Fréttablaðið - 17.04.2009, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 17.04.2009, Blaðsíða 32
6 föstudagur 17. apríl Eivör Pálsdóttir lauk nýverið við tónleika- ferðalag um landið með eigin hljómsveit í fyrsta sinn. Hún heldur nú aftur til Færeyja þar sem hún býr í eigin húsi við ströndina og undirbýr sýningu með eigin tón- list og málverkum. Viðtal: Alma Guðmundsdóttir Myndataka: Anton Brink Förðun: Kristín Kristjánsdóttir M ig langaði að fá klassíska söng- þjál fun svo ég flutti hingað ein þegar ég var sautj- án ára gömul og fór í Söng skólann í Reykjavík,“ segir Eivör Pálsdóttir sem er 25 ára, spurð hvenær hún kom fyrst til Íslands. „Ég bjó hjá Ólöfu Kolbrúnu Harð- ardóttur söngkennara sem bauð mér að koma og vera í mánuð. Ég ætlaði alls ekki að vera svona lengi, en þegar ég kom varð ég svo rosalega heilluð af landinu, náttúr- unni, fólkinu og tónlistinni. Allt var einhvern veginn rétt fyrir mig svo ég var hérna í fjögur ár,“ útskýr- ir Eivör og segir margt líkt með Ís- lendingum og samlöndum sínum. „Mér finnst auðvelt að tala við Íslendinga því þeir eru mjög líkir Færeyingum, bæði hvernig þeir eru og hugsa,“ segir Eivör en við- urkennir að tungumálið hafi verið svolítið ruglandi fyrst í stað. „Rétt eins og Íslendingar geta heyrt Færeyinga segja eitthvað og fund- ist það drepfyndið, getur það líka verið öfugt. „Ég man fyrst þegar ég flutti hingað var ég alltaf að ruglast því sum orð eru alveg eins, en þýða eitthvað annað. Til dæmis þýðir „sniðugt“ skrítið á færeysku. Alls konar svona hlutir gátu verið rugl- andi og mér fannst oft furðulegt þegar einhverjum fannst eitthvað vera „sniðugt“ sem mér fannst alls ekki „skrítið“,“ segir hún brosandi, en viðurkennir að íslenskan hafi komið hjá sér eftir nokkurra mán- aða búsetu hér á landi. KEYPTI SÉR EINBÝLISHÚS Eftir að hafa búið um árabil á Ís- landi og í Danmörku flutti Eivör aftur til Færeyja fyrir tveimur árum og festi kaup á einbýlishúsi í bænum Götu. „Gata er mjög kósý. Það er ekk- ert þar, engin búð eða neitt og mér finnst það æðislegt. Ég keypti mér hús þar við sjóinn á æðis- legum stað. Þetta var sumarbú- staður sem ég fékk stundum lán- aðan til að semja í. Það var ekki á dagskránni hjá mér að kaupa hús, svo þetta var skyndiákvörð- un hjá mér þegar húsið var sett á sölu því ég vildi ekki missa af því. Foreldrar mínir búa líka ná- lægt, aðeins lengra uppi á fjall- inu svo ég sé þau reglulega eftir að ég flutti,“ segir Eivör. „Ég þarf rosalega mikið rými og bý ein í stóru húsi, en samt finnst mér það ekki of stórt. Sumum finnst hrikaleg tilhugsun að ég búi þar alein, en mér hefur alltaf fundist gott að vera ein, alveg frá því ég var lítil. Ég held að það sé rosalega mikillvægt þegar maður er að skapa að geta verið einn. Stundum get ég verið mjög ófé- lagslynd og þá hringja vinir mínir og segja mér að koma út úr þessu húsi,“ bætir hún við og brosir. „Ég er rosalega mikið á flakki svo það er næstum því fram- andi fyrir mig að koma heim þar sem eru engin læti og ekk- ert áreiti. Það er það besta við að búa þarna. Ég er svo mikil sveita- stelpa í mér og finnst gaman að vera bara í rólegheitum,“ segir Eivör sem hefur hæfileika á mörgum sviðum. Þegar hún er ekki að einbeita sér að tónlistinni málar hún myndir. „Ég hef allt- af málað og ég sótti mikið sýn- ingar áður en ég varð svona upp- tekin af tónlistinni. Mér finnst gaman að skipta stundum yfir í annars konar list og það hjálpar mér að opna hugann og fá nýjar hugmyndir. Stundum þegar ég er að semja á fullu og er föst í einhverju er gott að skipta yfir,“ segir Eivör. Á FLAKKI Fram undan er annríki hjá Eivöru. Í sumar ferðast hún til Noregs, Danmerkur, Þýskalands, Græn- LISTAKONA OG SVEITAST Litrík „Ég er algjör stelpa þegar kemur að fötum og kaupi oft eitthvað skemmtilegt sem ég sé á ferðalögum,“ segir Eivör sem keypti bláa bolinn, sem hún er í á myndinni, á Havaíeyjum þar sem hún hélt tónleika fyrr á árinu. Listakona í húð og hár Eivör heldur málverkasýningu og tónleika í Norræna húsinu í Fær- eyjum 25. apríl næstkomandi. Hún leyfði okkur að sjá tvær af mynd- um sínum og sú vinstra megin heit- ir „Á móti sólinni“. „Þessi mynd kom til mín þegar ég var að kafa á Havaí-eyjum. Ég var svo rosalega heilluð af heiminum undir vatn- inu og leið eins og gesti í öðrum heimi,“ segir hún. Myndin hægra megin heitir„Augu hugans“. „Hug- myndin kom til mín þegar ég var á Indlandi. Þó ég vilji loka augunum eru alltaf þúsund önnur opin í hug- anum. Kunnum við að loka augum hugans?“ spyr Eivör sem málar hvar og hvenær sem tækifæri gefst til. „Ég er með eitt herbergi í hús- inu mínu þar sem ég mála og má skíta út, en ég hef líka málað þegar ég er á tónleikaferðalögum og er alltaf með pensla og málningu með mér. Myndirnar sem ég mála fjalla oft um ferðina á móti ljósinu og ég nota mikið andstæður myrkurs og ljóss,” segir Eivör. Efalex eflir einbeitingu og sjón og stuðlar þannig að betri námsárangri. Vönduð blanda fiski- og kvöldvorrósarolíu sem eflir og styrkir: • Hugsun • Einbeitingu • Sjón • Hormónajafnvægi Einstakt gegn lesblindu og ofvirkni. Hentar fólki á öllum aldri. Fæst í fljótandi formi og hylkjum í lyfja- og heilsuverslunum. Efalex er einstök samsetning úr hreinni kvöldvorrósarolíu og fiskiolíu sem innihalda þrjár mikilvægar fitusýrur, DHA, AA og GLA ásamt tveimur öflugum andoxunarefnum, E-vítamíni og tímían olíu sem vinna saman að viðhaldi lífsnauðsynlegra fitusýra í líkamanum. Nægt magn þessarra olía í líkamanum stuðla að skarpari hugsun og betri einbeitingu sem eykur færni okkar til þess að læra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.