Morgunblaðið - 17.10.2008, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 17.10.2008, Blaðsíða 19
Morgunblaðið |19 Eftir Maríu Ólafsdóttur maria@mbl.is H elga Rún Pálsdóttir var 13 ára gömul þeg- ar hún ákvað að verða fatahönnuður og reka sitt eigið fyrirtæki. Draumurinn rættist því í dag rekur Helga Rún fyrirtækið Prem ehf. og tekur að sér ýmiss konar verkefni. Á réttri hillu „Til að ég myndi einn daginn kunna að reka fyrirtæki ákvað ég að fara í Menntaskólann við Sund á hagfræðibraut. Eftir stúdentspróf lá leiðin í Iðnskólann þar sem ég vildi hafa saumaskapinn á hreinu og það- an lauk ég fjögurra ára námi í klæð- skurði. Að því loknu hélt ég til náms í fatahönnun í Kaupmannahöfn. Á meðan á því stóð fann ég að ég hafði meiri áhuga á búningahönnun, en ég hafði áður starfað við búningagerð hjá Íslensku óperunni. Að loknu námi í Kaupmannahöfn sótti ég því um í Wimbledon School of art í leik- mynda- og búningahönnun. Ég var ein af aðeins átta sem komust inn og þá hugsaði ég með mér að ég hlyti að vera á réttri hillu,“ segir Helga Rún. Að loknu námi í London hafði hún hugsað sér að snúa aftur til starfa hjá Konunglegu óperunni í Kaup- mannahöfn, þar sem hún hafði unnið meðfram námi, en var þá boðið starf við Íslensku óperuna við bún- ingahönnun og sneri því aftur heim. Rifin og brennd föt Helga Rún hefur starfað við ýmiss konar sérverkefni erlendis, bæði auglýsingar og heimildamyndir, til að mynda um Jónas Hallgrímsson sem tekin var upp að hluta í Kaup- mannahöfn. Í slíkri vinnu segir Helga Rún að fötin þurfi að líta út fyrir að vera raunsæislega notuð og hún hafi rifið og jafnvel brennt föt til að ná fram réttu útliti. Þá sé nauð- synlegt að eiga svokallað skítasett sem hún taki ætíð með sér á milli staða. Í því má meðal annars finna efni til að ná fram raunsæislegum blettum og grasgrænu í fötum. Ný- verið tók Helga Rún að sér að hanna og sauma kjóla og hárskraut á dans- arana í Singing Bee-þáttunum og velja og breyta fötum á hljómsveit þáttarins. Hún sér einnig um bún- inga í Spaugstofuna auk þess að leið- beina í fatasaumi einu sinni í viku hjá Ljósinu. Þá er hún mamma flestra lukkudýra landsins sem koma reglulega í læknisskoðun til að láta snyrta sig og hreinsa. Konur áttu jarðarfarahatt Á vinnustofunni hefur Helga Rún varla undan að sauma hatta og hár- skraut sem er mjög vinsælt í dag, en hún er eina starfandi hattadaman á landinu. „Áður fyrr voru konur hér á landi gjarnan með hatta og áttu sér- stakan jarðarfarahatt. Þetta hefur breyst en spangir með skrauti og áberandi hárskraut með perlum, fjöðrum og slöri er mjög vinsælt hjá mér í dag. Það lífgar mikið upp á einfaldan fatnað að setja á sig fína spöng og þannig sparar maður að láta greiða sér og blása. Það varð aukin eftirspurn eftir höttum hjá mér þegar Íslendingar fóru að stunda viðskipti erlendis og sækja fínar veislur þar sem ákveðins klæðnaðar er krafist. Ég hef til dæmis saumað hatta fyrir konur sem voru á leið á Ascot-veðreiðarnar en þangað fer enginn nema með sér- saumaðan hatt,“ segir Helga Rún. Útrás á sýningum Þegar kemur að fötum tekur Helga Rún einna helst að sér breyt- ingar á þeim og segir að hagsýna húsmóðirin í sér sjái gjarnan úr- lausnir til að breyta og skreyta flík- ur þannig að þær fái nýtt líf. Þá hannar hún og saumar einnig mikið af búningum og sérklæðnaði og seg- ir að þó svo að það sé skemmtilegt fylgi því líka að öðru hverju verði hún að fá útrás fyrir sköpunargleð- ina. Því haldi hún stundum sýningar á skringilegum höttum eða öðru slíku, eiginlega bara sér til skemmt- unar. Þá fer hún mikið með hönnun sína á handverkssýningar og verður til að mynda með bás á sýningunni Handverki og hönnun sem haldin verður í Ráðhúsinu í lok mánaðar- ins. Dömulegar spangir og hárskraut vinsælast Rómantískt Helga hannar dömulegt hárskraut úr perlum og fjöðrum. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Alhliða hönnuður Helga hefur margþætt nám að baki en hún var 13 ára þegar hún ákvað að verða fatahönnuður. Litríkt Hatthúfurnar eru fallegar og henta vel í íslensku veðurfari. t í s k u h ú s Rauðarárstíg 1, sími 561 5077 Opið virka daga 10-18 laugardaga 11-15 Vandaður fatnaður á góðu verði www.xena.is SÉRVERSLUN GLÆSIBÆ S: 553 7060 SNYRTISKÓLI - naglaskóli - förðunarskóli - fótaaðgerðaskóli S N Y R T I -AKADEMÍAN Velkomin í Snyrti-Akademíuna Hjallabrekku 1 Snyrtiskólinn Með alþjóðleg CIDESCO réttindi Naglaskólinn Professionails Förðunarskólinn Förðunarkennsla fyrir alla Fótaaðgerðaskólinn Nýtt á Íslandi Heildverslunin Hjölur ehf www.hjolur.is Verslun Mb l 95 02 56 Sími 553 7900 og 588-8300 www.snyrtiakademian.is Tekið er við umsóknum í alla skólana núna @

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.