Morgunblaðið - 04.10.2008, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 04.10.2008, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 4. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ Samstaða KR-inga er lönguþekkt og ár eftir ár hafaleikir KR-liðsins verið bestsóttu leikirnir í íslenskri knattspyrnu. Sumarið í ár er þar engin undantekning, KR trónir á toppnum með flesta áhorfendur á leiki sína. Stuðningsmennirnir munu eflaust fjölmenna á úrslitaleikinn í Visa-bikarnum í dag, annað yrði skráð sem stórt skróp í kladdann. Páll Kristjánsson, formaður KR- klúbbsins og einn Miðju-manna,er ánægður með þessa miklu samstöðu og það vefst ekkert fyrir honum að útskýra hvers vegna þetta er: „Þetta er einfaldlega þannig að menn eru annaðhvort með KR eða ákveðið á móti. Við leggjum mikið upp úr því að vera stærstir og bestir og það fer í taug- arnar á and- stæðingunum. Við þurfum því að standa undir nafni og þegar við skynjum að allir aðrir eru á móti okkur stöndum við þéttar saman. Fyrir okkur marga er það lífsstíll að vera KR-ingur og svo er þetta alið upp í manni.“ Kraftmiklir og áberandi Miðjan er stuðningsmannahópur KR og ekki formlegt batterí sem slíkt, en kraftmikið og áberandi á leikjum. Flestir eru Miðju- mennirnir á aldrinum milli tvítugs og þrítugs, en innan um og saman við má sjá eldri KR-inga. Þessi gall- harði kjarni fær mikið út úr því að vera KR-ingar eins og sjá má á heimasíðu klúbbsins. KR-klúbb- urinn er hins vegar formlegt stuðn- ingsmannafélag KR og eru skráðir félagar um 600. KR-klúbburinn heldur utan um veitingasölu á heimaleikjum, gefur út fréttabréf, skipuleggur hópferðir á útileiki og ýmislegt fleira til að efla samstöð- una. „Að vera KR-ingur nær út fyrir gröf og dauða hjá sumum okkar og venjulegir KR-ingar skilja stundum ekki öfgarnar hjá strákunum í Miðj- unni. Við KR-ingar erum klárlega bestir og fjölmennastir í stúkunni sama á hverju dynur og verðum það að sjálfsögðu í bikarleiknum á móti Fjölni,“ segir Páll. Hann er ekki í vafa um úrslitin: „Við tökum þetta 3:0. Ég held það sé töluverður getumunur á þessum lið- um, ef allt verður eðlilegt vinnum við örugglega.“ Sex í lögfræði – sex KR-ingar Fyrir utan KR snýst allt um lög- fræði hjá Páli og fjölskyldu hans, formúlan er einföld: Sex manns og sex lögfræðingar eða verðandi lög- fræðingar. „Ég á eftir eina önn í lög- fræði við Háskóla Íslands. Pabbi og mamma eru bæði lögfræðingar, Kristján Stefánsson og Steinunn Margrét Lárusdóttir. Bræður mínir, Stefán Karl, sem var formaður KR- klúbbsins á undan mér, og Jón Bjarni, sem er með mér í stjórn KR- klúbbsins, eru báðir lögfræðingar. Svo er það Gunnar, sem er yngst- ur okkar bræðra. Hann er að byrja í lögfræði, en hefur verið í hálfgerðri útlegð síðustu ár og spilað með Vík- ingum. Ég hef þó ekki áhyggjur af honum, hann á að sjálfsögðu eftir að skila sér aftur í KR,“ segir Páll að lokum. Lífsstíll að vera KR-ingur Morgunblaðið/Kristinn Galvaskir KR-ingarnir Hjörvar Páll Ólafsson, Páll Kristjánsson og Jón Bjarni Kristjánsson segja ekkert annað koma til greina en sigur Vesturbæjarliðsins í úrslitaleiknum í dag. Þeir sitja í stjórn KR-klúbbsins. Stuðningsmenn KR og Fjölnis í Vesturbæ og Grafarvogi safna liði og ætla sér ekkert annað en sigur í bikarúrslitunum – bæði á vellinum og í stúkunni Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is Fjölnir úr Grafarvogi hefurstimplað sig rækilegainn í íslenska knatt-spyrnu á síðustu árum. Silfur í bikarkeppninni í fyrra, öruggt sæti í Landsbankadeildinni í sumar eftir toppbaráttu um tíma og aftur er lið- ið úr Grafarvoginum komið í úrslit VISA- bikarsins. Í stúkunni á Fjölnir líka þéttan hóp stuðn- ingsmanna eins og sjá mátti í deildinni í sumar. Yfir þús- und manns mættu á hvern heima- leik Fjölnis og fyrir neðan Fjölni á aðsóknarlistanum voru fornfræg félög eins og Valur, Fram og Akranes. „Grafarvogurinn er svolítið eins og þorp á landsbyggðinni og íbú- arnir eru þéttur