Morgunblaðið - 04.10.2008, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 04.10.2008, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 4. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Sveinn Hró-bjartur Magn- ússon fæddist í Litla-Bergholti í Vestmannaeyjum 22. júlí 1921. Hann lést á Sjúkrahúsi Vest- mannaeyja föstu- daginn 26. septem- ber síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Magnús Magnússon, f . 4.2. 1881, d. 30.4. 1974,og Sigríður Hróbjartsdóttir, f. 4.4. 1882, d. 15.4. 1953. Systkini Sveins eru: Magnúsína Guðrún, f. 1907, d. sama ár, Magn- ús Axel, f. 1908, d. 1912, Guðríður Amalía, f. 1908, d. 1986, Bergþóra, f. 1910, d. 1997, Gróa Tómasína, f. 1914, d. 1953, og fóstursystir Lilja Sveinsdóttir, f. 1925. Sveinn kvæntist 15. desember 1945 Sigríði Steinsdóttur, f. 1.3. fyrra hjónabandi Birgis Karen Ösp og Ólafur Einir. Sveinn ólst up í Vestmanna- eyjum og bjó þar alla tíð. Hann stundaði sjómennsku sem ungur maður, sem og reyndar seinna á lífsleiðinni, ásamt ýmsum öðrum störfum er til féllu. Árið 1941 hóf Sveinn iðnskólanám, lærði til smiðs og vann við smíðar fram til ársins 1955 er hann hóf störf hjá Lögreglunni í Vestmannaeyjum, en þar vann hann um 12 ára skeið. Hann starfaði síðan sem smíða- kennari við Barnaskóla Vest- mannaeyja í 23 ár. Sveinn var einn af stofnendum Karlakórs Vestmannaeyja, sem starfaði um 20 ára skeið frá árinu 1942, félagi í AKÓGES frá árinu 1949, í Golfklúbbi Vestmannaeyja frá 1978 sem og í Félagi eldri borgara um 18 ára skeið. Hann gegndi ýmsum trúnaðarstörfum í þessum félögum. Sveinn og Sigríður bjuggu á Múla fram til ársins 1958, þegar þau fluttu á Hvítingaveg 10 (Hljómskálann), en þar bjuggu þau þar til á síðasta ári er þau fluttu að Kleifahrauni 3 í Eyjum. Útför Sveins fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum í dag og hefst athöfnin kl. 14. 1925. Foreldrar hennar voru Steinn Ingvarsson, f. 23.10. 1892, d. 1.3. 1983, og Þorgerður Vil- hjálmsdóttir, f. 14.8. 1903, d. 29.9. 1990. Börn Sveins og Sig- ríðar eru: a) Steinn, f. 12.7. 1946. Maki Ólína Margrét Jóns- dóttir. Börn þeirra eru Elín, Tinna og Vala. b) Magnús, f. 2.3. 1948, maki Katr- ín Sjöfn Sigurbjörns- dóttir. Börn þeirra eru Sveinn og Sigríður Diljá, og frá fyrra hjóna- bandi Katrínar Sjafnar Heiða Björg og Sigurpáll. c) Sigurður Þór, f. 23.3. 1951, maki Sigríður Þórðardóttir, börn hans frá fyrra hjónabandi Halldór Davíð, Ævar og Arnar Þór. d) Birgir, f. 30.1. 1960, kvæntur Ólöfu Jóhanns- dóttur. Börn þeirra eru Elfar Franz og Mikael Máni, og frá Nú er pabbi okkar elskulegur bú- inn að fá hinstu hvíldina. Síðustu 2½ árin voru erfið, eftir lærbrot og löm- un að hluta og síðan annað brot nú nýlega sem leiddi til sjúkra- og banalegu. Þessi tími var nokkuð erf- iður fyrir athafnasaman og mann- blendinn mann eins og pabba, en hann og mamma unnu vel úr því saman. Pabbi var greinilega ákveðinn að kveðja í Vestmannaeyjum. Hann lá mjög veikur á Borgarspítalanum eftir síðustu aðgerð, en það bráði ótrúlega af honum í 1½ sólarhring eða svo, sem nægði til að komast til í Eyja í sjúkraflugi. Eftir það var fljótlega ljóst hvert stefndi, og 6 dögum síðar fékk hann hægt andlát á Sjúkrahúsinu í Eyjum innan um sína nánustu. Ásamt föðurhlutverkinu var pabbi mikill vinur okkar strákanna alla tíð og eigum við margar minnisstæðar og kærar stundir með honum, einir sér, sem og nokkrir eða allir saman, hvort heldur var hversdags, á fjöl- skyldusamfundum, í sportinu, á