Morgunblaðið - 04.10.2008, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 04.10.2008, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. OKTÓBER 2008 35 Elsku vinkona, litla ævin- týrastelpan, nú er þínum ævintýrum lokið í þessari jarðvist og ný tekin við á framandi stað í fangi afa Krumma og Ödda frænda. Hvíl í Guðs örmum. Kæra fjölskylda, megi minningin um yndislega stúlku hlýja ykkur á þessum erfiða tíma. Ykkar vinkona, María. HINSTA KVEÐJA ✝ HrafnhildurLilja fæddist í Reykjavík 28. mars 1979, en ólst upp á Ólafsfirði. Hún lést í Dóminíska lýðveld- inu 21. september sl. Hrafnhildur Lilja var dóttir hjónanna Líneyjar Hrafns- dóttur, f. 24. maí 1963 og ættleidd dóttir Georgs Páls Kristinssonar, f. 8. febrúar 1961. Syst- ur Hrafnhildar Lilju eru Hanna Stella, f. 27. mars 1984, sambýlismaður Daníel Þór Gunnarsson, dóttir þeirra er Lí- ney Mist, og Alvilda María, f. 22. maí 1987, sambýlismaður Heiðar Brynjarsson. Hrafnhildur Lilja var fædd Óskarsdóttir, dóttir Óskars Árnasonar f. 30. des. 1957, en kona hans er Ásdís Jónasdóttir og synir þeirra Ingvar, Jónas og Óskar. Hrafnhildur Lilja gekk í grunnskóla á Ólafsfirði og var stúdent frá Verk- menntaskólanum á Akureyri árið 2000. Hrafnhildur Lilja var í sambúð með Ólafi Höskuldssyni og stunduðu þau bú- skap í 8 ár í Hátúni og á Þverá í Eyja- firði. Þau slitu sam- vistir. Þá stundaði hún nám í tölv- unarfræði við Háskólann á Akur- eyri í tvö ár. Síðast vann hún sem rekstrarstjóri Sporthússins í Kópavogi. Hrafnhildur Lilja var á ferða- lagi um heiminn þegar hún lést. Hrafnhildur verður jarðsungin frá Ólafsfjarðarkirkju í dag kl. 14. Hún Hrafnhildur Lilja frænka okkar og vinkona var fædd Óskars- dóttir, en kallaði sig á barnamáli sínu Hrafnhildi Lilju óskadóttur afa, enda lengi vel í fanginu á afa sínum og ömmu. Hét raunar í höfuðið á þeim báðum. Mamma hennar sjálf barnung og uppeldið fór fram í fjöl- skylduhúsinu á Aðalgötu 26 á Ólafs- firði. Þar komu snemma í ljós þau karaktereinkenni sem fylgdu henni alla tíð og sum þau sterkustu bara efldust með árunum; hreinskilni, ákveðin tegund af framhleypni, gam- ansemi, væntumþykja og hrekkleysi í garð annars fólks. Og svo ágætar gáfur, dugnaður og forvitni sem smám saman leiddu hana inn á ný og ókönnuð svið. Þannig samansett varð hún óhjá- kvæmilega foringi barnabarna Krumma og Lilju sem í kjölfar henn- ar birtust í fjölskyldunni. Seinna kom Georg í fjölskylduna sem henni til gæfu vildi endilega eiga hana og ættleiddi á endanum. Fljótlega eftir það komu systurnar, Hanna Stella og Alvilda María og hún var þeim fyrirmynd og elskuleg systir. Lífshlaup Hrafnhildar var fallegt og einlægt og hún fór sínar eigin leiðir. Sjálfstæði hennar, lífsgleði og vinfesta dró að marga og í þeim hópi ríkir nú mikil sorg. Hún hafði seint á síðasta ári keypt sér íbúð á Vest- urgötunni í Reykjavík, svo til í bak- garðinum hjá okkur, og ætlaði sér að setjast þar að með reynsluna af heiminum. Það er mótsagnakennt að hugsa til þess hvernig ein manneskja getur bætt líf manns með birtu, hlýju og gleði, en önnur breytt heiminum öll- um í ömurleg heimkynni og svart- asta myrkur með athöfnum sínum. Hrafnhildur hafði trú á því góða og lifði samkvæmt því. Þess vegna eru minningar okkar um hana baðaðar ljósi og þannig