Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.04.2009, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 17.04.2009, Qupperneq 22
22 17. apríl 2009 FÖSTUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 SPOTTIÐ UMRÆÐAN Guðmundur Ólafasson skrifar um verðtryggingu Gunnar Tómasson hagfræðingur, sem raunar hefur haldið því fram að hag- fræði sé mestan part bull, gerir mér þann heiður að nefna mig til í tengslum við það sem hann kallar „hagfræði andskotans“. Þar heldur hann því fram að skuldarar beri tvöfaldan skaða miðað við lánardrottna þegar verðgildi peninga fellur í verðbólgu. Einfaldasta aðferðin til þess að kanna þessa kenningu er að athuga hvernig þetta hefur verið, til dæmis síðastliðin 20 ár hér á Íslandi. Þá kemur í ljós að raunvextir af verðtryggðum lánum eru yfirleitt 1,5-2% lægri en af óverðtryggðum lánum, enda velja Íslendingar yfirleitt verðtryggð lán. Flestir ættu að vera einfærir að reikna hverju munar á 5% og 6,75% vöxtum til langs tíma, en á einu ári munar þetta 350 þúsund krónum af 20 milljón króna láni, sem dýrara er að taka óverð- tryggt lán. Fullyrðing Gunnars um tvöfalt tap skuldara er því einfaldlega röng. Þetta er í sam- ræmi við skoðanir Williams C. Dudley, for- stöðumanns þeirrar deildar Seðlabanka Bandaríkjanna sem er í New York, frá því 10. febrúar sem hvetur til notkunar verðtrygg- ingar. Auk þess má benda áhugasömum á greinar Helga Tómassonar í Vísbendingu 2008 og Ásgeirs Daníelssonar í Efnahagsmálum, riti Seðlabankans frá því í febrúar nýverið. Nú um stundir er verðbólga neikvæð og mun höfuðstóll lána lækka um 0,5% næstkomandi mán- aðamót. Þannig mun lán sem stendur í 20 millj- ónum króna lækka um 100.000 krónur. Það er því réttnefndur andskoti almennings sem vill afnema verðleiðréttingu núna, loksins þegar skuldarar hafa ótvíræðan hag af henni. Höfundur er hagfræðingur. Andskotinn og hagfræðin GUÐMUNDUR ÓLAFSSON Það er því réttnefndur andskoti almenn- ings sem vill afnema verðleiðréttingu núna, loksins þegar skuldarar hafa ótvíræðan hag af henni. Skipholti 50b • 105 Reykjavík Afdráttarlaust „Trúir því einhver að ríkisstjórn Samfylkingar og VG muni ekki sækja um aðild að Evrópusambandinu?“ er spurt í heilsíðuauglýsingu Sjálfstæðis- flokksins í Norðvesturkjördæmi, sem birtist á baksíðu Skessuhorns. Tilefni auglýsingarinnar er orð sem Steingrímur J. lét falla í sjónvarpssal á dögunum þegar hann var spurður um stjórnarsamstarf við Samfylk- inguna og ESB. „Við skulum sjá til,“ hafði Steingrímur sagt. Úff. En Sjálfstæðisflokknum í Norðvesturkjördæmi til huggunar má benda á, að þó svo að Steingrímur virð- ist taka af öll tvímæli með þessum afdrátt- arlausa málflutn- ingi, eru þeir vissulega til sem trúa að Samfylking og VG gangi ekki til aðildarviðræðna við ESB. Og hafa af því nokkrar áhyggjur. Mishermi Á þessum stað í gær var fullyrt að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, hefði enn ekki upplýst um fjármál sín eins og hann lofaði að gera. Það er ekki rétt. Sigmundur Davíð kunn- gjörði tekjur sínar á forsíðu Tímans síðastliðinn laugardag, auk þess sem upplýsingar um fjármál hans eru birtar á heimasíðu Framsóknar- flokksins. Beðist er velvirðingar á þessu mishermi. Tekjulaus formaður Í uppgjöri Sigmundar Davíðs kemur fram að hann gegnir ekki launaðri stjórnarsetu og er í launalausu leyfi frá skipulagsráði Reykjavíkur. Þá vinnur hann að