Morgunblaðið - 08.09.2008, Qupperneq 2
2 F MÁNUDAGUR 8. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Opið
mán.-fös. kl. 9-17.00
Haukur Geir
Garðarsson
viðskiptafræðingur og
lögg. fasteignasali
haukur@fastis.is
Ásbjörg
Högnadóttir
sölufulltrúi
asbjorg@fastis.is
Í einkasölu rúmgóð, 94 ferm., 3ja her-
bergja íbúð á jarðhæð í nýlegu fjölbýli.
Stofa, 2 svefnherb., eldhús, baðherbergi
og þvottaherbergi í íbúð. Parket. ÁKVEÐIN
SALA.
RJÚPNASALIR - KÓP. 3
Vorum að fá í sölu fallega og rúmgóða 3ja
herb. íb. ofarlega í lyftuhúsi með stórglæsi-
legu útsýni í þrjár áttir og 15 ferm. yfir-
byggðar svalir. L.f. þvottavél í íbúð, þurrk-
herbergi á hæðinni. Sérbílastæði. Ásett
verð 22,2 millj.
ORRAHÓLAR – ÚTSÝNI 3
Vorum að fá í einkasölu glæsilega 111 fer-
metra 3ja herb. íbúð á jarðhæð í litlu ný-
legu fjölbýli ásamt stæði í bílskýli. Stofa
með hurð út á verönd, 2 herbergi, vandað
eldhús, baðherbergi með baðkari og sturtu
og þvottahús. Parket og flísar á gólfum.
Húsið er klætt að utan og því viðhaldslítið.
Áhv. um 16 millj. Ásett verð 33,8 millj.
BOÐAGRANDI - NÝTT HÚS - BÍLSK. 2
Vorum að fá í einkasölu góða 4ra herbergja
útsýnisíbúð á 3. hæð í lyftuhúsi ásamt
stæði í bílskýli á þessum vinsæla stað. Hol,
stofa með suðvestursvölum, 3 svefnher-
bergi, eldhús og baðherbergi. Góð sam-
eign. Hús nýlega yfirfarið og málað. Ásett
verð 26,9 millj.
BOÐAGRANDI - BÍLSKÝLI 4
Vorum að fá í einkasölu vel skipulagt 4ra
herbergja 126,5 fm raðhús á einni hæð á
góðum stað á Kjalarnesinu. Íbúðin er björt
og opin þar sem lofthæðin fær að njóta
sín. Rúmgott eldhús, björt stofa, 3 her-
bergi, þvottahús og baðherbergi sem ný-
lega var tekið í gegn. Timburverönd og af-
girtur suðurgarður. LÆKKAÐ VERÐ 26,9
millj. OPIÐ HÚS Í DAG KL. 19.00 – 19.30
ESJUGRUND 90, KJALARNES - OPIÐ HÚS
Glæsileg 4ra herb. 90,5 fm nýuppgerð hæð í þríb. auk
17,2 fm bílskúrs á góðum stað í Sundunum. Íbúðin er
sérlega björt og rúmg. Eldhús, stofa, 3 herb. og flísal.
baðherb. Eik í innr., hurðum og fallegu plankaparketi.
Sameiginl. þvhús. Stór og gróinn garður. Endurn. vatns-
lagnir og rafmagn. ÝMIS SKIPTI MÖGULEG. Ásett verð
33,7 millj. OPIÐ HÚS Í DAG KL. 18.00–18.30.
SKIPASUND 11, GLÆSIL. HÆÐ – OPIÐ HÚS
Vorum að fá í sölu góða 2ja herbergja íbúð
á 3. hæð í góðu fjölbýli. Endurnýjaðar lagn-
ir og rafmagn. Áhv. um 2,5 m. húsbréf.
Góð fyrstu kaup fyrir þá sem vilja vera
miðsvæðis. Ásett verð 14,9 millj.
SNORRABRAUT – FYRSTU KAUP 2
Síðasta einingin. Um er að ræða 132 fer-
metra einingu í nýl. iðnaðarhúsnæði sem er
klætt að utan. Mjög góð lofthæð allt að 7
metrar. Milliloft að hluta. Stórar innkeyrslu-
dyr. Gott athafnasvæði. Sanngjarnt verð:
19,9 millj.
STEINHELLA – HAGSTÆTT VERÐ Atv
Vorum að fá í einkasölu um 27 fermetra
nýlega geymslu/bílskúr á afgirtu og vökt-
uðu svæði í Hafnarfirði. Hiti, vatn og raf-
magn. Malbikað plan. Sameiginlegar snyrt-
ingar. Mjög gott húsfélag. Áhvíl. um 1,5
millj. Laust strax. Verð 3,9 millj..
