Morgunblaðið - 04.10.2008, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.10.2008, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 4. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is BANDARÍSKIR fjárfestar önduðu léttara eftir að fulltrúadeild Banda- ríkjaþings samþykkti endurskoðað frumvarp um 850,5 milljarða dala björgunarpakka til kaupa á verð- lausum skuldabréfum af fjármála- stofnunum, í því skyni að blása lífi í fjársveltar fjármálastofnanir. Meira þarf þó til ef marka má lok- un markaða í gær, en á vef Bloom- berg kom fram að samþykktin hefði ekki bundið endi á áhyggjur manna af því að kreppa sé yfirvofandi. Má þar nefna að gengi bréfa í Lennar Corp, öðru stærsta verk- takafyrirtæki landsins á sviði hús- bygginga, lækkuðu um 7%, þrátt fyrir tryggingu þingsins fyrir því að taka yfir eignir í uppnámi. Pakkinn fer nú til staðfestingar hjá George W. Bush forseta sem undanfarið hefur mælt fyrir um að þingið samþykki hann til afgreiðslu. Um gríðarlega fjárhæð er að ræða. Miðað við gengi Bandaríkja- dals í gærkvöldi jafngilti upphæðin 103-faldri vergri landsframleiðslu á Íslandi árið 2007, sem Hagstofa Ís- lands áætlar að hafi verið um 923 milljarða íslenskra króna. Þrýsti á samflokksmenn sína Barack Obama, forsetaframbjóð- andi demókrata, þrýsti á samflokks- menn sína að ljá frumvarpinu at- kvæði sitt, sem var samþykkt með 263 atkvæðum gegn 171. Mikill meirihluti demókrata, eða 172 á móti 63, var nú samþykkur frumvarpinu en meirihluti repúblikana var and- vígur, eða 108 á móti 91. Margir fjárfestar gátu ekki hugs- að þá hugsun til enda að frumvarpið yrði ekki samþykkt og hafði John A. Boehner, leiðtogi repúblikana í full- trúadeildinni, varað flokkssystkini sín við að ef ekkert yrði að gert gæti þjóðin staðið frammi fyrir dýpstu efnahagslægðinni sem flestir núlif- andi Bandaríkjamanna hefðu gengið í gegnum. Meðal breytinga á frumvarpinu eru hækkaðar tryggingar á spari- reikningum og skattaívilnanir á sviði endurnýjanlegrar orku. Upphaflega hljóðaði frumvarpið upp á 700 millj- arða dala en með viðbótum hækkar upphæðin um 150,5 milljarða dala. AP Dýrt skref Nancy Pelosi og samþingmenn með frumvarpið umdeilda. Björgunarpakki fær grænt ljós Kostar landsframleiðslu Íslands í 103 ár Í HNOTSKURN »Á mánudag greiddu 205fulltrúadeildarþingmenn atkvæði með frumvarpinu, 228 gegn því. »Það var hins vegar sam-þykkt í öldungadeildinni með 74 atkvæðum gegn 25. »Gengi hlutabréfa á WallStreet hækkaði á meðan á atkvæðagreiðslunni stóð í gær, en frumvarpið dýra má nálgast á www.house.gov (leitarorð H.R. 1424). HUNDAEIGANDI hleypur fyrir dómara með vel kembdan og gljástrokinn hund af afgana-kyni á evrópsku hundasýningunni í Búdapest. Sýningin, sem fram fór í gær, er sú stærsta sinnar tegundar sem hald- in er í Evrópu. Um 20.000 stoltir eigendur komu saman á sýningunni ásamt hundum sínum. jmv@mbl.is Reuters Hlaupið til sigurs? ÞÓRÐARGLEÐI ýmissa þjóðarleið- toga í Suður-Ameríku yfir óförum bandaríska hagkerfisins að undan- förnu hefur á síðustu dögum breyst í ótta við framhaldið á mörkuðum næstu vikur og mánuði. Bandaríska dagblaðið New York Times gerði þetta að umtalsefni á vef- síðu sinni í gær, en þar voru rifjuð upp þau orð Luiz Inacio Lula da Silva, forseta Brasilíu, frá því í september, um að hann kannaðist ekki við neina efnahagskreppu. „Berðu spurn- inguna undir Bush,“ sagði da Silva kokhraustur og beindi athyglinni að Bandaríkjaforseta. Hugo Chavez, forseti Venesúela, talaði digurbarkalega um kreppuna vestanhafs þegar hann afboðaði komu sína á opnun Allsherjarþings Samein- uðu þjóðanna fyrir skömmu, með þeim orðum að Peking gegndi nú stærra hlutverki á heimssviðinu en New York. Þegar hrun hlutabréfa á Wall Street tók að hafa áhrif á mark- aði í Suður-Amer- íku kom hins veg- ar annað hljóð í strokkinn. Hjöðnunin í heimsbúskapnum kemur illa við útflutning Brasilíu á hráefnisvörum, ásamt því sem ríki á borð við Bólivíu og Ekvador munu verða af erlendri fjárfestingu á með- an efnahagsfárviðrið gengur yfir. Þá segir New York Times dýfuna koma illa niður á skuldugu hagkerfi Argentínu. baldura@mbl.is Kreppan skellur á Suður-Ameríku Luiz Inacio Lula da Silva            !""  #" $%  $&  #'   $() $%%(*  %&( ($%%(*(  ( $*  +",#,- , - '- !". "- (* // '",#  0112 " /11 "+ %(* ' *  3( . % $($3%(  4 + "%'%( %&- ".(* 0- 5 $6 - "( %! $($%%(* $  7  3        + 888 9" $($% %   %+ +"  +  "   %   + %(*( " $   "%  "3%( (   .,     % "( *3( %! (::$% %(* " ," $($% "' "%   "%'%( %&   ( $6 0; %!  6 ((* 5 '",#  0112 " 6   '  3(   %(*(   %$  $($3%(  (#' 3(  + %(* %+ " /<11 + %(**  %$ *(  3(  ' " 6    ( $6 " /11 ($%     " 6  ( +   ( + *"+ %(* %6 ($%   $!.    " 6   %6( $6 (%  $%       + (::4 ( %" 6* %6 +3"( + %(*( + + + $  ( %&- 888 .,  #" $% / 3(  # ! +  !""( %&/; 0 =( + /; .,  #" $%  (  '$., * 3(  # ! +  !""( %& %! $($%%(*- $* // '",#  0112>  $(%& %&   (" ( " ??<?0/1@A1A B %.3(( ' %., .   C $(*( %.3(( '  6 .,  $(* ' .D D(* ( $(*( ' ( ",( B  %   ("$(    * ".,  E* %! <11111111F B  C $(*( ., G  ($% % %+ %'&  +"%  $6""(  H     !"" ( /  ?   !""  #" $%    '  $6""( % > I(%& %&  " 5A5002150/0 B %( ' ( .  % $(*( ((( '  6 ., + $(*( ' % D(*  3 $(*( ' ,% ",( B ' ":  .%  $(  %.+$6 / ",J 7+ % ( 5  <   !""  #" $% #' 0; 6   "' "%  "3%(  "%'%( %& + %CD > ??1 ?11/  + :*%)%' +  % > $($%%(*(K ((  " "  "%'%( %& +(* < '",#  0112
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.