Fréttablaðið - 17.04.2009, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 17.04.2009, Blaðsíða 62
46 17. apríl 2009 FÖSTUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 BESTI BITINN Í BÆNUM LÁRÉTT 2. tuttugu, 6. frá, 8. hár, 9. móðurlíf, 11. gangþófi, 12. nýfallin snjór, 14. brestir, 16. tónlistarmað- ur, 17. gaul, 18. eyrir, 20. dreifa, 21. fimur. LÓÐRÉTT 1. tak, 3. tveir eins, 4. runnategund, 5. einkar, 7. nýr, 10. kjaftur, 13. starfsgrein, 15. hestur, 16. kóf, 19. slá. LAUSN LÁRÉTT: 2. tuga, 6. af, 8. ull, 9. leg, 11. il, 12. drift, 14. snark, 16. kk, 17. gól, 18. aur, 20. sá, 21. frár. LÓÐRÉTT: 1. hald, 3. uu, 4. glitrós, 5. all, 7. ferskur, 10. gin, 13. fag, 15. klár, 16. kaf, 19. rá. VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8. 1. Tuttugu. 2. Victor Jústsjenkó. 3. Popppunktur. „Umræðuefnið verða geimferðir; Verzlunarskólinn er á móti en Fjölbrautaskólinn á Suðurnesj- um er með og þetta verður hörku- keppni,“ segir Oddur Sigurðsson, formaður Morfís. Úrslitin ráðast í þessari vinsælu ræðukeppni fram- haldsskólanna í kvöld í stóra sal Háskólabíós, en í þessari keppni hafa margir af helstu ræðuskör- ungum þjóðarinnar stigið sín fyrstu skref. Oddur upplýsir að þegar sé næstum uppselt á keppnina sem hefst klukkan átta. Og að sjálf- sögðu sé hlaupinn mikill hiti í stríðið sem geisar oft á milli skól- anna fyrir úrslitaviðureignina. Þannig hafi einhverjir nemend- ur Fjölbrautaskólans á Suðurnesj- um lokað bílastæði Verzlunarskól- ans með ísklumpum og fiski. „Og það má fastlega búast við því að Verslingar borgi fyrir sig með ein- hverjum hætti,“ segir Oddur en eins og Fréttablaðið greindi frá í fyrra var oft grunnt á því góða milli MH og MR sem þá kepptu í úrslitum og vildu sumir meina að þá hefði orrustan farið aðeins yfir mörkin. Óhætt er hægt að segja að liðin í úrslitaviðureigninni í ár eigi sér ólíka sögu í þessari keppni. Verzl- unarskólinn hefur oft náð prýði- legum árangri en þetta er í fyrsta skipti sem Suðurnesjamenn kom- ast í úrslit í sögu skólans. Og óhætt er hægt að segja að Morfís-keppnin hafi ekki verið allra í ár því reglunum var breytt fyrir þetta keppnistímabil. Nú gilda stig ekki lengur heldur þarf meirihluti dómara að vera sam- mála um sigurvegarann. „Það hafa komið upp þrjú kærumál og marg- ir umdeildir sigrar unnist þannig að þetta verður án nokkurs vafa forvitnilegt í kvöld,“ segir Oddur. - fgg Morfís snýst um geimferðir SPÁIR SPENNANDI VIÐUREIGN Oddur Sigurðsson spáir háspennu í Háskóla- bíói í kvöld þegar úrslitin ráðast í ræðu- keppni Morfís. Verk Jóns Atla Jónassonar, Djúpið, fær frábæra dóma í skoskum fjöl- miðlum en verkið var frumsýnt þar ytra nýverið. Bæði Scotsman og Herald gefa því fjórar stjörn- ur en leikstjóri sýningarinnar er Graeme Maley. Með eina hlut- verkið fer Liam Brennan en Djúp- ið er einleikur og segir frá manni sem berst upp á líf og dauða eftir hörmulegt sjóslys. „Já, þetta er auðvitað frábært og leikritið hitti einhvern algerlega í mark,“ segir Jón Atli í sam- tali við Fréttablaðið. Djúpið verður sett upp í Borgar- leikhúsinu í maí og þá mun Ingv- ar E. Sigurðsson fara með hlutverk sjómannsins. Jón Atli bætir því við að verkið hafi jafnframt hlotið mikla athygli, ekki síst vegna þess að skömmu áður hafði bresk björg- unarþyrla farist undan ströndum Skotlands með þeim afleiðingum að sextán týndu lífi. Verk- ið hafi því talað beint inn í þann hörmulega atburð. - fgg Jóni Atla hrósað í Skotlandi FÉKK FRÁBÆRA DÓMA Verki Jóns Atla Jónassonar var hrósað í hástert í skoskum fjölmiðlum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA LEIKSTJÓRINN Skotinn Graeme Maley leik- stýrir Djúpinu. „Hversdags er það súpan í Heilsuhúsinu og spari er það Sushibarinn á Laugaveginum.