Fréttablaðið - 17.04.2009, Side 44

Fréttablaðið - 17.04.2009, Side 44
 17. apríl 2009 FÖSTUDAGUR Ekið var yfir Borgarfjarðarbrú í fyrsta skipti þennan dag árið 1980 og var hún þá tekin óform- lega í notkun þó svo að vígsla hennar drægist um rúmlega eitt ár, til 13. september 1981. Brúin er 520 metrar og var sú næst- lengsta á landinu á eftir Skeiðar- árbrú. Með Borgarfjarðarbrúnni stytt- ist leiðin milli Akraness og Borgarness um 31 kílómetra; úr 69 kíló- metrum í 38. Leiðin milli Reykjavíkur og Norðurlands styttist mun minna, eða um ellefu kílómetra. Framkvæmdir við vegagerð og brú yfir Borgarfjörðinn stóðu í sjö ár. Yfirsmiður við brúna var Eiríkur Jónas Gíslason, sá hinn sami og stjórnaði brúarsmíði á Skeiðarársandi nokkrum árum áður og þar áður við Jökulsá á Breiðamerkursandi. Með tilkomu Borgarfjarðar- brúar minnkaði umferð stórlega um Hvítárbrú við Ferjukot, og Hyrn- an og Skeljungsskálinn í Borgarnesi tóku við hlutverki vegasjopp- unnar í Ferjukoti. ÞETTA GERÐIST: 17. APRÍL 1980 Borgarfjarðarbrú í notkun BENJAMIN FRANKLIN STJÓRN-MÁLAMAÐUR ANDAÐIST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1790. „Sveitamaður meðal tveggja lögfræðinga er eins og fiskur milli tveggja katta.“ Benjamin Franklin var boð- beri nýrrar hugsunar í vísind- um og einn af leiðtogum upp- reisnarmanna í bandaríska frelsisstríðinu. Eysteinn Sigurðsson lætur ekki efnahagsörðugleika í land- inu draga úr sér kjark heldur hefur fest kaup á Sunnubúð- inni í Mávahlíð og fyllt hana af ferskum og ilmandi mat- vörum. Hann kveðst bjartsýnn á að með elju og vinnusemi takist honum að reka hana. „Til að halda svona verslun gang- andi er nauðsyn að vera með athyglina vakandi allan sólar- hringinn, eins og bóndi sem sinnir sínu búi vel og gengur í öll störf,“ segir Eysteinn, sem er búfræðingur frá Hvann- eyri og dreymdi á tímabili um að setjast að í sveit. Ekki kveðst Eysteinn vera af verslunarmönnum kominn. Hann viti þó um einn í ættinni. „Afabróðir minn, Steingrím- ur Sigurðsson, rak litla búð á Höfn í Hornafirði í áratugi. Hún er enn við lýði og ber hans nafn,“ upplýsir hann og kveðst sjálfur hafa fengið bakteríuna ungur. „Ég byrjaði nítján ára sem utanbúðarmaður hjá Kaupfélagi Langnes- inga á Þórshöfn og varð verslunarstjóri fljótlega eftir það. Það var ekki einfalt mál að kaupa inn í þannig verslun og sinna öllum þörfum fólks í matvöru og klæðnaði en það var skemmtilegt,“ segir hann brosandi. Eysteinn ólst upp á Seltjarnarnesi. Flutti norður um miðj- an áttunda áratuginn og kom til baka 1990. „Þá fór ég að vinna hjá Búvörudeild Sambandsins sem fjárreiðustjóri en féll ekki að vera á skrifstofu allan daginn. Því sagði ég já þegar Björn Ingimarsson bað mig að vera verslunarstjóra í 11/11 á Grensásvegi sem hann var að opna. Það er svakaleg- asta vinna sem ég hef tekið að mér. Þetta var fyrsta klukku- búðin í Reykjavík sem var opin eftir klukkan sex og það var biðröð út á götu á kvöldin.“ Eftir nokkur ár hjá Kaupási eignaðist Eysteinn eigin versl- un, Krambúðina við Skólavörðustíg, og átti hana þar til fyrir tveimur árum. Fór þá til Europris. „Það var góð reynsla en ég þrífst ekki í stórum mörkuðum. Þeir eru svo ópersónu- legir,“ segir hann. Það eru einmitt mannlegu samskiptin sem Eysteinn telur mest gefandi í hverfisverslun eins og Sunnubúð. „Ég hef fengið góðar móttökur hér,“ segir hann. „Auðvitað er enginn leikur að reka búð í kreppu því fólk heldur í aurinn. En verð- lagið er mun lægra hjá mér en í klukkubúðunum og sumt er ódýrara en í Hagkaupum og Nóatúni.“ Sunnubúðin á sér 58 ára sögu og er því ein af rótgrónum kaupmannsbúðum borgarinnar. Eysteinn er fjórði eigand- inn. Stofnandinn Óskar Jóhannsson rak hana frá 1951 til 1982 og á því tímabili störfuðu hjá honum sendlar sem síðar urðu þjóðkunnir menn; Pétur Sveinbjarnarson, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Friðrik Sophusson og Davíð Oddsson. Sunnubúðin er opin frá 10 til 20. Eysteinn kveðst vona að íbúar í Hlíðunum kunni að meta þjónustuna og versli í heimabyggð. „Það er óþarfi að hendast eitthvað þegar menn fá vöruna við dyrastafinn,“ bendir hann á. gun@frettabladid.is EYSTEINN SIGURÐSSON: KEYPTI SUNNUBÚÐ Sinnir sínu búi KAUPMAÐURINN Á HORNINU „Auðvitað er enginn leikur