Morgunblaðið - 04.10.2008, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 04.10.2008, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. OKTÓBER 2008 21 höggi á Baugsfeðga? Hverju er hægt að svara slíku tali? Það er fáránlegt. Við verðum reyndar að virða einhverjum þessara manna það til vorkunnar að þeir tala svona vegna þess að þeir fá kaup fyrir það. Við eigum bara að taka því vel að þeir starfi samvisku- samlega fyrir yfirboðara sína. Sá á hund sem elur, eins og oft hefur verið sagt á Íslandi. Það er hins vegar mikill fengur fyrir þjóðina, á jafnválegum tímum og nú eru, að seðla- bankastjóri er maður sem hefur unnið sér mikið traust og aldrei látið sérhagsmunahópa kaupa sig.“ Seðlabankinn ekki óskeikull Fjölmargir gagnrýna peningastefnu Seðlabankans. „Þá eru menn aðallega að tala um eigin vanda, held ég. Seðlabankinn er auðvitað ekki óskeikull og ekki heldur almáttugur. Hann getur ekki bjargað mönnum frá eigin mistökum með fjármunum skattgreiðenda. Hann getur hins vegar reynt að tryggja fjár- málalegan stöðugleika jafnframt því sem halda verðbólgu í skefjum, eins og er raunar skylda hans samkvæmt lögum. Og auðvitað getur enginn kennt Seðlabankanum um hina alþjóðlegu lánsfjárkreppu.“ Af hverju eru stýrivextir hér þeir hæstu í heimi? „Það er vegna þess að hér er verðbólga og verðbólga étur upp launin og er hættuleg fyrir stöðugleikann.“ En það sést enginn árangur af þessari stefnu? „Hann mun koma í ljós. Það er gamalt lög- mál ef þú hækkar vextina að þá minnkar þensla og ef þensla minnkar þá minnkar verðbólgan um leið. Hitt er annað mál að ég held að hér sé að koma samdráttarskeið, ekki þenslutímabil, og þá kann að gegna öðru máli. Það er auðvitað skömminni skárra að hafa verðbólgu en láta allt fara norður og niður. Ég er alveg opinn fyrir þeim sjón- armiðum.“ Svo eru einhverjir sem halda því fram að seðlabankastjóri Davíð Oddsson stjórni land- inu og ríkisstjórninni. „Mér finnst ekki skipta mestu máli hverjir stjórna heldur að teknar séu skynsamlegar ákvarðanir. Í máli eins og þessu er aukaatriði hver leiði starfið. Aðalatriðið er að starfið endi á því að þjóðin komist út úr þessum hremmingum tiltölulega áfallalaust. Ég hef litlar áhyggjur af persónum þeirra Geirs Haarde og Davíðs Oddssonar, svo að dæmi sé tekið. Þeir eru báðir frábærir menn og vinir mínir. Ég segi um þá eins og stúlkan sem átti að velja um kvæði í ljóðakveri Tóm- asar: Mér finnst öll bókin best. Ég hef meiri áhyggjur af því fólki sem sér sparifé sitt minnka, sér kaupmátt launa sinna minnka. Við erum í miðri kreppu en við eigum eins og hægt er að milda höggið gagnvart fólki, sem má illa við því.“ Af hverju hefur ekkert verið gert til þess? „Það hefur meðal annars verið gert með því að bjarga Glitni frá gjaldþroti. Seðlabank- inn hefur líka liðkað til um lán við viðskipta- bankana. Eflaust má gera margt fleira, en það er líka að mörgu að hyggja. Það gerir auðvitað erfitt fyrir að vantraustið á bönk- unum erlendis hefur að einhverju leyti smit- ast yfir á ríkið. Það þjónar hins vegar engum tilgangi að tala ástandið niður.“ Þörf á samstöðu stjórnmálaflokka Voru ekki mistök að einkavæða bankana? „Síður en svo. Þótt bankarnir hafi ef til vill farið fullgeyst síðustu árin, aðallega vegna þess að eitt eða tvö risafyrirtæki hafa haft mikil áhrif á Íslandi og eru illa stödd núna, hafa bankarnir gert margt vel. Ég segi til dæmis að ég get ekki annað en dáðst að þeim fyrir hversu lengi þeir hafa haldið sjó þrátt fyrir að lokað hafi verið á nánast allar lána- línur til þeirra. Þeir hafa sýnt að þeir eru úr- ræðagóðir. Í þeim býr mikil þekking og hæfi- leikar sem mega ekki fara forgörðum. Og það er ekki eins og Ísland sé eina landið í heim- inum þar sem bankar eru í vandræðum!“ Þú ert í bankaráði Seðlabankans. Fenguð þið eitthvað að vita um gang mála varðandi þjóðnýtingu Glitnis? „Við í bankaráðinu erum bundin trúnaði og honum ætla ég ekki að bregðast.“ Hvernig líst þér á hugmynd Davíðs Odds- sonar um þjóðstjórn? „Almennt er ég ekki hlynntur þjóðstjórn, eða samstjórn allra stjórnmálaflokka, því að ég tel gagnrýni og aðhald nauðsynlegt og það fæst aðeins með öflugri stjórnarandstöðu. En ég held samt að sjaldan hafi verið meiri þörf á samstöðu allra stjórnmálaflokka en nú í þessum erfiðleikum, sem eru meiri en ég man nokkurn tíma eftir áður. Davíð Oddsson fór ekki út fyrir verksvið sitt, ef hann hefur nefnt þetta, því að verksvið hans er einmitt að reyna að koma góðu til leiðar og taka þátt í að leysa þann mikla vanda sem við er að glíma. Við getum ekki heldur látið eins og Framsóknarflokkurinn, Vinstri grænir og Frjálslyndi flokkurinn séu ekki til. Stuðn- ingsmenn þessara flokka eru jafngóðir Ís- lendingar og stuðningsmenn stjórnarflokk- anna tveggja. Allt annað er fáránlegt flokksofstæki.