Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.04.2009, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 17.04.2009, Qupperneq 24
24 17. apríl 2009 FÖSTUDAGUR UMRÆÐAN Andrés Magnússon og Margrét Krist- mannsdóttir skrifa um Evrópumál Það þarf ekki að fara mörgum orðum um stöðu íslenskra fyrir- tækja um þessar mund- ir, ytra umhverfi þeirra er skelfilegt og birtist m.a. í himinháum vöxt- um, verðbólgu, gjald- eyrishöftum, dauð - vona krónu og skertum kaupmætti. Við þessar aðstæður er atvinnulíf- inu gert að standa í fæt- urna, rétta úr bakinu og spýta í lófana enda öfl- ugt atvinnulíf forsenda þess að þjóðin komi sér upp úr núverandi stöðu. Gríðarlegur kraftur býr í íslenskum atvinnurekendum og þeir átta sig fyllilega á sínu hlut- verki í endurreisn þjóðarinnar en því miður fer allt of mikill kraft- ur þeirra í að berjast við ytri aðstæður í stað þess að vinna að uppbyggingu sinna fyrirtækja. Í dag eyðir forystusveit íslenskra fyrirtækja of miklu af tíma sínum í að slökkva elda í stað þess að horfa til framtíðar. Fyrirtækjum og heimilum í landinu hefur oft verið stillt upp sem andstæðum pólum sem hafa ólíkra hagsmuna að gæta. En því fer fjarri – hagur fyrirtækjanna og heimilanna er samtvinnað- ur því hagur heimilanna bygg- ir á öflugu atvinnulífi og fyrir- tæki reiða sig á vinnuframlag og öflugan kaupmátt heimilanna. Atvinnulífið og heimilin haldast því hönd í hönd og eru samherjar í baráttunni fyrir efna- hagslegum stöðugleika. Á undanförnum miss- erum hafa allar kannanir sýnt að mikill meirihluti fyrirtækja innan versl- unar og þjónustu vill að íslensk stjórnvöld hefji nú þegar aðildarviðræð- ur við Evrópusambandið enda átta fyrirtækin sig á því að þau þurfa að vera hluti af stærri heild í því alþjóðaumhverfi sem þau starfa í. Öflugt efna- hagslegt bakland snýst um framtíð fyrirtækj- anna og lífskjör fólksins í landinu. Því er það algjörlega óásættanlegt að stjórn- málaflokkar og einstakir hagsmunaaðilar leggist í skotgrafir og neiti þjóð- inni um þann sjálfsagða rétt að fá að vita hvað standi henni til boða í aðildarviðræðum. Evrópumál- ið er miklu stærra en svo að það eigi að snúast um stjórnmálaskoð- anir og sérhagsmuni einstakra atvinnuvega enda eru fylgjendur aðildarviðræðna í öllum flokkum og öllum atvinnugreinum. Það má aldrei líðast að sérhagsmunir séu teknir fram yfir þjóðarhag. Fram- tíð barnanna okkar er mikilvæg- ari en sérhagsmunir og flokka- drættir. Nú sem aldrei fyrr er haldið uppi öflugum hræðsluáróðri gegn aðildarumsókn þó fyrir liggi að ný aðildarríki hafa án undan- tekninga náð að verja brýnustu þjóðarhagsmuni sína í aðildar- viðræðum. Hér er það því til- gangurinn sem helgar meðal- ið. En hræðsluáróður í stöðunni í dag er einnig undar legur, enda er verið að hræða fólk með ein- hverju sem enginn veit hvað er. Það veit nefnilega enginn hvaða niðurstöðum aðildarviðræður við Evrópusambandinu munu skila. Um það snýst málið – kröfuna um að þjóðin fái að vita hvað aðild að Evrópusambandinu þýðir – kosti þess og galla þannig að hún geti í