Morgunblaðið - 17.10.2008, Blaðsíða 16
H
inn fyrsta nóvember verða teknir
í notkun nýir einkennisbúningar
hjá Icelandair, hannaðir af Stein-
unni Sigurðardóttur. Búningar fé-
lagsins hafa verið breytilegir í
gegnum árin og geyma mikilvæga sögu þess.
Buxur á veturna
„Búningurinn sem nú er í notkun hefur ver-
ið notaður í níu ár og því tími til kominn að
skipta honum út en hann hefur enst mjög vel.
Til að byrja með gengu flugfreyjur aðeins í
pilsum en þegar buxurnar komu til sögunnar
mátti vera í þeim á veturna. Slíkar reglur voru
barn síns tíma eins og að flugfreyjur mættu
ekki vera giftar þar sem langar vinnuferðir
þóttu ekki fara saman við heimilislíf. Hér áður
fyrr var meiri litagleði í búningunum og til
dæmis voru rauðir og túrkisbláir búningar. Á
einu tímabilinu voru flugfreyjur líka klæddar
hvítum pólýesterkjólum sem hnökruðu svo
mikið að það þurfti að raka pilsið,“ segir
Rannveig Eir Einarsdóttir, forstöðumaður far-
þegaþjónustu.
Hefur fylgt tískustraumum
Rannveig segir að hægt sé að fylgjast með
tískunni í gegnum búningana. Hvert tímabil
hafi sitt útlit en í kringum 1970 hafi þeir verið
sérlega glæsilegir og mikið í þá lagt. Til að
mynda er jakki nýja búningsins sniðinn upp úr
gömlum Loftleiðajakka en í honum voru átta
saumar á bakinu sem sýnir hversu mikið var
lagt í saumaskapinn. Nýi einkennisbúning-
urinn er svarblár en við hönnun hans sótti
Steinunn meðal annars í íslenska þjóðbúning-
inn með rykktum borða sem hafður er við
skyrtuna. Þá er slæðan teiknuð upp úr gömlu
Loftleiðamerki og áferð efnisins er undir áhrif-
um frá íslenskri náttúru.
Engin gerviefni
„Það skiptir öllu máli að gott sé að vinna í
búningnum og að hann sé úr góðu efni. Við
höfum haft mikið samstarf við Steinunni um
hvað kæmi best út og útkoman er alveg frá-
bær. Hefðbundin úthlutun flugfreyju er jakki,
eitt pils og skyrtur með því svo og einn kjóll
og buxur. Nýja búningnum fylgir einnig hatt-
ur, hanskar og töskur þegar að því kemur að
skipta þeim út. Á tyllidögum höfum við farið í
safnið og klæðst búningunum en Svölurnar
hafa haldið vel utan um þá af mikilli alúð,“
segir Rannveig. maria@mbl.is
Mátti vera í buxum á veturna
Ljósmyndasafn Icelandair
Glæsileg Anna Harð-
ardóttir, flugfreyja
Loftleiða, fyrir framan
Rolls Royce 400 (CL44)
árið 1964.
Svarblár Sótt er í
íslenska náttúru og
hefðir í nýja bún-
ingnum.
Dömuleg Flugfreyja í
nýjum einkennisbúningi
Loftleiða árið 1964.
16|Morgunblaðið
Eftir Maríu Ólafsdóttur
maria@mbl.is
M
argt af því sem finna
má í ísskápnum og
eldhússkápunum má
nota til að fegra út-
litið. Hér koma
nokkrar góðar hugmyndir að fegr-
unarráðum í kreppu.
Ólífuolía á hæla og naglabönd
Ólífuolía er þekkt fyrir nærandi
eiginleika sína og er í raun það nauð-
synlegasta til að eiga á heimasnyrt-
istofunni. Til að laga tætt og erfið
naglabönd skal dýfa nöglunum í litla
skál með volgri ólífuolíu og mýkja
þannig húðina á fingrunum til að
hægt sé að ýta naglaböndunum til
baka. Ólífuolíuna má líka nota á hæl-
ana þegar þeir eru orðnir þurrir og
sprungnir. Best er að setja ríflega af
olíunni á hælana áður en farið er að
sofa, smeygja sér síðan í sokka og
láta olíuna gera sitt gagn yfir nótt.