“ Kristín Birgisdóttir hjá Sölku forlagi. „Þeir eru harðir bak við lyklaborðið þessir gæjar. Gaman ef þeir myndu labba upp að stóra frænda sínum og segja að hann sé ekki lengur fyrir- liði. Ég er brjálaður,“ segir Egill „Gillzenegger“ Einarsson einka- þjálfari sem kallar sig „Störe“ um þessar mundir. Og það sem meira er – hann hikar ekki við að titla sig landsliðsfyrirliða Íslands í póker ef svo ber undir. Sem er umdeilt. Á síðu Pókersambands Íslands (PSÍ) er að finna tilkynningu þar sem segir að yfirlýsingar þekktra einstaklinga um stöðu sína í lands- liði Íslands í póker hafi farið fyrir brjóstið á mörgum: „Það skal tekið skýrt fram að eins og staðan er í dag er ekki til neitt sem heitir landsliðsþjálfari eða opinbert lands- lið Íslands í póker. Það landslið sem hefur verið í umræðunni undanfar- ið er því einungis til í hugarheimi viðkomandi aðila,“ segir meðal annars í tilkynningunni. Ekki þarf að fara í grafgötur með hverj- um skeytið er ætlað. Störe, sem er nýkominn frá Atlantic City þar sem hann spilaði póker, – og leit á það sem fína landsliðsæfingu – bregst ókvæða við tilkynningunni í sam- tali við Fréttablaðið. „Fyrir hvaða landslið var ég þá að halda ræðu áður en við kepptum nýverið á risastóru pókermóti í Portúgal? Fyrirliðinn tekur starf sitt mjög alvarlega, er að peppa strákana upp og þjálfa. Þetta er einhver rasshaus, einhver bólu- grafinn netlúði sem hefur tekið sig til og búið til eitthvað sem heitir Póker- samband Íslands á Wordskjalið sitt. Ég get boðið honum í „Heads-on“ póker og þá sjáum við bara hver er fyrirliðinn. Ég skil vel að þetta fari í pirrurnar á sumum. Flestir pókerspilarar eru 30 kíló- um of þungir en ég tek 170 kíló í bekknum, hleyp hundrað metrana á 11,2 og síðan „dedda“ ég 270 kíló- um fyrir hádegi. Þetta eru tölurn- ar. Það er það sem er að frétta og skiljanlega ...“ segir hinn yfirlýs- ingaglaði og reiði meinti lands- liðsfyrirliði og hér verður að setja punktinn við ræðu hans því hún er komin yfir öll vel- sæmismörk. Á síðu PSÍ segir að eitt helsta markmið sambandsins sé að stuðla að því að póker í heimahúsum og mótapó- ker verði ótvírætt gerður löglegur á Íslandi og í framhaldinu verði staðið að Íslandsmóti í grein- inni og meistarinn sendur á alþjóð- leg stórmót. Forseti er Eirný Sveins- dóttir en aðrir í stjórn eru Ólafur Helgi Þorkelsson, Georg Haralds- son, Ellert Magnason og Davíð Hansson. Talsmaður er hins vegar stjörnulögmaðurinn Sveinn Andri Sveinsson sem segist ekki vita til þess að til sé neitt landslið. Til sé hópur manna sem er sterkur í póker – atvinnumenn. „Sem er sérstakt því ákæruvaldið hélt því fram að póker grundvallist á heppni. Svo er ekki. Þetta er samspil ýmissa þátta svo sem sálfræði og stærðfræði, að reikna út líkur. Nokkrir Íslending- ar eru atvinnumenn og hafa verið að keppa úti í heimi og náð góðum árangri. Egill er ekki þar á meðal. Hann hefur tekið þátt í mótum hér innanlands en ekki með sérstökum árangri – með fullri virðingu,“ segir Sveinn Andri. jakob@frettabladid.is EGILL EINARSSON: EINHVER NETLÚÐI REYNIR AÐ KOMA Á MIG HÖGGI Fyrirliði pókerlandsliðsins sakaður um svik og pretti SVEINN ANDRI SVEINSSON Veit ekki til þess að til sé landslið og segir að Egill sé, með fullri virðingu, ekki meðal bestu pókerspilara landsins. Gestir á veitingastaðnum ágæta Austur Indíafélaginu ráku upp stór augu þegar tignir gestir mættu á staðinn á miðvikudagskvöld, forsetahjónin Dorrit og Ólafur Ragnar. Veitinga- húsið er steinsnar frá Vatnsstíg þar sem hústöku- lið hefur látið mikið fyrir sér fara og reiknuðu viðstaddir það út, án þess að leggja við eyru, að það hafi orðið tilefni umræðna þeirra hjóna en þau hafa mismunandi hugmyndir um húsnæðismál eins og kom fram í frægu viðtali nýlega. Sá stórkostlegi trymbill Júlíus Guðmundsson og hljómsveitin Deep Jimi and the Zep Creams ætla að troða upp síðasta sinni með ábreiðudagskrá sína á Sódómu á laugardagskvöld. Þá munu þeir hvíla spilamennskuna og leggjast í hljóðver til að taka upp frum- samið efni en til stendur að gefa út plötu í september. Mikið tilhlökk- unarefni þétts kjarna aðdáenda sveitarinnar sem var stofnuð árið 1991 í Keflavík – að sjálfsögðu. Blaðamaður frá Rolling Stone tíma- ritinu hefur boðað þeim Hrefnu Haraldsdóttur og konunum í Listahátíð komu sína til landsins. En sá mun hafa sérlegan áhuga á stofutónleikunum sem efnt er til undir hatti hátíðarinnar. Einkum mun blaðamaðurinn horfa til yngri geirans í rokkinu, tónlistar- manna eins og þeirra sem eru í Retró Stefson, FM Belfast, Amiina, Blood- group og fleiri slíkra. - jbg FRÉTTIR AF FÓLKI EGILL „STÖRE“ EINARSSON Segir þá harða bak við lyklaborðið sem voga sér að efast um landsliðsfyrirliðatign hans. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR SMÁLÚÐA, LAXAFLÖK OG FULLT AF ÖÐRU GÓMSÆTU SELJUM EINNIG FISK Í MÖTUNEYTI ATH ERUM ALDREI FISKLAUSIR GLÆNÝ STÓRLÚÐA Auglýsingasími – Mest lesið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.