“ Eigum öll að vera Íslendingar Hvað heldurðu að kreppan standi lengi? „Ef ég vissi hvenær er kreppa og hvenær kreppu lýkur þá væri ég önnum kafinn við að nota vitneskju mína til að kaupa og selja hlutabréf og gjaldmiðla. Þá myndi ég varla koma til þín í viðtal. En við vitum að kreppur koma og fara. Það var fráleitt að halda því fram þegar atvinnulífið var hér á uppleið fyr- ir tveimur árum að það myndi alltaf vera á uppleið. Jafnfáránlegt væri að segja þegar hlutir eru nú á niðurleið að þeir muni alltaf halda áfram að vera á niðurleið. Þetta eru sveiflur í atvinnulífinu. Þetta fer upp og nið- ur. Það er mikilvægt fyrir okkur að fara ekki í óðagoti að gera hluti sem við munum sjá eftir. Við þurfum að virkja þann mikla kraft sem býr í einstaklingunum. Besta ráðið við frelsinu er meira frelsi. Ég tek dæmi. Við þurfum að nýta auðlindir okkar betur en við höfum gert. Við þurfum að snúa baki við þeirri stefnu að það megi ekki virkja fall- vötnin og jarðvarmann og búa sjávarútvegi góð skilyrði. Við þurfum að örva atvinnulífið með skattalækkunum en um leið þurfum við að lækka ríkisútgjöld. Það þarf að tryggja eðlilega og áfallalausa bankastarfsemi í land- inu. Það er með þessum hætti sem við kom- umst út úr þessari kreppu.“ Heldurðu að menn hafi eitthvað lært þegar kreppunni lýkur? „Við þurfum aðallega að læra tvennt af þessari kreppu. Í fyrsta lagi er æskilegt að hér séu öflugir bankar. En þeir þurfa að vera með einhvers konar bakhjarl og ég held að það megi leysa það eins og í Sviss þar sem Seðlabankinn er tiltölulega lítill miðað við þá stóru viðskiptabanka sem þar eru. Þar eru viðskiptabankarnir með greiðslumiðlun sín á milli og tryggja í raun hver annan. Seinna at- riðið er að við eigum að vera afdráttarlausari í að nýta auðlindir okkar. Hér hafa fjölmenn- ir hópar barist gegn því með oddi og egg að við nýttum fallvötn, jarðvarma og fiskistofna á skynsamlegan hátt. Síðan er eitt sem allar þjóðir geta lært og það er að því frjálsara sem atvinnulífið er því meiri er verðmæta- sköpunin þegar til lengri tíma er litið. Við getum ekki látið tímabundin áföll raska því. Við viljum ekki að hér verði kyrrstaða. Ég held að í þessari kreppu muni koma í ljós að kapítalisminn er ekki dauður heldur hefur hann fólginn í sér mikinn endurnýj- unarmátt.“ Nú ert þú dyggur sjálfstæðismaður. Ótt- astu ekki að þjóðin telji sjálfstæðismenn hafa brugðist í efnahagsmálum og refsi flokknum í næstu kosningum? „Ég er enginn spámaður. Ef þú vilt heyra spár verðurðu að snúa þér til sumra sam- kennara minna í Háskólanum sem koma sjálfsöruggir og sigurvissir fram í sjónvarps- fréttum á hverju kvöldi og spá fyrir um framtíðina af sinni miklu fullvissu eins og Nostradamus á sínum tíma. Í hremmingum eins og þessum er aukaatriði, hvort menn eru sjálfstæðismenn eða vinstrimenn. Í hremm- ingum eins og þessum eigum við öll að vera Íslendingar.“ Morgunblaðið/Kristinn » Er ekki næsta skref að þetta fólk segi aðDavíð Oddsson hafi hrint af stað hinnialþjóðlegu lánsfjárkreppu í því skyni að koma höggi á Baugsfeðga? Hverju er hægt að svara slíku tali? Það er fáránlegt. Við verðum reyndar að virða einhverjum þessara manna það til vorkunnar að þeir tala svona vegna þess að þeir fá kaup fyrir það. Við eigum bara að taka því vel að þeir starfi samviskusamlega fyrir yfirboðara sína. Sá á hund sem elur, eins og oft hefur verið sagt á Íslandi. » Ég held sjálfur, og tala þábara fyrir sjálfan mig, að það hafi verið nauðsynlegt að bjarga Glitni. Ég yrði hins veg- ar manna fegnastur ef það kæmi í ljós að eigendur Glitnis gætu fjármagnað þau útgjöld sem eru fyrirsjáanleg og þau leituðu til Seðlabankans um. Þá myndi ég svo sannarlega taka upp kampavínsflösku. » Í fyrsta lagi er æskilegtað hér séu öflugir bankar. En þeir þurfa að vera með ein- hvers konar bakhjarl og ég held að það megi leysa það eins og í Sviss þar sem Seðlabank- inn er tiltölulega lítill miðað við þá stóru viðskiptabanka sem þar eru. Þar eru viðskipta- bankarnir með greiðslumiðlun sín á milli og tryggja í raun hver annan. Seinna atriðið er að við eigum að vera afdrátt- arlausari í að nýta auðlindir okkar. sama og kapítalistar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.