verkstæðinu, á hestbaki, í veiðiskap, í golfi og fleira. Það var auðvitað oft atgangur á Múlanum og í Hljómó þegar 4 hraustir strákar voru að alast upp, en allt gekk það blessunarlega vel. Pabbi og mamma héldu á okkur aga, en gáfu okkur alltaf verulegt frjáls- ræði. Okkur var innprentað, leynt og ljóst, vinnusemi, heiðarleiki og já- kvæði. Afar rík fjölskylduhefð hefur einnig fylgt okkur Múlabræðrum frá foreldrunum og smitað út í fjöl- skyldur okkar allra. Við fengum þannig ríkulegt vega- nesti frá pabba, sem við höfum nýtt okkur og unnið úr hver fyrir sig, en hins vegar höfum við bræðurnir, Múlabassarnir, ekki erft einstaka smíðahæfileika hans né söngrödd- ina. Pabbi hafði ríka kímnigáfu og hafði alltaf gaman af að segja frá. Hann var vinmargur og við munum ekki eftir því að hann hafi lastað neinn, en hann lofaði marga. Honum var ávallt borin vel sagan vegna vinnu, hvort heldur var vegna smíða, lögreglustarfa, smíðakennslunnar eða annarra starfa. Sjálfum þótti honum vænst um þau 23 ár sem hann kenndi smíðar í Barnaskóla Vestmannaeyja. Hann naut sín ákaflega vel innan um krakkana og reyndar líður varla sú vika að ekki sé einhver af gömlum nemendum hans að minnast hans að góðu við einhvern okkar bræðra. Að síðustu vann hann sjálfstætt í mörg ár á verkstæðinu í Hljómskál- anum og smíðaði þá m.a. fjölda glæsilegra barnaleikfanga og ann- arra gripa, sem munu ylja okkur og afkomendum okkar um hjartaræt- urnar um langa framtíð. Auk þátttöku og starfa í ýmsum félögum þá hafði pabbi dálæti á íþróttum og var m.a. einlægur og ákafur aðdáandi ÍBV og Liverpool. Hann byrjaði í golfinu rétt fyrir sex- tugt, náði strax góðum árangri og fór m.a. holu í höggi árið 1994, rétt fyrir 73 ára afmælið. Samband pabba og mömmu hefur alltaf verið afar kært. Þau náðu því að vera saman í 66 ár og það var afar gefandi að sjá til þeirra síðustu árin, mánuðina og vikurnar, þar sem þau nutu innilega samvistanna ennþá eftir langa og farsæla sambúð. Takk fyrir allt, elsku pabbi, við pössum mömmu. Guð veri með þér. Steinn, Magnús, Sigurður Þór og Birgir. Jæja, elsku tengdapabbi, þá ertu kominn á þann stað sem spilað er englagolf og er ég alveg viss um að þú ert búinn að taka einn hring ef ekki tvo og sveiflan hefur verið alveg sú sama og þegar þú slóst síðast, þrátt fyrir að það sé orðið ansi langt síðan þú komst út á golfvöllinn þinn hér heima í Eyjum. Þú ert pottþétt búinn að gefa einhverjum góð ráð eins og þú gafst okkur Bigga þínum þegar við reyndum að byrja að brölta í golfinu. Það er ekki alltaf best að vera högglangur heldur að vera beint á braut, þannig golfspilari varst þú líka og spilaðir nær undan- tekningarlaust vel. Í það minnsta vannst þú alltaf þessa syni þína, sama hvað þeir reyndu. Við Sveinn urðum strax góðir vin- ir þegar ég birtist inn í Múlafjöl- skylduna fyrir 11 árum, enda var hann ekkert smá ánægður með að fá tengdadóttur sem var alveg sami forfallni íþróttafíkillinn og hann. Það var eiginlega alveg sama hvað það var, en þó stóðu nú fótbolti og hand- bolti töluvert upp úr. Ekki vorum við nú alltaf sammála í þessum fræð- um eins og gengur í boltanum og var bara gaman að því. En sammála vor- um við um ÍBV-strákana okkar og vorum mjög glöð yfir góðu gengi þeirra í sumar og fögnuðum því inni- lega að vera á nýjan leik komin á meðal þeirra bestu í efstu deild. Síð- asti leikurinn sem við fórum á var síðasti heimaleikur ÍBV á móti Haukum sem við náttúrlega burst- uðum. Sátum við inni