Morgunblaðið - 17.10.2008, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.10.2008, Blaðsíða 8
8|Morgunblaðið Á þessum árstíma eru ansi margir sem finna fyrir varaþurrki þar sem veður hefur kólnað mjög. Þurr- ar varir eru viðkvæmar og það getur verið sárs- aukafullt að vera með mjög þurrar varir. Það geta verið ýmsar ástæður fyrir varaþurrki en koma má í veg fyrir flestar þeirra, til dæmis með því að skýla vörunum úti við í miklum kulda, forðast mjög saltan mat og fleira í þeim dúr. Það er sannarlega alltaf betra að koma í veg fyrir varaþurrk í stað þess að meðhöndla hann en sama hver orsökin er þá er ekk- ert vafamál að nauðsynlegt er að meðhöndla þurrar varir. 1. Gott getur verið að nota olíu, til dæmis ólífuolíu, kókoshnetuolíu eða annars konar olíu á varirnar. Fáið ráðleggingar hjá húðsérfræðingum eða snyrtifræðingum um hvað hentar hverjum og ein- um best. 2. Ekki nota varasalva sem inniheldur alkóhól eða jarðolíu því þá getur varaþurrkurinn versnað. 3. Það er góð regla að nota aðeins vörur sem eru ætar á varirnar og raunar má segja það sama um aðrar húðvörur. 4. Ekki borða sterkan, kryddaðan eða saltan mat á meðan varirnar eru þurrar. 5. Forðastu að fara út ef úti er kalt, þurrt og vinda- samt. Ef það reynist nauðsynlegt að fara út er sniðugt að vera með góða vörn á vörunum, til dæmis rétta tegund af olíu. 6. Þolinmæði er lykillinn því það getur tekið nokkra daga og allt að viku fyrir varirnar að verða eðli- legar og heilbrigðar á ný. svanhvit@mbl.is Verndið varirnar Photos Varaþurrkur Það getur verið sársaukafullt að vera með þurrar varir. Eftir Svanhvíti Ljósbjörgu svanhvit@mbl.is Þ að er sama hvert litið er, háir hælar eru alls staðar og það er fátt annað í skóbúðunum en fallegir háhælaðir skór. Sem betur fer ættu all- ar konur að geta fundið skó við sitt hæfi en Ástrós Gunnarsdóttir dansari segir allar konur geta verið á háum hælum, svo framarlega sem þær kenni sér ekki meins. „Það er gott að vera á háum hælum að því leytinu til að það réttist yfirleitt úr fólki og auðveldara er að halda bakinu beinu. Ástæðan fyrir því er að þyngd- arpunkturinn ýtist örlítið fram og hangir ekki aftur í hnés- bótum eins og á flötum botnum. Þá er hins vegar nauðsyn- legt að rétta úr bakinu sem verður auðveldara um leið og kviðurinn er dreginn inn.“ Gengið eftir línu Ástrós hefur leiðbeint keppendum í Fegurðarsamkeppni Íslands um hvernig best sé að ganga á háum hælum en hún segir æfingu vera allt sem þarf. „Það er sjálfsagt að konur sem eru ekki vanar því að ganga um á háum hælum æfi sig heima áður en þær fara út. Það er best að hugsa sem svo að verið sé að ganga eftir línu, án þess að hafa göngulagið ýkt. Eins er nauðsynlegt að skoða hvernig er best að standa þegar klæðst er háum hælum enda stendur maður öðruvísi í hælum en strigaskóm. Gott er að taka fæturna svolítið saman og finna miðjupunktinn í lík- amanum en ekki hanga úti á öðrum fætinum. Þá er nauð- synlegt að standa svolítið jafnt í báðar fætur og svo er vit- anlega mjög fallegt að hafa annan fótinn aðeins fram fyrir sig, án þess að vera gleið,“ segir Ástrós sem finnst sjálfri mjög þægilegt að nota háhælaða skó. „Ég er bak- sjúklingur og mér finnst gott að nota háa hæla því það léttir á bakinu.“ Fótaæfingar til að styrkja fótinn Ástrós segir að hæðin á hælnum skipti líka máli þar sem það sé ekki það sama að vera á sex sentímetra hæl og tólf sentímetra. „Ég myndi ráðleggja konum að fá sér hæla sem henta þeim. Það er leiðinlegt að sjá konur sem þurfa að ganga með bogin hné til að halda jafnvægi því þær eru á alltof háum hælum. Það eru ekki allar konur sem ráða við mjög háa hæla og það fer svolítið eftir lagi fótarins. Sumar konur eru með þannig rist að ekki er hægt að vera með mikla sveigju á henni. Auk þess er nauðsynlegt að vera með sterkan fót til að vera á háum hælum. Þá er mikilvægt að gera fótaæfingar og lyfta sér upp á tábergið og niður nokkrum sinnum á dag. Það hjálp- ar hiklaust til, styrkir fótinn og teygir á honum í leiðinni,“ segir Ástrós en tekur fram að konur þurfi fyrst og fremst að fá sér skó við hæfi, sama hvað sé í tísku. „Það er sama hvernig skórinn lítur út, ef viðkomandi lítur ekki vel út í skónum er skórinn ekki fallegur. Það er því nauðsynlegt að máta skóna, prófa þá vel í búðinni og fá þá jafnvel lán- aða heim áður en fjárfest er í dýrum skóm.“ Mikilvægt að æfa sig Bronslitaðir Stílhreinir brons- litaðir skór fyrir þá sem vilja eiga sparilega skó í skápnum. Kaupfélagið, 12.995 krónur. Morgunblaðið/Kristinn Ástrós Gunnarsdóttir: „Það er sjálfsagt að konur sem eru ekki vanar því að ganga um á háum hælum æfi sig heima áður en þær fara út.“ Ódýrir Mjög sætir skór sem má nota við hvað sem er, pils, buxur eða síðkjóla. Focus, 4.990 krónur. Sparilegir Fallegir skór sem henta vel með síð- kjólnum. Steinar Waage, 12.995 krónur. Í veisluna Fallegir gráir skór úr leðri og rúskinni. Valmiki, 13.995 krónur. Allar konur geta gengið á háum hælum Glæsilegir Glansandi rauðir skór sem eiga vafalaust eftir að vekja eftirtekt hvar sem er. Kaupfélagið, 13.995 krónur. Einstakir Fallegir skór sem henta vel á dansgólfið. Focus, 6.990 krónur. Mynstrað leður Glans- andi fallegir og fjólubláir skór sem taka sig vel út á dansgólfinu eða í veislunni. Valmiki, 13.995 krónur. Nytsamlegir Sparilegir og fallegir skór sem henta líka með gallabuxum og hversdagsfötum. Steinar Waage, 15.995 krónur. Vetrarvörur frá komnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.