Fréttablaðið - 17.04.2009, Síða 28

Fréttablaðið - 17.04.2009, Síða 28
2 föstudagur 17. apríl É g byrjaði að leika mér að mynda þegar ég var í Menntaskólanum á Akureyri en fór svo út til Parísar í nám,“ segir ljósmyndarinn Benni Vals- son sem hefur myndað marg- ar af skærustu kvikmynda- og tónlistarstjörnum heimsins. Meðal stjarna sem Benni hefur myndað eru Holly- wood-leikararnir Leonar- do DiCaprio, Sean Penn, Jim Carrey og Viggo Mortensen, kvik- myndagerðarmaðurinn Michael Moore, leikkonan Naomi Watts og hljómsveitir á borð við The Kills, Coldplay og White Stripes, svo eitthvað sé nefnt. „Í sjálfu sér finnst mér ekkert merkilegt að mynda frægt fólk og oft eru nöfn- in stærri en hæfileikarnir á bak við þau. Svo hef ég líka myndað minna frægt fólk sem mér hefur fundist búa yfir meiri hæfileik- um en stóru nöfnin,“ segir Benni. Hann bætir því við að skemmti- legast sé að mynda fólk sem gefi af sér á meðan á myndatökunni stendur. „Ég hafði mjög gaman af því að mynda Björk, tónlistarkon- una Cat Power og franska leikar- ann Gerard Depardieu. Þessi þrjú eru þátttakendur í því sem er að gerast sem gerir hlutina auðveld- ari og skemmtilegri fyrir vikið,“ segir Benni og bætir við að fæstar stjörnurnar sem hann hafi mynd- að séu með stjörnustæla. „Það er frekar erfiðara að eiga við fólkið í kringum stjörnurnar, líkt og um- boðsmennina. Þeir sem eru ekki enn orðnir frægir eru frekar með stæla en stjörnurnar sem þurfa ekkert að sanna lengur. Yfirleitt er bara þægilegt að eiga við þetta fólk. Fyrir utan einstaka tilfelli.“ Spurður hvort hann eigi sér draumastjörnu sem hann langi að mynda nefnir hann tónlistarmann- inn Nick Cave. „Mig hafði lengi langað að mynda Bonnie Prince Billy og það gerði ég nýlega og svo hefði ég líka viljað mynda Johnny Cash en það er víst ekki hægt.“ Hægt er að skoða verk Benna á heima- síðunni www.bennivalsson. com. -iáh núna ✽ mátulega mössuð þetta HELST Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Forsíðumynd Anton Brink Útlitshönnun Kristín Agnarsdóttir Auglýsingar Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is sími 512 5462 Föstudagur Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 augnablikið HVÍT OG KÖFLÓTT Jennifer Lopez og Marc Anthony mættu saman í TOPSHOP TOPMAN einkasamkvæmi á Balthazar í New York á dögunum. Hjónin virðast ekki hafa reynt að vera í stíl því Lopez klæddist hvítum þröngum kjól en söngvarinn var í köflóttum jakka. Benni Valsson ljósmyndari hefur myndað margar stórstjörnur: HEFÐI VILJAÐ MYNDA JOHNNY CASH KATRÍN BESSADÓTTIR SJÓNVARPSKONA „Ég ætla að vinna um helgina enda fer kosningabaráttan ekki í frí. Svo ætla ég að reyna að taka hluta af vísitölurúntinum, fara jafnvel í Húsdýragarðinn með fjöskyldunni. Síðan er lokunarpartí í Kling og bang á laugardaginn þar sem vin- kona mín ásamt fleirum hefur verið með stórkostlega listsýningu síðan í mars.“ helgin MÍN Flottur Benni hefur meðal annars myndað leikarann Leonardi DiCaprio. „Það höfðu margir bent mér á að keppa svo ég ákvað að prófa,“ segir Íris Arna Geirsdóttir, 21 árs sigur- vegari á Íslandsmeistaramótinu í módel-fitness, sem haldið var á Akureyri um páskana. Íris Arna, sem tók þátt í fyrsta sinn, segir mikilvægast að viðhalda kven- leikanum í módel-fitness. „Fram- koman verður að vera góð og út- geislunin í lagi. Línurnar verða líka að vera flottar og við megum ekki vera of massaðar. Umfram allt verðum við að viðhalda kven- leikanum,“ segir Íris, sem er búin að æfa stíft í tæp fjögur ár. „Und- irbúningur fyrir svona mót er erf- iður en skemmtilegur og hjá mér og kærastanum er þetta orðið að lífsstíl,“ segir hún og vonar að sig- urinn opni dyr að nýjum verkefn- um auk þess sem hún stefnir á frekari mót hérlendis og erlend- is. „Ef mér myndi bjóðast áhuga- verð fyrirsætustörf væri ég alveg til í að skoða það vandlega.“ - iáh Íris Arna Geirsdóttir, Íslandsmeistari í módel-fitness: Kvenlegar línur Öflug Íris hefur æft stíft í tæp fjögur ár. Alvarleg Naomi Watts er meðal þeirra stórstjarna sem Benni Vals- son hefur myndað. Óskarsverðlaunahafi Á síðunni bennivalsson. com má meðal annars sjá þessa mynd af leikaranum Sean Penn.. „Ég hló og grét frá fyrstu blaðsíðu.“ ADELE PARKS FRUMÚTGÁFA í kilju Kisan í Elle Magazine Í nýjasta tölublaði bandaríska tímaritsins Elle er umfjöllun um verslunina Kisuna í New York; hugmyndabúð þeirra Þórunnar Anspach og Olivi- ers Bremond. Verslunin á Lauga- vegi 7 hefur notið mikilla vinsælda allt frá því að hún var opnuð árið 2005 og í glans- tímaritinu er Kis- unni í Soho-hverfi New York hælt í hástert. Umfjöllunin er í dálki sem kallast Elle top shop, þar sem rit- stjóri blaðsins skrifar um vinsælar verslanir hverju sinni. Þar er sagt að í Kisunni sé hægt að fá sérstaka muni allt frá 1,5 upp í 4.000 dollara og umhverfið sé bæði hreint, litríkt og afslappað, með heimsborgara- ívafi. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem verslunin fær góða umfjöllun því í fyrra skrifaði Tískuritið Women’s Wear Daily um Kisuna. Þeir sem eru á leiðinni í Stóra eplið ættu að gera sér ferð í verslunina sem er á 125 Greene Street.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.