munum við geyma hana í hjarta okkar, bjartleita og brosandi. Elsku Líney, Georg, Hanna Stella, Alvilda, amma Lilja og aðrir ástvinir, við eigum ekkert nema þessi fátæklegu orð. Kristinn, Anna, Una og Lilja. Mig langar að minnast Hrafnhild- ar Lilju frænku minnar með örfáum orðum, en hvernig skrifar maður minningargrein um unga konu sem að manni finnst að hafi rétt verið byrjuð að lifa lífinu. Það er þó kannski ekki rétt að orða það þann- ig, því Hrafnhildur Lilja lifði lífinu meira lifandi og af meiri gleði og ævintýraþrá en flestir aðrir sem ég þekki. Frá fyrstu tíð minnist ég hennar ekki öðruvísi en brosandi, já- kvæðrar og ótrúlega gefandi. Hún vingaðist við alla og eftir að hún byrjaði að tala var hún óstöðvandi. Hún gat spjallað við alla, allt frá börnum upp í gamalmenni, allir voru vinir hennar. Það er stórt skarð höggvið í ættingja- og vinahópinn einu sinni enn, en minning um ynd- islega stúlku mun ylja okkur um ókomin ár. Það voru forréttindi að eiga hana fyrir frænku og geta sagt með stolti ég er afasystir hennar Hrafnhildar Lilju. Ég kveð þig, kæra Hrafnhildur, með ljóðinu sem Lauga langamma þín hafði svo mikið dálæti á. Ég minnist þín um daga og dimmar nætur. mig dreymir þig svo lengi hjartað slær. og meðan húmið hylur allt sem grætur, mín hugarrós á leiði þínu grær. Þín kærleiksbros, þau aldrei aldrei gleymast. Þitt allt – þitt bænamál og hvarms þín tár. Hvert bros, hvert orð, hvert armtak þitt skal geymast. Þín ástarminning græðir lífs míns sár. (Ásmundur Jónsson.) Ég og fjölskylda mín sendum Lín- eyju, Gigga, Lilju, Hönnu Stellu, Al- vildu, Kidda, Laugu og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Guðrún (Gúa frænka). Eitt sinn, fyrir rúmum 20 árum síðan, var okkar stærsta vandamál að velja hjá hverri ætti að borða rist- að brauð með smjöri og osti, stund- um sultu líka, eftir að skóladegi lauk – heima hjá þér, mér eða Hörpu. Oft réðst niðurstaðan á því hvernig ost- urinn var skorinn á hverju heimili fyrir sig því það var víst ekki eins hjá öllum og ekki allir sammála hver besta aðferðin var. Ótalmargt hefur breyst síðan þá, við fluttum á brott og fórum hvor í sitt ferðalagið með mörgum viðkomustöðum en samt með sömu þörfina; að skoða, upplifa og ferðast um hinn stóra heim. Það var svo gott að eiga þig að í næsta húsi, þegar mæður okkar unnu myrkranna á milli áttum við skjól hvor hjá annarri, lékum okkur á hverjum degi og í marga klukku- tíma á dag. Vorum samferða í skól- ann og heim aftur, hjálpuðumst að við heimalærdóminn og fundum okk- ur alltaf eitthvað skemmtilegt að gera það sem eftir lifði dags. Á vet- urna var stokkið niður af húsþökum, farið á skíði, legið í snjónum og myndaðir englar um leið og við horfðum á norðurljósin dansa á himninum. Sumrin fóru að mestu leyti í fótboltann og félagsskapinn í kringum hann, ég man hvað þú varst einstaklega jákvæð, sama hversu illa gekk hjá okkur. Í 3. flokki varstu í markinu og hvattir okkur til dáða, svo þegar við urðum eldri varstu komin í bakvarðarstöðuna og mun engin okkar gleyma því þegar þú kallaðir hátt yfir völlinn í bikarleik við KR „Koma svo stelpur, þetta er ekki búið ennþá“, staðan var 0-15 fyrir KR og flestallar óskuðum við okkur að hverfa ofan í jörðina, en ekki þú, jákvæðnin og bjartsýnin alltaf í