ritun kennslubókar og gerð heimildarmyndar um skipulagshag- fræði en vegna stjórnmálaþátttöku er óljóst hvenær því verkefni lýkur og þar af leiðandi hvort greitt verði fyrir það. Sigmundur Davíð hefur engan fjárhagslegan stuðning fengið. Hann á fimmtíu prósenta hlut í félag- inu Menning ehf., sem er ekki starfandi. Formaður Framsóknar- flokksins hefur sem sagt engar tekjur. bergsteinn@frettabladid.isÍ nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins kemur fram að 62 prósent landsmanna vilja ekki að krónan verði framtíðar- gjaldmiðill á Íslandi. Vissulega er mikil frétt fólgin í því að afgerandi meirihluti þjóðarinnar telur að krónan eigi sér ekki viðreisnar von. Hitt er þó ekki minna fréttnæmt hversu margir vilja áfram treysta á hana. Erfitt er að skilja á hverju það traust er byggt. Lítum á nokkrar tölur. Krónan hefur fallið um fjörutíu prósent gagn- vart evru á einu ári. Ef farið er tvö ár aftur í tímann er fall- ið í kringum níutíu prósent. Gagnvart dollaranum er fallið á sama tíma tæplega 100 prósent. Verðbólga á Íslandi verður um fjórtán prósent á þessu ári. Innan Evrópusambandsins verður hún að meðaltali um eitt prósent. Stýrivextir eru 15,5 prósent hér og eru að sliga fyrirtæki og heimili. Í þeim löndum sem við viljum bera okkur við er búið að lækka vexti niður í allt að 0,5 prósentum til að freista þess að gangverk athafnalífsins stöðvist ekki. Óþarfi er að fjölyrða um hversu háskaleg blanda háir vextir og há verðbólga í verðtryggðu umhverfi er fyrir rekstur, hvort sem það er á einu stykki heimili eða stórfyrirtæki. Þáttur krónunnar í þessari stöðu er ekki lítill. Helstu tals- menn hennar héldu því fram árum saman að hún, ásamt sjálf- stæðri peningamálastefnu, væri undirstaða velmegunar þjóð- arinnar. Þau leiktjöld fuðruðu upp í haust. Nú er krónan hvergi brúkleg utan lögsögu landsins. Við neitum meira að segja að taka við henni sem greiðslu fyrir eigin útflutningsvörur. Er það aðeins síðasti kaflinn í margra áratuga langri harmsögu íslensku krónunnar, sem vonandi sér þó fyrir endann á. Umræðan um að skipta um gjaldmiðil hefur staðið linnulítið undanfarin ár. Í kringum hina skammvinnu niðursveiflu 2006 kom Valgerður Sverrisdóttir, þáverandi iðnaðarráðherra, hlut- unum hressilega á hreyfingu þegar hún varpaði fram þeirri hugmynd að Ísland ætti að skoða einhliða upptöku evru. Upp- skar hún háðsglósur fyrir vikið úr ýmsum áttum, þar á meðal frá mönnum sem síðar áttu eftir að gera hugmynd hennar að sinni. Árið 2006 var hins vegar enn allt með sæmilega kyrrum kjörum hér á landi og krónan naut enn ástar annarra en fram- sýnna manna. Á ráðstefnu um gjaldmiðilsmálin, sem Samtök iðnaðarins stóðu fyrir þá um vorið, orðaði Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, stöðuna á þessa leið: „Okkur hefur skort sölupunktana til að taka upp evru.“ Benti hann á að efnahagslegi ávinningurinn hefði ekki verið til staðar en sagði blikur vera á lofti. Þremur árum og hruni hagkerfisins síðar vantar ekki „sölu- punkta“ fyrir að kveðja krónuna. Skoðanakönnun Fréttablaðs- ins sýnir að traustur meirihluti þjóðarinnar er tilbúinn fyrir þá kveðjustund. Það bíður stjórnmálaflokkanna að svara hvernig verður staðið að því verki. Samfylkingin hefur lagt sín spil á borðið. Aðrir ekki. Samband þjóðar og gjaldmiðils: Krónan kvödd JÓN KALDAL SKRIFAR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.