Morgunblaðið - 04.10.2008, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 04.10.2008, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. OKTÓBER 2008 27 Árni Sæberg Á leið úr landi Þó að á ýmsu gangi í efnahagslífinu heldur lífið áfram sinn vanagang. Í gær var verið að gera einkaþotu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar kaupsýslumanns klára til brottfarar. HÁVAXTA- STEFNA Seðlabanka Íslands hefur um margt beðið skipbrot. Þessa dagana hamlar hún ekki gegn verðbólgu, heldur ýtir undir hana, um leið og hún gerir at- lögu að fyrirtækjum og efnahag landsmanna. Framundan eru gjald- þrot fjölda fyrirtækja, uppsagnir í stórum stíl og almenn lífskjaraskerðing. Útrásin hefur og stuðlað að því að Seðlabankinn og rík- issjóður eru vanmáttugir að takast á við vanda fjármálastofnana, nema að leggja efnahagslegt sjálfstæði þjóð- arinnar að veði. Mistök Seðlabanka Íslands Hávaxtastefnan stuðlaði að styrk- ingu krónunnar lengi vel. Það, ásamt með auðfengnu erlendu fjármagni á gjafverði, ýtti undir óhóflega inn- lenda neyslu og dró úr útflutningi en þetta til samans stuðlaði að við- skiptahalla og skuldasöfnun erlendis sem á sér ekki fordæmi í sögu lands- ins. Samhliða innspýtingu erlends fjár- magns, m.a. vegna gjaldeyrisútsölu margra seðlabanka, gætti seðlabank- inn íslenski þess ekki að auka bindi- skyldu bankanna hér heima og þeir gátu óáreittir stundað sín lána- viðskipti án viðeigandi ábyrgða. Hjá bönkunum var tilhlýðilegri íhalds- semi kastað fyrir róða. Ákvörðun Seðlabankans í þá veru að koma í veg fyrir að bankar og stærri fyrirtæki geri upp í erlendri mynt hefur skapað ójafnvægi og óvissu um rekstur þeirra fyrirtækja sem hafa stóran hluta sinnar starf- semi erlendis. Ætli Landsvirkjun þakki ekki sínum sæla fyrir að gera upp í dollurum þessa dagana. Ósamræmi virðist ríkja um skrán- ingu eigna og skulda inn og út úr landinu og ýmsa aðra tölulega upp- lýsingagjöf. Seðlabankastjóri hefur stundum talað í véfréttastíl og ekki enn fylgt eftir sumum orða sinna. Stjórnvöld hefðu í samráði við Seðla- bankann fyrir löngu átt að leggja fram áætlun um hvern- ig íslensk króna ætti að lifa af í fjármálaheim- inum. Og ef ekki, hvernig mætti skipta henni út fyrir líf- vænlegri gjaldmiðil. Sú skylda hvílir enn á herðum ráðamanna. Yfirvöld lögðu út- þenslunni lið Með aðkomu bank- anna að húsnæð- islánakerfinu í krafti útsölufjárins, en húsnæðislánasjóður vildi ekki verða undir í þeirri sam- keppni, skapaðist þrýstingur á fast- eignaverð langt umfram nauðsynlega leiðréttingu. Þeir sem tóku lán í er- lendri mynt sitja nú uppi með skuldir sem hækka upp úr öllu valdi á meðan verðmæti fasteigna þeirra stendur í stað eða fellur. Að lokum standa ein- staklingar og fjölskyldur uppi eigna- laus og e.t.v. í gjaldþroti. Sá mikli afgangur, sem hefur orðið af rekstri ríkissjóðs á seinustu árum, varð m.a. til vegna óhóflegrar eyðslu landsmanna (viðskiptahalla) og hefðu stjórnvöld átt að gera allt sem í þeirra valdi stóð til þess að draga úr þensl- unni, s.s. með auknum kaupum á gjaldeyri, aðhaldi í ríkisrekstri, við- námi gegn útþenslu hins opinbera, e.t.v. slá á frest skattalækkunum og leggja bönkunum strangari starfs- reglur. Aðkoma stjórnar og þings að reglugerðarverkinu og þeim eftirlits- stofnunum sem ætlað er að fylgjast með starfsemi fjármálastofnana var ábótavant. Sérstaklega er horft til þess aðskilnaðar sem á að vera á milli lánastarfsemi og áhættusækins rekstrar bankanna. Einnig hefur lengi verið fundið að skörun eigna- tengsla, sem getur falið í sér slæmar keðjuverkanir. Útrásin byggð að hluta á sandi Nú er komið á daginn að hinir eit- ursnjöllu viðskiptajöfrar hafa spilað með efnahagslegt fjöregg þjóð- arinnar. Einhverra hluta vegna töldu þeir, og jafnvel þjóðin öll, að þeir hefðu yfir að ráða getu og hæfileikum til þess að stýra fyrirtækjum á er- lendri grund betur en fyrri eigendur. Nú þegar kreppir að á lánamörk- uðum er ljóst að eignir, keyptar að stórum hluta fyrir lánsfé, þarf mögu- lega að selja á undirverði. Íslendingar hafa í ofanálag haft sérstakt lag á að fjárfesta í greinum sem nú standa