Fréttablaðið - 17.04.2009, Page 64
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is PRENTUN: Ísafoldarprentsmiðja
Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Veffang: visir.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060
VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000
GÓÐAN DAG!
Sólarupprás Hádegi Sólarlag
Reykjavík
Akureyri
Heimild: Almanak Háskólans
Í dag er föstudagurinn 17. apríl,
107. dagur ársins.
5.49 13.27 21.08
5.26 13.12 21.00
Metsölubókahöfundurinn og matarvitringurinn Nanna
Rögnvaldardóttir sagði mér eitt
sinn að hún hefði þá reglu að
segja aldrei nei þegar hún væri
beðin um að tala í blöðum eða
ljósvakamiðlum – af þeirri ein-
földu ástæðu að hún hefði heyrt
að erfiðara væri að fá konur
sem viðmælendur. Það yrði þá
kannski hennar eina framlag á
jafnréttis vogarskálarnar. Því
miður stemmir þetta við reynslu
undirritaðrar.
GETUR verið að fjölmiðlar, þar
sem þó svo margar konur starfa,
séu svo fjandsamlegir kvenfólki,
að þeir inni þær sjaldnar eftir
áliti í fréttum eða fréttaþáttum og
taki þær síður fyrir sem umfjöll-
unarefni? Niðurstöðurnar liggja
fyrir sem staðreynd, til að mynda
í rannsókn frá árinu 2005. Konur
eru sjaldnar á síðum blaða og á
öldum ljósvakans. En getur verið
að okkur konum sé sjálfum um að
kenna að einhverju leyti?
MARGAR konur taka vel í að tala
fyrir opnum tjöldum og víla ekki
fyrir sér að gefa álit sitt, séu þær
inntar eftir því. Hitt er annað mál
að skoði ég hversu langan tíma ég
þarf að eyða í það að fá karlmann
eða konu í spjall, þá vinnur karl-
maðurinn, sem segir samkvæmt
mínum skráningum oftar já og
fljótar. Of langt mál er að fara í
gegnum alla þá lista en sem lítið
dæmi nefni ég að fyrir um einu
ári sendi ég út spurningar á hóp
fólks, með jöfnu kynjahlutfalli, og
bað um álit á ákveðnu efni. Svör
bárust frá tíu konum og 25 karl-
mönnum.
AF hverju þetta er reyndin er
svo annað rannsóknarefni. Ég
hef heyrt þekktar konur hér í
bæ klappa sjálfum sér á bakið og
segja sig „fjölmiðlafælnar“. Þær
séu að „spara sig“ og láta í það
skína að þeim finnist þær fínn
pappír að segja nei og aftur nei
þegar blaðamenn hringja í þær.
Slíkt er helber misskilningur og
gerir lítið í að þoka jafnréttinu
fram.
ÉG veit að til eru líka þeir
karl menn sem forðast að láta eitt-
hvað eftir sér hafa opinberlega.
Munurinn er sá að karl peningur-
inn má alveg við því. Nóg er af
karlmönnum sem vilja koma fram
í blöðum og sjónvarpi. Við konur
eigum hins vegar að gera hver
annarri greiða og nýta okkur það
þegar sóst er eftir kvenlegum
sjónarmiðum á opinberum vett-
vangi. Og setja okkur það mark-
mið að segja sem oftast já.
Segð´ ekki nei
BAKÞANKAR
Júlíu Margrétar
Alexandersdóttur
H E I L S U R Ú M
20-30% AFSLÁTTUR
AF SVEFNSÓFUM
Einn stæðsti og glæsilegastisvefnsófa-sýningarsalur landsins
VERÐ FRÁ 37.840 kr.
20-30% AFSLÁTTUR
AF FJÖLSTILLANLEGUM
HEILSURÚMUM
(2x80x200)
Hægt er að velja um no
kkrar
gerðir af heilsudýnum
VERÐ FRÁ 199.000 kr.
Með öllum keyptum rúmum er
25% AFSLÁTTUR af öllum vörum
í mjúku deild Rekkjunnar
25%
AFSLÁTTUR!
HEILSUKODDAR
FRÁ 7.900 kr.
SÆANGURFATNAÐUR
FRÁ 5.300 kr.
Rekkjan ehf ≤≥ Suðurlandsbraut 48 (Bláu húsin í Faxafeni) ≥≥ 108 Reykjavík ≥≥ 588 1955 ≥≥ www.rekkjan.iS ≥≥ Opið virka d. 10–18 og lau 11–16
30%
AFSLÁTTUR!Leður rúmstæði meðlaxex heilsudýnu(160x200)Verð 247.180 kr.
NÚ FRÁ 173.026 kr.35%
AFSLÁTTUR!
Þrýstijöfnunar-
svampsrúm
Queen size (153x203)
Verð 165.500 kr.
NÚ 107.575 kr.
ÞÝSTIJÖFNUNARSVAMPUR
A
R
G
H
!
0
4
0
4
0
9
Opið 07 til 01
Lyfja Lágmúla
- Lifið heil
www.lyfja.is