í bíl í aftaka- veðri og höfðum gaman af. Í enska boltanum vorum við engan veginn sammála. Þar hélt tengdó með Liv- erpool en ég með erkifjendunum í Man.Utd. Sem betur fer hef ég oftar í gegnum árin haft ástæðu til að fagna en svo brá við um daginn þeg- ar Sveinn lá á spítalanum í Rvk. að mínir menn lutu í lægra haldi fyrir púllurunum, en ef ég hefði átt að velja einhvern leik til að tapa þá hefði ég valið þennan leik, bara fyrir þig, tengdó. Ekki má gleyma ástríðu okkar á handboltalandsliðinu okkar þar sem við vöktum heilu og hálfu næturnar yfir strákunum okkar á Ólympíuleikunum. Kannski í lagi með mig en halló, tengdó var 87 ára! Héldum við svo matarboð og fögn- uðum silfrinu að sjálfsögðu. Þangað til næst, elsku tengdó, þegar við hittumst, ræðum boltann og tökum kannski einn hring, langar mig til að þakka þér fyrir samfylgdina þessi ár okkar sem hafa gert mig bæði að betri og ríkari manneskju, því að þú varst náttúrlega bara tær snilld. Missir mömmu og strákanna þinna er mikill en þetta Múlapakk eins og þú sagðir sjálfur er náttúrlega bara ótrúlegt og saman munum við standa, knúsast og passa hvert ann- að og þá helst hana mömmu. Elsku Sveinn minn. Takk fyrir allt og allt, sláðu þær nú nokkrar og ef þú verður þyrstur, fáðu þér þá einn kaldan. Í það minnsta ætla ég að gera það og minnast þín. Þín tengdadóttir, Ólöf Jóhannsdóttir. Ég vil minnast tengdaföður míns, Sveins Magnússonar, með þakklæti og hlýhug allt frá okkar fyrstu kynn- um. Nú þegar komið er að leiðarlok- um hrannast upp minningarnar og eru þær ótæmandi hjá jafn sam- hentum fjölskyldum eins og afkom- endum ykkar Sissu, sem ég tel arf- leið frá Múla. Elsku Sveinn. Síðastliðin tvö ár hafa verið þér erfið og dáðist ég að jafnaðargeði þínu í öllum þessum veikindum. Ef ég spurði um líðan þína þá var alltaf sama svarið: mér líður ágætlega og stutt var í grínið. Þér leið alltaf best þegar Sissa þín var hjá þér, alltaf eins og klettur, studdi þig og hjúkraði af sinni al- kunnu ljúfmennsku. Enda höfðuð þið gengið lífsveginn hamingjusöm saman í 66 ár og þið hjónin alltaf nefnd í sama orðinu. Þú komst víða við á langri ævi, starfaðir bæði til sjós og lands og lengst af sem lögregluþjónn og smíðakennari. Sveinn, þú varst fé- lagslyndur maður og starfaðir í mörgum félögum. Alls staðar kær- kominn gleðigjafi, hvort sem það var í leik eða starfi enda varst þú vin- margur maður sem hafði alltaf eitt- hvað að miðla til annarra. Þú sagðir margar góðar sögur af samtíma- mönnum og stóðst þig vel í að herma eftir þeim án þess þó að særa neinn. Þú varst mikill áhugamaður um íþróttir og var boltinn þar í mestu uppáhaldi. Golfið var einnig líf þitt og yndi enda varst þú mjög leikinn í þeirri íþrótt. Það hefur ekki verið auðvelt fyrir þig að geta ekki lengur leikið með þegar vinirnir úr svarta genginu voru að spila, en aldrei léstu það í ljós. Fyrst man ég eftir þér við störf í lögreglunni fyrir hartnær 40 árum. Svo stór og myndarlegur maður á velli og ekki skemmdi búningurinn. Þið Sissa eignuðust fjóra fjallmynd- arlega syni og féll ég fyrir þeim næstelsta, Magnúsi. Þú varst lista- smiður og margan fallegan gripinn smíðaðir þú í kjallara sínum sem líktist oft ævintýralandi. Þessir munir prýða mörg heimili og sér- staka lukku vekja barnaleikföngin sem hafa glatt mörg lítil hjörtu og eiga eftir að minna á þig um ókom- inn tíma. Guð styrki þig í sorginni, Sissa mín. Blessuð sé minning þín, elsku- legi tengdapabbi. Megir þú hvíla í friði. Sjöfn