Morgunblaðið - 08.09.2008, Síða 12

Morgunblaðið - 08.09.2008, Síða 12
12 F MÁNUDAGUR 8. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ Opið mánudaga-föstudaga frá kl. 9-17 Snorri Egilsson, lögg. fasteignasali, sölustjóri. Björn Stefánsson, sölufulltrúi. Úlfur Sveinbjarnarson, skjalagerð, Þóra Björk Gísladóttir, ritari, Sigríður Gunnlaugsdóttir, lögg. fasteignasali. Ægir Breiðfjörð, lögg. fasteignasali. Netfang: borgir@borgir.is • www.borgir.is Ármúla 1, sími 588 2030 – fax 588 2033 TRÖLLAKÓR - FLOTT VERÐ OG KJÖR Sýnum daglega – hringið í Björn s: 698 9056 og Ægi s: 896 8030 til að skoða og ræða kosti og kjör. Vandaðar nýjar íbúðir í fjögurra hæða lyftuhúsi. Stæði í lokuðu bílskýli fylgir. Íbúðirnar eru 3ja og 4ra herbergja og stærð frá 100 fermetrum. Talið við okkur um kjör og verð. SÖLU- MENN SÝNA. Íbúðirnar eru tilbúnar til afhendingar. 8017 SKÓLABRAUT - ELDRI BORGARAR Höfum eina ca 79 fm endaíbúð á efstu hæð, aðra af sömu stærð á 2. hæð og einnig eina einstaklings íbúð, í lyftuhúsi fyrir 65 ára og eldri. Íbúðirnar geta losnað fljótlega. Mikil þjón- usta í húsinu í samvinnu við bæjarfélagið. Sjá myndir á netinu. 8255 HJARÐARHAGI Rúmgóð 3ja herbergja íbúð á 4. hæð í fjölbýlishúsi. Lítið aukaherbergi í risi. Parket á gólf- um. Laus strax. V. 23,5 m. 8231 SKEIFAN Iðnaðarhúsnæði sem er 246,5 fm og skiptist þannig að171,1 fm er á jarðhæð en milliloft er 75,4 fm Í húsnæðinu er rekið bílaverkstæði og er það vel búið af tækjum (fjórar lyftur og fjórar greiningartölvur) Verkstæðið hefur sérhæft sig í viðgerðum á bílum frá Heklu. Rekstur og húsnæði er til sölu hvort sem er í einu lagi eða sitt hvoru. Verð á húsnæði er kr. 55,0 milljónir og á rekstri og tækjum kr. 17,5milljónir. V. 55,0 m. 8271 VESTURGATA Falleg þriggja herbergja efri sérhæð í parhúsi.Húsið er byggt 2004 og er steinsteypt með ál- klæðningu. Lítil lóð er með húsinu og er húsið bakhús. Vandaðar innréttingar. Laust strax. V. 26,5 m. 8266 GRENSÁSVEGUR Falleg ca 75 fm íbúð á 2.hæð í litlu fjölbýli.Íbúðin er mikið endurnýjuð. Parket og flísar á gólfum. V. 19,5 m. 7969 BORGIR ERU Í FÉLAGI FASTEIGNASALA Fasteignasala dróst saman um 66,9% á milli ára Alls var 286 kaupsamningum fast- eigna þinglýst við sýslumannsemb- ættin á höfuðborgarsvæðinu í ágúst. Heildarvelta nam 9,4 milljörðum króna. Þegar ágúst 2008 er borinn saman við ágúst 2007 fækkar kaupsamningum um 66,9% og velta minnkar um 63%. Í ágúst 2007 var þinglýst 864 kaupsamningum, velta nam 25,3 milljörðum króna Viðskipti með eignir í fjölbýli námu 5,6 millj- örðum í ágúst 2008, viðskipti með eignir í sér- býli 2,1 millj- örðum og viðskipti með aðrar eignir 1,6 milljörðum króna. Þegar ágúst 2008 er borinn saman við júlí 2008 fækkar kaupsamn- ingum um 20,8% og velta minnkar um 19,8%. Í júlí 2008 var þinglýst 361 kaupsamningi, velta nam 11,7 milljörðum króna og meðalupphæð á hvern kaupsamning 32,3 milljónir króna. Fjöldi þinglýstra kaupsamn- inga á Akureyri í ágúst 2008 var 31. Þar af voru sautján samningar um eignir í fjölbýli, þrettán samningar um eignir í sérbýli og einn samn- ingur um annars konar eign. Heildarveltan var 704 milljónir króna og meðalupphæð á samning 22,7 milljónir króna. Á sama tíma var fjórtán samn- ingum þinglýst á