hópur sem stend- ur vel saman. Fjölnir er liðið okk- ar og í dag verður guli liturinn áberandi í stúkunni á Laugardals- vellinum, það get ég sagt þér. Sjálfur hef ég átt heima hérna frá sex ára aldri og sé enga ástæðu til að fara neitt annað eða halda með öðru liði en Fjölni,“ segir Ingi Finnsson, formaður Kára, sem er einarður stuðningshópur Fjölnis. Hann er verkefnisstjóri hjá ÍTR og sér um félagsmiðstöðvarnar í Grafarvoginum. Klúbburinn er lokaður og aðeins hópur 38 gall- harðra stuðningsmanna Fjölnis er innvígður í Kára. Strákarnir í Kára fylgja sínu liði í gegnum súrt og sætt og hafa vakið athygli fyrir kröft- uga hvatningu, söng og bumbuslátt á leikjum. „Síðan er það endalaust mikill fjöldi,“ eins og Ingi orðar það, „sem tekur þátt í hvatning- arhrópum á leikjum og er í kring- um okkur til stuðnings Fjölni.“ En af hverju heitir klúbburinn Kári? „Kári heitir í höfuðið á manni sem heitir Kári Jónsson. Hann var einn af stofnendum Fjölnis og mætir á hvern einasta heimaleik Fjölnis og á flesta útileiki. Það er ekki nóg því hann mætir líka á leiki utandeildarliðs sem margir okkar erum í. Hann er fyrirmynd annarra stuðningsmanna þannig að það kom ekkert annað til greina en að nefna klúbbinn í höfuðið á honum.“ Vonandi tvíheilagt Aðeins tuttugu ár eru frá stofn- un Fjölnis og hátíð verður í tilefni af afmælinu í dag. Vonandi tvíheil- agt, segja Fjölnismenn. „Ég er ekki í vafa og tilbúinn að halda góða veislu upp á Fjölnissigur,“ segir Ingi. „Við töpuðum 2-1 í bik- arúrslitunum í fyrra, en nú vinnum við með sömu markatölu. Það er ágæt tala, eins marks sigur er al- veg nóg.“ Íbúarnir standa þétt um Fjölni Morgunblaðið/Árni Sæberg Samtaka Þeir Ingi Finnsson, Kári Jónsson og Stefán Örn Kárason eru klárir í slaginn á Laugardalsvellinum í dag. Kári er fyrirmynd annarra stuðningsmanna Fjölnis að sögn formanns Kára-klúbbsins. „Grafarvog- urinn er svolít- ið eins og þorp á landsbyggð- inni og íbúarnir eru þéttur hóp- ur sem stendur vel saman STUÐNINGSMENN Fjölnis og KR taka daginn snemma í dag fyrir úrslitaleikinn í VISA-bikar karla. Hjá báð- um félögum verður blásið til fjölskylduhátíðar og hefjast herlegheitin kl. 10. Leikur- inn sjálfur hefst kl. 14 á Laugardalsvelli og á heima- síðu KSÍ eru áhorfendur hvattir til þess að vera tím- anlega á ferðinni. Fjölnismenn fagna bæði sæti í úrslitaleiknum og í leiðinni 20 ára afmæli félags- ins. Af því tilefni verður blásið til fjölskylduhátíðar í Íþróttahúsinu Dalhúsum þar sem allir stuðningsmenn Fjölnis sem og allir Graf- arvogsbúar eru boðnir vel- komnir. Þar verður ýmislegt gert sér til skemmtunar auk þess sem boðið verður upp á grillaðar pylsur og heljarinn- ar afmælistertu. Hátíðin hefst kl. 10 og er áætlað að henni ljúki um kl. 12.30 þeg- ar allir storma niður í Laug- ardal til þess að hvetja sína menn til sigurs. Í Vesturbænum ætla menn og konur einnig að byrja kl. 10 í DHL-höllinni og verður margt um dýrðir. Kynning verður á hinu öfluga get- raunastarfi KR og strák- arnir í 6. flokki etja kappi við jafnaldra sína úr Gróttu á KR-vellinum. Lalli töfra- maður mætir á svæðið og hljómsveitin „5 á Richter“ leikur létta slagara. Um kl. 13 er svo boðið upp á fríar sætaferðir í Laugardalinn og aftur til baka að leik loknum. Stuðningsmenn félaganna eru hvattir til þess að nýta sér þessa möguleika, stilla saman strengi og gera dag- inn eftirminnilegan. Taka daginn snemma Söngvar og slagarar til stuðnings Fjölni og KR eru margvíslegir. Af heimasíðu Fjölnis: Við erum Fjölnismenn Við erum Fjölnismenn Allan daginn út og inn Komnir til að vinna Það þýðir ekkert minna. Og af heimasíðu KR: Hagar, Skjól og Melar, Gamli bærinn og Grandar, allur Vesturbærinn vill fá bikarinn heim! Bikarinn heim! bikarinn heim! Allt sem við viljum – það er bikarinn heim! Sungið til stuðnings Þetta er ein- faldlega þann- ig að menn eru annaðhvort með KR eða ákveðið á móti. bikarúrslit
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.