HAFNARFJÖRÐUR – BÍLSK./GEYMSLA Atv
SK
IP
TI
„ÉG vil að búðin skapi ákveðin hug-
hrif og að þeir sem hingað koma
upplifi stemningu við að skoða búð-
ina og galleríið,“ segir Kolbrún Ró-
berts listmálari og eigandi versl-
unarinnar Augnakonfekts sem
opnuð var fyrir skömmu á nýjum
stað að Bæjarlind 1 í Kópavogi.
Kolbrún, sem hefur verið listmál-
ari í tíu ár, segist hafa reynt að finna
leið til að vera með vinnustofu þegar
henni datt í hug að opna verslunina.
„Ég hef haldið sýningu árlega en
langaði að verða sýnilegri listamað-
ur. Ég fór á sýningu erlendis og féll
fyrir húsgögnum með handmáluðum
eftirmyndum verka eftir 19. aldar
listmálarann Gustav Klimt. Ég fékk
í framhaldinu hugmynd að því að
blanda saman verslunarrekstri með
fallegum handgerðum munum og
galleríi.“
Kolbrún segir að síðan þá hafi
hugmyndin undið upp á sig. „Ég
held ég hafi „misst“ mig því núna er
ég með húsgögn frá Kólumbíu, list-
muni og gjafavörur frá Þýskalandi,
muni frá Bandaríkjunum, Kína,
Frakklandi, Ítalíu og Indlandi, svo
eitthvað sé nefnt. Þetta eru munir
sem ég hef séð á sýningum eða fund-
ið á netinu og flutt hingað,“ segir
Kolbrún, en í búðinni eru verk henn-
ar einnigtil sýnis. „Ég er með opna
vinnustofu inn af búðinni og get því
sinnt listinni samhliða versluninni,“
segir Kolbrún sem segist geta breytt
lýsingu búðarinnar eftir tilefni hvert
sinn, hvort sem húsnæðið á að vera
gallerí eða gjafavöruverslun. Kol-
brún segir ennfremur að þótt aug-
lýstur opnunartími sé kl. 11-19 á
virkum dögum og á laugardögum þá
eyði hún löngum stundum á vinnu-
stofunni og þá sé búðin einnig opin.
„Ég hef fengið fólk hingað á öllum
tímum sólarhrings. Ef ég er hér þá
hef ég opnar dyr og þá finnst mér
sjálfsagt að hafa búðina opna.“
Kolbrún hefur ekki reynslu af
verslunarrekstri en hefur fengið
dygga aðstoð frá Vali Heiðari Sæv-
arssyni sem var með verslunina
Hann, hún og heimilið, sem versl-
unin Augnakonfekt tók við að hluta.
Hún segist bjartsýn á framtíðina
þótt harðnað hafi á dalnum að und-
anförnu. „Ég trúi á alheimsorku og
að maður laði hluti að sér. Ég hef
upplifað það mjög sterkt í búðinni,
eitt leiddi af öðru, ferlið var eins kon-
ar flæði. Og nú hef ég Augnakonfekt
sem ég hef gefið mig alla í, raðað upp
eftir ákveðinni hugsjón og get um
leið sýnt myndirnar mínar eins og ég
ætlaði mér.“ Kolbrún segir ósk sína
þá að viðskiptavinir og gestir Augna-
konfekts finni fyrir þeirri stemningu
sem hún hefur reynt að skapa. „Þeg-
ar fólk hefur orð á því að það sé góð-
ur eða skemmtilegur andi í búðinni
er takmarki mínu náð.“
gudrunhulda@mbl.is
Leidd áfram af flæðinu
Handverk Þessa sjarmerandi handmáluðu gipsplatta
fær Kolbrún senda frá Bandaríkjunum.
TENGLAR
...........................................
http://augnakonfekt.is/
Söfnunarstell Kolbrún tók við umboðinu fyrir Mikasa af versluninni
Kristall &Postulín á dögunum.
Morgunblaðið/Golli
Djörf Listaverk Kolbrúnar setja sterkan svip á versl-
unina Augnakonfekt.
Ásbyrgi ......................................... 17
Borgir ............................................ 12
DP fasteignir .............................. 22
Eignaborg .................................... 25
Eignamiðlun .......................... 18-19
Eik .................................................. 13
Fasteign.is .................................. 20
Fasteignamarkaðurinn ............... 11
Fasteignamiðlun ....................... 26
Fasteignasala Íslands ................. 2
Fasteignastofan ........................... 6
Fold ............................................... 23
Garðatorg ....................................... 6
Gimli ................................................ 3
Hraunhamar ............................. 8-9
Húsanaust .................................... 10
Híbýli ............................................. 16
Höfði ................................................ 7
ÍAV ................................................. 21
Lundur .......................................... 28
Miðborg ......................................... 17
Miklaborg ..................................... 14
Remax Skeifan .............................. 9
Skeifan ......................................... 25
Stórhús ........................................ 24
Valhöll ........................................ 4-5
Efnisyfirlit