Fréttablaðið - 17.04.2009, Side 52

Fréttablaðið - 17.04.2009, Side 52
36 17. apríl 2009 FÖSTUDAGUR folk@frettabladid.is > SAMAN Á NÝ Drew Barrymore virðist hafa tekið aftur saman við Justin Long. Þau sáust í innilegum faðmlögum á frumsýningu nýjustu mynd- ar hennar, Gray Gardens. Leik- konan, sem er 34 ára, batt enda á samband þeirra í fyrrasumar. Nú virðist það allt gleymt og þau þóttu afar innileg á frum- sýningunni. Ungstirnið Zac Efron segist ekki vera á leið í hjónaband. Og því ættu táningsstúlkur að geta tekið gleði sína á ný. Reynd- ar er Efron lofaður maður, er kærasti mótleikkonu sinnar úr High School Musical, Vanessu Hudgens, en hyggst ekki biðja hennar strax. Þau hafa verið saman síðan 2005, sem þykir nokkuð langur tími meðal unglingastjarna, og hefur töluvert verið slúðrað um væntanlegt hjónaband þeirra. Lengst gekk blaðið Enquirer sem hélt því fram í blaðagrein að parið væri á leiðinni til Japans og þar hygðist Efron bera fram bónorðið. Það gekk ekki eftir. Í viðtali við GQ lýsir Efron þessum fréttum sem bölvuðum þvættingi. „Ég er ekki að fara gifta mig, í þessum bransa ertu annað hvort á leið í hjónaband eða átt von á barni. Ég ætla ekki að ganga í hjónaband fyrr en um fertugt, ef þá nokkurn tíma. Ég hef aldrei pælt í því einu sinni.“ Efron ekki í hjónabandshugleiðingum Gamanleikarinn Will Ferrell sýnir á sér nýja hlið í heimildar- myndaþáttunum Man vs. Wild sem hafa verið sýndir við miklar vinsældir á náttúrulífssjónvarps- stöðinni Discovery. Ferrell dvaldi í 48 klukkustundir í sænskum óbyggðum ásamt sérsveitar- manninum Bear Grylls og lærði hvernig hann gæti lifað af án nokkurra vista. Meðal þess sem aðdáendur Ferrells fá að sjá er þegar grín- istinn drekkur eigið þvag en það er víst eitt af því sem Grylls hefur kennt áhorfendum sínum að gera ef þeir lenda í hrakning- um í óbyggðum. „Ég var mjög hrifinn af hæfileikum Ferrells, hann sýndi mikla þrautseigju og treysti mér þegar mest á reyndi,“ segir Grylls. Ferrell var einnig mjög hrifinn, þótt hann hefði aldrei orðið fullur af eigin þvagi. „Sem er sorgleg staðreynd.“ Will Ferrell í villtri náttúru Gunnar Eyjólfsson hefur farið slíkum hamförum í hlutverki skipstjórans í leikverkinu Hart í bak að jafnvel hörðustu mönnum hefur vöknað um augu. Honum barst nýverið skip- stjórabúningur frá huldu- manni sem hann auglýsir nú eftir. „Ég ætla að leika í þessum búningi í síðustu sex sýningunum og lang- ar til þess að bjóða þessum manni á sýningu,“ segir Gunnar Eyjólfs- son stórleikari. Óhætt er hægt að segja að Gunn- ar hafi hreyft við mörgum sem skipstjórinn Jónatan sem siglir óskafleyi íslensku þjóðarinnar í strand. Hart í bak er eftir Jökul Jakobsson sem Gunnar þekkti persónulega og honum þykir aug- ljóslega vænt um verkið sjálft sem var frumsýnt í október. „Það var maður sem hringdi í mig og sagð- ist hafa farið á sýninguna tvisvar, hann vildi þakka mér fyrir það að hafa vakið sig til vitundar um að hann væri ekki tilfinningalaus.“ Og Gunnari hafa einnig borist merkilegar og sögulegar gjafir. Nýverið kom maður og gaf honum skipstjórahúfu Jónasar Böðvars- sonar sem stýrði um árabil Brú- arfossi. Jónas tengist lífi Gunn- ars einnig með öðrum hætti því þegar leikarinn hélt sem ungur maður til Bretlands í ágúst 1945 þá sigldi hann með skipinu undir styrkri stjórn Jónasar. Um borð var þá einnig einn frægasti knatt- spyrnumaður þjóðarinnar og síðar ráðherra og alþingismaður, Albert Guðmundsson. „Og þegar við hjón- in snerum aftur heim þá leigðum við okkar fyrstu íbúð af Jónasi og konu hans.“ Gunnar bætir því við í gríni að hann sé hins vegar eilítið höfuðstór og því sé nú unnið að því hörðum höndum að stækka aðeins húfuna. Önnur gjöf og ekki síður merki- leg barst fyrir nokkru frá hálf- gerðum huldumanni. En það var skipstjórabúningur sem Gunnar bregða sér í. „Stúlkurnar frammi í afgreiðslu tóku við búninginum en láðist að spyrja hann um nafn og hann lét sjálfur ekki nafns síns getið. Mig langar að hafa samband við hann og þakka honum fyrir þessa gjöf og fá að vita eitthvað meira um búninginn og þann sem klæddist honum,“ segir Gunnar, hrærður yfir þessum viðtökum. freyrgigja@frettabladid.is Gunnar Eyjólfsson bræðir jafnvel hörðustu menn EKKERT BRÚÐKAUP Zac Efron hefur tekið af öll tvímæli um að hann og unnustan, Vanessa Hudgens, séu á leið- inni í hnapphelduna. NORDICPHOTOS/GETTY Í BÚNINGI MEÐ HÚFU Gunnar Eyjólfsson hefur hreyft við mörgum sem skipstjórinn Jónatan í Hart í bak. Honum hefur meðal annars verið gefinn skipstjórabúningur af huldumanni sem hann auglýsir nú eftir. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Baráttan gegn atvinnuleysinu er brýnasta verkefni næstu ríkisstjórnar. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hefur þegar kynnt aðgerðir sem munu skapa 6.000 störf um allt land á næstu misserum. Næstu verkefni eru endurreisn fjármálakerfisins, mannaflsfrekar framkvæmdir og efling nýsköpunar og þróunar um allt land auk nýtingar auðlinda í sátt við umhverfið. Um leið hefjum við samningaviðræður við ESB til að tryggja blómlegt atvinnulíf á grunni trausts gjaldmiðils – evrunnar. Við ætlum að koma öllum vinnufúsum höndum, karla jafnt sem kvenna, til starfa. Þannig verður kreppan stutt. Vinnum gegn atvinnuleysi www.xs.is Kristján L. Möller 1. sæti í Norðausturkjördæmi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir 2. sæti í Reykjavík suður Ný́jan kaptein í́ brú́na Framboðsfundur á Apótekinu föstudaginn 17. apríl, klukkan 23.00-01.00. Veigar að hætti kapteinsins.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.