Morgunblaðið - 17.10.2008, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.10.2008, Blaðsíða 20
Morgunblaðið/Árni Sæberg Morgunblaðið/Kristinn Morgunblaðið/Golli Kósí Halldór Gylfason kann vel við heimabuxurnar sínar. Hvernig eru heimafötin þín? Flest eigum við þægileg föt sem við smeygjum okkur í þegar heim kemur úr vinnu eða skóla. Hér sýna nokkrir þjóðþekktir einstaklingar sín heimaföt. 20|Morgunblaðið Hárið er eitt það fyrsta sem fólk sér og því margir sem eru óöruggir með hárið á sér. Lykillinn að því að vera sáttur við hárið á sér og þar með sjálfan sig er að sættast við út- lit sitt. Á hárgreiðslustofum má breyta ýmsu til betri vegar og þar getur hárgreiðslufólk gefið góðar ráðleggingar. Umfram það er best að sætta sig við útlit sitt enda lítur hár betur út ef eigandi þess ber það með stolti í stað þess að hirða það illa og fela það undir höfuðfati. Með hárið í lagi Ekki á nátt- buxunum út í sjoppu „Þegar ég vil vera í þægilegum fötum smelli ég mér í rauðköfl- óttu náttbuxurnar mínar sem bróðir minn gaf mér í jólagjöf en þær vöktu hjá mér mikla lukku. Ég hef þó ekki lagt í vana minn að hlaupa í þeim út í sjoppu. Mér finnst best að vera berfætt heima og láta lofta um tærnar. Síðan á ég nokkrar svona hettupeysur sem mér finnst afar gott að smella mér í. Þegar ég slaka á finnst mér gott að fá mér kaffibolla, hlusta á góða tónlist og lesa blöðin í rólegheitunum,“ segir Erna Hrönn Ólafsdóttir söngkona. Í uppáhaldi Rauðu buxurnar góðu voru jólagjöf sem slógu í gegn. Morgunblaðið/Árni Sæberg Kulvís Elmu Lísu finnst gott að vera í lopapeysunni heima. Besta sem ég veit Björgvin Franz í Scarface-buxunum sínum. „Þessi mynd er nú kannski ekki alveg sönn þar sem ég byrja yfirleitt að lesa eitthvað en skipti síðan yfir í sjónvarpið. Þó kaupi ég alltaf Lifandi vísindi í hverjum mánuði. Ég er í öðrum af tvennum buxum sem foreldar mínir gáfu mér í jólagjöf frá Bandaríkjunum. Þessar eru með Al Pacino- myndum úr Scarface en hinar með dollurum. Það besta sem ég veit eftir að hafa verið að skemmta á kvöldin í jakkafötunum er að koma heim og smella mér beint í þennan galla,“ segir Björgvin Franz Gíslason leikari. Kósíheit með Al Pacino „Skemmtilegast finnst mér að taka vídeóspólur til að slappa af og geri það gjarnan. Á myndinni er ég í heimabuxunum mínum sem ég fékk frá konunni minni fyrir einum 12 árum en ég fer gjarnan í þær þegar ég er lasinn og á jólunum. Ég á líka inniskó en nota þá mest til að fara út með ruslið eða þegar ég grilla. Annars hringja viðvör- unarbjöllur um að maður sé að fitna ef maður er of mikið í svona heimabuxum og jogginggalla,“ segir Halldór Gylfason leikari. Endingargóðar heimabuxur „Mér finnst alltaf gott að grípa í bók þegar maður vill tæma hugann og slappa af. Ég geng mikið í lopapeysum þar sem ég er frekar kulvís og skipti alltaf um föt þegar ég kem heim. Þá fer ég í eitthvað kósí og hlýtt en náttbuxur og lopapeysa með notalegum bómullarbol undir eru minn hefðbundni heimagalli. Síðan er ég líka alltaf í klossum heima við,“ segir Elma Lísa Gunnarsdóttir leikkona. Hlý og góð lopapeysa Litun og plokkun 2.900 Andlitsbað 5.500 Fótsnyrting og handsnyrting 5.900 Hringdu núna Laugavegur 66, 2 .h . S ími 552 2460 Október-tilboð Skeifan 11d • 108 Reykjavík • sími 517 6460 www.belladonna.is Opið mán.-fös. kl. 11-18, lau. kl. 11-15 Verslunin Belladonna er 4 ára Fimmtudag 16. okt. til laugardags 18. okt. 20% afsláttur af öllum vörum í versluninni 30-50% afsláttur af völdum vörum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.