Sigurbjörnsdóttir. Elskulegi afi minn. Það hefur myndast skarð í Múlafjölskylduna nú er þú, höfuð hennar, kveður okk- ur. Þú hefur ásamt ömmu Sissu hlúð að okkar sterku fjölskylduböndum og verið okkur fyrirmynd þegar kemur að virðingu, tryggð og hlý- hug gagnvart þeim sem okkur standa næst. Ég veit að öll þökkum við ykkur það. Þegar ég hugsa til samskipta okkar gegnum árin þá man ég eftir mér aðeins fimm ára gömlum að heimsækja þig á lög- reglustöðina þegar komið var á seinni hluta starfsferils þíns sem lögregluþjóns. Þessar heimsóknir þóttu afar spennandi og man ég helst eftir kettlingunum sem þið höfðuð tekið í fóstur. Lögreglan hafði verið beðin um að svæfa þá en þar sem þið höfðuð ekki brjóst í ykk- ur til að framkvæma það óskemmti- lega verk, þá var búið um þá í fanga- klefa. Það var góð nýting á klefanum þótti mér. Í barnaskólanum varð smíði mín uppáhaldsgrein og vildi svo vel til að þar varst þú kennari til margra ára og grunar mig að það liggi margar lundastyttur og lyklahús á mörgum heimilum en það var hluti af skyldu- verkefnum okkar í smíði. Óhætt er að segja að þú hafir verið kennari af gamla skólanum, frekar strangur en hlýjan var alltaf í fyrirrúmi. Stað- festa þín og velvild hafði góð áhrif á marga samnemendur mína. Ég minnist þess að þú gættir þess vel að koma fram við mig eins og aðra nemendur en það tókst nú ekki allt- af. Þú varst listasmiður og þegar ég horfi yfir heimili mitt þá leynast minningar um þig í hverju horni. Má þar nefna barnavagn, brauðkassa, diskarekka, blaðagrind, jólaskraut og dúkkuhús. Þegar ég var að útskýra fyrir dætrum mínum að þú hefðir kvatt okkur fyrir fullt og allt sagði ég við þær að líklega værir þú nú þegar byrjaður að spila golf á himnum eins og þú gerðir svo mikið af hér áður. Við þetta fann ég sjálfur fyrir mikilli huggun vegna þess að það átti illa við þig að komast ekki út á golfvöll og allra þinna ferða eftir erfið veik- indi síðustu ára. Elsku afi minn og nafni, það er sárt að kveðja. Það var alltaf áber- andi reisn yfir þér og glæsileiki og ég veit að þú kemur til með að vera okkur áfram fyrirmynd og hvatning þegar kemur að fjölskylduböndum. Ég stend ennþá við það sem ég sagði fyrir nokkrum árum, ef ég kem ekki til með að líta út eins og Sean Con- nery þegar ég eldist þá vil ég líkjast þér afi minn. Ég mun ávallt bera nafn þitt með stolti. Guð varðveiti þig og styrki ömmu sem saknar þín sárt. Sveinn Magnússon yngri. Hann afi Svenni er látinn. Ég var níu ára gömul þegar ég kynntist honum og ömmu Sissu en það var þegar mamma giftist stjúpföður mínum honum Magnúsi Sveinssyni. Ég man það eins og það hefði gerst í gær þegar ég fékk fyrstu jólagjöfina frá þeim og á henni stóð til Heiðu frá ömmu og afa í Hljómó. Eins þegar ég datt og missti með- vitund á skólalóðinni. Afi, sem ég var rétt að byrja að kynnast, kom og bar mig inn í skólann þar sem hann var kennari. Þegar ég fékk meðvit- undina aftur var það fyrsta sem ég heyrði: Já, ég á svolítið í þessari stúlku. Á þessum tíma var ég nýjunga- gjörn og það var spennandi að eign- ast nýja fjölskyldu og mér þótti sjálfsagt að bróður mínum og mér væri tekið opnum örmum í þessari nýju fjölskyldu. Nú nærri 40 árum síðar og reynslunni ríkari geri ég mér ljóst hvað ég var ótrúlega hepp- in að eignast Svein og Sissu fyrir afa og ömmu. Því það er ekki sjálfgefið og ég get sagt svo margar svona sögur og ekkert nema svona sögur. Fyrst frá mér, svo frá dætrum mín- um og einnig nú frá