Fréttablaðið - 17.04.2009, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 17.04.2009, Blaðsíða 46
30 17. apríl 2009 FÖSTUDAGUR ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Ertu viss um að þú hafir byggt pýramída áður? Blátt teppi? Já, við eign- uðumst strák Jóhannes! Hann líkist þér svolítið. Jóhannes annar! Við ræðum nafnið síðar, herra minn! Var Lárus sáttur við að passa börnin okkar meðan við erum á Havaí? Ég bara veit það ekki. Jóna hafði bara ekki náð að segja honum það áður en við fórum. En hann verður ábyggilega sáttur við það. Þarna kemur Sara... Nú verð ég að segja eitthvað sætt! Hugsaðu! Hugsaðu! Hugsaðu! Hæ Palli. Jó jó jó, hvað segir stelpan! Bíddu? Þetta var hallærislegt. Það var pressa á mér. Jæja - þú ert til í störukeppni... Greyið þú. Aðeins 130 milljónir voru það víst sem borgaryfirvöld spreðuðu í þrif á veggjakroti á síðasta ári. Hávísindaleg úttekt hlutlauss sérfræðings (mín) bendir til að um 129 af þessum millum hafi verið vel varið í að losa umhverfið við forljótt krass sem gleður ekki nokkurn lifandi mann, nema þá helst hyskið sem ber ábyrgð á því. Auðvitað er óþolandi að húsveggir heiðarlegs fólks séu vettvangur misvit- urra pjakka til að lýsa yfir frati á þjóð- félagið. Fattar þetta lið ekki að internet- ið var fundið upp einmitt til þess arna? Þó eru undantekningar til. Vel heppn- að veggjakrot getur til dæmis verið bráðfyndið eða vakið til umhugsunar, nema hvort tveggja sé. Nokkur fín dæmi voru tekin saman í bókinni „Veggjakrot og annar vísidómur“ sem kom út fyrir rúmlega tveimur áratugum. Eftirminni- leg eru til að mynda Mér hefur aldrei tekist að klára neitt en núna skal það ta, Rauðhetta litla er rússnesk getnaðarvörn og Eina von Íslands er Suðurlandsskjálftinn. Mikið held ég að efnið sem safnaðist í slíka bók yrði fátæklegt í Reykjavík árið 2009. Svo eru það óvæntu krotin sem geta komið manni gjörsamlega í opna skjöldu. Þegar ég átti leið um Barcelona í lest fyrir nokkrum árum blöstu við mér reiðileg skilaboð á veggj- um hvert sem litið var, eins og Puta madre, Aznar cabron, España va bien y una mierda og Me cago en dios, sem verða ekki þýdd hér. Við hlið risavaxinnar áletrunar Hells Angels- klíkunnar, með viðeigandi hauskúpum og eldlogum, hafði einhver glaðlynd sál spreyjað af hjartans lyst: Merry Christmas! Á þessum tímapunkti upp- götvaði ég endanlega að ósköp lítið þyrfti til að gleðja mig. Puta madre, feliz navidad NOKKUR ORÐ Kjartan Guðmundsson Helgarblaðið: Heimili og hönnun: Menning: Fóbíur leynast víða – fólk með fóbíur segir frá. Sigrún Ósk Kristjánsdóttir sjónvarpskona og Andrés Jónsson ofurbloggari ræða hústökur og örlög hreindýrskálfs. Æðstu verðlaun arkitekta. Peter Zumthor hlýtur Pritzker-verðlaunin. Bjarni Haukur Þórisson um uppsetningu á söngleiknum Grease og leikhúsið í Loft- kastalanum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.