þjóðaratkvæðagreiðslu sjálf metið hvar hagsmunum hennar er best borgið eftir að niðurstöður aðildarviðræðna liggja fyrir. Að stjórnmálamenn og hagsmuna- aðilar hætti að eyða dýrmætum tíma í getgátur en hefji leit að staðreyndum. Þjóðin á betra skilið en að kjörnir fulltrúar hennar á Alþingi setji forræðishyggju og flokks- hagmuni ofar rétti hennar til að ákveða sjálf hvert hún vill stefna. Við gerum þá kröfu að þeir stjórn- málaflokkar sem taka við eftir kosningar í lok mánaðarins setji það í stjórnarsáttmálann að farið verði nú þegar í aðildarviðræð- ur og velji til þess verks öflug- ustu samningamenn þjóðarinnar. Þegar niðurstöður liggja fyrir á þjóðin síðasta orðið − og stjórn- málaflokkar eiga ekki að óttast dómgreind eigin þjóðar. Andrés Magnússon er fram- kvæmdastjóri SVÞ. Margrét Kristmannsdóttir er fram- kvæmdastjóri Pfaff, formaður SVÞ og FKA. Að óttast sína eigin þjóð MARGRÉT KRISTMANNSDÓTTIR ANDRÉS MAGNÚSSON Fyrirtækjum og heimilum í landinu hefur oft verið stillt upp sem andstæðum pólum sem hafa ólíkra hagsmuna að gæta. En því fer fjarri – hagur fyrirtækjanna og heimilanna er samtvinnaður … UMRÆÐAN Vigdís Hauksdóttir skrifar um opinberan rekstur Tilgangur laga nr. 84/2007 um opinber innkaup er að tryggja jafn- ræði fyrirtækja við opin- ber innkaup, stuðla að hag- kvæmni í opinberum rekstri með virkri samkeppni og efla nýsköpun og þróun við innkaup hins opinbera á vörum, verkum og þjónustu. Sam- kvæmt 3. gr. laganna taka lögin til ríkis, sveitarfélaga, stofnana þeirra og annarra opinberra aðila. Viðmiðunarfjárhæðir vegna opin- berra innkaupa á Evrópska efna- hagssvæðinu er að finna í reglugerð nr. 807/2007. Viðmiðunarfjárhæðir vegna skyldu til útboðs á Evrópska efnahagssvæðinu samkvæmt 78. gr. laga nr. 84/2007 skulu vera sem hér segir: opinberir aðilar - viðmiðunar- fjárhæðir vegna skyldu til útboðs á Evrópska efnahagssvæðinu sam- kvæmt 78. gr. laganna hjá opinberum aðilum að frátöldum sveitarfélögum og stofnunum eru eftirfarandi: vöru- og þjónustusamningar 11.690.000 kr. og verksamningar 449.490.000 kr. Þegar sveitarfélög, stofnanir þeirra og aðrir opinberir aðilar á þeirra vegum eiga í hlut eru viðmiðunar- fjárhæðir þessar: vöru- og þjónustu- samningar 17.980.000 kr. og verksamningar 449.490.000 kr. Almennt er kveðið á um útboð í lögum nr. 65/1993 um framkvæmd útboða og eiga þau lög við um opinber útboð eins langt og þau ná, það er að segja þegar ekki er vikið frá þeim í lögum um opinber innkaup eða öðrum sérlögum. Þegar innkaup/verk eru yfir eftirtöldum viðmiðunarfjár- hæðum er meginreglan sú að þau þarf að auglýsa á öllu EES svæð- inu með birtingu í Stjórnartíðind- um ESB. Hefur þetta í för með sér að erlend fyrirtæki hafa tækifæri á að bjóða í innkaup/verk hér á landi. Nú þegar atvinnuleysi hefur náð nýjum hæðum er mikilvægt að ríki og sveitarfélög leggist á eitt og hug- leiði umfang innkaupa/verka til að halda þeim á innanlandsmarkaði án þess að brjóta gegn reglum EES- samningsins. Verði tekin meðvituð ákvörðun um að hafa umfang útboða undir viðmiðunarfjárhæðum