Límónusvitalyktareyðir
Aðgát skal höfð við að fylgja eftir
þessu ráði ef húðin undir höndunum
er viðkvæm og þurr, en það reynist
víst hinn besti svitalyktareyðir að
kreista úr hálfri límónu í hand-
arkrikann. Þetta gefur frískandi
góða sítruslykt og kemur í veg fyrir
að óæskileg lykt myndist.
Sjávarsaltsskrúbb
Það er fátt betra fyrir líkamann
en losa hann við dauðar húðfrumur
með góðu skrúbbi. Hægt er að búa
sér til slíkt skrúbb með því að blanda
saman tveimur lúkum af sjávarsalti
og tveimur matskeiðum af ólífuolíu
og möndluolíu ef vill. Þessu er bland-
að saman þar til blandan er orðin að
þykku og stökku mauki. Berið
maukið á líkamann fyrir utan andlit-
ið og gefið því fimm mínútur til að
smjúga inn í húðina. Þvoið síðan af
vel og vandlega og sjá, húðin er
mýkri og heilbrigðari.
Eggjanæring í hárið
Í eggjum eru nauðsynleg prótein
sem eru vel til þess fallin að næra afar
þurrt hár. Brjótið eitt eða tvö egg í
skál og blandið saman við t́vær mat-
skeiðar af ólífuolíu. Þekið hárið með
blöndunni og setjið plastfilmu yfir,
gefið blöndunni hálftíma til að virka
og þvoið síðan úr með volgu vatni.
Það er hreint ótrúlegt hve vel þessi
fremur ógeðslega aðferð ku virka.
Gúrku-augnmaski
Það hefur löngum verið þekkt að
gúrkur svínvirka á bauga undir aug-
unum sem myndast gjarnan af
þreytu og stressi. Skerið tvær sneið-
ar af gúrku og leggið á augun. Til-
valið er að setja maska á andlitið í
leiðinni og láta hvort tveggja vera á
andlitinu í nokkrar mínútur. Gúrkan
kælir svæðið í kringum augun og
dregur úr bólgum en best er að hún
sé ísköld þegar hún er lögð á augun.
Banana-andlitsmaski
Bananar eru fullir af vítamínum
og bætiefnum sem hjálpa til við að
mýkja og yngja upp húðina. Stapp-
ið saman tvo til þrjá banana og
blandið saman við tvær matskeiðar
af hunangi. Gott er að setja blönd-
una í ísskáp í smástund áður en hún
er borin á. Síðan er bara að leggjast
í stofusófann og láta þreytuna líða
úr sér í tíu mínútur áður en mask-
inn er þveginn af með volgu vatni.
Egg í hárið og
gúrku á augun
Óvenjulegt Eggjamaski ku gera
kraftaverk fyrir þurrt hár.
Róandi Kaldar gúrkusneiðar á bólgið augnsvæði.
Límónur Halda handarkrikunum
vel lyktandi.
Ólífuolía Bráðnauðsynleg í eldhús-
ið og á baðherbergið.
TILBOÐ
í október og nóvember
Litun og plokkun
á 2800 kr.
venjulegt verð 3700 kr.
Allar aðrar meðferðir með 12% afsl.
10% afsláttur af gjafabréfum,
þessi tilboð standa til 1 Des 08.
„Verið velkomin í hlýlegt og
róandi umhverfi og látið streituna
líða úr ykkur í amstri dagsins“
Við erum staðsett í Glæsibæ!
Sími: 517-9291
gott hjólastólaaðgengi
Allar nánari upplýsingar er hægt að finna á www.vilji.is
Einnig er hægt að senda okkur póst á vilji@vilji.is