illa. Í öllu þessu hafa hluthafar gleypt þau rök að borga ætti þessum ein- staklingum ofurlaun og kauprétt- arsamninga upp á hundruð milljóna króna, jafnvel milljarða. Hvað er til ráða? Hávaxtastefnan veldur enn búsifj- um. Hún hefur átt sinn þátt í hruni gjaldmiðilsins ásamt með stöðunni á lánamörkuðum heimsins. Fyrirtæki landsins hafa ekki aðgang að fé nema á okurvöxtum. Veiking krónunnar mun valda því að verðbólga helst hér enn há, stöðva þenslu og kynda undir því báli sem nú eyðir efnahag lands- manna. Háir vextir gera ekki annað en að hægja á hjólum efnahagslífsins, að því marki að í óefni er komið. Nú ríður á að stjórnvöld sýni festu í orði og á borði. Vandræði á fjár- málamörkuðum heimsins eru ekki á valdi forsætisráðherra en þessi ann- ars grandvari og ágæti maður þarf að spýta í lófana og hefja upp raust sína: Kalla til aðila atvinnulífsins og leggja drög að bjargráðaáætlun, ekki ein- ungis fyrir fjármálafyrirtæki, heldur og heimilin í landinu, en margt er hér gott sem byggja má á. Tafarlaus lækkun vaxta gæti e.t.v. slegið á kúf gjaldþrota og þrenginga hjá fyrirtækjum landsins en einnig er hún mikilvæg í ljósi endurskoðunar á húsnæðislánum bankanna á næsta ári. Það er ekki ofsögum sagt að efna- hag okkar er nú stefnt í voða og fram- undan sé marséring yfir til Brussel- valdsins með skottið á milli fótanna ef þeir á annað borð vilja okkur. Stjórn efnahags- og peningamála í uppnámi – útrásin byggð á sandi Eftir Ólaf Als »Mistök Seðlabank- ans eru dýrkeypt sem og grandvaraleysi stjórnvalda í uppsveifl- unni. Þjóðin kallar eftir bjargráðaáætlun fyrir heimilin. Ólafur Als Höfundur er viðskiptafræðingur. VELFERÐ- ARSVIÐ Reykjavík- urborgar á nú í við- ræðum við tvo aðila um rekstur á nýju bú- setuúrræði með fé- lagslegum stuðningi fyrir allt að 20 manns. Um er að ræða ein- staklinga sem hafa hætt neyslu áfengis og/eða vímuefna, en þurfa á umtals- verðum stuðningi að halda til að geta tek- ið virkan þátt í sam- félaginu. Vonast er til að samningar náist nú á næstu dögum og að rekstur geti hafist jafnvel í nóv- embermánuði þannig að úrlausn fáist fyrir þennan hóp. Hið nýja búsetuúr- ræði verður ekki ein- ungis tímabundið heimili þeirra ein- staklinga sem þar munu búa heldur er ætlunin að þar fari fram öflug virkniþjálfun svo heimilismenn geti síðar haldið út í lífið og stað- ið þar á eigin fótum. Eðli málsins vegna þurfa þeir í fyrstu á mikl- um félagslegum stuðningi að halda en sá stuðningur mun væntanlega minnka þegar færnin til að taka þátt í samfélaginu eykst og að lokum geta ein- staklingarnir flutt út í samfélagið að nýju. Þess vegna er mikilvægt að heimili fólksins sé í nánd við hið daglega líf samfélagsins í Reykjavík en ekki fjarri daglegu amstri. Það er afar mik- ilvægt að vandað sé til verka þegar geng- ið er frá samningum Reykjavíkurborgar við utanaðkomandi aðila um rekstur bú- setuúrræðis sem þessa. Í slíkum samn- ingum verður vel- ferðarráð og velferð- arsvið að tryggja ákveðin grunnaat- riði: 1. Rekstraraðili hafi þekkingu og reynslu af eftirmeð- ferð og virkniþjálfun vegna áfengis- og vímuefnavanda. 2. Rekstraraðili sé fjárhagslega ábyrgur. 3. Húsnæði fyrir heimilið sé tryggt. 4. Velferðarsvið Reykjavíkurborgar hafi tryggt eftirlit með starfseminni. 5. Velferðarsvið Reykjavíkurborgar ákveði í samráði við rekstraraðila hverjir fá notið umræddrar þjónustu. Þeir aðilar sem nú er verið að ræða við um rekstur búsetuúr- ræðisins uppfylla fyrstu tvö skil- yrðin enda slíkt forsenda þess að gengið sé til samninga. Þá lítur út fyrir að báðir að- ilarnir hafi til reiðu tryggt hús- næði fyrir áfangaheimilið. Síðustu tveimur skilyrðunum ætti að vera einfalt að ganga frá í samningi um reksturinn sem nú er verið að vinna að. Nýtt búsetuúr- ræði með félags- legum stuðningi í burðarliðnum Eftir Hall Magnússon Hallur Magnússon » Það er afar mikilvægt að vandað sé til verka þegar gengið er frá samningum Reykjavík- urborgar við utanaðkomandi aðila um rekstur svona búsetu- úrræðis. Höfundur er varaformaður Velferð- arráðs og fulltrúi Framsóknarflokks.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.