að reka búð í kreppunni því fólk heldur í aurinn,“ segir Eysteinn Sigurðsson verslunarmaður í Sunnubúðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI timamot@frettabladid.is Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Ingibergur V. Jensen bifvélavirkjameistari, Hraunbæ 88, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 20. apríl kl. 13.00 Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Félag langveikra barna. Alda Jónsdóttir Marteinn Jensen Petrica Ardalic Steinar Á. Jensen Hólmfríður Geirsdóttir Unnur Inga Jensen Alfred George Wilmot Valgerður Hafdís Jensen Hákon V. Uzureau barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, dóttir, móðir, tengdamóðir og amma, Jóhanna Katrín Björnsdóttir Hlynsölum 5, Kópavogi, lést í Sjálfsbjargarhúsinu Hátúni 12 að morgni dags 14. apríl. Oddur Jónas Eggertsson Steinunn Lilja Jónasdóttir Geirlaug Dröfn Oddsdóttir Helgi Magnússon Jónas Þór Oddsson Lilja Guðríður Karlsdóttir Atli Már Oddsson Maila Oen Hellesöy Ari Freyr Oddsson Ástrós Eiðsdóttir Arna Dögg, Helena Ýr, Magni Snær og Sunna Katrín. Faðir okkar, Þórður Snæbjörnsson Dvalarheimilinu Hlíð, áður til heimilis að Stafholti 14, Akureyri, lést að morgni páskadags 12 . apríl sl. Börnin. 80 ára afmæli Laugardaginn 18. apríl verður Sigrún Sturludóttir Árskógum 6 í Reykjavík, 80 ára. Sigrún og eiginmaður hennar Þór- hallur Halldórsson eiga einnig 60 ára brúðkaupsafmæli. Af því tilefni bjóða þau hjónin ætting jum og vinum að samgleðjast með þeim og fjölskyldunni í safnaðarheimili Bústaðakirkju kl. 14.00 þann dag. Útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Guðfinnu P. Hinriksdóttur frá Flateyri, Litlu Grund, Reykjavík, sem andaðist þann 8. apríl sl. á Elli- og hjúkrunarheim- ilinu Grund, verður í Grafarvogskirkju mánudaginn 20. apríl nk. og hefst kl. 15.00. Guðrún Greipsdóttir Sigurður Lárusson Hinrik Greipsson Ásta Edda Jónsdóttir Eiríkur Finnur Greipsson Guðlaug Auðunsdóttir Guðbjartur Kristján Greipsson Svanhildur Bára Jónsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför eiginmanns, föður, bróður, afa og langafa, Sveins Snjólfs Þórðarsonar frá Skógum í Mjóafirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunarheimilisins og sjúkrahúss Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað. Ólöf Ólafsdóttir Björgvin Sveinson Rósa Benediktsdóttir Þórður Sveinsson Karen Kjartansdóttir Heiðar Sveinsson Auður Sveinsdóttir Þorgils Arason Sigurður Sveinsson Brynhildur Sigurðardóttir Sjöfn Magnúsdóttir Magnús Herjólfsson bræður, systur, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, Sverrir Lúthersson Hellisgötu 16, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju mánudaginn 20. apríl kl. 13.00. Grétar Sverrisson Reynir Sverrisson Sigurður Sverrisson Garðar Hreinsson Katrín Johannesen og barnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför elsku- legs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, bróður, mágs, afa og langafa, Ragnars Heiðars Sigtryggssonar Gógó, Kjarnagötu 14, Akureyri. Sérstakar þakkir til starfsfólks Heimahlynningar á Akureyri fyrir kærleiksríka umönnun. Sonja Gunnarsdóttir Guðrún Friðjónsdóttir Aðalsteinn Árnason Gunnar Jónsson Sigrún Gunnarsdóttir Ragnheiður Ragnarsdóttir Auðun Benediktsson Sigtryggur Ragnarsson Kamilla Ragnarsdóttir Ragnar Björnsson Hermann Lýður Ragnarsson Elín Ragnarsdóttir Borgar Ragnarsson Sigurður R. Ragnarsson Bjarney Jóný Bergsdóttir Arna Ragnarsdóttir Anna Ragnarsdóttir Guðmundur Sigurðsson Hermann Sigtryggsson Rebekka Guðmann afa og langafabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem auð- sýndu okkur hlýhug og vináttu við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, Gunnlaugs Garðars Bragasonar Stillholti 19, Akranesi. Sérstakar þakkir til starfsfólks A-deildar Sjúkrahúss Akraness fyrir einstaka umönnun og hlýhug í veikind- um hans. Ásdís Magnúsdóttir. Helga Ragnheiður Gunnlaugsdóttir Gunnar Larsen Magnús Bragi Gunnlaugsson Margrét Ýr Valgarðsdóttir Gautur Garðar Gunnlaugsson Sigríður Ása Sigurðardóttir Jóhann Bjarki Gunnlaugsson og afabörn. BETA EIN- ARSDÓTTIR prestsfrú er 86 ára. SÉRA JAKOB ÁGÚST HJÁLMARS- SON er 62 ára í dag. AFMÆLI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.