Árborgarsvæðinu. Þar af voru fimm samningar um eignir í fjölbýli, átta samningar um eignir í sérbýli og einn samningur um annars konar eign. Heildar- veltan var 279 milljónir króna og meðalupphæð á samning 19,9 millj- ónir króna. Þá var átta samningum þinglýst á Akranesi. Þar af voru fjórir samn- ingar um eignir í fjölbýli og fjórir samningar um eignir í sérbýli. Heildarveltan var 147 milljónir króna og meðalupphæð á samning 19,9 milljónir króna. Á sama tíma var 37 samningum þinglýst í Reykjanesbæ. Þar af voru 27 samn- ingar um eignir í fjölbýli, sjö samn- ingar um eignir í sérbýli og þrír samningar um annars konar eignir. Heildarveltan var 1.456 milljónir króna og meðalupphæð á samning 39,4 milljónir króna, að því er fram kemur á vef Fasteignamats ríkisins. Húsnæðisverð í Bretlandi lækkaði um 12,7% á ári Fasteignaverð í Bretlandi hefur lækkað um 12,7% á undanförnum 12 mánuðum að sögn breska fasteigna- lánasjóðsins Halifax. Er þetta mesta verðlækkun, sem orðið hefur á fast- eignamarkaði á einu ári þar í landi frá því byrjað var að halda saman þessum upplýsingum árið 1983. Fasteignaverð hefur lækkað sjö mánuði í röð. Á sama tíma hefur svo- nefnd húsnæðisverðbólga, sem mæl- ir meðalkostnað húseigenda á þriggja mánaða tímabili samanborið við sama tímabil árið á undan, hækk- að um 10,9%. Meðalverð í fasteigna- viðskiptum í Bretlandi er nú 174.178 pund eða 26,3 milljónir króna. Vellíðan á Vallarheiði Megnið af þeim stúdentum sem leigja húsnæði á Vallarheiði, fyrrum yfirráðasvæði varnarliðsins við Keflavíkurflugvöll, hefur lýst yfir ánægju sinni með aðstöðuna í könn- un sem Capacent Gallup lét gera. Í fréttatilkynningu frá Þróunar- félagi Keflavíkurflugvallar segir að meðal helstu niðurstaðna könnunar- innar sé að 87,4% íbúa eru ánægð eða mjög ánægð með Vallarheiði sem búsetustað og 92,5% telja að uppbygging á Vallarheiði hafi tekist vel. FASTEIGNIR ÞETTA HELST … Reykjavík | Fasteignasalan Miðborg er með á sölu 170,9 fm einbýli á tveimur hæðum við Skeið- arvog í Reykjavík. Bílskúrinn er þar af 31,7 fm. Eignin skiptist í forstofu, snyrtingu, sjónvarps- hol, stofu, borðstofu, eldhús, baðherbergi, þrjú svefnherbergi, geymslu og bílskúr og er eignin laus við kaupsamning. Komið er inn í forstofu með fataskápum. Inn af forstofu er parketlagt hol, Gestasnyrting er flísa- lögð í hólf og gólf með upphengdu salerni. Stofa og borðstofa eru samliggjandi með parketi á gólfi. Útgangur er úr stofu út á fallega verönd. Eldhús er parketlagt með viðarinnréttingu og stáltækj- um. Borðkrókur er í eldhúsi. Gengið er upp nokkrar tröppur þar sem tvö svefnherbergi eru með skápum. Baðherbergi er á hæðinni með bað- kari. Út frá forstofu er gengið niður nokkrar tröppur niður á jarðhæð. Þar er parketlagt her- bergi. Þvottahús er á jarðhæð með lökkuðu gólfi og glugga. Bílskúr er fullbúinn með rafmagni og hita. Að sögn eigenda var nýlega gert við steypu á húsinu og húsið var málað í sumar. Garðurinn er snyrtilegur og gróinn. Hiti er í hellulögn fyrir framan hús. Stutt er í alla þjónustu. Að sögn fast- eignasala er áhvílandi hagstætt lán. Ásett verð er 53,7 milljónir. Skeiðarvogur 153 53,7 milljónir Fasteignasalan Miðborg er með þetta hús á sölu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.