hávegum höfð, yndisleg al- veg. Elsku Hrafnhildur, ég er svo fegin að við náðum að fylgjast ágætlega með hvor annarri undir það síðasta. Ég fékk fréttir af ferðalaginu sem þú varst að leggja í og fylgdist með þér í hverri einustu viku eftir það. Síðustu persónulegu samskipti okkar voru í gegnum „facebook“ fyrr í sumar þar sem við deildum því sem við vorum að fást við í lífinu þá stundina. Ég man að ég sagði þér hversu hugrökk þú værir að ferðast ein um heiminn og það var notalegt að heyra hvað þér leið vel og allt var frábært. Þessi samskipti, allar myndirnar sem ég er búin að finna af okkur frá því við vorum yngri og allar góðu minning- arnar um þig mun ég varðveita eins og gull um ókomin ár. Elsku Líney, Giggi, amma Lilja, Hanna Stella, Alvilda María, litla Líney Mist og allir aðstandendur og vinir. Ég á svo erfitt með að skilja hvernig nokkur maður getur gert svona lagað á hlut jafn yndislegrar stelpu og Hrafnhildur Lilja var. Sorgin er mikil og maður á erfitt með að sætta sig við óréttlætið og vonskuna sem getur búið í mann- fólkinu. Ég vona að þið náið að leita huggunar í öllu því góða sem hún gaf okkur á sinni stuttu lífsleið; bros, bjartsýni, jákvæðni og elsku í garð allra sem á vegi hennar urðu. Ég trúi því að hún sé á afar fallegum stað og búin að eignast mikið af góðum vin- um sem hún gleður nú á hverjum degi. Guð styrki ykkur í þessari miklu sorg. Mínar innilegustu samúðarkveðj- ur til ykkar allra, Helena Guðrún, Ellicott City, Bandaríkjunum. Frænka mín er látin. Ég naut þeirra forréttinda að vera afabróðir hennar. Hún var einstök, greind, hjartahlý og notaleg. Svona væri hægt að raða upp jákvæðum lýsing- arorðum utan enda og öll eiga þau við Hrafnhildi Lilju. Sem barn og unglingur var hún stundum spurul án þess að vera frek, á bak við var alltaf einhver óskilgreinanleg hlýja og notalegheit. Nokkur ár eru síðan ég sá hana síðast en hún hlýtur að hafa verið glæsileg ung kona. En svo grimm eru örlögin og heimurinn harður að hún er skyndi- lega frá okkur tekin. Ógæfumenn í fjarlægu landi voru þar að verki á óskiljanlegan hátt. Eftir situr fjöl- mennur hópur ættingja og vina hnípinn í sorg og ráðleysi. Sárastur harmur er kveðinn að hennar nánustu, systrum, foreldrum og ömmu. Það er reyndar með ólík- indum hvað á þessa fjölskyldu er lagt en á síðustu fimmtán árum hef- ur hún horft á eftir þremur ástvinum sem allir hafa horfið af heimi með sviplegum hætti. Örn fór af slysför- um 1993, Hrafn varð bráðkvaddur á Kanaríeyjum, nú er Hrafnhildur hrifin á braut í blóma lífsins og það er sárast af öllu. Það er sárast vegna þess að það skilur eftir svo margar spurningar sem aldrei fást svör við en slys og skyndidauði eiga sér oft- ast einhverjar rökrænar skýringar. Mikið er lagt á þær Lilju mágkonu og Líneyju. Eina huggunin sem þær og aðrir ættingjar hafa, þótt hrökkvi skammt, er minningin um yndislega stúlku sem var öllum gleðigjafi. Svo er því farið: Sá er eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnarnir honum yfir. (Hannes Pétursson.) Við vottum fjölskyldunni okkar innilegustu samúð. Hreinn og Guðrún. Elsku Hrafnhildur mín. Það er erfitt að finna kveðjuorð til þess sem maður er svo ósáttur við að þurfa að kveðja. Við höfum upplifað svo margt saman, gengið í gegnum bæði súrt