Morgunblaðið - 17.10.2008, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.10.2008, Blaðsíða 14
14|Morgunblaðið L’eau the one frá Dolce & Gabbana Ferskur og ávaxta- kenndur ilmur fyrir konur sem vilja léttari ilm. Incredible Me frá Es- cada Seiðandi ilmur með vanillu, orkídeu og lifandi klementínu. Ilmvötn hafa verið notuð lengi til að hrinda af stað viðbrögðum í líkama okkar sem og annarra enda er lyktarskynið sterkasta skilningarvit okkar. Úrvalið af nýjum ilmvötnum er mikið í vetur og hér má sjá brot af því besta. svanhvit@mbl.is Leikandi léttur ilmur Notorious frá Ralph Lauren Góður ilmur sem hentar vel á kvöldin eða í fínni veislur. Inspire frá Christina Aguilera Kvenleg- ur og létt- ur ilmur með lit- ríkum ávaxta- tónum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Magnifique frá Lan- côme Léttur og blóm- kenndur ilm- ur sem hent- ar daga sem nætur. Amor Amor Tenta- tion frá Cacharel Léttur og seið- andi ilmur sem hentar konum á öllum aldri. Glasið er einfalt og þægi- legt í notkun. Tekst vel upp í fatavali Eftir Maríu Ólafsdóttur maria@mbl.is S ara Óskarsdóttir og Her- mann Fannar Valgarðsson voru fengin til að fara í nokkrar búðir og velja föt hvort á annað í sitthvoru lagi. Hér má sjá árangurinn, en þau hafa verið saman í 12 ár og eru því farin að þekkja fatasmekk hvort annars nokkuð vel. Duglegur að velja „Hemmi er alltaf snyrtilegur til fara en í þægilegum fötum. Það eru orðin 12 ár síðan við hittumst fyrst svo ég man nú ekki alveg í hverju hann var en ætli það hafi ekki verið stuttermabolur og gallabuxur. Ég lagði upp með að velja á hann eitt- hvað sem hann myndi nota í vinnunni, fína skyrtu, þægilegar gallabuxur og peysu yfir með snyrti- legum jakka. Mér finnst það sem hann valdi á mig mjög töff og myndi alveg vera í þessari samsetningu dagsdaglega. Hann er mjög dugleg- ur að velja á mig eitthvað flott og hefur aldrei gert nein mistök. Nú er hann einmitt nýbúinn að gefa mér kápu í afmælisgjöf sem er í miklu uppáhaldi hjá mér svo og kjóll frá vinkonu minni úr versluninni Lykkjufalli, sem hún rekur.“ Sáttur við valið „Almennt er fatasmekkur Söru mjög fínn og smart. Ég man nú ekki alveg í hverju hún var fyrst þegar ég hitti hana en gæti samt giskað nokk- urn veginn á það. Ég á ekki létt með að fara bara í einhverja búð og kaupa eitthvað en það gengur vel þegar ég þekki búðina og veit hvað hún vill þaðan. Stígvél og slíkt sem ég er ekki mikið fyrir sjálfur get ég þó ekki gefið henni. Sara velur vel á mig föt og það er þægilegt þegar hún gerir það. Pólitískt rétt væri að segja að uppáhaldsflíkin sé frakki sem hún gaf mér fyrir nokkrum ár- um svo ég held mig við það. Fötin sem hún valdi á mig eru flott og ég er mjög sáttur.“ Fötin Sara valdi á Hemma: Skyrtu á 8.990 kr., jakka á 12.990 kr., buxur á 12.990 kr., allt úr Element-merkinu frá versluninni Brimi, Von Zipper- sólgleraugu frá Brimi 17.990 kr., og skó frá Bianco á 10.400 kr. Hemmi valdi á Söru: Húfu frá Deres, 4.990 kr., Adidas skó frá Deres, 16.990 kr. (nú á 40% afslætti), skyrtu á 7.990 kr., kápu á 22.990 kr. og buxur á 13.990 kr. allt úr Element-merkinu frá versluninni Brimi. maria@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Samrýnd Hermann og Sara hafa verið saman í tólf ár en þau reka ásamt öðru pari Nýlenduverslun Hemma og Valda á Laugavegi. Sáttur Hemma leist vel á fötin sem Sara valdi á hann. Töff Söru finnst fötin sem Hemmi valdi mjög töff. Þegar kreppir að fjárhagnum á heimilinu leyfa færri konur og karl- ar sér það að fara í dekur á snyrti- stofum. Fæstir vilja þó sleppa um- hirðunni og að einhverju leyti er hægt að sinna henni heima við. Það má til dæmis fara reglulega á snyrtistofu til að móta augabrúnir en lita og plokka þær sjálfur þess á milli. Í flestum apótekum er hægt að kaupa lit á augabrúnir og góðan plokkara. Ef augabrúnirnar eru plokkaðar reglulega er auðvelt að halda þeim við án þess að breyta formi þeirra. Plokkun heima fyrir                Austurhrauni 3 210 Garðabær S. 533 3805

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.