppeldi
og umönnun barna
með höndum skulu
sýna þeim virðingu og
umhyggju og óheimilt
er með öllu að beita
börn ofbeldi eða
annarri vanvirðandi
háttsemi.“
Í ákvæðunum segir
enn fremur: „Hver sem
beitir barn andlegum
eða líkamlegum refs-
ingum, hótunum eða
ógnunum eða sýnir af
sér aðra vanvirðandi
háttsemi gagnvart barni
skal sæta sektum eða
fangelsi allt að þremur
árum.“
REFSAÐ Stjórnvöld brugðust við nýlegum
hæstaréttardómi með breytingu á barnaverndar-
lögum til að koma í veg fyrir líkamlegar og andlegar
refsingar á börnum. Myndin tengist efni fréttarinnar
ekki beint. NORDICPHP0TOS/GHETTY
BRETLAND, AP Bæjaryfirvöld í
breska sveitaþorpinu Navestock
íhuga nú að hætta að gera við
holur og aðrar skemmdir á vegum
í þorpinu. Vonast bæjarfulltrúar
til þess að það dragi úr hraðakstri
í gegnum þorpið og dragi úr við-
gerðarkostnaði. Áfram verði gert
við aðal vegina, en minna notaðir
vegir látnir drabbast niður.
Íbúar eru ekki allir ánægðir
með hugmyndina, og vilja sumir
meina að hætta geti skapast verði
viðhaldi ekki sinnt. Meðal þeirra
er Roy Tyzack, lögreglumaður á
eftirlaunum, sem segir hugmynd-
ina órökrétta og geta sett vegfar-
endur í hættu. - bj
Nýstárleg ráð við hraðakstri:
Íhuga að hætta
viðhaldi vega
Þorskárgangurinn sterkur
Fyrsta mat Hafrannsóknastofnunar á
þorskárganginum árið 2008 bendir til
þess að árgangurinn sé sterkur. Þetta
kemur fram í niðurstöðum vorralls
stofnunarinnar. Stofnvísitala þorsks
hækkaði um níu prósent, sem rakið
er til þess að meira fékkst af stórum
fiski, og holdafarið var betra en áður.
FISKVEIÐAR
GARÐÚRGANGUR Borgarbúar þurfa sjálfir að losa sig við garð-
úrgang sinn í, þar sem Reykjavíkurborg hirðir hann ekki.
FJÁRMÁL Utanríkisráðuneytið
hefur sent inn athugasemdir um
endurskipulagningu evrópsks
fjármálakerfis. Framkvæmda-
stjórn Evrópusambandsins óskaði
eftir tillögum og sjónarmiðum
hagsmunaaðila utan Evrópusam-
bandsins.
Af hálfu Íslands er lögð mikil
áhersla á mikilvægi þess að EES/
EFTA-ríkin geti tekið þátt í upp-
byggingu nýs fjármálaeftirlits-
kerfis og átt aðild að fyrirhug-
uðu Fjármálakerfisáhætturáði
Evrópu. Þá er lögð mikil áhersla
á endurskipulagningu innistæðu-
trygginga fyrir fjármálastofnan-
ir. Framkvæmdarstjórnin leggur
endanlegar tillögur fyrir leið-
togafund ESB í júní. - kóp
Fjármálakerfi í Evrópu:
Ísland sendir
inn umsögn
ÍTALÍA, AP Sum af yngstu fórnar-
lömbum jarðskjálftans á Ítalíu
nýverið komust aftur í skólann í
gær. Aðstæðurnar voru þó öðru-
vísi en fyrir skjálftann, enda fór
skólahaldið fram í tjöldum.
Liberata Marchi grunnskóla-
kennari segir þó búið hafi verið
að fara yfir námsefni vetrar-
ins að mestu sé mikilvægt fyrir
börnin að komast aftur í skól-
ann og upplifa að lífið gangi sinn
vanagang á ný. - bj
Yngstu fórnarlömb skjálftans:
Ítölsk börn
aftur í skólann
SKÓLAHALD Silvio Berlusconi, forsætis-
ráðherra Ítalíu, leit við í skólatjöldunum
á hamfarasvæðinu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
SPURNING DAGSINS