og sætt. En þó áttum við að eiga svo langt eftir. Það sem einkenndi þig frænka mín var gleði og lífskraftur. Þú varst ætíð þú sjálf og komst fram af hrein- skilni og einlægni. Þú varst einstök og engum öðrum lík. Það að einhver með svo sterkan lífsvilja, gleði og kraft sé hrifsaður frá okkur svo fljótt er ofar mínum skilningi. Mér til huggunar reyni ég að læra af lífsgleði þinni og einlægni. Ég veit líka að þú vilt að við munum þig á þann hátt. Nú er ferðalag þitt á enda og nýtt ferðalag tekur við, í nýjum heimi. Ég vona svo innilega að satt sé að við fáum að hitta þá sem við elskum og söknum þegar við deyjum. Því þá veit ég fyrir víst að þú átt trausta fjölskyldu í hinum nýja heimi sem tekur á móti þér og passar upp á þig. Það er skrýtið að hugsa til þess að nú sértu komin til þeirra sem þú saknaðir svo sárt, afa Krumma og Ödda. Ég veit að þið passið hvort upp á annað og fáið svo dyggan stuðning frá mömmu og ömmu Líney. Við vorum öll rík að eiga Hrafn- hildi Lilju og stórt skarð situr eftir í hjörtum okkar. Elsku fjölskylda. Mínar bænir til- heyra ykkur. Megi þær veita ykkur styrk í sorgum ykkar. Lilja Unnarsdóttir. Elsku nafna, ég ætlaði ekki að trúa því þegar Lena hringdi í mig að þetta væri satt, það gat bara ekki verið að lífsglaðasta manneskja sem ég þekkti væri farin frá okkur fyrir fullt og allt. Eins sár og reið og ég er yfir þessu þá er ég samt þakklát fyr- ir að þú skyldir fá að uppfylla marga af draumunum þínum á stuttri ævi. Mér þykir svo leitt að strákarnir mínir skuli ekki fá tækifæri til að kynnast þér betur en þeir koma til með að alast upp við sögur af þér og Dagur verður reglulega minntur á kollhnísakennsluna sem ég veit ekki hvort ykkar hafði meira gaman af. Og Lúkas fær að heyra um skiptið sem þú komst í heimsókn til okkar örfáum vikum eftir að hann fæddist þegar þú sast með hann sofandi í fanginu í hátt í 3 tíma einfaldlega vegna þess að þú tímdir ekki að leggja hann frá þér. Ég er svo þakk- lát fyrir tímann sem við áttum sam- an um páskana áður en þú fórst í ferðina þína, spjall um heima og geima og að hafa fengið að knúsa þig og kveðja almennilega á flugvellin- um. Ég er svo þakklát fyrir að hafa kynnst þér og lífið verður aldrei samt án þín, að geta ekki leitað til þín eftir ráðum um hitt og þetta, fá aldrei framar knús og fá aldrei aftur að segja þér að ég elska þig. Þú varst, ert og munt alltaf verða mín besta vinkona og ég veit að þú verð- ur ætíð hjá mér og að börnin mín gætu ekki fengið betri verndarengil. Þú verður í hjörtum okkar allra um ókomna tíð. Við sjáumst síðar. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. (Bubbi Morthens.) Ég elska þig nú og ég elska þig alltaf. Takk fyrir allt. Hrafnhildur „nafna“. Það var dimmur drungi sem lagð- ist harkalega yfir heiminn þegar þau tíðindi bárust að Hrafnhildur Lilja væri dáin. Og ekki bara dáin. Orð mega sín lítils frammi fyrir grimmd lífsins sem stundum getur verið svo ægifagurt að það fæðir af sér fallega og góða einstaklinga eins og Hrafnhildi Lilju. Ég man fyrst eftir henni þegar hún kom í Gagn- fræðaskólann heima, lítil og lágvaxin en samt svo áberandi af því hún var ekki bara kurteis heldur líka geislaði af henni hlýja og bros. Og ég heyri enn hláturinn. Síðan skildi leiðir og ég sá hana