Fréttablaðið - 17.04.2009, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 17.04.2009, Blaðsíða 6
6 17. apríl 2009 FÖSTUDAGUR STJÓRNMÁL Vinstriflokkarnir hafa aldrei mælst með meira fylgi en nú. Í könnunum Fréttablaðsins frá því í október hefur samanlagt fylgi vinstriflokkanna ekki farið undir fimmtíu prósent en að jafnaði verið nær sextíu prósentum. Í síðustu tveimur könnunum blaðsins, sem gerðar voru í apríl, mældist sam- anlagt fylgi vinstriflokkanna svo yfir sextíu prósentum. Að sama skapi hefur fylgi Sjálf- stæðisflokksins ekki mælst minna. Í könnunum Fréttablaðsins mæld- ist Sjálfstæðisflokkurinn rétt yfir 25 prósentum í maí 2004. Annars hefur fylgi flokksins verið að mæl- ast um 35 til 40 prósent. Ef úrslit kosninga frá 1963 til 2007 eru skoðuð var samanlagt fylgi hægriflokka minnst 1978 þegar 32,7 prósent kusu Sjálfstæðisflokkinn. Það ár var mikill kosningasigur vinstriflokka með samanlagt fylgi þeirra tæp 45 prósent. Líklegt er að fylgi vinstriflokkanna í kosningun- um nú verði mun hærra. Í síðustu könnun Fréttablaðsins var saman- lagt fylgi vinstriflokkanna tæp 63 prósent. Oft er vísað til þess að Sjálf- stæðisflokkurinn fékk ekki nema 27,2 prósent atkvæða í kosningun- um 1987. Í síðustu könnun Frétta- blaðsins var Sjálfstæðisflokkurinn á svipuðu róli, með rúmlega 27 pró- senta fylgi. Munurinn á úrslitunum 1987 og stöðu flokksins nú er að í kosningunum 1987 fékk Borgara- flokkurinn 10,9 prósent atkvæða. Hægrafylgið það ár var því rúm 38 prósent. Landslagið í stjórnmálum nú, hvernig kjósendur skiptast til hægri og vinstri, er því allt annað en áður hefur þekkst. Ekki einungis er hægrafylgið minna en það hefur áður verið, heldur er miðjufylgið einnig mun minna. Minnkandi fylgi Sjálfstæðis- flokksins hófst í júní á síðasta ári. Meðal karla og íbúa á landsbyggð- inni fer fylgi Sjálfstæðisflokksins að dragast saman frá og með júní. Meðal íbúa höfuðborgarsvæðisins hefst niðursveiflan í október. Konur hafa ávallt verið mun líklegri til að styðja vinstriflokkana og því er munurinn minni meðal þeirra. svanborg@frettabladid.is Ert þú sátt(ur) við að hætt hef- ur verið við stjórnlagaþing? Já 41,1% Nei 58,9% SPURNING DAGSINS Í DAG: Ekur þú á bíl á nagladekkjum? Segðu þína skoðun á visir.is Áskorun frá þjóðminjaverði Þór Magnússon, fyrrverandi þjóðminja- vörður, hvetur sveitarfélög í Húnavatns- sýslu og Strandasýslu til að byggja nýtt hús á nýjum stað yfir Byggðasafnið á Reykjum í Hrútafirði. Skilgreina þurfi hlutverk safnsins og tilgang betur. HÚNAVATNSSÝSLA Kanna hótel á Skagaströnd Viðskiptaáætlun um hagkvæmni þess að byggja og reka hótel á Skaga- strönd og markaðslegar forsendur fyrir slíkum rekstri var lögð fram á síð- asta fundi sveitarstjórnar Skagastrand- ar, ákveðið var að leita upplýsinga og kanna möguleika á fjármögnun. 100 80 60 40 20 0% 1963 1974 1983 1995 2007 30 .1.2 00 8 21 .6. 20 08 21 .1.2 00 9 25 .3. 20 09 14 .4. 20 09 Aðrir og utan flokka Vinstrafylgi Miðjufylgi Hægrafylgi FYLGI STJÓRNMÁLAFLOKKA Í KOSNINGUM 1963-2007 OG KÖNNUNUM FRÁ 2007 Kosningaúrslit 1963- 2007 Kannanir Fréttablaðsins frá kosningum 2007 LANDSBYGGÐ 50 40 30 20 10 0% Janúar 2007 Kosningar 2007 14. apríl 2009 50 40 30 20 10 0% Janúar 2007 Kosningar 2007 14. apríl 2009 HÖFUÐBORG KONUR 50 40 30 20 10 0% Janúar 2007 Kosningar 2007 14. apríl 2009 KARLAR 50 40 30 20 10 0% Janúar 2007 Kosningar 2007 14. apríl 2009 Staðsetning flokka fer eftir niðurstöðum Íslensku kosninga- rannsóknarinnar 2007. Kjósendur voru beðnir um að staðsetja stjórn- málaflokka á hægri/ vinstri