Morgunblaðið - 04.10.2008, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 04.10.2008, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. OKTÓBER 2008 27 Árni Sæberg Á leið úr landi Þó að á ýmsu gangi í efnahagslífinu heldur lífið áfram sinn vanagang. Í gær var verið að gera einkaþotu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar kaupsýslumanns klára til brottfarar. HÁVAXTA- STEFNA Seðlabanka Íslands hefur um margt beðið skipbrot. Þessa dagana hamlar hún ekki gegn verðbólgu, heldur ýtir undir hana, um leið og hún gerir at- lögu að fyrirtækjum og efnahag landsmanna. Framundan eru gjald- þrot fjölda fyrirtækja, uppsagnir í stórum stíl og almenn lífskjaraskerðing. Útrásin hefur og stuðlað að því að Seðlabankinn og rík- issjóður eru vanmáttugir að takast á við vanda fjármálastofnana, nema að leggja efnahagslegt sjálfstæði þjóð- arinnar að veði. Mistök Seðlabanka Íslands Hávaxtastefnan stuðlaði að styrk- ingu krónunnar lengi vel. Það, ásamt með auðfengnu erlendu fjármagni á gjafverði, ýtti undir óhóflega inn- lenda neyslu og dró úr útflutningi en þetta til samans stuðlaði að við- skiptahalla og skuldasöfnun erlendis sem á sér ekki fordæmi í sögu lands- ins. Samhliða innspýtingu erlends fjár- magns, m.a. vegna gjaldeyrisútsölu margra seðlabanka, gætti seðlabank- inn íslenski þess ekki að auka bindi- skyldu bankanna hér heima og þeir gátu óáreittir stundað sín lána- viðskipti án viðeigandi ábyrgða. Hjá bönkunum var tilhlýðilegri íhalds- semi kastað fyrir róða. Ákvörðun Seðlabankans í þá veru að koma í veg fyrir að bankar og stærri fyrirtæki geri upp í erlendri mynt hefur skapað ójafnvægi og óvissu um rekstur þeirra fyrirtækja sem hafa stóran hluta sinnar starf- semi erlendis. Ætli Landsvirkjun þakki ekki sínum sæla fyrir að gera upp í dollurum þessa dagana. Ósamræmi virðist ríkja um skrán- ingu eigna og skulda inn og út úr landinu og ýmsa aðra tölulega upp- lýsingagjöf. Seðlabankastjóri hefur stundum talað í véfréttastíl og ekki enn fylgt eftir sumum orða sinna. Stjórnvöld hefðu í samráði við Seðla- bankann fyrir löngu átt að leggja fram áætlun um hvern- ig íslensk króna ætti að lifa af í fjármálaheim- inum. Og ef ekki, hvernig mætti skipta henni út fyrir líf- vænlegri gjaldmiðil. Sú skylda hvílir enn á herðum ráðamanna. Yfirvöld lögðu út- þenslunni lið Með aðkomu bank- anna að húsnæð- islánakerfinu í krafti útsölufjárins, en húsnæðislánasjóður vildi ekki verða undir í þeirri sam- keppni, skapaðist þrýstingur á fast- eignaverð langt umfram nauðsynlega leiðréttingu. Þeir sem tóku lán í er- lendri mynt sitja nú uppi með skuldir sem hækka upp úr öllu valdi á meðan verðmæti fasteigna þeirra stendur í stað eða fellur. Að lokum standa ein- staklingar og fjölskyldur uppi eigna- laus og e.t.v. í gjaldþroti. Sá mikli afgangur, sem hefur orðið af rekstri ríkissjóðs á seinustu árum, varð m.a. til vegna óhóflegrar eyðslu landsmanna (viðskiptahalla) og hefðu stjórnvöld átt að gera allt sem í þeirra valdi stóð til þess að draga úr þensl- unni, s.s. með auknum kaupum á gjaldeyri, aðhaldi í ríkisrekstri, við- námi gegn útþenslu hins opinbera, e.t.v. slá á frest skattalækkunum og leggja bönkunum strangari starfs- reglur. Aðkoma stjórnar og þings að reglugerðarverkinu og þeim eftirlits- stofnunum sem ætlað er að fylgjast með starfsemi fjármálastofnana var ábótavant. Sérstaklega er horft til þess aðskilnaðar sem á að vera á milli lánastarfsemi og áhættusækins rekstrar bankanna. Einnig hefur lengi verið fundið að skörun eigna- tengsla, sem getur falið í sér slæmar keðjuverkanir. Útrásin byggð að hluta á sandi Nú er komið á daginn að hinir eit- ursnjöllu viðskiptajöfrar hafa spilað með efnahagslegt fjöregg þjóð- arinnar. Einhverra hluta vegna töldu þeir, og jafnvel þjóðin öll, að þeir hefðu yfir að ráða getu og hæfileikum til þess að stýra fyrirtækjum á er- lendri grund betur en fyrri eigendur. Nú þegar kreppir að á lánamörk- uðum er ljóst að eignir, keyptar að stórum hluta fyrir lánsfé, þarf mögu- lega að selja á undirverði. Íslendingar hafa í ofanálag haft sérstakt lag á að fjárfesta í greinum sem nú standa