sjaldnar. Ég hitti hana síðast í fyrra. Það gladdi mig þegar hún heilsaði hressilega gömlum kennara sínum með sínu geislandi brosi og sagði mér hvað hún hefði verið að bralla næstliðin ár og það var greinilegt að mikið líf og mikill kraftur bjó innra með henni, lífsgleði og einhver djúp fegurð sem ekki er hægt að skil- greina hér og nú. Lífsgleðin dró hana út í heim. Í apríl var hún í Ástralíu, án tiltek- innar stefnu, kannski komin heim um jól. Viku síðar var hún í Dubai. Áður en varði bar hana að ströndum Dóminíska lýðveldisins til að stjórna litlu hóteli. Í júlí skrifaði hún: Komin í paradís. Svo kemur höggið. Allt í einu er hún farin. Ekki bara út í heim. Held- ur skyndilega horfin úr þessum heimi. Og ekki bara horfin. Komin í paradís. Eftir situr fjölskyldan. Eftir sitja vinir. Foreldrar, systur, amma. Frændur og frænkur. Bekkjarsystk- in og aðrir vinir nær og fjær. Hjart- að brestur og er kulda lostið. Hvenær er þörf fyrir huggun æðri máttar ef ekki nú? Hvar ertu guð þegar þín er þörf? Hvar er vitund þín eða ertu meðvitundarlaus? Hvernig má þetta vera mögulegt? Allir skírast og fermast í þínu nafni – gaman að því og gjafir margar – en hvað svo? Eru allir með veiðileyfi á okkur? Erum við varnarlaus? Eng- inn deyr að gamni sínu. En þú leyfir allt. Þú sérð, segir gamall biskup, þá óendanlegu mörgu möguleika sem geta orðið eða hefðu getað orðið. Hvar varstu þegar Hrafnhildur Lilja fór út í heim, saklaus af vonsku heimsins? Þér er ekki fyrirgefið. Maður verður reiður. Óstjórnlega reiður. Út í grimmd þessa lífs. Og gleymir fegurð lífsins í leiðinni. Hvernig má slíkt verða? Hvernig getur rósin fölnað svo fljótt? Og það á sínu fegursta æviskeiði? Er fjöl- skyldan ekki búin að þola nóg? Hve- nær er nóg? Hrafnar og ernir hnita hringi hátt yfir mannheimum. Þeir hafa marga hildi háð. Sum stríð eru þungbærari en önnur. Þetta er sorglegasti atburður sem ég hef heyrt svo langt sem ég man, ef undan er skilin sorg desem- bermánaðar 1971. Við hugsum öll til Líneyjar og Gigga, systranna Hönnu Stellu og Alvildu, og ömmu Lilju. Þetta er þyngsta áfall sem dunið hef- ur yfir fjölskylduna og Ólafsfjörð. Sárið er djúpt. Enginn telur þau tár sem slíkt sár veldur. Helgi Jónsson. Elsku Hrafnhildur. Það er svo langt frá því að ég sé búin að átta mig á því að þú sért búin að yfirgefa þennan heim svo allt allt of snemma. Þér hefur verið ætlað mikilsvert verkefni annars staðar. Mig langar til að þakka þér fyrir allar samveru- stundirnar sem við áttum. Sérstak- lega langar mig til að þakka þér fyrir hvað þú og Óli voruð yndisleg að leyfa Ævari syni mínum að koma til ykkar allar helgar á veturna og á sumrin. Hjá ykkur leið honum vel og hann vildi helst hvergi annars staðar vera. Eins varst þú svo yndisleg við Freydísi Ingu dóttur mína þegar hún varð fyrir áfalli í nóvember síð- astliðnum, þá mættir þú til að stappa stálinu í hana. Alltaf varstu boðin og búin til að hjálpa öðrum. Elsku Líney, Georg, Hanna Stella, Alvilda, Lilja, Líney Mist og aðrir aðstandendur, ykkur votta ég mína dýpstu samúð og bið góðan guð að styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Hugur minn er hjá ykkur. Hinsta kveðja, Soffía Höskuldsdóttir. Hrafnhildur Lilja Georgsdóttir Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.