barnabörnum mínum. Elsku afi, þakka þér fyrir allt og megir þú hvíla í Guðsfriði. Elsku amma mín, ég votta þér samúð mína. Guð styrki þig á þess- um erfiðu tímum. Heiða Björg Scheving og fjölskylda. Elsku afi Sveinn. Takk fyrir að hafa verið svona góður afi við okkur Mikael Mána. Ég hélt að fyrst Guð væri svona klár þá gæti hann hjálp- að þér afi minn en stundum er þetta bara svona og vonandi líður þér vel núna sem engill hjá Guði. Og fyrst þú ert orðinn engill þá getur þú nú líklega flogið yfir Anfield og horft á Liverpool spila. Kannski gerðir þú það síðasta laugardag, ég er viss um það. Hann Mikael Máni er svo lítill að hann skilur nú ekkert hvað varð um þig afi en þegar hann verður aðeins stærri þá ætla ég að sýna honum myndir af þér og segja honum sögur af þér svo að hann viti hver afi Sveinn var. Ég ætla líka að kenna Mikael Mána að leika sér með vöru- bílinn sem þú smíðaðir handa mér enda varst þú ekkert smá klár að smíða, afi minn. Við bræður ætlum að vera rosa duglegir að heimsækja ömmu, knúsa hana og passa hana fyrir þig svo að þú þarft engar áhyggjur að hafa af henni.Við skulum líka passa pabba. Svo á amma svo marga stráka sem geta heimsótt hana. Elsku afi, ég veit að þú munt vaka yfir okkur og fylgjast með okkur litlu molunum þínum. Ég ætla bara rétt að vona að amma ætli alltaf að eiga kandís til að gefa okkur þegar við komum í heimsókn eins og þú gerðir alltaf. Við bræður vorum ríkir að eiga þig og minning um góðan afa mun lifa. Góða nótt, elsku afi Sveinn. Þínir molar, Elfar Franz og Mikael Máni. Elsku afi. Nú ertu farinn, en mikið er gott að hugsa til þess að nú líði þér vel. Ert eflaust að spila golf alla daga, þess á milli fylgistu með fótboltan- um og handboltanum ef ég þekki þig rétt. Ef ég hugsa til baka á ég sem bet- ur fer alveg fullt af minningum um þig, hverja annarri betri. Man það alltaf hvað mér fannst það mikið sport að koma í heimsókn á verk- stæðið til þín og „hjálpa til“, átti meira að segja kassa fullan af af- söguðum spýtum sem þú hafðir safnað fyrir mig og sat ég svo hjá þér tímunum saman og dundaði mér hjá þér við að teikna á þær og búa til alls konar fígúrur. Alltaf þótti mér líka langbest að sofa á gólfinu inni í herbergi hjá þér og ömmu þegar ég var í pössun, þó að nægt pláss væri í húsinu. Rumskaði ég þó einstöku sinnum á næturnar við hroturnar í þér, enda fannst mér þú hrjóta ansi hátt. Þegar ég byrjaði svo í smíðum í grunnskólanum var ég alltaf voða montin að sýna myndirnar sem héngu upp á vegg, þarna var sko afi minn, mikill snillingur í smíðum og kenndi sko eitt sinn í skólanum. Allt- af var ég líka stolt að koma heim með klárað meistaraverk svo ég gæti nú sýnt afa. Annað minnisstætt úr skólanum er þegar við vorum í leikfimi og fórum út á golfvöll að æfa okkur þar. Kemur þú auðvitað ask- vaðandi þegar þú sérð mig og sýnir mér og hinum stelpunum hvernig eigi að gera þetta. Enn og aftur var ég agalega montin enda afi minn bestur í golfi. Í framhaldsskólann hélt ég síðan og í einum tímanum þar áttum við að gera verkefni um æsku einhvers síðan í gamla daga. Fyrir valinu hjá mér og vinkonum mínum tveim varðst auðvitað þú. Við sátum ábyggilega hjá þér í um klukkutíma og þú sagðir okkur fullt af frábærum sögum um alla æsku þína og þar til þú kynntist henni „mömmu“ eins og þú kallaðir alltaf ömmu. Stelpunum fannst það alveg jafn gaman að hlusta á sögurnar þín- Sveinn Hróbjartur Magnússon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.