skala. Vinstri græn og Samfylking eru til vinstri. Frjálslyndi flokkurinn og Fram- sóknarflokkur teljast hér til miðjuflokka, en Sjálfstæðisflokkurinn staðsettur til hægri. Hægrahrunið hófst í júní á síðasta ári Halla fór undan fæti hjá Sjálfstæðisflokknum í júní á síðasta ári. Þá dregur úr yfirburðum flokksins, sérstaklega í fylgi á höfuðborgarsvæðinu og meðal karla. Fylgi vinstriflokkanna hefur aldrei verið meira en nú í aprílmánuði. Fylgi flokka skv. könnunum Fréttablaðsins SJÁVARÚTVEGUR Steingrímur J. Sigfússon sjávarútvegsráðherra kynnti í gær áætlanir um að frjáls- um handfæraveiðum verði komið á við strendur landsins á næsta kjörtímabili. Nýja kerfið komi í stað byggðakvótans, enda sé það umdeilt og hafi valdið mörgum deilumálum. Í tilkynningu ráðherra segir að lagt verði fram frumvarp til breyt- ingar á lögum um stjórn fiskveiða að afloknum kosningum og verði strandveiðum komið á til reynslu. Landinu verði skipt í svæði og bátur fái eingöngu leyfi til strand- veiða á því svæði sem hans heima- höfn er. Þá verði aflanum landað innan þess svæðis til vinnslu inn- anlands. Reiknað er með að 8.627 tonnum af óslægðum botnfiski veði ráðstafað til strandveiða á yfirstandandi fiskveiðiári. Hámarksstærð báta sem getur nýtt sér heimildirnar verði 15 brúttótonn. Í dag eru um 720 haf- færir bátar undir þeirri stærð og um 620 þeirra hafa stundað veiðar í atvinnuskyni á síðastliðnum árum. Vegna fyrirhugaðra breytinga verður byggðakvóta ekki úthlut- að á þessu fiskveiðiári. Ráðherra segir að með þessum breyting- um séu annmarkar sniðnir af sem komið hafi upp í meðferð og úthlut- un byggðakvótans. Þá sé stuðlað að þróun í átt til vistvænni veiðihátta, og greitt fyrir nýliðun. Málið hefur verið kynnt í ríkisstjórn. - kóp Sjávarútvegsráðherra kynnir áform um strandveiðar eftir kosningar: Strandveiðum verði komið á KYNNIR STRANDVEIÐAR Sjávarútvegs- ráðherra kynnti áform um strandveiðar. Lagabreytingar þar um verða þó ekki lagðar fram fyrr en að loknum kosning- um. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ALÞINGI Ummæli Ögmundar Jónas- sonar heilbrigðisráðherra um að læknar kynnu að misnota ávís- anakerfi í heilbrigðisþjónustu vöktu hörð við- brögð þriggja þingmanna á Alþingi í gær. Ásta Möller og Dögg Páls- dóttir Sjálf- stæðisflokki og Siv Friðleifs- dóttir Fram- sóknarflokki sögðu Ögmund vega að heiðri lækna með for- dæmalausum ásökunum sem væru ekkert annað en dylgjur. Ögmundur lét ummælin falla á ráðstefnu Samtaka fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu á miðviku- dag. - bþs Rætt um ummæli Ögmundar: Sakaður um dylgjur og róg ÖGMUNDUR JÓNASSON Kosið á Landspítalanum Kosning utan kjörfundar vegna komandi alþingiskosninga fyrir vistmenn og sjúklinga er hafin. Kosið var á Landakoti á fimmtudag og kosið verður á Hringbraut, Fossvogi og Grensási næsta fimmutdag. STJÓRNMÁL KJÖRKASSINN SJÁVARÚTVEGUR Karl V. Matthías- son, oddviti Frjálslynda flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður, segir sérkennilegt hjá sjávarút- vegsráðherra að kynna áform fyrir næstu ríkisstjórn. Allsendis sé óvíst með aðkomu Steingríms J. Sigfússonar að þeirri stjórn. „Fyrir þinginu liggur frum- varp frá Frjálslynda flokkn- um um handfæraveiðar. Þing- ið gæti samþykkt það á morgun og hundruð gætu hafið veiðar í byrjun maí. Það væri nær frekar en að bíða eftir að ný stjórn væri mynduð. Steingrímur J. verður ekki endilega ráðherra í þeirri ríkisstjórn.“ - kóp Karl V. Matthíasson: Gætum hafið veiðarnar strax
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.