illa. Í öllu þessu hafa hluthafar gleypt þau rök að borga ætti þessum ein- staklingum ofurlaun og kauprétt- arsamninga upp á hundruð milljóna króna, jafnvel milljarða. Hvað er til ráða? Hávaxtastefnan veldur enn búsifj- um. Hún hefur átt sinn þátt í hruni gjaldmiðilsins ásamt með stöðunni á lánamörkuðum heimsins. Fyrirtæki landsins hafa ekki aðgang að fé nema á okurvöxtum. Veiking krónunnar mun valda því að verðbólga helst hér enn há, stöðva þenslu og kynda undir því báli sem nú eyðir efnahag lands- manna. Háir vextir gera ekki annað en að hægja á hjólum efnahagslífsins, að því marki að í óefni er komið. Nú ríður á að stjórnvöld sýni festu í orði og á borði. Vandræði á fjár- málamörkuðum heimsins eru ekki á valdi forsætisráðherra en þessi ann- ars grandvari og ágæti maður þarf að spýta í lófana og hefja upp raust sína: Kalla til aðila atvinnulífsins og leggja drög að bjargráðaáætlun, ekki ein- ungis fyrir fjármálafyrirtæki, heldur og heimilin í landinu, en margt er hér gott sem byggja má á. Tafarlaus lækkun vaxta gæti e.t.v. slegið á kúf gjaldþrota og þrenginga hjá fyrirtækjum landsins en einnig er hún mikilvæg í ljósi endurskoðunar á húsnæðislánum bankanna á næsta ári. Það er ekki ofsögum sagt að efna- hag okkar er nú stefnt í voða og fram- undan sé marséring yfir til Brussel- valdsins með skottið á milli fótanna ef þeir á annað borð vilja okkur. Stjórn efnahags- og peningamála í uppnámi – útrásin byggð á sandi Eftir Ólaf Als »Mistök Seðlabank- ans eru dýrkeypt sem og grandvaraleysi stjórnvalda í uppsveifl- unni. Þjóðin kallar eftir bjargráðaáætlun fyrir heimilin. Ólafur Als Höfundur er viðskiptafræðingur. VELFERÐ- ARSVIÐ Reykjavík- urborgar á nú í við- ræðum við tvo aðila um rekstur á nýju bú- setuúrræði með fé- lagslegum stuðningi fyrir allt að 20 manns. Um er að ræða ein- staklinga sem hafa hætt neyslu áfengis og/eða vímuefna, en þurfa á umtals- verðum stuðningi að halda til að geta tek- ið virkan þátt í sam- félaginu. Vonast er til að samningar náist nú á næstu dögum og að rekstur geti hafist jafnvel í nóv- embermánuði þannig að úrlausn fáist fyrir þennan hóp. Hið nýja búsetuúr- ræði verður ekki ein- ungis tímabundið heimili þeirra ein- staklinga sem þar munu búa heldur er ætlunin að þar fari fram öflug virkniþjálfun svo heimilismenn geti síðar haldið út í lífið og stað- ið þar á eigin fótum. Eðli málsins vegna þurfa þeir í fyrstu á mikl- um félagslegum stuðningi að halda en sá stuðningur mun væntanlega minnka þegar færnin til að taka þátt í samfélaginu eykst og að lokum geta ein- staklingarnir flutt út í samfélagið að nýju. Þess vegna er mikilvægt að heimili fólksins sé í nánd við hið daglega líf samfélagsins í Reykjavík en ekki fjarri daglegu amstri. Það er afar mik- ilvægt að vandað sé til verka þegar geng- ið er frá samningum Reykjavíkurborgar við utanaðkomandi aðila um rekstur bú- setuúrræðis sem þessa. Í slíkum samn- ingum verður vel- ferðarráð og velferð- arsvið að tryggja ákveðin grunnaat- riði: 1. Rekstraraðili hafi þekkingu og reynslu af eftirmeð- ferð og virkniþjálfun vegna áfengis- og vímuefnavanda. 2. Rekstraraðili sé fjárhagslega ábyrgur. 3. Húsnæði fyrir heimilið sé tryggt. 4. Velferðarsvið Reykjavíkurborgar hafi tryggt eftirlit með starfseminni. 5. Velferðarsvið Reykjavíkurborgar ákveði í samráði við rekstraraðila hverjir fá notið umræddrar þjónustu. Þeir aðilar sem nú er verið að ræða við um rekstur búsetuúr- ræðisins uppfylla fyrstu tvö skil- yrðin enda slíkt forsenda þess að gengið sé til samninga. Þá lítur út fyrir að báðir að- ilarnir hafi til reiðu tryggt hús- næði fyrir áfangaheimilið. Síðustu tveimur skilyrðunum ætti að vera einfalt að ganga frá í samningi um reksturinn sem nú er verið að vinna að. Nýtt búsetuúr- ræði með félags- legum stuðningi í burðarliðnum Eftir Hall Magnússon Hallur Magnússon » Það er afar mikilvægt að vandað sé til verka þegar gengið er frá samningum Reykjavík- urborgar við utanaðkomandi aðila um rekstur svona búsetu- úrræðis. Höfundur er varaformaður Velferð- arráðs og fulltrúi Framsóknarflokks.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.