er hægt að skapa fleirum atvinnu með auknum verkfjölda. Ég tel að þessi aðgerð komi til með að fleyta mörg- um fyrirtækjum og einyrkjum sem nú eru í rekstri og framleiðslu yfir erfiðasta hjallann. Höfundur skipar 1. sætið fyrir Framsóknarflokkinn í Reykjavíkurkjördæmi suður. Opinber innkaup VIGDÍS HAUKSDÓTTIR UMRÆÐAN Ása Björk Ólafsdóttir skrifar um ylrækt Okkur er trúað fyrir fallegu og gjöfulu landi. Á sama tíma og mörg okkar óttast nánustu framtíð og völtu efnahags- kerfi verður komið í jafn- vægi, skulum við hugsa um það hvað okkur langar til að sjá gerast. Hverjar eru vænting- ar okkar? Minn draumur er sá, að Íslend- ingar verði sjálfum sér nógir með mat. Matarkistan og gnægtar- brunnurinn Ísland er ekki óraun- hæfur draumur. Til eru nokkrar leiðir. Um leið og tekin verður ákvörðun um að garðyrkjubændur fái raforku á stóriðjuverði, munum við sjá hraða þróun og mikla upp- byggingu í ylrækt. Fólk mun sjá framtíð í að reisa gróðurhús og hefja hvers konar ræktun græn- metis eða/og jafnvel ávaxta. Langtímastörfin við ræktun eru svo mörg að ég hef ekki hug- myndaflug til að telja þau. Ótal- in eru þá afleidd störf við þjón- ustu, pökkun, dreifingu og svo framvegis. Þessi einfalda aðgerð kemur þannig til með að stór- auka eftirspurn eftir gleri og grindum í gróðurhúsin, það skap- ar störf. Einnig skapast störf við undirbúning og vinnu við uppsetningu húsanna. Lífræn og hrein rækt- un er sú ímynd sem Ísland á að hafa út á við. Mig dreymir um að við ræktum nóg fyrir innanlandsmark- að. Ekki einungis vegna þess að íslenskt grænmeti er fyrsta flokks, held- ur einnig til þess að nota ekki dýrmætan gjaldeyri í nokkuð sem við getum verið sjálf- bær um. Við framleiðum nóg af kjöti, eigum nægan fisk í hafinu, afbragðs mjólkurvöru og eigum að rækta meira grænmeti og ein- hverja ávexti. Það virðist erfiðara með kornið, en í byggræktun erum við komin vel í gang. Ræktun skóga breytir loftslaginu og því verðugt markmið að virkja enn frekar þann stórhug sem með mörgum býr. Þetta er sú framtíðarsýn sem ég hef og að auki tel ég að sú vannýtta auðlind sem felst í lækningajurt- um sé nokkuð sem beri að athuga gaumgæfilega. Þó ber sérstaklega að gæta þess að ganga ekki á villta stofna, en hugsanlega er þó hægt að rækta slíkar jurtir í gróðurhúsum í einhverjum mæli. Þannig náum við að nýta þann gnægtarbrunn sem landið okkar vissulega er. Höfundur er héraðsprestur og skipar 6. sæti á lista VG í Suðvesturkjördæmi. Allsnægtir landsins ÁSA BJÖRK ÓLAFSDÓTTIR skipta um dekk hjá Max1 Umfelgun og ný dekk á góðu verði Umfelgun og jafnvægisstilling á 4 fólksbíladekkjum á 12–16 tommu stálfelgum 6.458 kr. Kauptu sumardekkin hjá Max1 á góðu verði. Spyrðu okkur hvað við getum gert meira fyrir þig. Við erum góðir í að gera hlutina fljótt og vel og ódýrt – skoðaðu: www.max1.is Reykjavík, sími 515 7190: Bíldshöfða 5a, Bíldshöfða 8, Jafnaseli 6, Knarrarvogi 2. Akureyri, sími 462 2700: Tryggvabraut 5. Skoðaðu www.max1.is Sparaðu, láttu Ný sumardekk Dekkjaskipti
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.